Morgunblaðið - 05.05.2022, Page 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022
Íþrótta- og æsku-
lýðsmál hafa lengi átt
hug minn allan. Þegar
ég hætti í slökkviliðinu
árið 2016 gafst enn
frekari tími til þess að
sinna þessari ástríðu
minni. Það var því stór
stund þegar nýr og
glæsilegur knatt-
spyrnuvöllur var vígður
í Árbænum, mínu
heimahverfi, sumarið
2018. Sömu sælutilfinningu upplifði
ég sama ár þegar sérstök raf-
íþróttadeild hóf starfsemi sína í Ár-
bænum.
Ég þekki hversu jákvæð áhrif
íþrótta- og tómstundastarf hefur á
börn og ungmenni. Hreyfing og
íþróttir eru nefnilega stór þáttur í
heilbrigðum uppvexti. Rétt eins og
skólagangan sjálf. Íþróttamannvirki
eru þess vegna mikilvægir innviðir,
alveg eins og skólahúsnæði eða vega-
kerfið.
Innviðum hefur almennt ekki verið
sinnt sem skyldi í stjórnartíð vinstri
meirihlutans sem stjórnað hefur í
Reykjavík – með örstuttum hléum – í
tæp þrjátíu ár, og dugar í þeim efnum
að nefna viðvarandi viðhaldsleysi á
skólahúsnæði og öðrum fasteignum á
vegum borgarinnar. Þótt aðstaða
sumra íþróttafélaga sé til fyr-
irmyndar er það þó svo að önnur
hverfi hafa fallið langt á eftir. Sam-
anburður við nágrannasveitarfélögin
er okkur heldur ekki hagfelldur.
Kópavogur er með fleiri yfirbyggða
knattspyrnuvelli í fullri stærð en
Reykjavík.
Uppbygging íþróttainnviða er
fjárfesting sem skilar sér
Íþróttaaðstaða í mörgum borg-
arhverfum er hreinlega óboðleg og
hefur verið leyft að drabbast niður.
Nægir þar að nefna Laugardalinn –
þar sem löngu er orðið
tímabært að byggja
fullnægjandi íþróttahús
fyrir íþróttafélögin og
skólana. Sama gildir
um Vesturbæinn, þar
sem aðstaðan annar
hvergi nærri þeim
fjölda sem í hana sækir.
Það gengur ekki að
efnilegt íþróttafólk úr
þessum hverfum og
fleirum í Reykjavík
þurfi að fara bæjarenda
á milli, eða í nágrannasveitarfélög, til
að stunda íþrótt sína.
Ekki þarf að fjölyrða um sam-
félagslega gagnsemi íþrótta og hreyf-
ingar. Uppbygging íþróttainnviða er
fjárfesting sem skilar sér í bættri
andlegri og líkamlegri heilsu borg-
arbúa, með tilheyrandi sparnaði fyrir
heilbrigðiskerfið. Viðunandi íþrótta-
aðstaða er einfaldlega þjóðhagslega
hagkvæm framkvæmd.
Það eru sjálfsögð mannréttindi
barna að geta gengið að fyrsta flokks
íþróttainnviðum innan sinna hverfa.
Við eigum að tryggja börnum jafnt
aðgengi að íþróttaaðstöðu, óháð bú-
setu. Sjálfstæðisflokkurinn vill ráðast
í stórfellt átak í uppbyggingu íþrótta-
aðstöðu í Reykjavík og tryggja við-
unandi aðstöðu í öllum hverfum.
Þannig sinnum við þörfum allra – af-
reksfólks og þeirra sem stunda
hreyfingu á sínum forsendum.
Eftir Björn Gíslason
»Uppbygging íþrótta-
innviða er fjárfesting
sem skilar sér í bættri
andlegri og líkamlegri
heilsu borgarbúa.
Björn Gíslason
Höfundur er borgarfulltrúi og skipar
5. sæti á framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar í Reykjavík.
Íþróttaaðstaða í
heimsklassa – sjálfsögð
mannréttindi barna
KRINGLAN - SKÓR.IS
STEINAR WAAGE
KRINGLUKAST
5.-9. MAÍ
AFSLÁTTUR AF
VÖLDUM SKÓM
20-30%
Sjálfstæðisflokk-
urinn í Garðabæ hefur
átt góðu gengi að
fagna. Við höfum
byggt upp eitt best
rekna sveitarfélag
landsins þar sem
ánægja íbúa með þjón-
ustu bæjarins mælist
hvað mest. Í gegnum
tíðina hefur verið tekið
á tímabundnum áskorunum af festu
og við ávallt lagt okkur fram um að
hlusta á íbúa bæjarins.
Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingar kynnti Sjálfstæðisflokkurinn
100 framsækin fyrirheit fyrir kjör-
tímabilið sem nú er að ljúka.
Ánægjulegt er að segja frá því að
nær öll þau mál eru í höfn og hin,
allt mikilvæg framfaramál, komin
vel á veg. Fyrirheitin lýstu sam-
heldnu og þróttmiklu samfélagi þar
sem mennskan og gæskan eru í fyr-
irrúmi og virðing borin fyrir nátt-
úrunni. Þau voru unnin með þátt-
töku fjölmargra bæjarbúa sem láta
sig hag bæjarins okkar varða.
Garðabær hefur verið leiðandi í
leikskólamálum, þar sem saman fer
nýsköpun og fagmennska. Þetta er
kerfið sem við skópum og við viljum
viðhalda. Við bættum kjör barnafjöl-
skyldna með lágar tekjur, tekju-
tengdum afslætti af leikskólagjöld-
um, gjöldum frístundaheimila og
gjöldum til dagforeldra var komið á.
Markvisst var unnið að leik-
skólavistun barna um leið og fæð-
ingarorlofi lýkur. Ungbarnaleikskól-
inn Mánahvoll reis við Vífilsstaði,
nýr leikskóli í Urriðaholti opnar
haustið 2022 og annar nýr leikskóli
við Lyngás, þar sem byggt er fyrir
ungt fólk, er í farvatninu. Starfsemi
í Urriðaholtsskóla er hafin og 2.
áfangi skólans í útboðsfasa. Álfta-
nesskóli hefur verið stækkaður og
skólalóðir endurgerðar. Úthlutun
lóðar fyrir nýtt húsnæði Alþjóða-
skólans fór fram og bygging þar er
hafin.
Einnig má nefna byggingu Mið-
garðs, nýs fjölnota íþróttahúss í
Vetrarmýri. Glæsileg æfingaaðstaða
sem mun leggja grunn að heilsuefl-
ingu bæjarbúa um langa framtíð.
Ný íbúðarhverfi hafa verið skipu-
lögð á Álftanesi, við Lyngás, í Vetr-
armýri og Hnoðraholti. Endurbætur
hafa verið gerðar á gatnamótum
Hafnarfjarðarvegar, Vífils-
staðavegar og Lyngáss. Byggð hafa
verið undirgöng til móts við Lækjar-
ás, hringtorg við Flataskóla og Lit-
latún svo einhver dæmi séu tekin.
Við tókum einnig stór græn skref
á kjörtímabilinu. Mótuðum inn-
kaupa- og úrgangsstefnu sem ber
yfirskriftina „Garðabær gegn sóun“
og sömuleiðis loftlagsstefnu. Við
friðlýstum meira og eigum nú Ís-
landsmet sveitarfélaga í friðlýs-
ingum en tæplega helmingur bæjar-
landsins er nú friðlýst svæði. Þessi
opnu grænu svæði eru og verða upp-
spretta orku og lífsgæða fyrir bæj-
arbúa um ókomin ár. Að auki var fé-
lagslegum búsetuúrræðum fjölgað,
má þar nefna búsetukjarna fatlaðs
fólks við Unnargrund sem var tek-
inn í notkun, framkvæmdir eru að
hefjast við annan í Brekkuási og sá
þriðji í bígerð í Hnoðraholti.
Fleira getum við nefnt en látum
þetta duga í bili.
Næstu skref
Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í
Garðabæ hefur verið kynnt þar sem
við leggjum fram 20 tillögur til móts
við nýja tíma og 80 áherslur að auki.
Börn í leik- og grunnskólum bæj-
arins eða bæjarbúar sem vilja njóta
sín innan um ósnortna náttúru, í öfl-
ugu félagsstarfi eða iðandi mannlífi
munu njóta góðs af tillögum okkar.
Við hugum einnig að áframhaldandi
uppbyggingu aðstöðu, bættum sam-
göngum, stuðningi við þá sem hann
þurfa og heilsueflingu íbúa.
Við leggjum nýju fyrirheitin okk-
ar í dóm kjósenda og þau ætlum við
að efna fáum við umboð til þess.
Þetta er sá tónn sem við, kjörnir
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
Garðabæ, munum ávallt slá. Traust
snýst um að efna fyrirheit. Við mun-
um ekki bara standa vörð um góðan
árangur heldur viðhalda sterkri
stöðu – fyrir Garðabæ.
Við efnum fyrirheit
í þágu íbúa
Eftir Almar
Guðmundsson og
Björgu Fenger
» Traust snýst um að
efna fyrirheit. Við
munum ekki bara
standa vörð um góðan
árangur heldur viðhalda
sterkri stöðu – fyrir
Garðabæ.
Almar Guðmundsson
Almar er oddviti Sjálfstæðisflokksins
í Garðabæ. Björg er forseti
bæjarstjórnar í Garðabæ
Björg Fenger
Eins og flestar sam-
einingar sveitarfélaga
átti sameiningin í Múla-
þing árið 2020 sér tölu-
verðan aðdraganda.
Greinarhöfundur var
bæjarstjóri á Seyðis-
firði árin 2011-2018 og á
þeim árum var málið
nokkuð til umræðu eins
og sjá má í tímaritinu
Sveitarstjórnarmálum
frá í maí 2014. Þar var fjallað um um-
ræðu sem varð um mögulega samein-
ingu Fljótsdalshéraðs og
Seyðisfjarðarkaupstaðar í aðdrag-
anda sveitarstjórnarkosninga það ár.
Í greininni kemur fram að bæjar-
ráð Seyðisfjarðarkaupstaðar og bæj-
arstjórn Fljótsdalshéraðs samþykktu
bæði bókun um kosti þess að sameina
sveitarfélögin. Í bókun bæjarstjórnar
Fljótsdalshéraðs kom m.a. fram að
miklir möguleikar gætu falist í frekari
sameiningu sveitarfélaga á Austur-
landi og að með tryggum vetrarsam-
göngum milli sveitarfélaganna mætti
telja líklegt að allar forsendur væru
til slíkrar sameiningar. Í bókun bæj-
arráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar kom
m.a. fram að með tryggðum vetrar-
samgöngum milli Seyðisfjarðar og
Fljótsdalshéraðs yrðu til mikil tæki-
færi á Austurlandi til enn frekari
samvinnu og mögulegrar samein-
ingar, stæði hugur íbúa á Austurlandi
til þess.
Seyðfirðingar hafa, ásamt fleirum,
lengi barist fyrir jarðgöngum undir
Fjarðarheiði til Héraðs. Í fyrrnefndri
grein er haft eftir þáverandi bæj-
arstjóra á Seyðisfirði að
ef styttist í göngin verði
forsendur fyrir því að
kanna viðhorf íbúanna.
Þá gætu sveitarfélögin
aukið samstarf sín á milli
og þá yrði sameining
greiðari síðar ef menn
kysu hana.
Síðla árs 2017 þróuð-
ust mál á þann veg að í
sveitarfélögunum sem
sameinuðust í Múlaþing,
auk Vopnafjarðarhrepps
og Fljótsdalshrepps, var
ákveðið að láta fara fram könnun um
hug íbúa til sameiningar, en þessi
sveitarfélög höfðu lengi haft með sér
samstarf, m.a. um félagsþjónustu og
brunavarnir. Niðurstaða þessarar
könnunar var nokkuð afgerandi já-
kvæð hjá þeim sveitarfélögum sem
síðan sameinuðust en einnig skýr af-
staða á annan veg í hinum.
Haustið efir sveitarstjórnarkosn-
ingar 2018 hófst síðan sú vegferð sem
leiddi á endanum til sameiningar í
Múlaþing. Þeirri vinnu verða ekki
gerð sérstaklega skil hér enda er það
efni í aðra grein. Óhætt er þó að segja
að vandað var til verka, sem fullyrða
má að létti mjög sameininguna og
starfið við stofnun hins nýja sveitarfé-
lags. Markmiðið með sameiningunni
var skýrt: að bæta þjónustu, efla
stjórnsýslu og styrkja innviði. Sér-
stök áhersla var lögð á samgöngur
milli byggðarlaganna og að varðveita
sérstöðu byggðakjarnanna og tryggja
áhrif íbúa nærsamfélagsins innan
þeirra.
Við upphaf Múlaþings voru inn-
leiddar nýjungar hvað varðar stjórn-
sýslu sveitarfélaga, s.s. með tilkomu
heimastjórna sem er mál manna að
hafi gefist vel og haft jákvæð áhrif á
virkni íbúa og áhuga á málefnum
nærsamfélagsins. Einnig hefur vel
tekist til með rafrænar lausnir, s.s.
hvað fjarfundi varðar, sem jafnar að-
stöðu íbúa í afar víðfeðmu sveitar-
félagi til að taka þátt í störfum á vett-
vangi þess. Áhersla var lögð á að
áfram yrðu skrifstofur í hverju
byggðarlagi eins og verið hafði. Þann-
ig verða störf í stjórnsýslu sveitarfé-
lagsins a.m.k. að hluta ekki háð stað-
setningu og íbúar hafa aðgang að
stjórnsýslu sveitarfélagsins í sínum
byggðakjörnum.
Það hefur verið góð samvinna og
samstarf í sveitarstjórn, ráðum og
heimastjórnum sem hefur gert starf-
ið árangursríkara, sem ætíð skiptir
miklu máli, en sérstaklega á tímum
umfangsmikilla breytinga. Þannig
viljum við Framsóknarfólk í Múla-
þingi starfa áfram í þágu íbúa sveitar-
félagsins og óskum eftir stuðningi
kjósenda hinn 14. maí nk. til þess.
Múlaþing – gæfuspor
Eftir Vilhjálm
Jónsson
Vilhjálmur Jónsson
» Við upphaf Múla-
þings voru inn-
leiddar nýjungar hvað
varðar stjórnsýslu sveit-
arfélaga, s.s. með til-
komu heimastjórna sem
er mál manna að hafi
gefist vel.
Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi
og skipar 2. sæti á lista Framsókn-
arfélags Múlaþings fyrir komandi
sveitarstjórnarkosningar.
jonsson.vilhjalmur@gmail.com