Morgunblaðið - 05.05.2022, Síða 57

Morgunblaðið - 05.05.2022, Síða 57
MINNINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 Í dag kveðjum við ástkæra föður- systur mína, Hólm- fríði Ágústsdóttur, eða Fríðu eins og hún var alltaf kölluð. Fríða var einstök persóna, barngóð, ósér- hlífin og fylgin sér. Maður vissi að sumarið var komið í Mávahlíð þegar Fríða og Helgi komu í Nátthaga, sumarhúsið sitt í landi Fögruhlíðar. Ég á svo margar góðar minningar um fagra sum- ardaga þar sem maður naut við- veru þeirra í sveitinni og allrar fjölskyldunnar sem fylgdi að jafnaði með þeim í sveitina ár hvert. Í ófá skipti man ég eftir Fríðu og Helga skamma okkur frændsystkinin fyrir einhvern óskunda sem þau gerðu síðan grín að þegar árin liðu enda vor- um við ekki barnanna best á þeim tíma. Ég reyndi þó að bæta upp fyrir það með árunum með því að vera duglegur að koma í heimsókn og koma með bleikju í soðið fyrir þau á sumrin sem vakti ávallt mikla kátínu hjá þeim. Minnisverð er einnig ná- grannavarslan þeirra í sveitinni sem var ávallt skemmtileg. Þau vissu alltaf hvaða bílar hefðu verið á ferð, hversu hratt þeir keyrðu og spurðu gjarnan ef ein- hver kom í heimsókn á hina bæina hver hefði verið þar á ferð. Einnig var alltaf jafn gaman að koma til þeirra til Reykjavík- ur í Grýtubakkann en ég gisti gjarnan þar með fjölskyldunni minni þegar farið var í kaupstað- arferð til Reykjavíkur á árum áður. Þegar ég hóf háskólagöngu mína í Reykjavík var ég tíður gestur á heimili Fríðu og Helga. Einu áhyggjurnar sem þau höfðu á þeim tíma voru af því hversu grannur ég væri og hvort ég væri ekki örugglega að fá nóg Hólmfríður Ágústsdóttir ✝ Hólmfríður Ágústsdóttir fæddist 20. maí 1933. Hún lést 17. apríl 2022. Útför hennar fór fram 4. maí 2022. að borða í Reykja- víkinni. Þótt ég hafi reynt að fullvissa þau um að ég hefði greiðan aðgang að mat lögðu þau sitt af mörkum til að bæta úr þessu og gáfu mér gjarnan heimilismat við hvert tilefni sem ég kom til þeirra í Boðaþingið og átti ég þar gæðastundir með þeim sem ég er afar þakklátur fyrir í dag. Þótt líkamlegur styrkur hafi verið farin að hníga hjá Fríðu síðustu árin var minni hennar afar gott og alltaf gaman að ræða um daginn og veginn við hana. Hún hafði sterkan áhuga á íþróttum, málefnum líðandi stundar og pólitík sem var gam- an að ræða um við hana. Einnig var afar kærkomið að fá að heyra sögur af pabba mínum, systkinum hans og foreldrum þeirra, sem öll eru nú látin, sem gaman var að heyra frá Fríðu sem mundi afar vel liðna tíma. Aldrei verður það nógsamlega þakkað hversu vel Fríða og Helgi reyndust mér og hef ég ávallt litið á þau sem það næsta sem ég hef átt við afa og ömmu. Elsku Fríða, með þessum fáu orðum vil ég þakka alla þá ást, alúð og hlýhug sem þú hefur sýnt mér og það verður erfitt að fylla það skarð sem þú skilur eft- ir þig með öllum þeim góðu minningum sem þú átt í huga mínum og hjarta. Þín verður sárt saknað. Ég votta börnum, barna- börnum og barnabarnabörnum Fríðu mína dýpstu samúð. Magnús Már Leifsson. Hólmfríður móðursystir mín, sem við kveðjum í dag, fæddist í Mávahlíð á Snæfellsnesi og ólst þar upp ásamt fimm systkinum. Fríða, eins og fjölskyldan kallaði hana, vann öll almenn heimilis- og sveitastörf við bú foreldr- anna. Í Mávahlíð var myndarbú- skapur og mikill gestagangur enda er Mávahlíðin í alfaraleið milli Snæfellsbæjar og Grundar- fjarðar. Margir áttu leið fyrir Búlandshöfðann sem á uppvaxt- arárum Fríðu var eingöngu fær gangandi eða ríðandi mönnum en land Mávahlíðar liggur að Bú- landshöfðanum. Margir ferða- menn komu við þegar farið var fyrir höfðann eða áður en lagt var upp í ferð um skriðurnar sem ekki voru auðveldar yfir- ferðar. Var ekki óalgengt að ferðamenn gistu í Mávahlíð og nytu aðstoðar og fylgdar fyrir Búlandshöfðann ef þar var á ferðinni fólk sem ekki þekkti til aðstæðna sem voru oft hrikaleg- ar og þar var Þrælaskriðan erf- iðust yfirferðar en hún er þekkt úr Eyrbyggjasögu. Þessu kynnt- ist Fríða vel og fylgdist með for- eldrum sínum og eldri systkinum sem stöðugt veittu ferðafólki að- stoð. Fríða var oft á heimili for- eldra minna í Ólafsvík en fór ung að árum til dvalar og starfa í Reykjavík og bjó í fyrstu hjá fjölskyldu Óla föðurbróður síns. Fríða var einstaklega vinnusöm og auk þess að starfa hjá iðnfyr- irtæki og síðar við barnagæslu á leikskóla Landspítalans vann hún heima við sauma. Ég kynnt- ist henni vel sem barn og hænd- ist að þessari einstaklega elsku- legu frænku minni. Þegar við Hallgerður fluttum til Reykja- víkur áttum við mikil samskipti við Fríðu og fjölskyldu hennar sem bjó í Breiðholtinu eins og við. Fríða hafði alla tíð mikil samskipti við fólkið sitt í Máva- hlíð eftir að hún flutti að heiman og notaði hverja stund til þess að fara vestur og dvelja hjá foreldr- um sínum og bræðrum og var einstaklega dugleg við að að- stoða foreldrana þegar færi gafst á efri árum þeirra. Fríða og maður hennar Helgi byggðu sumarhús í landi Fögruhlíðar þar sem Fríða og hennar fólk nutu dvalar og höfðu fagurt út- sýni yfir Mávahlíðarlandið og út á Breiðafjörðinn. Og þegar þau fóru í Mávahlíðina blasti Snæ- fellsjökullinn við í allri sinni dýrð. Það fór ekki á milli mála að þetta góða samband sem Fríða og fjölskylda hennar áttu við æskuheimili hennar var henni mikils virði og til hennar komu ættingjar sem bjuggu á svæðinu. Það var ánægjulegt að heim- sækja Fríðu og eiga samtal við hana svo fróða og minnuga sem hún var og áhugi hennar á stjórnmálum var vissulega fyrir hendi. Hún naut þess að fá gesti og ræða stjórnmálaástandið hvort heldur var á vettvangi sveitarstjórna eða landsmála. Hún hafði sterkar skoðanir og hún hafði ánægju af að eiga sam- ræður um þjóðmálin. Hún lagði sig fram við að fylgjast með ætt- ingjum sínum sem voru viljugir að heimsækja hana á heimili þeirra Helga í Reykjavík. Og hún var boðin og búin að veita þeim aðstoð sem þurftu. Við Hallgerður minnumst Fríðu með virðingu og þakklæti og vottum sonum hennar, fjölskyldum þeirra og afkomendum hennar samúð. Blessuð sé minning Hólmfríðar. Sturla Böðvarsson. Elsku Fríða frænka sem var fyrir mér mín fyrirmynd og besta vínkona. Það er svo skrýtið að hugsa sér að þú sért farin. Ég var vön að heyra í þér einu sinni í viku og spjalla þá ávallt um veðrið og fjölskylduna og lífið. Það var svo gaman því þú varst svo inni í öllu og með allt á hreinu miðað við háan aldur. Þú varst búin að fylgja mér alla mína ævi og þegar faðir minn og bræður hans féllu frá var alltaf hægt að leita til þín með góðar minningar og skemmtilegar sög- ur frá uppvaxtarárum ykkar í Mávahlíð. Þótti mér afar vænt um að fá vitneskju um það. Ég og fjölskylda mín komum alltaf við hjá Fríðu og Helga þegar leið okkar lá suður og þá tók Fríða alltaf vel á móti okkur og sá sér lítið fyrir og skellti í vöfflur og með því. Mínar fyrstu minningar af Fríðu eru að hún og Helgi komu alltaf í Fögruhlíð, fyrst á hjólhýsinu sínu sem ég man lítið eftir, en svo kom sumarbústað- urinn Nátthagi og þar dvöldu þau alltaf á sumrin og maður beið alltaf spenntur eftir að þau kæmu. Fríða lagði mikið upp úr að hafa garðinn í sumarbústaðn- um gróðursælan og var með fal- leg sumarblóm og mér fannst húsið sem hún var með í blóma- beðinu alltaf svo fallegt og svo var það gosbrunnurinn hlaðinn Fögruhlíðargrjóti. Ég fór gjarn- an á hestbak í Fögruhlíð og kom þá alltaf við hjá þeim og lét hest- inn naga grasið fyrir þau með- fram girðingunni. Mér og Emil þótti gríðarlega vænt um að Fríða og Helgi gerðu sér ferð til okkar vestur þegar við giftum okkur í Mávahlíð og upplifa það með okkur, það var mér mjög dýrmæt gjöf. Merkilegt hvað aldur verður afstæður þegar maður eldist og allir verða jafnir og ég er svo þakklát fyrir hvað við Fríða átt- um gott samband gegnum árin og þá sérstaklega seinni árin, þá urðum við mjög nánar og hún kynntist börnunum mínum eins og hún kynntist mér þegar ég var lítil. Fríða var svo skemmti- leg, þrjósk og sterk og lét sko ekkert stoppa sig og ég hef ekki kynnst sjálfstæðari og duglegri konu en henni. Sama dag og Fríða kvaddi okkar heim féll fimm tonna bjarg úr Búlandshöfða og þótti mér það alveg undarlegt, en hver veit, kannski var þarna Fríða að verki að kveðja sveitina sína eða jafnvel komin til systkina sinna að leika í fjallinu. Hvíl í friði elsku Fríða okkar, við þökkum þér alla þá ást og vinsemd sem þú hefur gefið okk- ur og minningar þínar lifa um aldur og ævi í hjarta mínu og þín verður sárt saknað. Ég votta börnum Fríðu og fjölskyldum þeirra mínar dýpstu samúðarkveðjur. Herdís Leifsdóttir. ✝ Magdalena Margrét Ólafs- dóttir fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1931. Hún lést í Reykjavík 14. mars 2022. For- eldrar hennar voru Ólafur Gunnar Einarsson, f. 1. september 1887, d. 19. júní 1974, bif- reiðarstjóri, og Guðrún Halldórsdóttir, f. 14. júlí 1908, d. 29. apríl 1993. Þau eignuðust fjögur börn en eitt þeirra misstu þau ungt. Ólafur Gunnar átti áður 11 börn en tvö þeirra dóu ung. Börnin sem á legg komust voru Benedikt, Einar, Björgvin, Halldóra, Guð- geir, Kjartan, Guðrún, Þór- ólfur, Sigurður, Auður og Dagný sem er á lífi. Magdalena Margrét giftist 31. desember 1951 Birni Kára Björnssyni, f. 26. júlí 1927, d. 2. apríl 1997. Foreldrar hans voru hjónin Björn Bjarnason, f. 20. lenu, f. 12. mars 2013. Berglind og fjölskylda búa í Svíþjóð. 2) Birna, f. 19. maí 1955, giftist Scott Mirman, f. 8. október 1958, d. 3. desember 1999, en þau skildu. Sambýlismaður Birnu er Scott E. Zoll, f. 19. apríl 1959. Birna og Scott Mirman áttu einn son, Ross Björn Mirman, f. 6. október 1984. Maki hans er Dana Mirm- an, f. 6. janúar 1986. Þau eiga tvær dætur: Kaya, f. 4. febrúar 2019, og Cora, f. 28. desember 2021. Birna og fjölskylda búa í Indiana í Bandaríkjunum. Magdalena Margrét lauk hefðbundnu barnaskólanámi sínu 12 ára að aldri. Hún vann fyrst við verslunarstörf en um miðjan aldur fór hún í öldunga- deild Menntaskólans við Hamrahlíð og útskrifaðist síðan sem sjúkraliði. Hún vann víða sem sjúkraliði, meðal annars á Landspítalanum, Hátúni öldr- unardeild, Skjóli og sjúkrahúsi í Svíþjóð þegar þau hjónin bjuggu þar á árunum 1982-84. Magdalena Margrét var fróð- leiksfús, menntaði sig mikið sjálf og talaði bæði sænsku og ensku. Útför Magdalenu Margrétar fór fram í kyrrþey frá Foss- vogskapellu 19. mars 2022. júní 1884 í Eystri- Tungu í Landbroti í V-Skaftafells- sýslu, d. 8. apríl 1957 í Reykjavík, verkstjóri hjá Kárafélaginu, fyrst í Reykjavík og síð- an í Viðey, og Þor- björg Ásgrímsdótt- ir, f. 20. september 1895 í Reykjavík, d. 14. desember 1964 í Reykjavík. Dætur Magdalenu Margrétar og Björns Kára eru tvær: 1) Berglind, f. 18. júní 1952, gift Eiríki Þorsteinssyni, f. 27. apríl 1950. Þau eiga tvo syni: a) Björn Steinar, f. 14. júní 1973. Maki hans er Charlotte Lun- dell, f. 25. ágúst 1973. Þau eiga tvær dætur: Stinu, f. 5. júlí 1998, og Selmu, f. 28. desember 2000. b) Ásgeir, f. 23. febrúar 1977. Maki hans er Emma Hen- riksson, f. 15. október 1980. Þau eiga tvö börn: Nils Erik, f. 5. apríl 2010, og Juni Magda- Nú þegar Magdalena Mar- grét, móðir okkar, hefur kvatt þessa jarðvist streyma fram minningarnar um hana. Móðir okkar ólst upp í Bræðraparti í Laugardal sem Ólafur móðurafi okkar byggði. Hún átti alltaf mjög góðar minn- ingar frá barnæskunni þar í stórum systkinahópi sem gerði aldrei greinarmun á hálf- eða al- systkini. Nú eru þau öll látin nema Dagný Óla Ólafsdóttir. Mamma leitaðist við að skapa gott heimili og brýna fyrir okkur góð lífsgildi. Það var hægt að treysta henni og hún gerði allt fyrir okkur systur. Hún hjálpaði okkur við lærdóminn því að hún var vel lesin og fróð um alls kon- ar málefni. Hún var líka góð húsmóðir og það var alltaf góður matur og heimabakaðar kökur á borðum. Hún var hæglát og yf- irveguð svo það var alltaf rólegt og gott að vera heima. Foreldrar okkar voru í Grimsås í Svíþjóð árin 1982 til 1984 og þarna leið þeim ofsalega vel. Pabbi fékk strax vinnu við smíðar og mamma fékk vinnu á spítalanum i Borås. Mamma keyrði 70 km þangað eða 140 km fram og til baka á hverjum degi. Hún var rosalega dugleg og náði sænskunni fljótt en pabbi talaði nú bara íslensku! Barnabörnin voru mömmu og pabba mikilvæg. Bæði Steinar og Ásgeir voru hjá þeim í fjögur eða fimm sumur og pabbi sá til þess að þeir fengu fína vinnu í fiski. Þau höfðu skiljanlega mjög gaman að hafa þá hjá sér. Mamma var í Bandaríkjunum í fimm ár eftir að pabbi dó. Hún sá um Ross og keyrði hann í skólann meðal annars. Hún var mjög góð amma og hún og Ross náðu mjög vel saman. Seinni hluta ársins 2012 kvartaði móðir okkar undan miklum verkjum. Hún var rann- sökuð vel og var svo skorin upp á Borgarspítalanum. Læknarnir sögðu okkur síðan að hún væri með fyrstu einkenni Alzheimers- sjúkdómsins. Þar sem við bjugg- um báðar erlendis og gátum ekki aðstoðað hana frá degi til dags fékk hún heimahjúkrun og frænkur og vinir hlupu í skarðið. Í þessu sambandi viljum við sér- staklega þakka Guðrúnu, frænku okkar, og vinkonum okk- ar, Salóme og Svölu, fyrir ómet- anlega hjálp. Síðan fór móðir okkar á Litlu-Grund árið 2014 og hún var mjög ánægð þar. Allt var dásamlegt, starfsfólkið ynd- islegt og maturinn frábær. Síðan þegar andlega heilsan fór að versna fór hún yfir á A3 á Stóru-Grund. Starfsfólkið var al- veg sérstakt og var einstaklega gott við hana. Þetta var mjög mikilvægt þar sem við gátum ekki heimsótt hana nema einu sinni til þrisvar á ári. Hún var alltaf í góðu skapi og allir voru yndislegir og það hjálpaði okkur mjög mikið. Við sendum inni- legar þakklætiskveðjur til allra þeirra sem önnuðust hana síð- ustu æviárin á Grund. Á kveðjustund megna orð svo lítið en við verðum móður okkar ævinlega innilega þakklátar. Fjölskyldur okkar kveðja hana með minningu um umhyggju- sama ömmu, langömmu og tengdamóður. Linda Björnsdóttir og Birna Björnsdóttir Mirman. Magdalena Margrét er látin, á nítugasta og fyrsta aldursári og södd lífdaga. Minningar um þessa góðu konu hafa verið á flugi í huga mínum undanfarið og mig langar því að setja nokkrar þeirra á blað hérna. Magdalena eða Malla, eins og hún var oftast kölluð, var gift Birni Kára, föðurbróður mínum. Strax á bernskuárum mínum tók ég eftir hve viðmótsþýð og bros- mild Malla var þegar ég sá hana á mannamótum. Á menntaskóla- árum mínum fór ég oft til Möllu og fjölskyldu á Brávallagötu og þá kynntist ég góðvild hennar og gestrisni. Í annríki lífsins lágu leiðir okkar allt of sjaldan saman en nokkrum árum fyrir andlát Bjössa auðnaðist mér að kynn- ast þeim betur, einkum þegar ég heimsótti þau í sumarbústað þeirra í nágrenni Reykjavíkur. Þarna heyrði ég ýmsar skemmtilegar (fjölskyldu)sögur sem ég get enn brosað að. Sumarið 1999 fór ég til In- dianapolis í Bandaríkjunum og hitti Möllu sem dvaldi hjá Birnu, dóttur sinni. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar Malla og ég sátum heilt síðdegi þar og spjöll- uðum um lífið og tilveruna. Okk- ur tókst ekki að leysa lífsgátuna en þarna sá ég vel að hún var heilsteyptur persónuleiki, ein- læg og hafði frá mörgu að segja. Á meðan Malla bjó enn á Háaleitisbrautinni hringdi ég reglulega í hana og fékk fréttir af dætrum hennar og fjölskyld- um þeirra í Svíþjóð og Banda- ríkjunum. Nokkru áður en hún flutti á Grund varð ég fyrst var við heilabilunina sem hrjáði hana síðustu æviárin. Það hryggði mig mikið þegar hún kannaðist ekki almennilega við mig í síðasta símtalinu okkar. Með sorg í hjarta kveð ég nú Möllu um leið og ég sendi dætr- unum tveimur og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðar- kveðjur mínar. Sævar Hilbertsson Magdalena Mar- grét Ólafsdóttir Minningarkort fæst á nyra.is eða í síma 561 9244 Innilegar þakkir þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR JÓHÖNNU KJARTANSDÓTTUR, Stínu frá Bakka, tækniteiknara, Fiskakvísl 28. Okkar innilegustu þakkir til þeirra sem komu að útförinni og gerðu að yndislegri kveðjustund. Stefán Hans Stephensen Kjartan Á. Guðbergsson Sara Pálsdóttir Benedikt, Erla Kristín, Calum Bjarmi, Amalía Eir Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar og ömmu, KRISTÍNAR EIRÍKU GÍSLADÓTTUR, Markarflöt 10. Brynja Hrönn Jónsdóttir Hildur Edda Jónsdóttir Sverrir Már Jónsson Gunnar Hrafn Jónsson Helgi Hrannar, Brynjar Orri og Birgir Hrafn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.