Morgunblaðið - 05.05.2022, Side 56
56 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022
✝
Sigþór Jón Sig-
urðsson, loft-
skeytamaður og
kerfisfræðingur,
fæddist í Hafn-
arfirði 24. júní
1940. Hann lést á
Vífilsstaðaspítala
15. apríl 2022.
Foreldrar hans
voru Sigurður
Kristinn Sigurðs-
son, f. 3.8. 1913, d.
26.9. 2001, og Þórunn Dagbjört
Sigurðardóttir, f. 11.1. 1915, d.
11.1. 1964. Systkini Sigþórs eru
Hilmar, f. 13.11. 1938, Þórður, f.
13.5. 1944, og Sigrún, f. 7.10.
1948.
Sigþór giftist 17.11. 1961 Jón-
ínu Kristbjörgu Michaelsdóttur,
blaðamanni og rithöfundi, f.
14.1. 1943, d. 17.5. 2021. For-
eldrar Jónínu voru Michael Sig-
finnsson, f. 25.3. 1913, d. 6.5.
1961, og Valborg Karlsdóttir, f.
24.9. 1915, d. 9.10. 1957.
Börn Sigþórs og Jónínu eru:
1) Michael, f. 25.5. 1962, kvænt-
ur Lilju Bragadóttur, f. 23.9.
1963, börn þeirra: a) Bragi, f.
21.1. 1992, í sambúð með Heið-
rúnu Hödd Jónsdóttur, f. 3.4.
1991, þeirra sonur er Michael
Kiljan, f. 27.2. 2021, b) Sigþór
fellsnesi en flutti árið 1976 aftur
til Hafnarfjarðar og bjó þar til
æviloka. Eftir nám í Flensborg-
arskóla fór Sigþór í Loftskeyta-
skólann og lauk þaðan prófi sem
loftskeytamaður. Hann vann í
Gufunesi eitt ár og á Lóranstöð-
inni á Gufuskálum í 13 ár, var
stöðvarstjóri þar. Eftir að hann
flutti aftur suður hóf hann störf
sem kerfisfræðingur hjá
SKÝRR og starfaði þar alla sína
starfsævi. Hann sótti námskeið
og fundi í Bandaríkjunum og
London framan af starfsævinni.
Sigþór var fyrsti formaður
Lionsklúbbs Nesþinga á Snæ-
fellsnesi og sat um skeið í að-
alstjórn Lions á Íslandi. Hann
var formaður héraðssambands
ungra sjálfstæðismanna á Snæ-
fellsnesi, formaður kjördæm-
isráðs Sjálfstæðisfélaganna á
Vesturlandi og kjörinn í hrepps-
nefnd Hellissands. Þá var hann
oddviti hreppsnefndar Hellis-
sands. Hann var einnig í rit-
stjórn Snæfellings og Hamars.
Sigþór var formaður bygg-
ingarnefndar safnaðarheimilis
Hafnarfjarðarkirkju og vann
ýmis trúnaðarstörf fyrir kirkj-
una.
Sigþór var í handbolta hjá FH
á sínum yngri árum og hafði
mikinn áhuga á íþróttum alla
tíð, fór mikið á FH-leiki og var í
stjórn handboltadeildar FH um
tíma. Sigþór hafði einnig mjög
gaman af veiði.
Útför hefur farið fram í kyrr-
þey að ósk hins látna.
Gellir, f. 12.8. 1996.
2) Björn, f. 10.10.
1966, kvæntur
Birnu G. Her-
mannsdóttur, f.
16.12. 1965, börn
þeirra: a) Hermann
Ágúst, f. 12.7. 1992,
í sambúð með Ey-
rúnu Björt Hall-
dórsdóttur, f. 16.6.
1998, b) Karólína
Kristbjörg, f. 10.2.
2001, c) Úlfur Ágúst, f. 12.6.
2003. Dóttir Björns og Huldu K.
Ólafsdóttur er Jónína Krist-
björg, f. 12.2. 1993, unnusti
Haukur Sverrisson, f. 12.10.
1993. Börn þeirra Hjörtur Ari, f.
20.8. 2018, og Hafdís Lóa, f.
18.10. 2020. 3) Þórunn, f. 16.10.
1969, gift Reyni A. Guðlaugs-
syni, f. 3.9. 1965, börn þeirra: a)
Sigþór Michael, f. 5.1. 2007. b)
Ríkharður Darri, f. 7.2. 2015.
Börn Reynis frá fyrra hjóna-
bandi eru Natalía, f. 9.3. 1994,
og Aleander, f. 6.10. 1999.
Sigþór var fæddur og uppal-
inn á Austurgötunni í Hafnar-
firði. Móðir hans var Hafnfirð-
ingur, gaflari, og faðir hans var
frá Ísafirði. Á fyrstu búskapar-
árum sínum bjó Sigþór ásamt
Jónínu á Gufuskálum á Snæ-
Að eiga foreldra sem eru í
senn bestu vinir manns,
stærstu fyrirmyndir og sálu-
félagar er sannarlega ekki sjálf-
gefið en ein sú mesta gæfa og
gjöf sem maður fær í lífinu –
þannig foreldra átti ég.
Pabbi var skemmtilegur
pabbi, léttur, stríðinn og hló
hátt að því sem honum fannst
fyndið, það var enginn betri að
horfa á gamanmyndir með. Ég
man eftir því sem unglingur að
vera með kennara sem mér
fannst frekar pirrandi en þegar
ég fór að segja pabba frá hon-
um fannst honum hann bara
fyndinn og það endaði á því að
ég var farin að koma heim með
skemmtisögur af kennaranum í
stað þess að vera pirruð, þannig
gat hann séð húmorinn í hlutum
og snúið þeim úr pirringi í
skemmtun og gleði.
Hann var klár, gat útskýrt
flókna hluti á einfaldan hátt,
var mjög góður í stærðfræði og
verklaginn. Hann hafði mikla
tónlist í sér, var alltaf sönglandi
og var frábær dansari. Hann
hafði gaman af fólki, sérstak-
lega þeim sem voru ekki eins
og sauðsvartur almúginn. Pabbi
var Hafnfirðingur, gaflari, og
undi sér best í þeim bæ, fyrst á
Austurgötunni og síðar á Máva-
hrauninu sem hann byggði, en
átti líka góðan tíma á Snæfells-
nesinu í þau 13 ár sem við
bjuggum þar.
Hann var góður námsmaður,
var hækkaður upp um bekk í
grunnskóla og samviskusamur.
Skólameistari Flensborgarskóla
hafði sérstaklega orð á því þeg-
ar hann útskrifaðist þaðan að
einn nemandi hefði mætt alla
daga og alltaf stundvíslega í
skólann alla sína skólagöngu ut-
an einn dag og það var pabbi.
Hann var loftskeytamaður og
vann við það og tölvur alla sína
starfsævi. Pabbi var mikið í fé-
lagsmálum, bæði Lions, í Sjálf-
stæðisflokknum og við kirkjuna
í Hafnarfirði og var þá yfirleitt
í forystu þar enda átti hann
auðvelt með að stjórna og
skipuleggja, var þægilegur í
umgengni og átti auðvelt með
að greina kjarnann frá hisminu.
Stórafmæli voru tekin með
trompi og urðu mjög eftir-
minnileg, bæði hér heima og er-
lendis, og er sextugsafmæli
hans í Frakklandi ferð sem
enginn gleymir.
Pabbi spilaði handbolta á
yngri árum með FH og var
mikill áhugamaður um íþróttir
alla tíð, fór mikið á leiki hjá FH
og missti ekki af leikjum barna-
barnanna, sonur minn og nafni
hans Sigþór minnist afa síns
með mikilli hlýju á hliðarlín-
unni.
Ég kveð pabba með miklum
söknuði en líka með miklu
þakklæti og veit að nú er hann
kominn til mömmu sem var
hans lífsförunautur til rúmlega
60 ára.
Takk fyrir allt elsku pabbi
minn.
Ég elska þig.
Þín dóttir,
Þórunn (Tóta).
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
(Hákon Aðalsteinsson)
Þetta ljóð kom upp í huga
mér, nú þegar ég kveð Sigþór
Jón Sigurðsson mág minn, sem
alltaf var kallaður Sissi.
Ég var tíu ára þegar þau
Ninna systir kynntust. Gleði
mín var ekki mikil í fyrstu, þar
sem ég var ekki alveg tilbúin að
deila athygli systur minnar, sem
ég elskaði heitt, og hafði haft
næstum óskerta frá fæðingu.
En það breyttist fljótt. Í ljós
kom að við Sissi áttum mjög
gott skap saman, svipaðan húm-
or, tónlistarsmekk og elskuðum
að dansa. Og þar var sko enginn
aukvisi á ferð. Það var hrein
næring að tjútta og taka sving
með Sissa.
Allt frá fyrstu stundu hafði
Sissi góða nærveru, var traustur
og ráðagóður. Fljótur að hugsa
og dvaldi ekki í smáatriðunum.
Hvíldi vel í sjálfum sér, naut
stundarinnar og hló hátt og inni-
lega.
Sissi naut velgengni í vinnu
og var vel liðinn hvar sem hann
var. Á Lóranstöðinni, Skýrslu-
vélum ríkisins, í Lions eða bygg-
ingarnefnd Hafnarfjarðarkirkju.
Hann var alls staðar happafeng-
ur.
Lífsganga hans og Ninnu var
björt, áreynslulaus og til eft-
irbreytni.
Börnum sínum og síðar
barnabörnum var hann góð fyr-
irmynd og traustur vinur þeirra
allra, en átti einstakt samband
við Hermann Ágúst sonarson
sinn frá fyrsta degi. Það var fal-
legt.
Er ég nú lít yfir farinn veg og
samfylgd í 62 ár er mér efst í
huga þakklæti. Þakklæti fyrir
það sem hann var mér og okkur
systrum. Um leið og við þökkum
fyrir skemmtilega vegferð og
óskum honum guðs blessunar í
Sumarlandinu með Ninnu sinni
sem hann saknaði heitt, þá sé ég
þau svífa í ljúfum dansi saman.
Svo bið ég guð um styrk
handa Mikka, Bjössa, Tótu og
fjölskyldunni allri.
Við systur og fjölskyldur
þökkum fyrir allt og allt.
Ásta Michaelsdóttir.
Við vígslu Stafns, kapellu
Strandbergs, safnaðarheimilis
Hafnarfjarðarkirkju, sem fól í
sér vígslu þess alls, tendraði
Sigþór Jón Sigurðsson sem for-
maður byggingarnefndar safn-
aðarheimilisins altarisljós kap-
ellunnar er við það lýstist upp
og helgaðist. Sigþór leit lífið í
kristnu trúarljósi sem sýndi sig
í vitnisburði hans og verkum.
Þau Jónína Michaelsdóttir eig-
inkona hans er var mér náskyld
studdu mig í prestskosningum í
Hafnarfirði nýflutt þangað á
bernskuslóðir Sigþórs frá
Gufuskálum ásamt börnum sín-
um Michael, Birni og Þórunni
en Sigþór hafði þar stjórnað
Loranstöðinni. Sigþór var kjör-
in í sóknarnefnd Hafnarfjarð-
arkirkju sama ár og eiginkona
mín séra Þórhildur Ólafs vígð-
ist til prestsþjónustu við hana
og varð kær samstarfsmaður.
Sóknarnefnd stefndi að því að
reisa safnaðarheimili við kirkj-
una og var Sigþór formaður
undirbúningsnefndar er vann
með skiplagsnefnd bæjar-
félagsins að undirbúningi arki-
tektasamkeppni um byggingu
safnaðarheimilis og tónlistar-
skóla er tengdist því. Sigþór
varð svo formaður byggingar-
nefndar kirkjunnar og tók sæti
í framkvæmdanefnd bæjar og
kirkju er sá um verkefnastjórn
við lokahönnun bygginga. Sig-
þór hefur glaðst er fyrstu
skóflustungur voru teknar að
nýbyggingunum. Margs þurfti
þó að gæta og fylgjast vel með
verktökum og framkvæmdum.
Miklu skipti hve vel hann
greiddi úr málum og fann ein-
faldar lausnir á flóknum úr-
lausnarefnum. Sigþór vildi að
vandað yrði til verka og ekki
dregið úr kostnaði við frágang
heimilisins rýrði það fegurð
þess. Hann var laginn í sam-
skiptum en þó fastur fyrir og
kom miklu í verk. Hann var
greinargóður á sóknarnefndar-
fundum og stjórnaði aðalsafn-
aðarfundum með lagni. Sigþór
tók virkan þátt í safnaðarstarfi
kirkju sinnar líka eftir að hann
hvarf úr sóknarnefnd og sótti
messu flesta helgidaga og pré-
díkaði í kirkjunni á nýársdegi.
Árþúsundaafmælis kristnitök-
unnar á Íslandi var vel fagnað
á Þingvöllum í glampandi sól.
Við kærleiksmáltíð hátíðar-
messunnar sem þjóðkirkju-
prestar þjónuðu við gekk Sig-
þór til okkar Þórhildar og
neytti helgaðs brauðs og víns
sem við réttum honum á sann-
helgri stundu. Þetta sýndi með
öðru vináttu hans og trygg-
lyndi. Þegar Jónína, sem var
blaðamaður og rithöfundur og
um skeið aðstoðarmaður for-
sætisráðherra, lést fyrir ári
missti Sigþór ástríkan lífsföru-
naut sinn til rúmlega 60 ára en
hefur þó horft fram í trú og
von. Honum var þá styrkur að
ást og umhyggju barna sinna,
sem vel höfðu komist til manns,
og uppörvandi samskiptum við
barnabörnin. Sigþór lést á Víf-
ilsstaðaspítala á föstudaginn
langa sem minnir á hve vel
hann fylgdi Frelsara sínum allt
til enda. Sigþór þekkti vel meg-
instef kristinnar trúar er op-
inbera að krossdauði Jesú hafi
hjálpræðisgildi því að Guð birt-
ist þar í fórnandi elsku sinni
sem er kjarni alheims og
streymir um alla tilveru og yf-
irvinnur dauða og heljarmyrk-
ur í upprisuljóma. Skáldið er
svo yrkir skildi það: Skamm-
vinna ævi, þú verst í vök, þitt
verðmæti gegnum lífið er fórn-
in. En til þess veit eilífð alein
rök. Forystulið Hafnarfjarðar-
kirkju þakkar mikilvægt fram-
lag Sigþórs kirkjunni til gagns
og heilla og biður þess að Guð
launi svo sem vert er. Við Þór-
hildur tökum undir þá bæn og
þökkum stuðning og vinatryggð
og biðjum góðan Guð að blessa
minningu Sigþórs og Jónínu og
opinbera þeim undur upprisu
Frelsarans og lýsa ástvinum
þeirra á vegum hans.
Gunnþór Ingason.
Sigþór Jón
Sigurðsson
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæru
ESTERAR ÚRANÍU FRIÐÞJÓFSDÓTTUR
frá Rifi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Vitatorgs á Hrafnistu fyrir góða umönnun
og vináttu.
Baldur Freyr Kristinsson Guðrún Elísabet Jensdóttir
Elvar Guðvin Kristinsson Þórdís Bergmundsdóttir
Dóra Sólrún Kristinsdóttir Guðbrandur Jónsson
Jóhann Rúnar Kristinsson Katrín Gísladóttir
Helena Sólbrá Kristinsdóttir Guðmundur Gunnarsson
Snædís Elísa Kristinsdóttir Andrés Helgi Hallgrímsson
Guðbjörg H. Kristinsdóttir Óskar Guðjónsson
og fjölskyldur
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát eiginmanns míns, föður okkar, afa
og langafa,
SVEINS JÓHANNS ÞÓRÐARSONAR,
Innri-Múla,
Barðaströnd,
sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, miðvikudaginn 9. mars.
Kristín Hauksdóttir
Sigríður Sveinsdóttir Þorkell Arnarsson
Þórður Sveinsson Silja Björg Ísafoldardóttir
Jóna Jóhanna Sveinsdóttir
Barði Sveinsson
Haukur Þór Sveinsson Guðrún Pétursdóttir
Þórólfur Sveinsson Þorgerður Sævarsdóttir
Hörður Sveinsson Ólafía Línberg Jensdóttir
Ásgeir Sveinsson Birna Friðbjört Hannesdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, sonur, bróðir, mágur og
vinur,
SVAVAR HILMARSSON
fjármálastjóri,
Kjarrmóum 38, Garðabæ,
lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 29. apríl.
Útför Svavars fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ
miðvikudaginn 18. maí klukkan 13.
Berglind Anna Sigurðardóttir,
Hilmar Guðbjörn, Ingunn Anna,
Sigurður Þráinn, Anna Bergmann,
Álfrún, Björn, Úlfur, Stormur,
Hilmar, Aldís, Fjóla, Brynjólfur Þór
og aðrir aðstandendur
Í dag fylgi ég
tengdaföður mínum
til 26 ára síðustu
sporin.
Hugurinn reikar til baka og ég
rifja upp allar þær stundir sem við
áttum saman í gegnum tíðina.
Í lífinu hefur ýmislegt gengið á,
en ávallt mætti Halli mér með bros
á vör, hlýju og styrk. Dæmdi aldr-
ei, en bauð ávallt fram visku sína.
Daginn sem ég hitti hann fyrst
var ég með sex ára son minn með
mér. Þeir náðu strax saman og
spjölluðu mikið. Við vorum boðin
velkomin þennan dag og vorum
það ávallt síðan. Mikil gæfa sem sú
heimsókn var.
Þegar ég hugsa til Halla Vill þá
finn ég ávallt hlýju og væntum-
þykju. Þessi stóri og sterki en samt
Halldór
Vilhjálmsson
✝
Halldór Vil-
hjálmsson
fæddist 22. júní
1947. Hann lést 1.
apríl 2022.
Halldór var jarð-
sunginn 22. apríl
2022.
rólegi maður hafði
gott hjarta sem alltaf
skilaði sér í sam-
skiptum við hann.
Traustari tengdaföð-
ur hefði ég sennilega
ekki fundið.
Ég gæti talið upp
ótal margar sögur af
samskiptum okkar,
hlátri, danssporum
og verkefnum, en
ætla að láta það duga
að segja afabörnum og komandi
langafabörnum frá þeim.
Það verður þeim til góðs að
þekkja Halla afa og hans visku.
Elsku Halli minn, takk fyrir allt
og góða ferð í Sumarlandið.
Ég er þakklát fyrir að hafa haft
þig mér við hlið í gegnum lífið.
Minning um þig mun lifa í hjarta
mér að eilífu.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Guðrún Brynjólfsdóttir.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar