Morgunblaðið - 05.05.2022, Side 51

Morgunblaðið - 05.05.2022, Side 51
fjölskyldunni. Þú fylgdist með þeim öllum fram á síðasta dag og varst sífellt með hugann við ör- yggi þeirra og velferð, þótt lík- aminn og hjartað gæfu sig síð- ustu árin. Þannig varst þú í lokin tilbúin á nýtt stefnumót með þín- um elskulega Stefáni, Guðnýju og öðrum í sumarlandinu. Þar verður nú dansað. Elskulega tengdamamma og vinkona! Bestu þakkir fyrir allt og allt. Bið að heilsa öllum sem ég þekki. Rögnvaldur. Þrátt fyrir að hafa átt langan tíma með ömmu Erlu þá er kveðjustundin erfið. Við systk- inin og fjölskyldur okkar nutum þess að eyða tíma með ömmu fram á tíræðisaldur, tíma sem er okkur dýrmætur og um leið huggun þegar við saman fengum ekki að njóta móður okkar nema í stuttan tíma. Að fá að kynnast mömmu í gegnum ömmu eftir hennar dag veitti okkur mikinn stuðning í sorginni og sýndi okk- ur einnig hvað ömmu var annt um afkomendur sína jafnt stóra sem smáa. Við fengum stöðugar fréttir af öllu hennar fólki og stoltið leyndi sér aldrei. Amma var vel inni í málum fram á síð- asta dag og hlakkaði ávallt til næstu veislu í fjölskyldunni. Minningarnar spretta fram um allar góðu stundirnar á Arn- arhrauni, í húsinu þar sem amma og afi bjuggu sér til fallegt og hlýlegt heimili. Garðurinn sem þau ræktuðu saman af einstak- lega mikilli alúð var ævintýra- heimur fyrir okkur barnabörnin, heimur sem lýsti ömmu svo vel því hún elskaði sumar og sól, umhverfi sem átti svo vel við hennar framandi útlit og fallegu brúnu augun. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú gafst okkur, við munum halda áfram að minnast þín og söknuðurinn er mikill. Þín, Erla, Ari og Silja. Þegar við hugsum um ömmu þá fer hugurinn strax á Arnar- hraunið. Afa- og ömmulyktin. Öll undrin í stóra húsinu, leyniher- bergin, sólstofan, myrkur og dul- arfullur kjallari, og bílskúr með svo miklu glingri að engin leið var að komast í að skoða það allt. Þar voru allar veislurnar. 17. júní, slátur- og laufabrauðsgerð- in, jólaveislur og áramótateiti. Allir í fjölskyldunni mættu þegar sólin skein, enda sólpallurinn svo veglegur. Arnarhraunið með sína töfrandi tjörn, fuglahúsið og smáfuglana. Blómalykt í sólstof- unni. Grænir fingur ömmu, rósir og vínber. Brúnuðu kjötbollurn- ar, bjúgu, AB-mjólk, Special-K, sveskjugrautur og rúsínur. En aldrei kjúklingur! Amma var alltaf svo spennt fyrir öllu sem viðkom barna- börnunum og vissi hvað allir voru að gera. Hún hafði mikinn áhuga á okkar áhugamálum og ýtti undir og fagnaði öllum okkar hæfileikum. Ekkert var jafn skemmtilegt og að sýna ömmu nýjustu teikninguna, sauma- skapinn eða prjónuðu peysuna. Svo var það næsta brúðkaup, næsta afmæli, næsta útskrift. „Hvaða veitingar verða? Ég er búin að ákveða fötin!“ Enda neit- aði hún alltaf að gefast upp þeg- ar heilsan var að plaga hana. Það þýddi ekki að vera að fara yfir móðuna miklu svona stuttu fyrir næstu veislu. Amma var einstaklega flink í höndunum. Heklaði, saumaði og prjónaði. Gaf öllum barnabörn- um heimatilbúnar gjafir. Svo var hún líka með svo mikið tískuvit, alltaf með svo fallegar neglur og vildi aldrei sýna okkur gráa hár- ið. Tók alltaf eftir fötunum og skartgripunum. Amma var með eindæmum hnýsin, forvitin og hreinskilin. Með puttana í öllu og skoðanir á flestu. Hún var inni í öllu slúðri, vissi sögur allra í göt- unni og forfeðra þeirra. Konan var með stálminni. Lúmskt stríð- in var hún líka. „Ef þið setjist í stólinn minn eftir að ég er farin, þá ætla ég að blása í eyrun á ykkur.“ Hún og afi voru svo dugleg að ferðast. Fyrst með appelsínu- gula tjaldvagninn og svo tóku húsbílarnir við. Svo leið henni líka svo vel í bústaðnum sínum. Ástin milli ömmu og afa var okk- ur fyrirmynd, svo áþreifanleg ást eitthvað. Meira að segja löngu eftir að afi fór frá okkur. Bestu morgnarnir voru þegar hana dreymdi afa. En nú gat hún ekki beðið lengur. Núna er hún farin til afa og Guðnýjar. Guðmundur Vignir, Hjálmar Helgi, Margrét Lára, Erla Rut, Guðný Björg og Áslaug Rún. Í dag kveðjum við elsku ömmu Erlu sem var okkur svo kær. Ömmu sem var alltaf svo fín, alltaf mesta skvísan, í nýj- ustu tísku. Fallegu ömmu með brúnu augun, rauðbrúna hárið uppsett og hlýja faðminn sinn. Amma Erla var einstök á svo margan hátt. Hún var mikil fé- lagsvera og naut sín hvergi betur en innan um fólkið sitt. Hún elskaði veislur og mannamót og lét sig aldrei vanta. Hún var líka alltaf með allt á hreinu og hafði mikinn áhuga á því sem allir voru að gera. Í seinni tíð kom sér vel hvað hún var tæknivædd og gat hún þá notað ipadinn til að fylgjast með og lækað allar myndir. Amma var mikil handavinnu- kona og eftir hana liggja miklar gersemar. Áður fyrr var hún með sérstakt saumaherbergi þar sem hún sérsaumaði jogging- galla í stíl á okkur barnabörnin og fermingarkjól, svo fátt eitt sé nefnt. Hún var líka mikil prjóna- kona og saumaði út og heklaði, meðal annars teppi fyrir öll börn sem fæddust í fjölskyldunni, og þá var nú mikið að gera hjá elsku ömmu enda sífellt að bæt- ast í hópinn hennar. Heimilið sem amma og afi byggðu sér á Arnarhrauni var ævintýraheimur. Í húsinu var hugsað fyrir öllu, allt svo smart og huggulegt, enda amma mikill fagurkeri og afi Deddi einstak- lega handlaginn. Þar voru alltaf vöfflur á sunnudögum og fullt hús af fólki á hátíðisdögum. Svo mátti líka leika sér alls staðar í húsinu og vera í handbolta á ganginum. Garðurinn var mikill sælureitur, enda verðlaunagarð- ur, sólhúsið vinsælasta setustof- an og blómin hennar ömmu með því fegursta sem við höfðum augum litið. Það var alltaf gott veður í minningunni, skemmti- legast að stökkva yfir tjörnina og tína rifsber með ömmu eða hjálpa afa að dytta að. Svo þótti mikil upphefð að vera sendur í Arnarhraunsbúðina til að kaupa Svala eða rjóma fyrir ömmu eða grænar eldflaugar til að fylla á frystikistuna í búrinu. Amma naut sín líka einstak- lega vel í bústaðnum í Úthlíð og herbergið hennar var okkur allt- af opið, og ef vantaði gistipláss var auðsótt að fá að kúra með ömmu í hennar bóli og spjalla fram eftir. Elsku amma, nú ertu komin til afa Dedda og Guðnýjar frænku en þú talaðir svo oft um að þú myndir hitta þau aftur þegar þinn tími kæmi. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá okkur og eigum eftir að sakna forvitninnar þinnar, húm- orsins og hnyttninnar. Hvíldu í friði elsku amma. Edda Karen, Hjördís, Andri og Ylfa. „Viljið þið pylsur?“ spurði Erla frænka okkur sex systkinin þegar við höfðum eins og storm- sveipur hreinsað upp allan mat- inn sem var á hlaðborði frænku okkar í Arnarhrauninu í Hafn- arfirði. Við þessa spurningu Erlu reyndu eldri bræðurnir að gefa yngri systkinunum til kynna að nú ætti að afþakka kurteislega. En það var of seint. Fagnaðarlætin og jáyrðin spruttu fram. Erla brosti, skaust nú fram og kom litlu síðar með fullfermi af soðnum pylsum. Mamma og pabbi höfðu skroppið til sólarlanda og Erla frænka auðvitað fyrst til að bjóða stóra systkinahópnum í mat. Arnarhraunið, með ævintýra- legt landslag, var einstakt leik- svæði og umhyggja Erlu og Dedda einstök. Elstu bræðurnir fengu meira að segja að fara sérferðir frá Eyjum til að gista hjá Erlu og Dedda í Arnar- hrauninu í Hafnarfirði þegar jafnaldrarnir fóru í sveit uppi á Suðurlandi. Þau Deddi og Erla og stóri barnaskarinn þeirra var einstak- lega samrýndur hópur og alltaf var gaman að heimsækja þau í fjörðinn. Stelpurnar fjórar, Guðný, Inga Þóra, Helga Björg og Elfa, og auðvitað einkason- urinn Víðir. Glaðlyndur hópur sem tók vel á móti frændsystk- inunum. Svo komu börn og barnabörn og barnabarnabörn en alltaf var sterkur þráður á milli fjöl- skyldnanna og þar átti Erla frænka ekki síst stóran þátt; vakandi yfir öllum, hélt síma- sambandi og var virk á Fésbók fram á síðustu ár. Við sendum stórfjölskyldunni okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og þökk- um frænku okkar fyrir sam- fylgdina. Guð geymi frænku okkar og minningu hennar. Fyrir hönd barna Sigfúsar og Stínu, Árni Sigfússon. Systir okkar Erla Guðmunds- dóttir hefur horfið til hins eilífa austurs. Erla gekk til liðs við Al- þjóðlega frímúrarareglu karla og kvenna, LE DROIT HUMA- IN, Stúkuna Baldur nr. 1381, fyrir rúmum þremur áratugum. Hún gegndi trúnaðarstörfum fyrir Regluna sem hún sinnti af mikilli trúmennsku og samvisku- semi. Þegar ég vígðist í Regluna var Erla ein af stórum hópi bræðra og systra sem tóku á móti mér og mikið þótti mér vænt um það þar sem ég þekkti hana frá fyrri tíð. Góðvild og hógværð einkenndi hana og þannig leiðbeindi hún mér á fyrstu árum mínum í Reglunni. Erla hefur ekki getað sótt fundi hin síðari ár en hún fylgdist með starfinu eins og kostur var. Við systkinin í Stúkunni Baldri minnumst Erlu Guðmundsdótt- ur með þakklæti og virðingu og biðjum henni blessunar Hins Hæsta. Afkomendum hennar sendum við innilegar samúðar- kveðjur. F.h. systkina í Stúkunni Baldri nr. 1381, Elísabet Sigurðardóttir. Við kveðjum kæran vinnu- félaga til margra ára á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Erla var sú sem mætti fólki sem kom á Hrafnistu þar sem hún vann í móttöku og síma- vörslu, glæsileg og ljúf í lund. Margar gleðistundir áttum við saman í leik og starfi og stutt var í hlátrasköll í kaffitímunum. Hún var einstök, aldrei var komið að tómum kofunum hjá henni ef við áttum í basli við saumaskap eða hvers kyns handavinnu og matarstúss. Hún leysti úr öllum okkar vandræð- um með þolinmæði þótt henni blöskraði stundum klaufagang- urinn í okkur. Við lærðum margt af henni og minnumst hennar með virðingu og þakklæti, hún var góður samferðamaður öll þessi ár sem við unnum saman. Við vottum aðstandendum innilega samúð. Jórunn og Jenny. MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 ✝ Sveinn Aðal- bergsson fædd- ist 2. september 1936 á Seyðisfirði. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi 26. apríl 2022. Sveinn var sonur Sigríðar Friðriks- dóttur, f. 8. ágúst 1914 á Ósi á Borg- arfirði eystri, d. 17. mars 2007, og Aðalbergs Sveinssonar, f. 19. júní 1910 í Tungu á Seyðisfirði, d. 5. júní 1989. Eldri systkini Sveins eru: Katrín Björg, f. 16. júní 1935; tvíburabræðurnir Viktor Heið- dal og Friðrik Heiðdal, f. 5. mars 1940. Viktor Heiðdal lést 25. nóvember 1964; Gunnhildur Berglind, f. 2. júní 1947; og Sig- ríður Aðalheiður, f. 19. mars 1954. Sveinn kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Ástu Maríu Gunnarsdóttur, f. 22. maí 1942, hinn 15. febrúar 1964. Ásta er dóttir Gunnars Jónssonar, f. 10. desember 1916, d. 17. júlí 2007, og Helgu Lilju Þórðardóttur, f. 2. nóvember 1920, d. 7. janúar 2013. Börn Sveins og Ástu eru: Ásgrímsdóttir, bjó lengi með fjölskyldunni. Sveinn flutti ung- ur að heiman og vann við fisk- verkun, sjómennsku og bygg- ingarvinnu fyrstu árin. 1957 ræður Sveinn sig á far- skipið Hamrafell og siglir á því og öðrum fraktskipum fram til 1965. Leiðir hans lágu víða um Evrópu, norður til Múrmansk við Norður-Íshaf og til Batumi við Svartahaf auk þess að sigla til Norður-Ameríku. Árið 1965 hefur Sveinn nám í trésmíði og stundar nám í Iðnskólanum í Reykjavík utanskóla. Fyrstu bú- skaparárin bjuggu þau Ásta við Þórsgötu 8 í Reykjavík. Árið 1969 útskrifast Sveinn og sama ár flytja þau hjón til Hvera- gerðis og leigðu við Frumskóga 7 á meðan þau byggðu einbýlis- hús sitt í Heiðmörk 63 sem þau flytja inn í árið 1971. Sveinn starfaði eftir þetta við trésmíð- ar. Tvo vetur tók hann að sér trésmíðakennslu við grunnskól- ann í Hveragerði. Árin 1971 til 1974 var Sveinn bygginga- fulltrúi í Hveragerði samhliða fullri vinnu auk þess sem hann var prófdómari í sveinsprófs- nefnd við Iðnskólann á Selfossi frá 1984 til ársins 1990. Árið 1999 fluttu Sveinn og Ásta til Reykjavíkur eftir 30 ár í Hvera- gerði. Árið 2018 fluttu þau aft- ur í Hveragerði í raðhús við Lækjarbrún 3. Útför Sveins fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 5. maí 2022, klukkan 14. 1) Sigríður Helga, f. 11. nóv- ember 1963, maki Guðbrandur Sig- urðsson f. 1960. Börn þeirra eru Ásta María, f. 1980, Auður, f. 1983, og Þórður Jóhann, f. 1989. 2) Viktor Heið- dal, f. 7. maí 1965, unnusta Katrín Ösp Bjarnadóttir, f. 1970. Börn Vikt- ors eru: Viktoría Berglind, f. 1997, Jintapat, f. 1997, Anna f. 1998, Hjalti Sveinn f. 1998, Ásta Sawang, f. 2007, Gunnar Winai, f. 2009, Friðrik Anand, f. 2011, og María Rattana, f. 2014. 3) Aðalbergur, f. 12. apríl 1973, sambýliskona Herdís Ei- ríksdóttir, f. 1968. Börn Að- albergs eru Sveinn, f. 2003, og Arnar Freyr, f. 2010. 4) Iðunn Brynja, f. 21. nóv- ember 1974, maki Valgarð Þór- arinn Sörensen, f. 1973. Börn þeirra eru Arnaldur Darri, f. 1998, Grímur Nói, f. 2005, og Thorvald Freyr, f. 2008. Sveinn fæddist á Seyðisfirði og ólst þar upp með foreldrum sínum og systkinum auk þess sem móðuramma hans, Björg Það er erfitt að skrifa minning- arorð um pabba fáum dögum eft- ir að við gátum enn rætt við hann skýran og skemmtilegan. Þetta voru erfiðar sjö vikur sem hann lá veikur en þessi tími nýttist okkur vel til að kveðja hann. Það kom einhver mildi og blíða fram í pabba á þessum vikum sem nærði okkur sem vorum honum næst. Því miður er mamma orðin svo heilsuveil að henni gafst ekki kostur á að vera með okkur þenn- an síðasta spöl en við trúum því að eftir 60 góð ár saman liggi á milli þeirra sterk taug og því viti mamma í hjarta sér að pabbi sé farinn. Það er erfitt að ímynda sér samheldnari hjón en foreldra okkar. Líf þeirra beggja snerist um fjölskylduna. Öllum stundum voru þau saman, bæði sem ungt fólk með ung börn eða þegar árin færðust yfir. Pabbi elst upp á Seyðisfirði og er í sveit hjá ættingjum á Borg- arfirði eystri nokkur sumur en strax 16-17 ára gamall er hann lagstur í flakk sem átti eftir að standa í um 10 ár eða þar til hann hættir siglingum og hefur búskap með mömmu. Hann fór á sjóinn með Kristni frænda á Djúpavogi, stundaði byggingarvinnu á Stokksnesi við Hornafjörð og fór á vertíðir í Vestmannaeyjum. En á milli ver- tíða og verkefna kemur hann heim á Seyðisfjörð til að hitta á sitt fólk. Árið 1957, þegar pabbi er rúm- lega tvítugur, hefst nýr kafli í lífi hans, hann ræður sig sem háseta á fraktskip og sigldi hann óslitið fram til 1965. 30 daga stopp í slipp á Palermó á Sikiley var mikið ævintýri og hann var á fyrstu áhöfn Dranga- jökuls sem sótti skipið til Rotter- dam. Dísarfellið fór allt í kringum Ísland að ferma og afferma vörur og stundum á staði þar sem hafn- ir voru takmarkaðar. Í mars 1962 er pabbi á Drangajökli þegar skipið strandar við Tálknafjörð. Það verður stór breyting á lífi pabba þegar hann hefur búskap og nám í trésmíði. Að baki eru ár- in þar sem hann var laus og lið- ugur, ár ævintýra og ferðalaga. Pabbi sagði oft frá þessum árum en aldrei með trega eða eftirsjá. Þegar þessi tími endar er hann augljóslega tilbúinn í ný verkefni, að mennta sig, ala upp börn og byggja upp heimili. Eftir að pabbi útskrifast með sveinspróf í húsasmíði árið 1969 vinnur hann af alúð og natni við iðn sína og eft- ir hann liggja ýmsir gripir sem bera handbragði hans fagurt vitni. Ferðamaðurinn í pabba lifði og þegar kostur gafst ferðuðust for- eldrar okkar innanlands sem ut- an. Oft fóru þau á bílaleigubíl um Evrópu á eigin vegum. Síðar áttu þau eftir að ferðast um Ameríku og fóru t.d. í heimsókn til Iðunnar þegar hún bjó í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum og eftir að Vikt- or fluttist til Asíu fóru þau nær árlega í langar reisur um Suð- austur-Asíu. Búrma og Singapúr, Laos og Kambódía, Indónesía og Víetnam voru meðal áfangastaða auk þess að dvelja langdvölum hjá Viktori og fjölskyldu í Taí- landi. Síðustu ár pabba voru oft erfið sökum veikinda mömmu en hann stóð sig vel. Núna þegar pabbi er horfinn koma upp svo margar spurningar um líf hans sem við fáum aldrei svör við. Söknuður- inn er djúpur en hlýjan og þakk- lætið er sterkara. Helga, Viktor, Iðunn og Aðalbergur. Í dag kveðjum við bróður okk- ar Svein Aðalbergsson, en það er í annað skiptið sem illvígur sjúk- dómur tekur frá okkur bróður. Svenni eins og við kölluðum hann fór tiltölulega snemma að heiman að vinna, því ekki veitti af að létta undir með stórri fjölskyldu. Hann fór fyrst að vinna sem al- mennur verkamaður, en síðan var hann lengi í siglingum á milli- landaskipum, lengst af á Hamra- fellinu. Þá leið oft langur tími milli þess sem við sáum hann en þegar hann kom heim úr siglingu þá færði hann okkur oftast eitt- hvað fallegt frá útlöndum, stelp- unum dúkkur en okkur eitthvað frá framandi löndum. Eitt sinn rétti hann mömmu stóran járnd- unk sem reyndist innihalda stór- an skinkubita. Þetta var á þeim tíma sem svona matur sást varla hér og mikið var hlegið þegar mamma spurði: „Hvað býr maður svo til úr svona flikki?“ Eftir að Svenni kynntist kon- unni sinni, Ástu Gunnarsdóttur frá Selfossi, hætti hann á sjónum og reisti sér hús í Hveragerði. Hann lærði síðan húsasmíði hjá frænda sínum Halldóri Karlssyni og vann við húsa- og trésmíði alla tíð eftir það. Einnig var hann um tíma byggingafulltrúi í Hvera- gerði. Svenni var ákaflega duglegur og hjálpsamur maður. Hann kom eitt sumarið hingað austur á Seyðisfjörð þegar við vorum að byggja raðhúsið okkar til að hjálpa okkur að slá upp fyrir því. Lagði ég svo hitalögnina í húsið hans í staðinn. Svenni og Ásta eignuðust fjög- ur börn og hefur þeim öllum farn- ast vel. Eftir á að hyggja finnst mér að maður hafi hitt Svenna og hans fólk allt of sjaldan enda búið hvor á sínu landshorninu. Ættarmót höfum við haldið annað slagið og haft mjög gaman af. Síðasta æt- tatmót var haldið árið 2021 en þá treysti Svenni sér ekki til að koma. Við sendum Ástu, börnum hennar og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Katrín (Stella), Friðrik, Gunnhildur (Gullý), Sigríður (Sigga) og fjölskyldur. Sveinn Aðalbergsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.