Morgunblaðið - 05.05.2022, Side 55

Morgunblaðið - 05.05.2022, Side 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 inu með langömmu Soffíu og í húsinu fæddust svo dæturnar þrjár, Ragnheiður Margrét, Soffía Ingibjörg og Solveig Lára. Eggert Benedikt kom svo nokkrum árum seinna þegar al- gengara var orðið að eignast börnin utan heimilis. Heimili ömmu Kristínar og afa Guð- mundar á Reynistað er ljómað töfrum í minningu okkar barna- barnanna. Þetta var heimili okk- ar allra, miðjan okkar, sama- staður sem við áttum vísan, og þar var opinn faðmur, glaðværð og kankvíst bros ömmu nokkuð sem við gengum líka að vísu. Amma var glæsileg mann- eskja og stór persóna sem heill- aði alla hvert sem hún kom. Hún var heimsborgari, ferðaðist ung til útlanda með foreldrum sínum og út um allan heim með afa Guðmundi. Hún heimsótti börn- in sín og barnabörnin víða um heim og ég var svo heppin að fá hana nokkrum sinnum í heim- sókn til mín til New York. Það var ævintýri að fara með henni um borgina, alls staðar sá fólk að þar var drottning á ferð og sýndi henni tilhlýðilega fram- komu. Þegar hún ferðaðist út í brúðkaupið mitt, þá orðin 85 ára, var hún síðust út úr veislunni, það þurfti að ná í hana á dans- gólfið þegar klukkan var að verða þrjú. Ég er óendanlega þakklát fyr- ir ömmu, þennan sterka stofn tilveru minnar og fjölskyldunnar allrar. Megi glaðværð hennar, góðvild, styrkur og djúpa mennska verða mér og okkur af- komendum hennar áframhald- andi leiðarljós. Guð blessi minn- ingu ömmu Kristínar. Birna Anna Björnsdóttir. Himneskt er að vera með vorið vistað í sálinni sólina og eilíft sumar í hjarta Þannig mun ég minnast frænku minnar, Kristínar á Reynistað, og okkar skemmti- legustu samverustunda í gegn- um tíðina; – sumardaginn fyrsta á heimili hennar, lengst af í Skerjafirði en síðar á Seltjarn- arnesi. Eggjasnafs og kræsing- ar, en fyrst og fremst frábær fé- lagsskapur með Kristínu í hásætinu. Þessar stundir eins og allar í návist Kristínar voru sólskin í sálina og stuðluðu að eilífu sumri í hjarta, enda var Kristín alltaf geislandi glöð, falleg, gáfuð, fróð og jákvæð. Á 95 ára afmæli Kristínar, sem Eggert Benedikt, sonur hennar, bauð til á Reyni- stað, var Kristín nákvæmlega þannig og ekki að sjá á henni nokkurt fararsnið. Nú er hins vegar komið að hinstu kveðju og ég sit þá einn eftir af þeirri kyn- slóð niðja afa okkar, Jóns Þór- arinssonar, sem við Kristín til- heyrðum. Við Systa vottum börnum, barnabörnum og stórfjölskyld- unni innilega samúð okkar og deilum með þeim björtum minn- ingum um þessa glæsilegu og hrífandi konu. Þórður Ásgeirsson. Kristín Claessen var fastur þáttur í tilverunni. Hún dó viku eftir sumardaginn fyrsta, dag sem var umleikinn hefðum hjá henni og fjölskyldu hennar. Þann dag var ávallt boðið til veislu á Reynistað, þar sem hún bjó nærri alla ævi, og drukkinn eggjasnafs. Þannig hafði það alltaf verið. Kristín fæddist, ólst upp og bjó næstum því fram að áttræðu í sama húsinu, Reynistað í Skerjafirði. Þar angaði allt af hefð. Faðir hennar, Eggert Cla- essen, hafði byggt húsið upp úr gamla Skildinganesbænum, og þegar Kristín stofnaði síðan sína eigin fjölskyldu gekk hún nánast inn í sitt bernskuheimili og hélt því gangandi allar götur síðan. Við vorum heimagangar á Reynistað frá því ég man eftir mér. Móðir okkar, Alma Thor- arensen, og Kristín voru bæði frænkur og bestu vinkonur frá því þær lærðu að lesa í tíma- kennslu fröken Ragnheiðar kvennaskólastjóra. Þar upplifð- um við líf helgað hefðum og fjöl- skyldunni, þar sem allir voru ná- tengdir og áttu sín hlutverk. Síðar meir fluttumst við nánast í næsta hús við Reynistað, svo enn jókst á samganginn við Kristínu, mann hennar Guð- mund og dæturnar þrjár, sem voru allar á okkar aldri. Kristín var allt í öllu á heim- ilinu, enda praktísk og vel skipu- lögð kona. Fyrir utan það að sjá um heimilið og ala upp fjögur börn, dæturnar þrjár og Benda bróður þeirra, var dagskráin full af viðfangsefnum. Hún var mjög félagslynd og þekkti marga. Einnig tók hún þátt í mikilli góð- gerðar- og félagsstarfsemi, bæði hjá Oddfellowreglunni og Hringnum ásamt ótal mörgu öðru. Hún var til dæmis alltaf bílstjóri heimilisins á tímum þegar karlar einokuðu oft það hlutverk. Það er svo margt … að minn- ast á, og þessi grein allt of stutt. Hugrenningar okkar, nú í byrj- un sumars, leita til garðsins undraverða í kringum Reyni- stað, sólbaðs og rabarbarasaftar úr mislitum málmglösum, barna- afmæla með ekta súkkulaði og súkkulaðitertu, jólaskreytinga sem náðu yfir hálft anddyrið og var það ekki smátt og kyrra sól- ríkra sumarkvölda á veröndinni, þar sem sólin var að síga í sæ- inn, í félagsskap með ljóðum Einars Benediktssonar. Kristín yfirgaf Reynistað eftir að Guðmundur lést og fluttist út á Seltjarnarnes, þar sem hún bjó við sama útsýni og í Skerjafirð- inum. Eftir að móðir okkar flutt- ist á hjúkrunarheimili og Kristín hætti að aka bíl ókum við stund- um saman og ræddum þá um líf- ið og tilveruna, því alltaf vissi Kristín um allt sem var í gangi í þjóðfélaginu. „Nú er sumar, gleðjist gum- ar“ syngur í útvarpinu um þess- ar mundir. Hugurinn hefur þá reikað til Reynistaðar og allra hefðanna gömlu og til Kristínar, sem stóð vörð um þann heim til æviloka. Ragnheiður Erla og Helga Hrefna Bjarnadætur. Við kveðjum góða frænku okkar, Kristínu Önnu Claessen, dóttur Soffíu sem var systir ömmu okkar, Þórunnar Hav- steen. Það var ætíð mikil frændsemi og vinskapur milli foreldra okk- ar og Kristínar og Guðmundar á Reynistað. Reynistaður í Skerja- firði, sem var áður heimili for- eldra Kristínar, þeirra Eggerts og Soffíu, skipaði ætíð stóran sess í stórfjölskyldunni. Pabbi tengdist fjölskyldunni á Reyni- stað sterkum böndum og dvaldi hann oft hjá frændfólki sínu á æsku- og unglingsárum. Kristín var góð frænka, alltaf hlý, traust og umfram allt skemmtileg. Það var gott að hitta hana hvort sem var á förn- um vegi eða á fundum hjá Hringnum og hún fagnaði manni innilega. Vitandi það að hún ætti okkur að og við hana. Yfir henni var væntumþykja, umhyggja og hlýja góðrar frænku sem okkur þótti afar vænt um. Við þökkum Kristínu Önnu Claessen fyrir kærleiksríka sam- fylgd og kveðjum hana með virð- ingu. Nú syrgir fjölskylda hennar einstaka konu og við sendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Stefán Jón, Þórunn Júní- ana, Sigrún Soffía, Hildur Björg og Hannes Júlíus. ✝ Eva Þórðar- dóttir fæddist í Hvítanesi í Skil- mannahreppi, nú Hvalfjarðarsveit, 29. ágúst 1933. Hún lést á hjúkr- unar- og dvalar- heimilinu Höfða á Akranesi 26. apríl 2022. Foreldrar hennar voru hjón- in Þórður Guðnason, f. í Neðra-Skarði, Leirársveit 8. nóvember 1897, d. 5. maí 1975, og Þórunn Jónsdóttir, f. 10. mars 1899, d. 13. mars 1973. Bræður Evu voru Guðni, f. 1923, d. 2013, Björn Þór- arinn, f. 1925, d. 2005, og Sturlaugur, f. 1928, d. 2021. Eiginmaður Evu var Magn- ús Finnur Hafberg, f. 22. júní 1923, d. 13. febrúar 2021. Hann var sonur hjónanna Engilberts Hafberg, f. 1890, d. 1949, og Olgu Magn- úsdóttir, f. 1896, d. 1930. Börn Evu og Magnúsar ann í Reykholti og Hús- mæðraskólanum á Varma- landi. Um fertugt lauk hún svo sjúkraliðanámi. Eva vann í Hvalstöðinni, við fiskvinnslu í Reykjavík en hóf svo störf á Kleppsspítala og vann þar og á geðsviði Landspítalans hátt í þrjá ára- tugi. Fyrst sem gangastúlka og sem sjúkraliði eftir að hún lauk námi. Eva og Magnús kynntust í Hvalfirðinum og fluttu til Reykjavíkur 1957. Þau bjuggu fyrst í Eikjuvogi og byggðu sér svo hús í Sæviðar- sundi þar sem þau bjuggu í 53 ár. Eva bjó að því að alast upp í sveit og hafði gaman af margvíslegri ræktun og hafði græna fingur. Þau Magnús byggðu sér sumarhús á æsku- slóðum hennar þar sem hún ræktaði grænmeti og hafði unun af þeirri ósnortnu nátt- úru sem þar er og var æðar- fuglinn í miklu uppáhaldi. Eva hafði yndi af að ferðast og ferðaðist víða á meðan heilsan leyfði. Í nóvember 2019 flutti Eva á dvalar- og hjúkrunarheim- ilið Höfða. Útför Evu fer fram frá Akraneskirkju í dag, 5. maí 2022, klukkan 13. eru: 1) Margrét, f. 9. ágúst 1953, eig- inmaður hennar er Marinó Þór Tryggvason, f. 9. september 1953, þeirra börn eru Þórunn, Tryggvi Þór, Ásta María og Jón Þór, barnabörnin eru átta. 2) Þórður, f. 1. júní 1957, dæt- ur hans eru Eva, Hildur Björk og Þórgunnur, barna- börnin eru sex. 3) Olga, f. 8. janúar 1959, eiginmaður hennar er Helgi Ómar Þor- steinsson, f. 25. ágúst 1955, þeirra synir eru Magnús Þórður, Fannar Freyr, Ómar Örn og Þorsteinn, barnabörn- in eru sex. 4) Þórdís Guðný, f. 14. október 1966, fv. eig- inmaður hennar er Indriði Björn Ármannsson, f. 10. apr- íl 1971, börn þeirra eru Ár- mann Örn og Úrsúla Eva. Eva ólst upp í Hvítanesi og var í farskóla þar í sveit. Hún stundaði nám við Héraðsskól- Enn er komið vor og nú kveð ég elsku mömmu aðeins einu ári eftir að pabbi fór. Mamma var kletturinn minn og á ég eftir að sakna margs enda brölluðum við margt saman á meðan heilsa henni leyfði. Við mamma töl- uðumst við í síma á hverjum degi og stundum oftar, hringd- umst til dæmis á eftir að hafa horft á áhugaverðan þátt í sjón- varpinu eða bara til að ræða málefni líðandi stundar því mamma fylgdist vel með öllu. Við áttum það sameiginlegt að vera yngstar í systkinahóp okk- ar og því dekraðar af foreldrum okkar. Mamma var hreinskilin kona og lá ekki á skoðunum sín- um hún var líka einstaklega þolinmóð, hlý, umhyggjusöm, falleg og örlát. Hún var kát og gat oftast séð spaugilegar hlið- ar á hlutunum og hlógum við oft saman. Mamma var mikill mannþekkjari og hefur án efa öðlast þann eiginleika af að vinna með fólk mestan sinn starfsaldur. Hún vann á geð- deild í þrjátíu ár og ekki var það alltaf auðvelt en hún naut vinnu sinnar og var vel liðin af samstarfsfólki og skjólstæðing- um sínum. Mamma elskaði að ferðast og ferðuðumst við nokk- uð saman, minnisstæðar eru ferðirnar okkar til Mallorca þegar ég var lítil. Seinna fórum við til Þýskalands þar sem við keyrðum um nágrannalöndin og þar naut hún þess að skoða fal- legan gróður og náttúru. Nokkrar voru borgarferðirnar okkar saman og ferðir okkar systra með henni til St. John voru sérstaklega skemmtilegar en þá var mikið hlegið, henni fannst svo gaman að versla í út- löndum. Mamma var einstak- lega mikil amma og þau pabbi vildu hafa barnabörnin hjá sér og sýndu þeim mikla athygli og hlýju. Ég er þakklát fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og börnin mín því hún var svo góð við okkur. Ég hugga mig við að hún sé nú komin til pabba, ömmu og afa, og bræðra sinna, en hún saknaði þeirra alltaf. Takk fyrir allt elsku mamma, ég mun alltaf sakna þín. Þín Þórdís Guðný (Dísa). Það var engin tilviljun að mamma valdi þennan árstíma til að kveðja. Þegar hún var lögst í rúmið og sá fram á að endurheimta ekki sitt litla þrek og geta ekki þefað af vorinu og ekki skoðað blómin þá ákvað hún að nú væri nóg komið þá var best að drífa sig í sum- arlandi. Mamma var ákveðin kona sem lét ekki segja sér fyrir verkum og hún tók sig ekkert of alvarlega sem var mjög gott því við gerðum oft grín að henni og hennar fljótfærni. Við mamma áttum sameiginlegt áhugamál sem var blómin mat- jurtaræktun og æðarfuglarnir. Hún elskaði æðarfuglana og var svo heppin að geta farið í æð- arvarp meðan kraftar leyfðu. Annað stóra áhugamálið voru börnin, barnabörnin og barna- barnabörnin sem fór ört fjölg- andi. Hún fylgdist vel með öll- um alveg til síðustu stundar. Mömmu fannst gaman að ferðast og var hún dugleg við það eins og kostur gafst. Við fórum í nokkrar ferðir saman og drifum við okkur til Spánar þegar hún var 85 ára og þar sem það heppnaðist svo vel fór- um við aftur árið eftir. Við nut- um þess að keyra um á skutlu og versla einhverja vitleysu. Lífshlaup manneskju sem er 88 ára er orðið ansi langt. Hún kynntist eiginmanni sinum 17 ára og eignuðust þau sitt fyrsta barn þremur árum síðar. Mamma var svo ákveðin að hún náði að gera það sem hugur stemmdi til og lærði hún sjúkraliðann og vann við það fag fram yfir sjötugt. Það voru ófáir skjólstæðingar hennar sem nutu hennar umhyggju og passaði hún alltaf upp á að þeir héldu sinni reisn. Nú er hún komin til pabba sem kvaddi fyrir 18 mánuðum og búin að hitta alla sem á und- an eru farnir. Guð blessi minnugu þína elsku mamma. Margrét (Magga). Elsku amma mín er fallin frá. Við amma urðum virkilega nán- ar í seinni tíð. Ég naut þeirra forréttinda að fá að búa hjá ömmu og afa í Sæviðarsundinu á meðan ég stundaði háskóla- nám. Amma sá alltaf til þess að ég borðaði nóg. Það voru henn- ar helstu og vonandi einu áhyggjur af mér á þessum tíma enda körfuboltinn stíft stund- aður þá. Hún var kannski ekk- ert sérlega mikill kokkur en það var alltaf eitthvað í matinn. Á þessum tíma var amma enn að vinna vaktavinnu á geðdeild Landspítalans. Í minningunni var hún algjör nátthrafn, vakti lengi ef hún var ekki á morg- unvakt, fann sér einhverja góða mynd til að horfa á eða spjall- aði við vinkonur sínar í síma í þar til gerðum símastól og reykti. Hún svaf svo fram að hádegi, það fannst henni best. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn pössuðu þau amma og afi Jón Þór fyrir okkur Jóa fyrstu mánuðina. Það var okkur dýrmætt og voru öll börnin okkar þeim virkilega náin. Við reyndum að heimsækja þau eins oft og kostur gafst í Sæó og alltaf átti amma ís handa þeim. Þessar minningar um heimsóknir til þeirra eru okkur öllum sérlega minnisstæðar. Fyrstu mánuði ævinnar bjó ég líka hjá ömmu og afa eða þar til mamma og pabbi eign- uðust sitt eigið heimili. Þegar ég var tveggja ára fluttum við svo á æskuheimili ömmu á Hvítanesi sem mamma og pabbi keyptu þá. Ég naut því ekki mikillar nálægðar við hana í æsku en stundirnar voru þeim mun dýrmætari. Það var algjör lúxus að fá að fara til höfuð- borgarinnar í „trít“ til ömmu. Olga og Dísa, systur mömmu, spiluðu reyndar líka stóra rullu í því að dekra sveitabarnið í þessum heimsóknum. Ömmu fannst mjög gaman að fara í Miklagarð og það var ævintýri líkast að fá að fara í slíkan stór- markað með henni. Það eru reyndar ekki svo mörg ár síðan síðustu leifunum frá Miklagarði var hent úr frystiskápnum í Sæó. Á meðan heilsunnar naut við ræktuðu þau amma og afi al- gjöran lystigarð í Sæó og ég man að mamma fékk þvílíka blómvendi úr þessum garði á sængina þegar yngstu systkini mín fæddust. Þetta var eitt af hennar aðaláhugamálum að rækta blóm, hvort sem það var í garðskálanum eða í garðinum. Amma og afi bjuggu síðustu tvö árin á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi þar sem var virkilega vel hugsað um þau. Afi lést í fyrra og eru þau nú sameinuð á ný. Takk fyrir allar góðu stund- irnar, elsku amma. Þín Tóta. Þórunn. Elsku amma, nú ertu farin í sumarlandið. Það er ekki auðvelt að kveðja þig enda áttum við ein- stakt samband og mikið brallað saman. Þú varst yndisleg amma, alltaf með opinn faðm, húmor, hlátur og gleði. Ég var heppin að fá að vera mikið með þér þegar ég var lítil og á ég margar góðar minningar, t.d. allar ferðirnar okkar upp á Akranes og þá þurftum við að keyra Hvalfjörðinn og þú þurft- ir alltaf að stoppa inni í Botni til að fá þér eina salem og ég að standa vörð og sjá hvort það væri nokkuð að koma flutninga- bíll, því þú vildir ekki þurfa að taka fram úr sama bílnum aft- ur. Þegar ég var lítil gisti ég oft hjá ykkur afa í Sæjó og við rákum oft afa úr rúminu svo við gætum bara verið tvær saman því við áttum það til að vaka fram eftir og spjalla mikið og svo sváfum við til hádegis, en afi vaknaði alltaf snemma. Síðustu árin þín var heilsan ekki upp á sitt besta hjá þér en þú varst glöð að komast á Höfða og þér leið vel þar. Þú hrósaðir öllu hinu góða starfs- fólki á Höfða og erum við þakk- lát fyrir það. Það er sárt að missa ykkur afa með árs milli- bili en ég veit að afi verður glaður að fá Evu sína. Það er svo óraunverulegt að hugsa sér lífið án ömmu Evu, sem hefur verið órjúfanlegur hluti tilveru minnar frá því að ég man eftir mér. Takk fyrir allt elsku amma, þú gafst mér mikið með þinni ást. Knúsaðu afa frá mér. Þín nafna, Eva Þórðardóttir yngri. Í dag kveðjum við kæra vin- konu og samstarfsfélaga, Evu Þórðardóttur. Flest kynntumst við Evu á 8. og 9. áratugnum, sum okkar á deild 9 á Kleppi og önnur á deild 32-C á Hring- braut þar sem Eva starfaði sem geðsjúkraliði um langt árabil. Þrátt fyrir að flest okkar hafi hætt störfum á geðdeild fyrir alllöngu heldur ákveðinn hópur enn saman og hittist á tveggja mánaða fresti og hefur gert í rúm 25 ár. Þessa samheldni er ekki síst að þakka Evu og hennar ræktarsemi í garð vina, samferðamanna og fjölskyldu. Minningarnar eru margar. Við minnumst glaðværðar hennar, glæsileika og umhyggjusemi. Hvernig hún var okkur mörg- um fyrirmynd í geðhjúkrun og samskiptum og hvernig eigin- leikar hennar og næmi fyrir fólki nutu sín í oft erfiðum að- stæðum þar sem kímnigáfan gat létt andrúmsloftið án þess að það bitnaði á mannvirðingu og fagmennsku. Henni var lag- ið að segja sögur og oftar en ekki beindist grínið að henni sjálfri við hinar ýmsu aðstæður. Gleðistundirnar okkar voru líka margar utan vinnunnar, bæði þegar hópurinn tók sig saman og ferðaðist, bæði innan og utanlands, hélt veislur og gerði sér glaðan dag. Þær minningar ylja og kitla hlát- urtaugarnar. Eva var mikill fagurkeri, ræktaði garðinn sinn vel, hvort sem um var að ræða fjölskyld- una eða glæsilegan garðinn við heimili hennar og Magnúsar eiginmanns hennar við Sævið- arsund. Hún var afar stolt af börnum sínum og fjölskyldum þeirra, en gaf sér alltaf tíma til að spyrjast fyrir um hagi okkar samstarfsfólksins og vildi fylgj- ast með, það voru oft löng sím- tölin og góðar stundir í eldhús- inu þeirra þar sem alltaf var mikið um gestagang og heim- sóknir. Hún hafði mjög gaman af að ferðast erlendis, en var líka stolt af landinu okkar og ekki síst heimahögunum, þang- að voru alltaf mikil tengsl og þar bjuggu þau hjónin síðustu árin þegar heilsunni hrakaði, umvafin ást og umhyggju fjöl- skyldunnar sem við vottum okkar innilegustu samúð. Við söknum vinkonu og fé- laga, en minningin um góða konu lifir. Fyrir hönd vina þinna í 32-C- hópnum. Guðbjörg Sveinsdóttir. Eva Þórðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.