Morgunblaðið - 05.05.2022, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 05.05.2022, Qupperneq 36
36 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 Vor/Sumar 2022 www.danco.is Heildsöludreifing Ný sending af útipottum Vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is Agave Planta í potti 37x35 cm Pottasett Cody Pottasett Adam Round 55/42/31 cm Pottasett Maya 36/26/19 cm Blómapottur Lady 2 teg. 35 cm 30 cm, 24 cm Buddah Brown Washed 70cm Hengistóll cream 30x130x100 cm 5. maí 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 130.35 Sterlingspund 163.56 Kanadadalur 101.4 Dönsk króna 18.494 Norsk króna 13.886 Sænsk króna 13.234 Svissn. franki 133.96 Japanskt jen 1.0039 SDR 175.22 Evra 137.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 174.3338 samkvæmt tilkynningunni að styðja við áframhaldandi vöruþróun og vöxt, sérstaklega í Bandaríkjunum. Í tilkynningunni segir að félagið hafi sett upp starfsstöðvar í Berlín, Boston og Stokkhólmi og starfs- mannafjöldinn hafi aukist úr rúm- lega 30 í 150 á síðustu tveimur árum. Mest hefur aukningin verið hér á landi, samkvæmt tilkynningunni, en nú starfa um 130 manns hjá félaginu í höfuðstöðvunum á Íslandi. Breyta því hvernig heilbrigðis- þjónusta er veitt Ólafur Viggósson, framkvæmda- stjóri vöruþróunar- og tæknisviðs Sidekick Health, segir í samtali við Morgunblaðið að hlutafjáraukningin BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur lokið við rúmlega 55 milljóna Bandaríkjadala fjármögn- un, jafnvirði sjö milljarða króna, en samtals hefur fyrirtækið frá stofnun árið 2013 sótt tíu milljarða króna í hlutafé. Fjármögnunin núna er leidd af fjárfestingarfélaginu Novator og mun starfsmaður þess og meðeig- andi, Birgir Már Ragnarsson, taka sæti í stjórn Sidekick Health. Stórt bandarískt trygginga- fyrirtæki meðal fjárfesta Í tilkynningu frá félaginu segir að meðal þeirra sem leggja því til fé í þessari umferð sé eitt stærsta sjúkratryggingarfyrirtæki Banda- ríkjanna, en fyrirtækið er jafnframt stór viðskiptavinur Sidekick Health. Aðrir fjárfestar eru erlendu vísis- sjóðirnir Wellington Partners og Asabys Partners, sem leiddu 20 milljóna dala fjármögnun fyrirtækis- ins árið 2020, auk Frumtaks Vent- ures. Markmið fjármögnunarinnar er sé mjög mikil í samanburði við það sem gengur og gerist í heimi heil- brigðistækninnar. „Þetta gefur okk- ur tækifæri til að gera það sem gera þarf til að breyta því hvernig heil- brigðisþjónusta er veitt. Þetta er gríðarlega mikið af peningum sem við þurfum nú að koma í góða vinnu, sem er mikil áskorun,“ segir Ólafur. Hann segir að fjármagnið verði notað til að fjölga enn starfsmönnum og byggja upp starfsstöðvar alþjóð- lega. Spurður nánar út á hvað Sidekick Health gangi segir Ólafur að loka- takmarkið sé að fólk gangi út með Sidekick-appið í hendinni eftir heim- sókn til læknis. Inni í appinu verði meðferðin við sjúkdómnum tilbúin og læknirinn fylgist með á hinum endanum, veiti leiðbeiningar, leiði sjúklinginn í gegnum hvern einasta dag og segi hvaða skref eru nauðsyn- legt til að ná bata. Nýta gögn símans Ólafur segir að Sidekick Health nýti sér gögn sem snjallsíminn getur aflað hjá sjúklingnum í daglega líf- inu, upplýsingar um hjartslátt, svefn og fleira. „Þetta gjörbreytir þeim upplýsingum sem læknirinn hefur til að meta hvaða meðferð er nauðsyn- leg. Í dag er heilbrigðiskerfið mjög sjúkdómsmiðað en við viljum að það verði sjúklingamiðað. Algengustu svör lækna eftir fyrstu heimsókn sjúklinga eru að bíða og sjá og koma aftur eftir viku. En með þessari tækni höfum við tækifæri til að vera með miklu betri og dýpri upplýsing- ar um heilsuhegðun fólks.“ Alþjóðleg lyfjafyrirtæki Spurður um viðskiptavinina og notendur, segir Ólafur að notendur verði alltaf einstaklingarnir en við- skiptavinirnir, sem greiði fyrir þjón- ustuna, séu helst tryggingafyrirtæki og lyfjafyrirtæki. „Fyrirtækið starf- ar einkum með alþjóðlegum lyfjafyr- irtækjum þar sem lausnin hefur ver- ið samþætt lyfjameðferðum með góðum árangri, auk þess sem fyrir- tækið vinnur með veitendum sjúkra- trygginga í Bandaríkjunum,“ segir Ólafur að lokum. Landslagið hefur breyst Birgir Már segir í tilkynningunni að það sé einstaklega ánægjulegt að verða vitni að árangri Sidekick síðan síðustu fjármögnunarlotu var lokað. „Landslagið í heilbrigðisgeiranum hefur breyst hratt í kjölfar Covid-19- faraldursins og Sidekick er vel í stakk búið til að leiða framþróun heilbrigðistækni á heimsvísu.“ Sjö milljarða króna fjármögnun Morgunblaðið/Árni Sæberg Tækni Ólafur Viggósson, framkvæmdastjóri vöruþróunar- og tæknisviðs Sidekick Health. Heilbrigðistækni » Stofnað af tveimur læknum, þeim Tryggva Þorgeirssyni og Sæmundi Oddssyni, í þeim tilgangi að fyrirbyggja og meðhöndla langvinna sjúk- dóma. » Þeir töldu hefðbundna nálgun ófullnægjandi til að sporna við mikilli aukningu í al- gengi og afleiðingum lang- vinnra sjúkdóma sem í dag valda 86% dauðsfalla og 70- 80% heilbrigðiskostnaðar. - Sidekick Health hefur sótt tíu milljarða frá stofnun árið 2013 - Fjölga starfsmönnum - Novator leiddi fjármögnunina - Lokatakmark að fólk gangi út frá lækni með appið í hendi - Mikil áskorun Hugbúnaðarfyrirtækið Justikal hef- ur sett á markaðinn nýja lausn sem gerir lögmönnum og öðrum aðilum dómsmála kleift að senda gögn raf- rænt til héraðsdómstóla. Margrét Anna Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Justical, segir í til- kynningu að þetta skref sé gríðar- lega mikilvægt til þess að máls- meðferð í dómsmálum sé í takt við þá stafrænu þróun sem átt hefur sér stað. „Núna með lögum nr. 55/2019 eru réttaráhrif rafrænna skjala skil- greind sérstaklega. Með því að nýta þá tækni sem stendur lögmönnum og dómstólum í dag til boða ætti að vera hægt að stytta málsmeðferðar- tíma og fækka óþarfa frestum,“ segir Margrét. Fjögurra ára þróun Lausnin hefur verið í þróun síðast- liðin 4 ár og liggur nú fyrir samþykki frá Dómstólasýslunni fyrir notkun lausnarinnar fyrir héraðsdómstólun- um eftir að lausnin var prófuð í til- raunaverkefni með Landsrétti og 5 stærstu lögmannsstofum landsins sem gáfu lausninni sín bestu með- mæli, eins og sagt er frá í tilkynning- unni. „Í dag leggja sífellt fleiri áherslu á stafræna þjónustu og eru þess vegna mörg fyrirtæki byrjuð að nota rafrænar undirskriftir. Skjöl sem innihalda rafrænar undirskriftir er ekki hægt að prenta út þar sem þá missa rafrænu undirskriftirnar gildi sitt. Þess vegna byggir Justikal á eIDAS-vottuðum traustþjónustum sem geta sannreynt gildi rafrænna undirskrifta í samræmi við lög nr. 55/2019,“ segir í tilkynningunni. Lög Margrét Anna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Justikal. Öll skjöl rafrænt til dómstóla - Styttir máls- meðferðartíma og fækkar frestum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.