Morgunblaðið - 05.05.2022, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022
Algeng einkenni B-12 skorts:
• Nálardofi í hand- og fótleggjum
• Erfiðleikar með gang
• Skapsveiflur
• Minnisleysi
Munnúði tryggir hraða og góða upptöku
þar sem vítamínið frásogast auðveldlega í
gegnum slímhúðina í munninum og beint út í
blóðrásina. Upptaka á B12 gegnum slímhúð í
munni er örugg, þægileg og áhrifarík leið til a
tryggja líkamanum nægjanlegt magn af B12
vítamíni og til að verja okkur gegn skorti.
Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
B12 - MUNNÚÐI SEM VIRKAR
Rússnesk herþyrla af gerðinni
Mi-17 flaug í gær inn fyrir lofthelgi
Finna, og sagði finnska varnar-
málaráðuneytið að hún hefði flogið
um 4-5 kílómetra inn í lofthelgi
Finnlands.
Þetta er í ann-
að sinn á þessu
ári sem Rússar
brjóta á lofthelgi
Finna, en rúss-
nesk herflutn-
ingavél flaug inn-
fyrir lofthelgina í
stutta stund í
byrjun apríl. Þá
flugu rússneskar
herþotur inn í lofthelgi Svía í mars,
og rússnesk njósnavél fór inn fyrir
lofthelgi bæði Svía og Dana fyrir
helgi.
Sanna Marín, forsætisráðherra
Finnlands, sagði í gær að hún von-
aðist til að ef landið ákvæði að senda
inn aðildarumsókn til Atlantshafs-
bandalagsins, að umsóknin yrði af-
greidd eins fljótt og mögulegt er.
Gert er ráð fyrir að Finnar og Svíar
muni bráðum gera upp við sig hvort
þeir sæki um aðild, en óttast er að
Rússar kunni að grípa til hefndar-
aðgerða á þeim tíma sem umsóknir
ríkjanna væru í staðfestingarferli.
Sagði Marín í gær að Finnar væru
að ræða við lykilríki bandalagsins
um öryggistryggingar á þeim tíma.
Ben Wallace, varnarmálaráðherra
Bretlands, heimsótti í gær Finnland
vegna sameiginlegrar heræfingar
ríkjanna, og hét hann því að Bretar
myndu koma Finnum til aðstoðar, ef
ráðist yrði á Finnland. „Ég get ekki
ímyndað mér að við myndum ekki
koma til aðstoðar Finnlandi og Sví-
þjóð, sama hvar NATO-umræðan
væri þá stödd,“ sagði Wallace.
Jonas Gahr Støre, forsætisráð-
herra Noregs, sagði í gær eftir fund
forsætisráðherra Norðurlandanna,
að Danmörk, Ísland og Noregur,
myndu vilja verða fyrstu ríkin til að
samþykkja aðildarumsókn Svíþjóð-
ar og Finnlands, og að það sam-
þykki gæti jafnvel komið samdæg-
urs.
Norska dagblaðið Verdens Gang
greindi svo frá því í gær að verið
væri að reyna að stytta þann tíma,
sem það tæki bandalagsríkin að
samþykkja umsóknina, eins mikið
niður og mögulegt væri, og var þar
jafnvel talað um tvær vikur.
Umsóknin verði
afgreidd fljótt
- Rússar láta reyna á lofthelgi Finna
Sanna Marín
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ungversk stjórnvöld vöruðu við því í
gær að þau gætu ekki stutt fyrirhug-
að bann Evrópusambandsins á olíu
frá Rússlandi, þar sem það myndi
„eyðileggja algjörlega“ orkuöryggi
landsins. Tillögurnar fela í sér að
innflutningsbannið verði sett á rúss-
neska hráolíu í skrefum næsta hálfa
árið, og að algjört bann á innflutningi
á unninni olíu taki gildi um áramótin.
Ungverjaland og Slóvakía, sem
bæði treysta mjög á rússneska olíu,
áttu hins vegar að fá undanþágu
fram til ársloka 2023. Peter Szijjarto,
utanríkisráðherra Ungverjalands,
sagði það hins vegar ekki nóg, en að
landið gæti stutt tillöguna ef hráolía
sem flutt er um olíuleiðslur, en ekki í
tunnum, væri undanskilin banninu.
Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra
Úkraínu, sagði hins vegar að ef eitt-
hvert ríki ESB stæði í vegi fyrir olíu-
banninu, væri í raun góð ástæða til
að segja að það ríki væri samsekt
Rússum í þeim stríðsglæpum sem
þeir fremja.
Um 65% af þeirri olíu og 85% af
því jarðgasi sem Ungverjaland flytur
inn koma frá Rússlandi, en Viktor
Orbán, forsætisráðherra landsins,
hefur til þessa útilokað að Ungverjar
muni styðja innflutningsbann á þess-
ar vörur, þar sem ekki hafi komið
fram raunhæfar tillögur um hvernig
það verði gert án þess að skaða efna-
hag Ungverjalands. Stjórnvöld í
Búlgaríu og Tékklandi hafa einnig
lýst yfir vilja til að þau fái einnig und-
anþágur frá banninu, fyrst Evrópu-
sambandið væri að íhuga að veita
vissum ríkjum slíka fresti.
Meiri samstaða virðist ríkja meðal
aðildarríkjanna um aðrar tillögur
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins að hertum refsiaðgerðum,
en þær munu m.a. beinast að rúss-
nesku rétttrúnaðarkirkjunni og
patríarka hennar, Kíril, en hann er
talinn mjög náinn Pútín Rússlands-
forseta. Þá er stefnt að því að banna
Rússum að kaupa fasteignir innan
Evrópusambandsins.
Bretar herða á aðgerðum
Á sama tíma og utanríkisráðherr-
ar Evrópusambandsríkjanna sátu á
rökstólum um fyrirhugaðar refsiað-
gerðir, tilkynntu bresk stjórnvöld að
Rússum væri nú meinað að nýta sér
bresk endurskoðunarfyrirtæki, sem
og breska almannatengla og ráðgjaf-
arfyrirtæki.
Þá settu Bretar refsiaðgerðir á
fjölmiðla sem dregið hafa taum
Rússa í innrásinni í Úkraínu. Talið
er að aðgerðirnar muni koma sér
mjög illa fyrir rússneska ólígarka,
sem hafa nýtt sér þjónustu frá
breskum aðilum óspart á síðustu ár-
um.
Liz Truss, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði aðgerðirnar miða
að því að auka enn á þrýstinginn á
rússnesk stjórnvöld, en nú eru um
1.600 einstaklingar og fyrirtæki á
svörtum lista Breta.
Harðir bardagar í Maríupol
Vadím Boítsjenkó, borgarstjóri
Maríupol, sagði í gær að ekki væri
lengur hægt að ná sambandi við
varnarlið borgarinnar, sem hefur
tekið sér varnarstöðu í stálverk-
smiðju Asovstal, en fregnir bárust í
fyrradag af því að Rússar hefðu haf-
ið áhlaup á verksmiðjuna.
Boítsjenkó sagði að Rússar væru
að beita skriðdrekum og færanleg-
um fallbyssum í árásinni, auk þess
sem bæði herskip og flugvélar væru
að ráðast á verið. Rússnesk stjórn-
völd neita hins vegar að þau hafi haf-
ið slíkt áhlaup, en sögðust hafa gert
loft- og stórskotaliðsárásir á verk-
smiðjuna.
Rússar héldu einnig áfram stór-
skotaliðsárásum sínum á austurvíg-
stöðvunum í Donbass-héruðunum
tveimur og féllu tveir í Lúhansk-hér-
aði. Þá skutu Rússar einnig stýri-
flaugum úr kafbáti í Svartahafi, sem
beint var að skotmörkum í vestur-
hluta Úkraínu, en talið var að þeim
væri ætlað að trufla vopnasendingar
vesturveldanna til Úkraínu.
Beðið eftir fallbyssum
Þær vopnasendingar þykja geta
skipt sköpum í orrustunni um Don-
bass, þar sem teikn eru á lofti um að
fjarað hafi undan getu Rússa til þess
að sækja fram á vígstöðvunum. Orr-
ustan sé því að breytast í orrustu þar
sem stórskotalið geti skipt sköpum,
en fallbyssur og hábyssur (e. Howit-
zer) eru nú sagðar streyma til lands-
ins. Vestrænir hernaðarsérfræðing-
ar spá því að þau fallstykki muni
hafa gríðarleg áhrif á orrustuna, þar
sem Úkraínumenn séu nú í fyrsta
sinn að fá getu til þess að svara fyrir
stórskotahríð Rússa.
Til dæmis hafa Bretar sent til
Úkraínu ratsjá sem hönnuð er til að
finna út hvaðan stórskotahríð kem-
ur, og gætu Úkraínumenn þá beint
eigin stórskotaliði að þeim stöðum
sem skotið er frá. Má gera ráð fyrir
að stórskotalið bæði Úkraínumanna
og Rússa muni því einungis geta
skotið örfáum skotum frá hverjum
stað, áður en það þarf að taka saman
og færa sig á nýjan stað.
Þar sem vestrænu fallbyssurnar
hafa lengra drægi en flest af þeim
stórskotaliðsvopnum sem eru í
vopnabúri Rússa, þá er einnig talið
að Úkraínumenn muni hafa nokkra
yfirburði í þeirri stórskotaorrustu
sem fram undan er.
Ungverjar streitast á móti olíubanni
- Evrópusambandsríkin reyna að koma sér saman um hertar refsiaðgerðir - Vilja setja Kíril patríarka
á svartan lista - Segja áhlaup á Maríupol í fullum gangi - Orrustan að breytast í einvígi stórskotaliðs
Ljósmynd/Varnarmálaráðuneyti Úkraínu
Hauskúpa Turn af rússneskum T-72B3-skriðdreka liggur á víðavangi eftir árás Úkraínumanna. Myndin þykir sýna
veikleika T-72 skriðdrekanna nokkuð vel, þar sem staðsetning vopnabúrsins eykur líkurnar á stórri sprengingu.
Úkraínumenn lýstu því yfir um
helgina að þeir hefðu náð að
granda þúsundasta skriðdreka
Rússa frá því að innrásin hófst.
Ekki var víst hvort þær tölur
innihéldu einnig þá skriðdreka
sem Úkraínumenn hafa tekið
herfangi, en vestræn ríki áætla
að Rússar hafi misst um 500
skriðdreka.
Það hefur vakið nokkra at-
hygli að margar ljósmyndir af
slíkum skriðdrekum, sér í lagi
þeim af T-72-gerð, sýna að turn
drekans hafi skilið sig alveg frá
vagninum, en það er sagt vera
vegna hönnunar skriðdrekans,
þar sem skotfærin séu geymd
beint undir turninum. Skot sem
hittir á réttan stað muni því
gjarnan ná að sprengja hann
upp, sem og alla þá þrjá sem
eru í áhöfn skriðdrekans.
Gjarnir á að
springa upp
SKRIÐDREKUM GRANDAÐ
Stríð í Evrópu