Morgunblaðið - 05.05.2022, Page 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022
✝
Erla Guð-
mundsdóttir
fæddist 19. febrúar
1929 í Kóngsgerði í
Hafnarfirði. Hún
lést 16. apríl 2022 á
Hjúkrunarheim-
ilinu Sólvangi í
Hafnarfirði.
Foreldrar Erlu
voru Guðmundur
Vigfússon, f. 10.2.
1906, d. 6.10. 1997,
og Stefanía Guðrún Einars-
dóttir, f. 19.1. 1904, d. 22.9.
1982. Bróðir Erlu var Vigfús
Sverrir, f. 1932, d. 1988. Erla
var alin upp hjá móðursystur
sinni, Guðbjörgu Einarsdóttur,
f. 25.12. 1898, d. 9.8. 1980, og
manni hennar Helga Þórarins-
syni, f. 20.2 1900, d. 30.1. 1992.
Uppeldissystir hennar er Helga
Bjarnadóttir, f. 1948.
Eiginmaður Erlu var Stefán
Vigfús Þorsteinsson, f. 26.6.
1928, d. 4.12. 2006. Foreldrar
hans voru Ingigerður Jóhanns-
dóttir, f. 1902, d. 1993, og Þor-
steinn Þ. Víglundsson, f. 1899, d.
1984.
Börn Stefáns og Erlu eru: 1)
Guðný, f. 14.11. 1950, d. 4.3.
1997, gift Magnúsi Hjörleifssyni.
Þeirra börn eru: a) Erla, f. 1969,
gift Sigurði Sigurðssyni. Þau
eiga Magnús Óla, Dag Óla og
Guðrúnu Eddu. b) Ari, f. 1977,
kvæntur Auði Ásgeirsdóttur,
Draupni, Rafn og Erlu. c) Andri,
f. 1986, í sambúð með Sigrúnu
Bjarnadóttur, þau eiga Úlfar
Bjarna, Elfu Örnu og Unu Lóu.
d) Ylfa, f. 2002. 5) Víðir, f. 18.8.
1964, hann er kvæntur Elínu
Rögnu Sigurðardóttur. Þeirra
börn eru: a) Helga Sif, f. 1987. b)
Stefán Már, f. 1988, kvæntur
Tönju Jónsdóttur, þau eiga
Tristan, Karolínu Sólveigu og
Kormák Víði. c) Gígja, f. 1994,
gift Arnari Guðmundssyni, þau
eiga Andreu Elínu.
Erla ólst upp í Hafnarfirði og
lauk gagnfræðaprófi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík
1947. Rétt eftir útskrift lá leið
hennar til starfa sem gjaldkeri
hjá Laugavegsapóteki og fyrir-
tækinu Stefáni Thorarensen hf.
Þar starfaði hún þar til hún
helgaði sig barneignum og
heimilisstörfum. Þegar börnin
voru komin á legg settist hún
aftur á skólabekk, að þessu sinni
í Tækniteiknun í Iðnskólanum í
Reykjavík. Erla vann í nokkur
ár á Verkfræðistofunni Önn, eft-
ir það vann hún sem móttökurit-
ari á Hrafnistu í Hafnarfirði og
starfaði þar út starfsævina. Erla
var virk í félagsstörfum og sat
m.a. í stjórn kvenfélags karla-
kórsins Þrasta og þar var hún
formaður um tíma. Einnig sat
hún í stjórn kvenfélagsins
Hrundar og var þar m.a. for-
maður. Hún var ritari eldriborg-
arafélags Hafnarfjarðar.
Erlu var margt til lista lagt og
eftir hana liggja ótal listaverk.
Útför Erlu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 5.
maí 2022, og hefst athöfnin
klukkan 13.
þau eiga Sverri
Anton, Guðnýju
Gabríelu, Önnu
Guðnýju og Elías
Ásgeir. c) Silja, f.
1983, gift Sigurði
Sveinbjörnssyni,
þau eiga Stefaníu
Estel og Stellu
Frönku. 2) Inga
Þóra, f. 16.5. 1955.
Sonur hennar og
Guðmundar G.
Sveinssonar er Stefán Freyr
Guðmundsson, f. 1977, kvæntur
Eygló Guðjónsdóttur, þau eiga
Hlyn Frey og Bríeti. 3) Helga
Björg, f. 29.7. 1960, gift Rögn-
valdi Guðmundssyni. Þeirra
börn eru: a) Guðmundur Vignir,
f. 1983. b) Hjálmar Helgi, f.
1985, kvæntur Ingibjörgu Jóns-
dóttur, þau eiga Helgu Fann-
eyju, Elmar Kára og Maron
Inga. c) Margrét Lára, f. 1989, í
sambúð með Benedikt Bollasyni,
þau eiga Tind Atla og Rökkva
Snæ. d) Erla Rut, f. 1993, í sam-
búð með Davíð Gunnarssyni. e)
Guðný Björg, f. 1998, í sambúð
með Viktori Vilhjálmssyni. f)
Áslaug Rún, f. 2002. 4) Elfa, f.
1.3. 1962, gift Haraldi J. Bald-
urssyni. Þeirra börn eru: a)
Edda Karen, f. 1981, gift Þórði
Bjarnasyni, þau eiga Darra,
Harald Hrafn og Bjarna. b)
Hjördís, f. 1984, gift Guðmundi
Guðmundssyni, þau eiga
Elskuleg móðir og tengda-
móðir, okkur langar að minnast
og um leið þakka þér fyrir sam-
fylgdina gegnum árin.
Margs er að minnast við frá-
fall Erlu. Það sem kemur fyrst
upp í hugann er hve fróðleiksfús
hún var, fylgdist vel með mál-
efnum líðandi stundar og ekki
var æskilegt að hringja eða
koma við meðan á fréttatíma
stóð. Fram á síðustu daga ævi
sinnar naut hún þess að lesa
bækur og tímarit, mikill lestr-
arhestur sem naut þeirrar gæfu
að hugsunin var skýr fram á síð-
ustu stundu. Hún var alla tíð
stolt af fjölda barnabarna og
hafði gaman af að segja frá hvað
þau höfðu fyrir stafni og ætíð var
eftirvæntingin mikil þegar hún
frétti af fjölgun í fjölskyldunni
og átti hún mjög gott með að
muna alla afmælisdaga hjá öllum
niðjum sínum. Alla sína tíð var
hún listamaður í handverki, flók-
ið prjón og útsaumur vafðist ekki
fyrir henni. Einnig hafði hún un-
un af garðrækt og unnu þau til
hjónin til verðalauna með garð
sinn á Arnarhrauninu sem hún
var mjög hreykin af. Styrkur
hennar fólst í smekkvísi, vinnu-
semi og vilja til að gera hlutina
vel. Á miðjum aldri tók hún sig
til og tók bílpróf, keypti sér gula
Volkswagen-bjöllu og hóf nám í
tækniteiknun í Iðnskólanum í
Reykjavík. Hún vann síðar við
tækniteiknun á verkfræðistofu
og með eiginmanni sínum, Stef-
áni.
Erla var mjög félagslynd, tók
þátt í félagslífi og var mjög lið-
tæk í stjórnum kvenfélaga. Hún
var einnig í reglu Sam-frímúr-
ara. Síðustu árin naut hún þess
að fara í dagvistun á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Erla var ekki laus
við áföll í lífinu. Hún lifði elstu
dóttur sína, sem lést úr veikind-
um, og eiginmann sinn sem lést
skyndilega af slysförum. Áföll-
unum tók hún af styrk og eflaust
hefur staðföst trú hennar á æðri
tilgang vorrar jarðvistar hjálpað
henni í sorg sinni.
Takk fyrir allt og allt, farðu
vel og njóttu á nýjum stað.
Víðir og Elín.
Við erum aldrei tilbúin til að
kveðja okkar nánustu. Maður
veit hvert stefnir, en dauðinn
kemur manni alltaf í opna
skjöldu. Við söknum þín sárt,
elsku mamma, en minningarnar
munu fylgja okkur og ylja um
ókomna tíð.
Mamma í eldhúsinu að elda
eitthvað gott, meistarakokkur og
bakari. Alltaf tilbúin til að prófa
sig áfram í matargerðinni.
Saumavélin suðar, fullt af títu-
prjónum og efnisafgöngum, það
eru að koma jól. Hvert okkar
fékk saumað nýtt dress fyrir jól-
in, vorum flottust.
Haustið er komið, amma
Begga mætt. Nú skal taka slát-
ur. Allir leggja hönd á plóg og
veisla ársins er framundan.
Enn ein óléttan, þrjú í beit.
Sumir gleðjast meðan öðrum
finnst nóg komið.
Vestmannaeyjar: heilsa upp á
afa og ömmu og hina ættingjana.
Þjóðhátíð: lundi í matinn, bald-
ursbrá í hárið, bekkjabílar, tjöld-
in.
Öll yndislegu ferðalögin.
Hvíta tjaldið, hústjaldið, tjald-
vagninn, húsbíllinn og sumarbú-
staðurinn. Mamma stjanaði við
ungana sína, smurða brauðið í
ferðakommóðunni, djús í mjólk-
urflösku og svanakex.
Börnin sitja í stiganum full
aðdáunar. „Þau eru að fara á
ball.“ Mamma eins og drottning í
heimasaumuðum síðkjól og
pabbi í smóking. Glæsilegasta
dansparið í bænum.
Mamma okkar í skóla, á eigin
bíl. Tekur á sinn hátt þátt í
kvennabyltingunni, fer út á
vinnumarkaðinn og verður virk-
ari í félagsstörfum.
Mamma sækir sauma-,
prjóna-, spelt-, matreiðslu-,
skrautskriftar-, þjóðbúninga-,
kortagerðar-, brauðtertu- og
glermálunarnámskeið. Einnig
Dale Carnegie-námskeið og
enskuskóla.
Heimatilbúnu veislurnar: af-
mælis-, jóla-, fermingar-, brúð-
kaups- og skírnar-, þar sem
hæfileikar hennar njóta sín.
Mamma alltaf boðin og búin að
hjálpa okkur.
Barnabörnin koma smátt og
smátt. Mamma til taks og þau
pabbi njóta sín vel í barnaskar-
anum. Ekki er slegið slöku við í
prjóna- og saumaskap. Gaman
að hafa þau öll í stíl.
Hún hugsar ekki bara um
ungana sína, heldur nýtur gamla
fólkið okkar ávallt gæsku hennar
og umhyggju.
Verðlaunagarðurinn og sól-
stofan með heimaræktuðum
blómum og vínberjum eru stolt
mömmu og pabba.
Hún situr við dánarbeð Guð-
nýjar systur, er brugðið og lífs-
sýnin breytist. Það á enginn að
þurfa að horfa á barnið sitt
deyja.
Sumarbústaðaferðirnar
ógleymanlegar. Þar eigum við
yndislegan tíma saman. Draum-
ur þeirra hefur ræst. Þau hefur
bæði lengi dreymt um athvarf í
sveitinni.
Loksins finna mamma og
pabbi fallega íbúð sem hentar
þeim. Þar hyggjast þau verja
ævikvöldinu saman, með útsýni
yfir fallega fjörðinn sinn. Því
miður deyr pabbi allt of snemma.
Þetta kollvarpar lífi hennar,
hún hefur aldrei verið ein. Eftir
þetta hrakar heilsu mömmu sem
hefur alltaf verið hraust og lífið
verður erfiðara. Hún lifir fyrir
afkomendurna og það sem gleð-
ur mest er samveran með fólkinu
sínu.
Reynir að bera sig vel. Les
ógrynni bóka, fylgist vel með
fréttum, saumar út, heklar og
prjónar meðan heilsan leyfir.
Sólvangur er síðasta heimilið.
Þar er vel um hana hugsað af
yndislegu starfsfólki. Hún var
södd lífdaga.
Við hittumst þegar okkar tími
kemur.
Dæturnar
Inga Þóra, Helga
Björg og Elfa.
Elskulega tengdamanna! Nú
eru 45 ár síðan ég gekk með
grasið í skónum á eftir Helgu
Björgu og kynntist þér og Stef-
áni. Þau kynni urðu gæfa mín.
Þú dóttir aflakóngs og húsfreyju
í Vestmannaeyjum og uppeldis-
dóttir verkafólks í Hafnarfirði.
Kvennaskólagengin og síðar
tækniteiknari. Auk þess sóttir þú
fjölda námskeiða, einkum á svið
handverks og hannyrða, enda
lék allt í höndum þér. Þið Stefán
bjugguð fyrst á Norðurbrautinni
hjá foreldrum þínum. Síðan
byggt á Arnarhrauninu. Þú
handlangari í múrverki, kasólétt
að Helgu okkar árið 1960, enda
varstu ávallt hörð af þér og
metnaðarfull. Bæði voruð þið
virk í félagslífinu, verðlaunaðir
dansfélagar og glæslegt par. Þú
lagðir áherslu á að vera vel til-
höfð og með áhuga á tísku alla
tíð. Á miðjum aldri: verðlauna-
garður á Arnarhrauni og upphaf
margra ferðalaga ykkar erlend-
is. Mikið var áfall ykkar hjóna og
fjölskyldunnar að missa elstu
dótturina, Guðnýju, árið 1997,
aðeins 48 gamla. Undir sjötugt:
húsbílatímabil og ferðalög um
landið fagra. Árið 2005: sumar-
húsið okkar í Úthlíð og nýtt og
fallegt heimili ykkar á Herjólfs-
götu í Hafnarfirði. Skyndilegt
andlát Stefáns árið 2006 var
þungt högg en þú lést ekki bug-
ast og bjóst á Herjólfsgötunni til
2021. Þú fylgdist alla tíð vel með
fréttum, jafnt innanlands sem
utan. Gátum t.d. rætt undanfarn-
ar forsetakosningar í Bandaríkj-
unum sem við vöktum bæði fram
á nótt til að fylgjast með þegar
aðrir í fjölskyldunni voru löngu
sofnaðir. Síðasta árið dvaldir þú
við góðan aðbúnað á Sólvangi.
Elsku tengdamamma! Þú áttir
gott og langt líf og varst virt af
þeim sem þig þekktu. Nú eru af-
komendurnir orðnir fimmtíu:
fimm börn, sautján barnabörn
og tuttugu og átta barnabarna-
börn. Alls eru um sjötíu í stór-
Erla
Guðmundsdóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGÞÓR JÓN SIGURÐSSON
kerfisfræðingur,
lést föstudaginn langa, 15. apríl,
á Vífilsstöðum.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Michael Sigþórsson Lilja Bragadóttir
Björn Sigþórsson Birna G. Hermannsdóttir
Þórunn Sigþórsdóttir Reynir A. Guðlaugsson
barnabörn og barnabarnabörn
ÞORGILS AXELSSON
byggingatæknifræðingur
lést 16. mars. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakots, einkum séra
Sveinbjargar Katrínar Pálsdóttur, og Emilíu Jónsdóttur
á Útfararstofu Kirkjugarðanna.
Aðstandendur
Elsku maðurinn minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGURÐUR PÁLMAR GÍSLASON,
Móaflöt 55, Garðabæ,
sem lést á Hrafnistu Hafnarfirði miðviku-
daginn 27. apríl, verður jarðsunginn frá
Garðakirkju í Garðabæ þriðjudaginn 10. maí klukkan 15.
Kristín Eiríksdóttir
Helga Sigurðardóttir Björn Jónsson
Gunnar Kr. Sigurðsson Anna R. Valdimarsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
GÍSLI ÁRDAL ANTONSSON,
Fossvegi 25, Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði
fimmtudaginn 28. apríl. Útförin fer fram
frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 7. maí klukkan 13.
Guðrún Hannesdóttir
Olga Gísladóttir Þorvaldur Hreinsson
Hrönn Gísladóttir Sigurður Óli Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær bróðir okkar,
AXEL JÓHANN BJÖRNSSON,
f. 28. júlí 1962,
lést á heimili sínu í Vilcabamba, Ekvador,
þriðjudaginn 15. febrúar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Drífa, Dröfn og Helga
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
RAFN JÚLÍUS JÓHANNSSON,
Silfurgötu 47, Stykkishólmi,
lést á St. Franskiskusspítalanum í
Stykkishólmi laugardaginn 23. apríl.
Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 6. maí
klukkan 14. Hlekk á streymi er hægt að nálgast á mbl.is/andlat
Birna Guðríður Pétursdóttir
Anna María Rafnsdóttir Davíð Sveinsson
Jóhann Kr. Rafnsson Þórunn Sigurðard.
Pétur Árni Rafnsson Júlía Lobanova
Björn Arnar Rafnsson Margrét Bjarman
Rafn Júlíus Rafnsson Erla Friðriksdóttir
afabörn og langafabörn
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi,
langafi og bróðir,
HÖRÐUR HJALTASON
trésmiður,
Melgerði 27, Kópavogi,
lést á hjartadeild Landspítala á skírdag.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Valdimar Harðarson Jóhanna Elín Stefánsdóttir
Þorsteinn Valdimarsson
Olgeir Guðbergur Valdimarsson
Stefán Georgsson
Guðrún Jóhanna Georgsdóttir
Hrönn Hjaltadóttir
Hrefna Hjaltadóttir
og fjölskyldur
Kær bróðir okkar,
VILMUNDUR ÞÓR JÓNASSON
frá Raufarhöfn,
lést á sjúkrahúsinu á Húsavík mánudaginn
2. maí.
Útförin fer fram frá Raufarhafnarkirkju
laugardaginn 21. maí klukkan 14.
Valgeir Jónasson
Gunnar F. Jónasson
og fjölskyldur