Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 ✝ Bragi Hall- dórsson fædd- ist í Reykjavík 2. maí 1930. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Mörk 25. apríl 2022. Hann var sonur hjónanna Guð- laugar Helgu Guð- brandsdóttur, f. 21.9. 1895, d. 1.5. 1974, og Halldórs Eiríkssonar, f. 5.4. 1889, d. 28.10. 1968. Alsystkin hans voru: Guðbrandur, f. 22.11. 1919, d. 24.2. 1969, Eiríkur Bergsteinn, f. 13.12. 1923, d. 11.1. 1970, Ósk Guðlaug, f. 20.7. 1926, og Þur- íður Bára, f. 1.6. 1926, d. 7.5. 2009. Samfeðra: Ágústa Guð- rún, f. 10.10. 1934, d. 7.9.2004, Brynjólfur Gunnar, f. 25.1. 1937, Guðberg, f. 19.2. 1940. Sam- mæðra: Eystein Gudbrand Kyllo, f. 3.2. 1936, d. 25.12. 2018. Eftir að foreldrar hans skildu, fór hann í fóstur vestur í Kálfavík í Skötufirði, þar sem hann dvaldi fram á táningsár en flutti þá um set til systkinanna sem bjuggu þá í Æðey við Ísa- fjarðardjúp. Þar var hann í 2012, sonur Ægis er Stefán Kári, f. 2000. Halldór, f. 1965. Eiginkona hans Soffía Margrét Magnúsdóttir, f. 1967, börn þeirra: Kristín Elísabet, f. 1987, sambýlismaður Rúnar Árnason, f. 1991, dóttir þeirra Valrún Al- ísa, f. 2018, Bragi Þór, f. 1994, og Adolf Freyr, f. 1997. Áður átti Rannveig einn son, Sigmar Pál, f. 1949, sem Bragi gekk í föður stað. Eiginkona hans er Pálína Pálsdóttir, f. 1951, dætur þeirra: Jóna Margrét, f. 1970, Gerða, f. 1976. Eiginmaður hennar er Hinrik Sigurður Jó- hannesson, f. 1975, börn þeirra: Jóhannes Páll, f. 1999, sambýlis- kona Þóra Margrét Hallgríms- dóttir, f. 1999, Sigmar Breki, f. 2003, Valgerður Saga, f. 2005. Signý Pála, f. 1985. Eiginmaður hennar er Páll Indriðason, f. 1984, dóttir þeirra er Júlía Rós, f. 2011. Bragi var hagleiksmaður og listrænn. Það lék allt í höndum hans. Hann var verkamaður og vann ýmis störf, svo sem við sjó- sókn, húsbyggingar, trésmíði og húsamálun. Síðustu starfsárin var hann húsvörður í Sól- heimum 23, fram til þess er hann hætti störfum vegna ald- urs. Útförin fer fram frá Lang- holtskirkju í dag, 5. maí 2022, klukkan 13. vinnumennsku næstu árin og átti þar líklega sín bestu ungdómsár. Í Æðey kynntist hann verðandi eig- inkonu sinni, Rann- veigu Árnadóttur, f. 1.12. 1925, d. 21.12. 2012. Þau fluttust til Flateyrar og stofn- uðu þar sitt heimili árið 1955. Þar bjuggu þau þar til þau fluttust til Reykjavíkur að Sólheimum 23, árið 1983, þar sem þau héldu heimili þar til Rannveig lést, en Bragi hélt heimili þar einn fram til 2020, er hann flutti í íbúð í Mörkinni. Synir þeirra eru Aðalsteinn, f. 1956. Eiginkona hans er Ása Clausen, f. 1957, börn þeirra: Árni Fannar, f. 1996, og Anna Mjöll, f. 1997. Sölvi, f. 1959, dótt- ir hans og Helgu Arnberg Matt- híasdóttur er Rannveig Ósk, f. 1982. Eiginkona er Sigurbjörg Þorleifsdóttir, dóttir hennar og stjúpdóttir Sölva er Oddbjörg Kristjánsdóttir, f. 1980. Eig- inmaður Ægir Örn Símonarson, f. 1976, börn þeirra Sigurbjörg Ósk, f. 2011, Guðmundur Örn, f. Þá er meistarinn allur. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 25. apríl eftir erfitt sjúkdóms- tímabil, en það er huggun í harminum að hann fékk góða umönnun þar sem hann var síð- ustu mánuðina. Hann var listamaður og naut þess að skapa, hvort heldur sem það voru smíðisgripir, málverk, ljósmyndir eða útskurður. Út- skurðurinn og vinna með tré voru honum samt hugleiknust og þeir eru margir listagripirnir sem hann bjó til úr tré. Þessir gripir eru góður minnisvarði um merkan mann sem þjálfaði sig og vann sína gripi af sjálfsdáðum og eigin hugviti fram á síðasta dag. Hann unni náttúrunni og naut útiveru. Við bræðurnir minn- umst útileganna sem við fórum í með foreldrum okkar vítt og breitt um landið okkar. Ég slapp vel þar sem ég var elstur og mín- ar útilegur voru stuttar – oftast bara dagsferðir um nágrennið á Vestfjörðum, en yngri bræðurn- ir þurftu að fara á fjarlægari staði í lengri ferðum, eftir því sem búnaðinum fleytti fram. Þær voru ekki í sérstöku uppá- haldi hjá unglingunum, en ég er sannfærður um að þær hafi gert okkur gott og aukið virðingu okkar og væntumþykju á land- inu og náttúrunni. Það varð allavega þess valdandi að ég skapaði ergelsi hjá mínum dætrum með sífelld- um óumbeðnum upplýsingum um nöfn á fjöllum og lækjum þegar við hjónin ferðuðumst um landið. Veran í Æðey hefur ábyggi- lega stuðlað að þessari virðingu föður okkar fyrir náttúrunni, því þar bjó einstakt náttúruelskt fólk, sem bar mikla virðingu fyrir öllu umhverfinu, þannig að það smitaði frá sér. Hann ólst upp hjá vandalaus- um, án tengsla við fólkið sitt fram á fullorðinsár. Það hefur ef- laust sett mark sitt á sálina. Hann kynntist svo sínu fólki og myndaði tengsl við systkini sín, sem varð honum mikils virði og veitti gagnkvæma gleði. Það er margs að minnast frá langri ævi og helst leitar hug- urinn þá til áranna heima á Flat- eyri, þar sem þau hjónin Rann- veig og Bragi hófu búskap, hann þá 25 ára gamall. Þótt dvölin þar hafi tæplega náð þriðjungi æv- innar, þá var það samt sá hluti sem hugurinn leitaði oftast til, enda fæddust synirnir þar og ól- ust upp til fullorðinsára. Það er ekki ætlun mín að rifja upp ævi- feril föður okkar hér, en ég má til að nefna ástríkt hjónaband hans og mömmu og nána samvinnu alla tíð. Það er ekki sjálfgefið, en lýsir sér best í einstakri um- hyggju hans fyrir mömmu á meðan hún þjáðist af heilabilun- inni. Það var aðdáunarverð elja og þrautseigja sem hann sýndi þá. Eftir situr þakklæti og sökn- uður. Hvíl í friði. Sigmar. Elsku afi. Hvað getur maður sagt? Erfitt er að finna orðin því söknuðurinn er enn svo sár. Minningarnar og gleðistund- irnar rifjast upp og hér skiptast á hlátur og saknaðargrátur. Efst í huga er þó þakklæti, þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga þig sem afa okkar. Við eldri systur munum eftir að hafa heimsótt ykkur ömmu á Brimnesveginn þar sem dekrað var við okkur allar stundir, síðan fluttust þið í Sólheimana og þar hélt dekrið svo aldeilis áfram. Í Sólheimana var alltaf gott að koma, maður hringdi bjöllunni og út komstu með opinn faðminn til að taka á móti okkur. Alls konar minningar koma upp. Til dæmis á Brimnesvegin- um þar sem þú sast við smíðar frammi í geymslu og amma að baka kanilsnúða, á meðan maður lá í stofunni og las einhverja bók eða klappaði kisu. Ferðalög í hinum ýmsu Skód- um þar sem maður lá aftur í með teppi og Andrés Önd meðan á ferðalaginu stóð, svo var alltaf stoppað til að fá nesti og fræðslu um nánasta nágrenni. Göngu- túrar í náttúrunni þar sem þú kenndir á blómin. Þú varst líka alltaf til í að leyfa manni að elta þig á röndum og taka þátt í því sem þú varst að bardúsa. Þú hafðir þvílíka þol- inmæði fyrir spurningum okkar og svaraðir og sagðir frá. Þú kenndir okkur líka að taka lífið ekki of alvarlega. Eitt af því sem kemur í hugann er að þú varst harður á því að það ætti að bera virðingu fyrir röddum barna og maður á ekki að stressa sig yfir litlu hlutunum, „jólin koma alveg sama hvað“. Svo má auðvitað ekki gleyma ást þinni á öllum þeim hundum sem hafa fylgt okkur í gegnum tíðina. Gleðina sem kom í augun þín þegar litlu og stóru loðbolt- arnir mættu á svæðið höfum við allar erft frá þér, við megum ekki sjá slíkan án þess að fá að klappa og knúsa. Það er hlýtt til þess að hugsa að hundaknús munu ávallt minna á þig. Samheldni, virðing og ást ykk- ar ömmu hvort til annars er okk- ur líka ofarlega í huga. Þið stóð- uð þétt við bakið hvort á öðru og alveg ljóst að þið áttuð ástríkt, aðdáunarvert og einstakt hjóna- band. Það sem stendur þó einna helst upp úr síðustu árin voru langar og skemmtilegar samræð- ur í eldhúsinu, þar sem farið var yfir víðan völl. Þess eigum við eftir að sakna mikið. Eftir sitja ljúfsárar minningar og mikið þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga þig og ömmu að. Nú er ljósið dagsins dvín, þótt dauðinn okkur skilji, mér finnst sem hlýja höndin þín hjarta mínu ylji. Myndin þín hún máist ei mér úr hug né hjarta. Hún á þar sæti uns ég dey og auðgar lífið bjarta. Þótt okkur finnist ævin tóm er ástvinirnir kveðja, minninganna mildu blóm mega hugann gleðja. (Ágúst Böðvarsson) Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. (23. Davíðssálmur) Kveðja, Jóna, Gerða og Signý. Bragi Halldórsson Nú er horfin á braut afar kær frænka sem ég hef þekkt frá því ég man eftir mér. Allt- af tók hún á móti manni og heilsaði með sínu ylhýra brosi. Þrátt fyrir að vera af lesnu heimili þá voru tækifæri ungrar sveitastúlku úr afdal vestan af fjörðum til mennta ekki mikil, en hún sagði bókmenntir, leikhús og ferðalög vera sinn skóla. Hún gerðist fljótt velunnari lista. Eftir að Lilja frænka kynntist Bjarna sínum, sem vann m.a. sem skipskokkur á millilanda- skipi, sigldi hún um höfin með Lilja Sigurðardóttir ✝ Lilja Sigurð- ardóttir fædd- ist 26. september 1923. Hún andaðist 2. apríl 2022. Útför hennar fór fram 12. apríl 2022. honum, þau skoð- uðu söfn, sóttu ball- ettsýningar, leikhús og óperur, bæði austan og vestan járntjaldsins, og eft- ir að hann hætti að sigla ferðuðust þau hjón milli landa með millilandaflugi og hún sýndi okkur sli- des-myndir á silfur- tjaldi frá ævintýrum þeirra. Á haftaárunum var hún einkar hugulsöm og án þess að hampa sér gat hún reddað sér og sínum með töluverðri fyrirhöfn hinu og þessu sem henni fannst vanta heimafyrir eða væri of dýrt á skerinu. Hugulsemi Lilju frænku átti sér engin takmörk; hvort sem það var í almennri vel- vild, forsjálni fyrir sig og sína eða hve langt hún gekk til að gera gestum sínum vel og gest- risni hennar tók aldrei enda. Lilja var afar traust og fram- sýn, og hafði þann einstaka hæfileika sem fágætur er meðal frónlendinga að skipuleggja markvisst fram í tímann, þ.m.t. sína eigin jarðarför. Á efri árum sýndi hún okkur hvar allt væri ef eitthvað kæmi fyrir, lista með öllu um hvernig ætti að ganga frá hennar málum eftir hennar dag sem og hvernig leiði þeirra Bjarna verður eftir að hún er fallin frá. Þrátt fyrir gjafmildi Lilju gleymdi hún ekki sjálfri sér og hugsaði alla tíð vel um sig, vildi koma vel fram og gerði sér vel. Hún hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum sem hún lét umbúðalaust í ljós með „biblíuna“ (moggann) sér við hönd, og fylgin sínu fólki sama hvaða brestir kæmu síðar fram. Lilja var traust, ákveðin, íhalds- söm og dyntótt út í menn og málefni. Samtölin við Lilju frænku voru stórkostleg. Eftirminnileg- ust eru þegar hún rifjaði upp æsku sína, hve Lilju litlu var ekki hugað langt líf, og hefði verið svo lítil, brothætt, við- kvæm og nett, en hefði þó náð undraverðum aldri og færi enn allra sinna ferða fótgangandi og í strætó og leit síðan kímin á innrammaða mynd sem blaða- maður Morgunblaðsins hafði náð af henni þar sem hún arkaði ákveðin og einbeitt áfram í göngugrindinni sinni einn snjó- vetur í klaka og hálku upp Vita- stíginn fram hjá fullorðinsbúð. Þú sigldir gegnum alla erf- iðleika, spilaðir vel með það tak- markaða sem þér var gefið, lifðir allt af, þ.m.t. covidsmit, en síðan bönkuðu lokin við, og enn ríg- hélstu í lífið. Nú ertu horfin á braut mín yndislega frænka. Með fallegu náttúrulegu liðina þína fínu gekkstu milli hríssins aftur í hvítu ofan í Kirkjubólsdalinn frá Flatafjalli, glaðhlakkaleg í gegn- um ilmreyrinn með handleggi útbreidda og fingurgóma er snertu grasstrá há, tiplandi á mosaþúfum og horfðir glað- hlakkaleg og ánægð til baka, Kirkjubólsbarnið hýra. Góða nótt Lilja frænka, sofðu rótt. Meira á: www.mbl.is/andlat/. Sólver Hafsteinn Sólversson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ALDA JÓNSDÓTTIR, Rjúpnasölum 14, lést á Landakoti sunnudaginn 24. apríl. Útför hennar fer fram frá Lindakirkju miðvikudaginn 11. maí klukkan 13. Eiríkur Leifsson Laufey Vilmundardóttir Jón Leifsson Gígja Gylfadóttir Gunnhildur Leifsdóttir Linda Leifsdóttir barna- og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN LÁRUS INGVASON, Ægisgarði, Hjalteyri, lést 2. maí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 11. maí klukkan 13. Rannveig Elsa Jónsdóttir Gunnar Arnar Andersen Jóhanna Jónsdóttir Gunnar Brynjólfsson Ingvi Hrannar Jónsson afa- og langafabörn Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elsku eiginmanns og föður, ARNAR HALLDÓRSSONAR skólastjóra. Ingibjörg B. Sigurðardóttir Sif Arnardóttir Halldór Smári Arnarson Innilegar þakkir til allra þeirra sem hafa sýnt okkur samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæra MAGNÚSAR ÓLAFSSONAR húsasmíðameistara, Heiðargerði 19, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimaþjónustu HERU. Margrét Þorvaldsdóttir Jónína Magnúsdóttir Ragnar Aðalsteinsson Ingibjörg Ó. Magnúsdóttir Ólafur K. Magnússon Heiðdís Hermannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma okkar, BJARNEY JÓNSDÓTTIR, Sigtúni 43, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 29. apríl. Útför hennar fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 10. maí klukkan 13. Kristinn Einarsson Margrét Hallsdóttir Guðrún Einarsdóttir Sumarliði Jónsson barnabörn og makar barnabarnabörn og makar barnabarnabarnabarn Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra ÁSMUNDAR KARLSSONAR, Brekkubyggð 40. Sérstakar þakkir fær starfsfólk blóðlækningadeildar 11G og göngudeildar 11B/C fyrir einstaklega hlýja og góða umönnun. Guðbjörg Alfreðsdóttir Axel Ásmundsson Máni Snær Axelsson Brynja M. Dan Gunnarsdóttir Guðríður Karlsdóttir Guðni R. Eyjólfsson Hólmfríður K. Karlsdóttir Friðrik Sigurgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.