Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 ✝ Kristín Anna Claessen fædd- ist á Reynistað í Skerjafirði 1. októ- ber 1926. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Seltjörn 28. apríl 2022. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jean Eggert Claessen, f. 16.8. 1877, d. 21.10. 1950, og Soffía Jónsdóttir Claessen, f. 22.7. 1885, d. 20.1. 1966. Systir Krist- ínar Önnu var Laura Freder- ikke, f. 24.1. 1925, d. 13.1. 2021. Eiginmaður Kristínar var Guðmundur Benediktsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðu- neytinu, f. 13.8. 1924, d. 20.8. 2005. Þau eignuðust fjögur börn. Elst var Ragnheiður Margrét, f. 17.10. 1953, d. 1.10. 2018. Börn hennar og Björns Ragn- arssonar eru Birna Anna og Lára Björg. Jóni Hafstein tannlækni og starfaði við það til ársins 1956. Síðar vann hún sem hjúkrunar- ritari á Landspítalanum, fyrst á bæklunardeild, en lengst af á Barnaspítala Hringsins. Einnig starfaði hún í mörg ár með kvenfélaginu Hringnum að líkn- ar- og mannúðarmálum, sér- staklega í þágu barna. Kristín Anna gekk ung í Odd- fellowregluna og var vígð í Rbst. nr. 1, Bergþóru, þ. 24.2. 1953. Þar gegndi hún öllum helstu embættum og vann alla tíð ötult starf í reglunni. Hún var aðalhvatamaður að stofnun Rbst. nr. 10, Soffíu, sem nefnd er eftir móður hennar, en stúk- an var stofnuð 16.11. 1996. Soffía og Eggert Claessen, for- eldrar Kristínar, voru frum- kvöðlar að stofnun Rebekku- stúku hér á Íslandi. Kristín var sæmd heiðurs- merki Oddfellowreglunnar, heiðursmerki fyrrverandi stór- fulltrúa og var gerð heiðurs- félagi Rbst. nr. 10, Soffíu, á 15 ára afmæli stúkunnar. Útförin fer fram frá Seltjarn- arneskirkju í dag, 5. maí 2022, klukkan 13 og verður streymt: https://streyma.is/streymi/ https//www.mbl.is/andlat Soffía Ingibjörg, f. 21.3. 1955. Börn hennar og Þor- steins Einarssonar eru Kristín Soffía, Einar, Guðmundur Benedikt og Hall- dór Þorsteinn. Solveig Lára, f. 13.11. 1956. Börn hennar og Her- manns Sveinbjörns- sonar eru Benedikt Hermann, Kristín Anna og Vig- dís María. Maður Solveigar Láru er Gylfi Jónsson. Eggert Benedikt, f. 30.11. 1963. Sonur hans og Sigríðar Rósu Bjarnadóttur er Hall- grímur. Börn hans og Jónínu Lýðsdóttur eru Unnur og Jakob. Tuttugasta langömmubarnið er væntanlegt nú í maí. Kristín varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík á 100 ára afmæli skólans árið 1946. Eftir eitt ár í Háskóla Ís- lands lærði hún tannsmíði hjá Guð getur ekki verið alls stað- ar, þess vegna bjó hann til ömmu og afa. Amma var nefni- lega engri lík. Ég var lánsamur að fá að dvelja mikið hjá ömmu og afa á Reynistað í barnæsku. Heimili þeirra var merkilegur staður með mikla sögu, sem maður fór ekki varhluta af. Að stelast í kandís og saltpillur inni í eldhúsi voru fastir liðir en ef maður var heppinn var maður leiddur niður í norðurkjallara, sem gjarnan var kallaður nammikjallari enda iðulega fullur af sælgæti sem keypt var erlendis, eða í fríhöfn- inni við heimkomu, þar sem ein- hverju var gaukað að manni. Amma og afi voru nefnilega allt- af einhvers staðar. Áfangastað- irnir, ferðasögurnar og myndaal- búmin höfðu mótandi áhrif. Þannig var það eitt sinn að ég hlaut skólastyrk japanskra yf- irvalda eftir að hafa tjáð þáver- andi sendiherra Japans á Íslandi að áhugi minn á landinu hefði kviknað snemma; að amma mín og afi hefðu sagt mér sögur af ferðalögum þeirra um landið og að í barnæsku hefði ég klæðst Kimono um helgar. Sagan af helgarklæðnaðinum hefði kannski mátt vera nákvæmari, en japanskur var silkisloppurinn sannarlega, sem amma og afi færðu mér við heimkomuna. En styrkinn hlaut ég og hafi gömlu hjónin á Reynistað ævinlegar þakkir fyrir leiðsögnina; að efla forvitni afkomenda sinna um heiminn í kringum sig. En svona var lífið með ömmu og afa. Heimili þeirra var fullt af fram- andi munum sem vöktu forvitni hjá ungum dreng og þegar ég sjálfur fór að segja ömmu frá ferðalögum mínum, sat hún og hlustaði með eftirvæntingu á ferðasöguna. Síðustu ferðasög- una mína sagði ég henni núna í apríl, að ég hefði verið að koma heim úr ferðalögum frá fjarlæg- um löndum. „En dásamlegt, dásamlegt,“ sagði hún og augun ljómuðu. Þrátt fyrir að vera ein- staklega vel sigld, var hún greinilega forvitin um heiminn til síðasta dags. Eða kannski þess vegna. Á námsárum mínum átti ég það til að fá bílinn hennar ömmu lánaðan nokkra daga í senn, gegn því að ég myndi aka henni þegar á þyrfti að halda. Einhver gæti haldið að nægur tími gæfist fyrir námsbækurnar þá daga er ég hafði bílinn að láni, en aldrei hafði mig órað fyrir því að fólk á hennar aldri væri almennt að áorka því sem hún átti til að gera á einum degi. Að frátalinni ótæpilegri kaffi- drykkju okkar og masi um allt og ekkert, lá leiðin í lagningu á Dunhaganum, að spila nokkra takta í lomber með vinkonum, á Oddfellow-fundi, í ræktina, kirkjuna, bankann, búðina og hvað annað sem manni gæti flogið í hug að gera þegar maður hefur einkabílstjóra. En ýmis- legt lærði maður á þessum ferð- um sem hollt er ungu fólki að temja sér, s.s. aga, því alls ekki mátti maður vera seinn. Snyrti- mennsku, því ekki átti í bílnum að vera sjáanlegt rusl. Ekki var nóg að rata á réttan stað, maður átti að þekkja götuheitin. Og þá lærði maður einfaldlega götu- heitin. En auðvitað er viðmót ömmu við brimróti tilverunnar það eftirtektarverðasta í fari hennar. Aðspurð hvað hún vildi fá í jólagjöf, var svarið alltaf „gott viðmót“. Og aldrei brást það hjá henni sjálfri. – Þeir sem temja sér við- horf ömmu til lífsins, eru vel í stakk búnir til að takast á við það. En ég hafði hugsað mér að þakka þér að minnsta kosti fyrir fylgdina, viðmótið og notaleg- heitin frá upphafi til enda en hugulsemina þína við mig sér- staklega dettur mér ekki lifandi í hug að reyna að þakka með þessum línum. Hana geymi ég til minja, svo ef þú þyrftir á ein- hverjum smágreiða að halda, sem vanmætti mínum væri ekki ofvaxinn, þá getur þú gert til- raun um það hve geyminn ég er eða gleyminn, næst þegar við hittumst. Þá fáum við okkur portvín og förum yfir málin. Elsku amma mín, þú gafst okkur svo margt sem aldrei mun gleymast. Þín mun ég minnast af aðdáun og hlýju; ávallt með bros á vör. Þinn, Halldór Þ. Þorsteinsson. Í síðustu viku þegar ég kvaddi Kristínu ömmu í síðasta skipti, þá áttaði ég mig á því hversu lánsamur ég er að hafa þessa góðu konu í lífi mínu svona lengi. Kristín amma var nefnilega al- veg yndisleg kona sem átti merkilega og fallega ævi. Þegar ég hugsa til baka og minnist ömmu minnar, þá á ég endalaust af góðum og fallegum minningum. Nánast allar eru þær af sól, fallegu veðri, bros- andi andlitum og grænu grasi á þakinu á Reynistað. Þar var ég alltaf umkringdur af fólkinu mínu og endalausum veitingum. Amma og afi slepptu nefnilega aldrei tækifæri til þess að halda boð. Þegar ég var lítill þá vissi ég aldrei almennilega hvað amma gerði, annað en að vera fín, skutla afa og halda veislur. Kjallarinn á Reynistað var fullur af dularfullum leyndardómum, hólarnir í garðinum voru enda- lausir fjallgarðar af ævintýrum, og allt sem maður snerti hafði sögu að segja. Amma átti fjöldann allan af afkomendum, og tók sér alltaf tíma til þess að vera með og rækta samböndin við fólkið sitt. Þegar ég var lítill þótti mér ég vera mjög heppinn að fá að taka þátt í því að koma jólagjöfunum frá þeim hjónunum til vina þeirra, en mest þótti mér vænt um að fá að vera einn með ömmu og geta rætt við hana um alls kyns mál. Amma var nefni- lega mjög klár og skemmtileg kona. Þegar ég varð eldri og eignaðist mín eigin börn, þá þótti mér svo ofsalega vænt um það hvað hún lagði sig fram við að kynnast þeim og taka þátt í þeirra lífi, þó svo að við byggjum langt í burtu. Eitt besta dæmið um það var þegar hún tók strætó alla leið úr Reykjavík til Neskaupstaðar, til þess að vera viðstödd skírn sonar okkar Kristínar Ellu. Okkur þótti ákaf- lega vænt um það að hún hefði tekið sér heilan dag til þess að ferðast í eina skírn og svo aftur til baka, en fyrir henni var það sjálfsagt mál. Ömmu þótti alltaf ofsalega gaman að heyra hvað væri í gangi hjá fólkinu sínu, spurði spurninga af því hún hafði áhuga, studdi við þegar þurfti stuðning, og samgladdist inni- lega þegar gekk vel. Þegar hún spurði mig hvert ég hefði verið að fara eða hvaðan ég hafði verið að koma, þá átti hún alltaf sögu um það þegar hún var með afa á viðkomandi stað, og ljómaði þeg- ar hún sagði frá. Elsku Kristín amma, þú hafð- ir mikil áhrif á líf mitt og mun ég alltaf vera þakklátur fyrir tímann sem við áttum saman. Minningin um þig mun hlýja okkur öllum, og við munum öll sakna þín. Guðmundur Benedikt Þorsteinsson og fjölskylda. Í minningunni var alltaf sól. Það var logn og flugvélaför á himni. Dálítið kalt en frískt og oftar en ekki eftirvænting í lofti. Ferðatöskur opnar, fríhafnar- varningur og sögur. Ferðasögur af framandi slóðum, veisluhöld- um og áhugaverðu samferða- fólki. Amma var kona hefðanna, daganna og ártalanna. En hún var líka kona nútímans, víðsýn og fordómalaus. Hún var forvitin um menn og málefni, skörp og sjálfsörugg en jafnframt sýndi hún fólki raunverulegan áhuga, hlýju og umhyggju. Amma fékk fegurðina, út- geislunina og smartheitin í vöggugjöf og var sjálf örlát á hrós og falleg orð. Ég átti ömmu og afa og vildi helst hafa þau út af fyrir mig. Ég tók strætó úr Melaskóla á Reynistað. Við amma spiluðum vist, syntum í Vesturbæjarlaug og borðuðum ristaða sandköku í sólinni. Svo þurfti að trekkja klukkuna, raka hólana og taka upp rabarbara. Vinkonur, ná- grannar og frændfólk voru tíðir gestir og auðvitað fórum við amma á bílnum og sóttum afa í vinnuna. Í minningunni var allt- af sól. Þú tókst á móti mér í þennan heim og nú hef ég fylgt þér síð- asta spölinn. Takk fyrir um- hyggjuna og kærleikann sem þú sýndir mér alltaf. Góða ferð elsku amma mín. Þín Kristín Soffía. Nú þegar elsku amma Kristín er farin þakka ég fyrir bernsku- minningar mínar með henni og afa Guðmundi á Reynistað. Ég finn fyrir ró og kærleika þegar ég hugsa um kvöldin þegar við vorum í pössun hjá þeim, í ilm- andi hreinum rúmfötum, og amma las fyrir okkur söguna um galdrapottinn sem hætti ekki að elda graut eða þegar hún bað bænir fyrir svefninn. Ég finn það líka hvað amma hafði jákvæð áhrif á svo marga sem hún kynntist. Það eru ófá skiptin sem fólk minnist á það við mig á sumrin í Hóladóm- kirkju þegar ég vinn þar sem kirkjuvörður hvað amma mín sé stórkostleg og merkileg kona. Í síðasta skiptið sem ég hitti ömmu Kristínu í fyrrahaust spurði ég hana hvernig hún hefði það og hún sagði rólega: „Maður bara þakkar fyrir það sem er gott, og lætur hitt eiga sig.“ Svo spjölluðum við saman og hún spurði mig út í mitt líf og ég man svo vel hvað mér þótti vænt um það þegar hún sagðist samgleðjast mér. Ég var á leið- inni heim til mín í Bandaríkj- unum daginn eftir og þegar hún gekk með mér til dyra sagði hún: „Jæja, sjáumst við þá nokk- uð aftur?“ og ég sagðist ekki halda það. Það var eitthvað öðruvísi við það hvernig hún sagði þetta, mér fannst eins og við værum báðar að hugsa að þetta gæti verið okkar síðasta kveðjustund. Við föðmuðumst vel og lengi og svo veifuðum við hvor annarri alla leiðina sem ég gekk út í bíl. Svo settist ég í bíl- inn og við héldum áfram að veifa hvor til annarrar og ég fann tár- in fylla augun. Takk, elsku amma mín, fyrir allt gott. Vigdís María Hermannsdóttir. Ég hef frá því ég var barn óttast það að missa ömmu Krist- ínu. Hugsunin hefur verið óbærileg. Óraunveruleg. Að geta ekki hitt hana, faðmað hana og fundið hlýjuna og kærleikann frá henni. Minningin um ömmu er nærvera. Kærleikur, hlýja, gleði. Að koma í pössun og fá appelsínudjús og krumpubrauð og kandís. Fá að trekkja upp stóru klukkuna í borðstofunni, leika sér með spilapeningana á gólfinu inni í kontór, hlaupa um og rúlla sér í hólunum úti í garði. Seinna, sem unglingur, fékk ég að búa hjá ömmu og afa á Reynistað yfir sumarið. Ég vakna snemma á morgnana til að mæta á morgunvaktir og amma vaknar alltaf með mér. Hún vaknar alltaf korter fyrir sjö. Ef hún vaknaði seinna fannst henni hún hafa misst af deginum. Kemur fram í eldhús með sitt fallega bros, í hvítum náttslopp, svo létt á fæti að það var eins og hún svifi. „Góðan daginn, mademoiselle!“ Alltaf glöð. Alltaf spennt fyrir deginum sem framundan er. Spennt fyrir lífinu. Við fáum okkur hafra- graut og svart te með hunangi og mjólk. Á kvöldin sitjum við í kontórnum, drekkum te úr pip- armyntulaufum í garðinum. Árin liðu og alltaf var amma fastur liður í tilverunni. Að koma í kaffi og kvöldmat til hennar, spjalla um heima og geima á meðan hún hellti upp á könnu eftir könnu af kaffi. Eftir að Huldar sonur minn fæddist var alltaf jafn gaman að fara til löngu. Fá að sjá gauksklukkuna slá og leika sér með dótið sem var líkt og fjársjóður í hans aug- um. Hún kallaði hann engilinn sinn líkt og hún kallaði okkur öll. Kærleikurinn sem maður fann frá ömmu var svo innilegur. Hún kallaði mig líka engilinn sinn, gullið sitt, alnöfnu sína. Rétt áð- ur en hún kvaddi, þegar hún sagðist varla muna lengur hvað hún hét, gat ég sagt henni að við hétum báðar Kristín Anna og hvað ég væri ótrúlega stolt af því að hafa fengið nafnið hennar. „Mikið er gaman að heyra þetta,“ sagði hún og lygndi aftur augunum. „Er þig að dreyma, amma?“ spurði ég hana. „Já,“ sagði hún. „Hvað er þig að dreyma?“ „Þig.“ Draumur og veruleiki runnu saman í eitt. Ég fékk að halda í höndina á henni þegar hún dró síðasta andardráttinn, alveg einsog hún hélt í höndina á mér þegar ég var lítil, þegar hún las með mér bænirnar fyrir svefn- inn. Nú fær amma að hvíla sig eft- ir að hafa séð um börnin sín og barnabörnin og barnabarna- börnin í öll þessi ár og nært þau af kærleika og hlýju sem þau taka með sér út í lífið. Ég fann það skýrt á síðustu dögunum hennar hvað við höfum öll fengið þennan kærleik í miklum mæli. Kærleik sem fer ekkert. Þannig lifir hún áfram. Amma, sem mér fannst að hlyti að vera alltaf til, verður alltaf til. Hún lifir áfram í okkur öllum sem henni þótti svo vænt um. Takk, elsku amma mín, fyrir allt. Mig skortir orð til að lýsa því hvað ég er þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir ömmu og hvað ég elska þig mikið. Þitt barnabarn og nafna, Kristín Anna. „Hvers saknar þú mest frá Ís- landi?“ spurði mamma mig þeg- ar ég var lítil og við fjölskyldan bjuggum í Bandaríkjunum. Svarið var einfalt: „Ömmu Krist- ínar.“ Amma Kristín átti hug og hjarta allra sem urðu á vegi hennar á lífsleiðinni. Við barna- börnin hennar nutum góðs af því að fá að alast upp með ömmu sem elskaði hvert og eitt okkar á sinn hátt. Og það var ekki bara hennar eigin fjölskylda sem var henni kær heldur sýndi hún öllu fólki áhuga og hlýju. Amma Kristín þótti með glæsilegri konum og hún hafði einnig unun af því að gera allt í kringum sig fallegt. Heimilið hennar, Reynistaður í Skerja- firði, stóð öllum opið og best leið henni með fulla stofu af börnum, barnabörnum, frændfólki og vin- konum. Fegurð ömmu Kristínar kom ekki síst að innan þar sem fólk laðaðist að henni úr öllum áttum. Þegar ég var lítil og ekki farin að skilja fjölskyldutengsl stóð ég í þeirri meiningu að hún væri amma allra því fólk, börn jafnt sem fullorðnir, hljóp alltaf beint í fangið á henni. Í minning- unni var nánast ekki hægt að fara svo mikið sem út í fiskbúð nema við hefðum alla vega klukkustund aflögu eða meira. Og það var ekki bara Reyni- staður sem var öllum opinn sem standandi kaffiboð frá morgni til kvölds flestar helgar. Við barna- börnin grínuðumst oft með það að amma mátti aldrei missa af neinu. Ef það var boð, afmæli eða hvaðeina þá gerði hún nán- ast hvað sem er til að vera við- stödd. Hún ferðaðist til útlanda, á milli landshluta og skipti oft einum degi á milli margra kaffi- boða langt fram eftir aldri. Ég keyrði hana eitt sinn á milli tveggja jarðarfara sem voru á sama tíma. Þótt fæstir trúi þess- ari sögu í dag þá er þetta dag- satt. Enda var amma alltaf til staðar fyrir svo ótal mörg. Hún hefur stutt mig, haldið í höndina á mér og rétt mér saltpillu upp úr veskinu svo lítið bar á við há- tíðlegar athafnir frá því ég man eftir og þar til nú. Amma Kristín og afi Guð- mundur eignuðust fjögur börn og fljótt bættust við barnabörn og barnabarnabörn. Áhugi henn- ar á fólkinu hennar kom meðal annars fram í því að hún mundi eftir hverju einasta afmæli, skírnar-, fermingarafmæli að ógleymdum trúlofunar- og stúd- entsafmælum. Hún hélt mikið upp á þessa daga sem höfðu allir sérstaka merkingu fyrir ólík til- efni. Það var henni óbærilegt áfall þegar elsta dóttir hennar, mamma mín, Ragnheiður Mar- grét, lést á afmælisdaginn henn- ar 1. október 2018. Mitt í sorg- inni hvíslaði hún að mér að hér eftir yrði ég stelpan hennar og hún mamma mín. Og enn fékk ég stuðninginn og ástina þegar ég þurfti mest á henni að halda. Því þannig var hún. Blessuð sé minning elsku hjartans ömmu minnar Kristínar sem nú er komin heim til afa og stelpunnar sinnar. Lára Björg Björnsdóttir. Amma Kristín var miðjan í lífi fjölskyldu sinnar. Ég held að okkur afkomendum hennar líði öllum eins og við höfum átt al- veg sérstakt samband við ömmu, enda áttum við það. Hún lagði sig fram við að kynnast okkur hverju og einu, manneskjunum sem við vorum, hverju við höfð- um áhuga á, hvað við vorum að pæla og hugsa, hverjir væru vin- ir okkar, hvað þau voru að pæla og hugsa. Áhuginn var endalaus og þannig þekkti hún okkur líka öll svo vel. Áhugasemi var eitt af helstu einkennum ömmu. Og líklega eitt af því sem gerði hana síunga allt fram á síðasta dag. Þegar við komum til hennar á sunnu- dögum á okkar yngri árum eftir hresst laugardagskvöld var ekki nóg að segjast hafa farið út. Hvert var farið, hverjir voru með í för, var ykkur boðið upp? Og amma fékk svörin í smáat- riðum, svona að mestu. Hún var skilningsrík, húmorísk, opin og fordómalaus. Hún las mikið og fór á allar leiksýningar, fannst alltaf gaman, og sýningarnar sem höfðuðu kannski ekki mest til hennar voru samt alltaf svo fróðlegar, eins og hún orðaði það. Amma þekkti alla, hélt stærstu og mestu veislurnar, mörg hundruð manna boð á heimili sínu Reynistað í Skerja- firði, og aldrei sást á henni stress eða asi. Glöð og glæsileg tók hún á móti öllum sem þang- að komu, hlý og umfaðmandi, stóra hjarta heimilisins og fjöl- skyldunnar. Um leið og amma var opin og forvitin um nýjungar hélt hún fast í hefðir. Jólaboð, hænukássa á páskum, eggjasnafs á sumar- daginn fyrsta, súkkulaðikaka á sunnudögum, kaffiboð sem enn þann dag í dag er kennt við Dússa, móðurbróður ömmu, pip- arsvein af gamla skólanum sem var fastagestur í sunnudags- kaffinu á Reynistað. En amma var ekki hefðbundin vegna íhaldssemi. Hefðirnar snerust um fólkið hennar, þær voru tækifæri til að koma saman reglulega og oft, að eiga sam- verustundir við bæði stærri til- efni og í hversdeginum sjálfum. Amma fæddist á Reynistað í Skerjafirði og bjó þar í heil 80 ár. Þegar hún giftist afa Guð- mundi bjuggu þau áfram í hús- Kristín Anna Claessen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.