Morgunblaðið - 05.05.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022
Starfsmannafatnaður
fyrir hótel og veitingahús
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is
Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Hótelstjórnandann
Hótelrúmföt
Sérhæfum okkur í sölu á rúm-
fatnaði og öðru líni fyrir hótel
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Landris sem varð við Svartsengi í
janúar, mars og maí 2020 stafaði lík-
lega af háþrýstu gasi (koldíoxíði)
sem tróðst inn í vatnsleiðandi lag á
um fjögurra kílómetra dýpi undir
jarðhitakerfinu. Þetta endurtók sig
undir miðju jarðhitakerfinu í Krýsu-
vík í ágúst 2020. Gasþrýstingurinn
var nægur í hvert skipti til að valda
landrisi. Svo dreifðist gasið eftir
vatnsleiðandi lag-
inu sem leiddi til
þess að landið
seig aftur.
Þessir atburðir
voru fyrirboðar
eldgossins sem
hófst í Fagra-
dalsfjalli 19. mars
2021. Auk þess
sem land reis og
seig á víxl á há-
hitasvæðunum
birtust þeir einnig í mikilli jarð-
skjálftavirkni við Svartsengi og í
breytingum í þyngdarkrafti jarðar
samhliða landrisinu og landsiginu.
Þetta kemur fram í fræðigrein
sem birtist 2. maí í einu virtasta og
áhrifamesta jarðvísindatímariti
heimsins, Nature Geoscience. Ólaf-
ur G. Flóvenz jarðeðlisfræðingur er
leiðandi höfundur greinarinnar. Rit-
un hennar hefur verið aðalviðfangs-
efni hans síðastliðin tvö ár frá því að
hann lét af störfum sem forstjóri
ÍSOR. Að baki liggur tveggja ára
rannsóknavinnu sérfræðinga ÍSOR
og GFZ, sem er helsta jarðvís-
indastofnun Þýskalands.
Þrenns konar mælingar gerðar
Þrenns konar mælingar á
Reykjanesskaga árið 2020 liggja til
grundvallar rannsókninni. Þær eru
InSAR-mælingar úr Sentinel-1
gervitungli Geimvísindastofnunar
Evrópu sem sýndu þrjár lotur land-
riss og landsigs í Svartsengi og
fjórðu lotuna í Krýsuvík. Einnig ná-
kvæmar jarðskjálftamælingar með
hefðbundnum jarðskjálftamælum
og ljósleiðara fjarskiptafyrirtæk-
isins Mílu. Auk þess nákvæmar
mælingar á breytingum í þyngd-
arkrafti jarðar sem endurspegla
massa þess efnis sem kann að hafa
troðist inn í jarðlögin og orsakað
landrisið.
Ólafur sagði í samtali við
Morgunblaðið að beitt hefði verið
því sem kallast „póró-elastískar“ að-
ferðir til að meta rúmmál efnisins
sem barst inn í rætur jarðhitakerf-
anna í Svartsengi. Niðurstöður
þyngdarmælinga voru notaðar til að
reikna eðlismassa efnisins sem olli
landrisinu. Hann var minni en eðl-
ismassi kalds vatns og mun minni
en eðlismassi kviku.
Koldíoxíð frá djúpstæðri kviku
„Þetta getur ekki hafa verið
kvika, þótt ekki sé útilokað að ein-
hver kvika hafi komið með efninu.
Líklegast er að þetta hafi verið gas,
mögulega vatn í yfirmarksástandi
eða koldíoxíð sem mikið er af þarna.
Við teljum langlíklegast að þetta
hafi verið koldíoxíð frá djúpstæðri
kviku,“ sagði Ólafur.
„Þegar eldgosið hófst reiknuðu
sérfræðingar út að kvikan kæmi af
15-20 km dýpi, sennilega undir
Fagradalsfjalli. Kvika sem safnast
þar fyrir kemur enn dýpra að og
gefur frá sér gas, langmest koldíox-
íð. Gasið er eðlisléttara en efnið í
kring og leitar upp.
Það vill svo til að brotgjarna jarð-
skorpan undir Fagradalsfjalli er
þykkari heldur en undir jarðhita-
kerfunum í Svartsengi og Krýsuvík.
Við teljum líklegast að gasið hafi
stoppað við þennan brotgjarna hluta
jarðskorpunnar og ekki komist
lengra í bili. Svo hefur opnast leið
rétt undir mörkum stökku og deigu
jarðskorpunnar og gasið komist upp
undir Svartsengi og miðju jarðhita-
kerfinu í Krýsuvík. Þrýstingur gass-
ins var nægur til að lyfta þunnri
brotgjörnu jarðskorpunni yfir há-
hitakerfunum en ekki til að lyfta
þeirri þykku við Fagradalsfjall.“
Ólafur segir að djúpborunarverk-
efnið á Reykjanesi hafi sýnt að und-
ir háhitakerfum geti verið vatnsleið-
andi lag sem er undirþrýst. „Þegar
kemur púls af háþrýstu gasi þá lyft-
ir það jörðinni. Jafnframt berst gas-
ið út eftir þessu lárétta vökvalagi.
Það skýrir hvers vegna landið sígur
aftur þegar innstreymið hættir,“
sagði Ólafur.
Landris af tvennum toga
Þýskir jarðskjálftafræðingar
gerðu líkan af því sem gerðist þegar
þrýstingur jókst svo skyndilega eins
og t.d. í Svartsengi. Þá myndaðist
spenna í jörðinni og skjálftarnir
urðu fyrst og fremst eftir veik-
leikabeltinu sem liggur eftir fleka-
skilunum á Reykjanesskaga.
„Líkanið sem við erum með skýr-
ir öll gögn sem við höfum í hönd-
unum, það er skjálftamælingarnar,
landrisið og þyngdarmælingarnar.
Það er líka í samræmi við jarð-
efnafræðilegar niðurstöður Jarðvís-
indastofnunar Háskóla Íslands,“
sagði Ólafur.
Hann telur að þessar niðurstöður
muni óhjákvæmilega hafa áhrif á
það hvernig landris verður túlkað
hér eftir. Nú sé ljóst að það geti
verið af tvennum toga. Vegna kviku
eins og í Kröflu, Bárðarbungu og
væntanlega í Öskju þar sem eru
kvikuhólf í jarðskorpunni undir eld-
stöðvunum, eða vegna gass.
Á Reykjanesi eru ekki kvikuhólf í
jarðskorpunni heldur er kvikan
niðri í deiga möttlinum og leitar þá
fremur til hliðar með flekahreyf-
ingum en til yfirborðs. Atburðarásin
sem tengist Fagradalsfjalli og skýr-
ingar á henni sem nýjar rannsóknir
hafa leitt í ljós munu væntanlega
hafa áhrif það hvernig menn byggja
og nýta Reykjanesskagann í fram-
tíðinni, að sögn Ólafs.
Brot af kvikunni kom upp
Hann segir að út frá rúmmáli
þess gass sem tróðst undir Svarts-
engi og Krýsuvík 2020 megi reikna
hve mikil kvika þurfi að afgasast til
að framleiða þetta magn af koldíox-
íði. Útreikningar benda til þess að
rúmmál kvikunnar sem er 15-20 km
undir Fagradalsfjalli sé að lágmarki
2-9 rúmkílómetrar. Í eldgosinu 2021
kom upp aðeins brot af því, eða 0,15
rúmkílómetrar af kviku. Undir
Fagradalsfjalli er því kvika sem
nægir til mun efnismeiri eldgosa en
þess sem varð í fyrra.
Ljósleiðari jarðskjálftamælir
Safnað var nákvæmum upplýs-
ingum um 39.500 jarðskjálfta á
svæðinu með hjálp ljósleiðara Mílu.
Ólafur segir að notkun ljósleiðara til
jarðskjálftamælinga byggist á að-
ferð sem þróuð hefur verið und-
anfarin ár.
ÍSOR var í samstarfi við GFZ um
rannsóknarverkefni fyrir nokkrum
árum þar sem prófað var að nota
þennan sama ljósleiðara, sem liggur
milli Grindavíkur, Svartsengis og
Reykjaness, til jarðskjálftamælinga.
Það var því komin reynsla af því.
Þessi aðferð gerir að verkum að
ljósleiðarinn virkar eins og jarð-
skjálftamælar séu með nokkurra
metra millibili eftir leiðaranum.
Ólafur sagði mikilvægt að hafa
mjög þétt net jarðskjálftamæla sem
næst upptökum jarðskjálfta til að
staðsetja þau nákvæmlega, einkum
á hvaða dýpi þau eru.
Auk ljósleiðarans voru notaðar
niðurstöður úr jarðskjálftamælum
Veðurstofu Íslands og mælum tékk-
neskra vísindamanna á Reykjanesi.
Gas olli líklega landrisinu 2020
- Háþrýst koldíoxíð frá kviku undir Fagradalsfjalli olli líklega landrisi í Svartsengi og Krýsuvík
2020 - Landris og jarðskjálftar á Reykjanesi voru fyrirboðar eldgossins í Geldingadölum í fyrra
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eldgos Aðeins lítið brot af kvikunni sem er djúpt undir Fagradalsfjalli kom upp í gosinu í Geldingadölum 2021.
Forboðar eldgoss í Fagradalsfjalli Heimild: ÍSOR
Háhitasvæðið í Svartsengi
Hringrás vökva í jarðhitakerfi
Byggt á mynd Ólafs G. Flóvenz
Möttull jarðar
Jarðskorpan
Deig neðri
jarðskorpa
Gas púlsar í
janúar, mars og
maí 2020
Gas púls í
ágúst 2020
Þétt og brotgjörn
efri jarðskorpa
Mörk brot-
gjörnu og deigu
jarðskorpunnar
skv. jarðskjálfta-
mælingum
Kvikugeymir með
að minnsta kosti
2-9 km3 af kviku
Innflæði kviku
Hægt uppsteymi
gass og síðar kviku
Innflæði kviku
Mörk skorpu
og möttuls á
um 15 km dýpi
Hringrás vökva
í jarðhitakerfi
Háhitasvæðið í Krísuvík
Fagradalsfjall
Eldgos árið 2021
Gassöfnun
Kvika
5 km
0,15 km3
af kviku
Ólafur G.
Flóvenz