Morgunblaðið - 05.05.2022, Page 58
58 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022
✝
Gunnar Björg-
vin Gíslason
fæddist 16. sept-
ember 1926 í
Reykjavík og ólst
upp í Skólavörðu-
holtinu, á Óðins-
götu 16 (Klappar-
holt). Hann lést í
Reykjavík 19. apríl
2022.
Foreldrar hans
voru Gísli Sigurðs-
son bóndi og síðar verkamaður í
sænsk-íslenska frystihúsinu, f. á
Króki í Ölfusi 29.11. 1889, d.
28.7. 1980, og Anna Einarsdóttir
húsfreyja, f. á Reykjum í Ölfusi
23.11. 1883, d. 3.11. 1958. Gunn-
ar átti átta systkini sem öll eru
fallin frá, þau voru Halldóra,
Sigurður, Einar, Halldóra, Guð-
laug, Hjörtur, Páll og Magnús.
Hann byrjaði ungur að vinna,
m.a. í sænsk-íslenska frystihús-
inu, að bera út símskeyti, við
byggingu Þjóðleikhússins og að
aðstoða föður sinn við vöruflutn-
inga á hestvagni en á Óðinsgöt-
unni voru bæði kýr og hestar.
Þegar hann var 18 ára hóf
hann störf við smurningu bif-
reiða á Esso-stöðinni í Hafnar-
stræti. Þegar sú bygging þurfti
að víkja stofnaði hann, ásamt
þremur félögum sínum, smur-
stöð á Klöppinni á Skúlagötu,
Eyrúnu Láru Þóreyju Lofts-
dóttur, f. 13.10. 1926, d. 31.1.
1993. Foreldrar hennar voru
Laufey Einarsdóttir og Loftur
Jónsson. Gunnar og Eyrún Lára
eignuðust fimm börn, þau eru: 1)
Einar Bragi, f. 24.2. 1957, maki
Guðrún Magný Jakobsdóttir f.
9.2. 1959, dóttir þeirra er Eva
Magný. Dóttir Einars úr fyrra
sambandi er Þrúða Sif. 2) Anna
Guðrún, f. 18.2. 1959, maki Sig-
urður Tómas Jack f. 12.9. 1963,
synir þeirra eru þrír, Gunnar
Pétur f., Guðmundur Vignir,
sambýliskona Helena Sokol, og
Róbert Rúnar, sambýliskona El-
ísa Jóhannesdóttir. 3) Laufey Ei-
ríka, f. 12.12. 1960, maki Óðinn
Einisson, f. 3.8. 1961, börn
þeirra eru fjögur, Arnar, Eyrún,
sambýlismaður Snorri Halldór
Snorrason, Berglind og Katrín
Eir. 4) Ari, f. 17.6. 1963, maki
Sigríður Árnadóttir, f. 2.2. 1959,
dætur þeirra eru tvær, Þórey
Björk og Guðrún Gígja. Börn
Ara af fyrra hjónabandi eru Elv-
ar og Lára, sambýlismaður
Viggó Davíð. 5) Sigfús Berg-
mann, f. 17.5. 1965, sonur hans
er Máni Bergmann. Dóttir Ey-
rúnar Láru af fyrra sambandi er
Ásgerður Tryggvadóttir, börn
hennar eru tvö, Gunnar Þór og
Áslaug Tóka.
Barnabarnabörn Gunnars eru
ellefu.
Útförin fer fram frá Bústaða-
kirkju í dag, 5. maí 2022, kukkan
13.
sem þeir ráku í 30
ár eða þar til Skúla-
gata var breikkuð.
Árið 1988 stofnaði
Gunnar síðan
Smurstöðina Klöpp
sem hann stýrði til
dauðadags.
Gunnar hafði
alla tíð mikinn
áhuga á íþróttum,
hann spilaði fót-
bolta með Val og
var afreksmaður í langhlaupum
fyrir Ármann. Gunnar var mikill
áhugamaður um enska fótbolt-
ann, var dyggur stuðnings-
maður Manchester United og fór
margar ferðir á Old Trafford.
Árið 1947 kvæntist Gunnar
Hrafnhildi Guðjónsdóttur, f.
23.4. 1930, d. 8.10. 1987. Þau
slitu samvistum 1956. Foreldrar
hennar voru Guðrún Ein-
arsdóttir og Guðjón Pétursson.
Synir Gunnars og Hrafnhild-
ar eru: 1) Gísli G., f. 2.6. 1949,
maki Unnur Birna Magnús-
dóttir, f. 15.10. 1951. Þeirra
börn eru þrjú, Magnús Geir,
maki Ingibjörg Eðvaldsdóttir,
Valdís Ösp og Gísli Rúnar, sam-
býliskona Ragnheiður Ósk. 2)
Gunnar, f. 18.11. 1950, d. 7.4.
2021, dóttir hans er Kristína
Guðrún Moss.
Árið 1957 kvæntist Gunnar
Pabbi:
Sorg í sinni
sært hjarta.
Dagar líða,
sorgin eilítið minni.
Minning bætir,
líðan okkar.
Drottinn gætir
föður okkar.
Brosið bjarta,
fötin hrein.
- Þung eru tárin sem streyma
sem straumhörð á.
Góður maður
kveður þennan heim.
Lífsins kúnst,
að kveðja alla.
Af pabba mátti margt læra
verklaginn og fróður.
Æ, æ, hvað við söknum hans,
hann var svo svakalega góður.
- Þung eru tárin sem streyma
sem straumhörð á.
Þegar við hugsum um þig,
okkar heittelskaða föður.
Um hreinleika sálar
sem enn mun lifa.
Um fórnfýsi þína
sem aldrei mun gleymast.
Um tómið
sem ei verður uppfyllt.
- Þung eru tárin sem streyma
sem straumhörð á.
(Apríl 2022, Anna Guðrún)
Anna Guðrún Gunnarsdóttir.
Elsku pabbi, það er ekki sjálf-
gefið að geta státað af því að hafa
dregið langa stráið hvað varðar
foreldra, en það getum við systk-
inin gert. Þið vilduð bæði allt fyr-
ir okkur gera, kennduð okkur svo
margt og tókust á við allar hindr-
anir af svo miklu æðruleysi. Þó
svo að þú hafir alla tíð unnið mik-
ið varstu samt alltaf til staðar
fyrir okkur og ekkert mál að leita
til þín ef okkur vantaði einhverja
aðstoð.
Þú varst mjög réttsýnn og
þoldir illa ranglæti, yfirgang og
frekju. Þúsundþjalasmiður sem
allt lék í höndunum á. Eins og
þegar ég fór að prjóna lopapeys-
ur fyrir krakkana mína og ætlaði
að fara að borga fyrir uppsetn-
ingu á rennilásum í þær. Þá varst
þú fljótur að rífa upp saumavél-
ina og segja við mig að það væri
algjör óþarfi að borga fyrir þetta,
þú myndir redda þessu. Sem þú
gerðir og saumaðir eftir það alla
rennilása í peysurnar sem ég
prjónaði.
Þú hafðir alla tíð mjög gaman
af ferðalögum og voru þau ófá
sem við fórum í saman. Þegar fór
að hausta vorum við Óðinn yfir-
leitt farin að skipuleggja ein-
hverjar utanlandsferðir. Þá varst
þú fljótur að koma til mín og
spyrja hvert við værum að fara
og svo bættirðu við „ég kem
með“. Sem var auðvitað hið besta
mál, enda góður ferðafélagi og
ferðuðumst við um allar trissur
bæði innanlands og utan. Mér er
ofarlega í minni ferðin til Min-
neapolis, þar sem við leigðum
bílaleigubíl sem reyndist vera
Porsche. Það þótti þér nú ekki
leiðinlegt, enda mikill bílaáhuga-
maður og varðst þar með sjálf-
skipaður bílstjóri ferðarinnar.
Að ógleymdum öllum ferðunum á
Old Trafford, heimavöll Man-
chester United, þar sem þér leið
best.
Þegar við fjölskyldan fluttum
til þín í Haðalandið átti það bara
að vera tveggja ára stopp, sem
varð svo allt í einu að tuttugu og
þremur árum og fyrir það verð
ég ævinlega þakklát. Þú reyndist
börnunum mínum alla tíð svo vel
og það að hafa fengið að alast upp
hjá afa sínum er þeirra lífsins
lukka, því þú kenndir þeim svo
margt. Þú varst svo stór partur
af lífi okkar í svo mörg ár. Það er
því eitthvað svo tómlegt að koma
heim úr vinnunni og sjá þig ekki
að bardúsa eitthvað í eldhúsinu,
við saumavélina eða í stólnum
þínum.
Já pabbi minn, við höfum
brallað margt saman í gegnum
tíðina, en nú heldur þú á vit nýrra
ævintýra í Sumarlandinu. Ég veit
það að hvar sem þú ert þá líður
þér vel og að mamma, Gunnar
bróðir og aðrir ástvinir hafa tekið
vel á móti þér.
Takk fyrir allt pabbi minn og
Guð geymi þig.
Þín dóttir,
Laufey.
Gunnar hitti ég fyrst þegar ég
var um tvítugt. Ég fór með bílinn
minn til hans í ryðvörn niður á
Skúlagötu. Svo liðu þrjú ár og ég
orðinn tengdasonur hans – þvílík
tilviljun. Betri tengdapabba og
ekki síst vin hefði ég ekki getað
hugsað mér. Mér þótti afskap-
lega vænt um hann.
Gunnar var alla tíð „kletturinn
í hafinu“. Dró stóru heimili björg
í bú, hörkuduglegur og vann
sennilega stundum of mikið.
Hann var ekki bara duglegur og
handlaginn heldur líka mjög góð-
ur rekstrarmaður.
Iphone-síma og alla hans fí-
dusa lærði hann á 90 ára gamall.
Hann fylgdist vel með því sem
var að gerast m.a. á Facebook.
Eftir að Gunnar dró sig út úr
daglegum rekstri hafði hann
gaman að fylgjast með þáttum í
sjónvarpinu er vörðuðu uppgerð
og viðhald allskonar hluta. Al-
gjörlega hans deild sem höfðaði
til hæfileika hans.
Gunnar var mikill keppnis-
maður og vildi að hlutirnir gengu
vel og örugglega fyrir sig. Seinni
árin, þegar hann hafði meiri tíma,
var gaman að sitja með honum og
horfa á hand- og fótboltaleiki.
Þegar Man. Utd. var að tapa voru
sögð orð sem þola ekki dagsljós-
ið.
Eitt af því fallega í fari Gunn-
ars var þakklæti. Sama hvað
maður gerði fyrir hann, alltaf
þakkaði hann vel og innilega fyr-
ir. Ógleymanlegir voru bíltúrarn-
ir í seinni tíð þar sem m.a. var ek-
ið um æskuslóðir. Þá fékk maður
sögurnar beint í æð.
Hann naut mikillar virðingar
allsstaðar þar sem hann kom,
ekki síst meðal birgja sem hann
verslaði við. Eitt sinn þegar ég
var staddur í Stillingu kom hann
askvaðandi inn og gekk beint í
gegn og bakvið. Þegar hann gekk
fram hjá mér spurði ég hann
„vinnur þú hér“? Hann glotti og
hélt áfram um leið og hann kast-
aði á mig kveðju. Afgreiðslumað-
urinn leit á mig og sagði „þetta er
bara hann Gunni“.
Elsku kallinn minn, sólin er
sest í bili en mun vonandi skína
skært í Sumarlandinu þegar þú
hittir Láru þína. Takk fyrir allt
og allt. Þín verður sárt saknað en
minningin mun lifa.
Sigurður T. Jack.
Elsku yndislegi afi minn.
Það er svo ægilega sárt að
kveðja þig, þú fórst allt of
skyndilega frá okkur. Það hugg-
ar mann þó í sorginni að vita að
þú áttir góð og viðburðarík 95 ár,
ásamt öllum minningunum um
þig sem hlýja manni um hjarta-
rætur. Það fyrsta sem að kemur
upp í hugann á mér þegar ég
hugsa til þín er þakklæti. Þakk-
læti fyrir allt sem þú hefur kennt
mér á þessum 23 árum sem ég
hef búið hjá þér. Þú kenndir mér
á lífið, hvernig ég átti að vera
sjálfstæð og að hugsa vel um
fólkið í kringum mig. Það var þér
hjartans mál að ég hjálpaði
mömmu og hugsaði vel um hana.
Ef hún sofnaði í sófanum þá
varstu ekki lengi að kalla á mig
og biðja mig um að breiða yfir
hana. Þannig varstu, umhugað
um fólkið í kringum þig.
Það eru endalausar minningar
um þig vera að dytta að hinu og
þessu. Ef ég bað þig um aðstoð
við að gera við hluti, negla í vegg
eða skrúfa upp hillu þá réttirðu
mér verkfærin og sagðir mér til.
Þú vildir að ég yrði sjálfstæð.
Þú elskaðir að fara í sveitabílt-
úra og skoða landið þitt enda
fannst þér Ísland vera fallegasta
land í heimi. Þegar við vorum á
heimleið og einhver spurði hvert
við værum að fara þá heyrðist í
þér „Home, sweet home. Fara
heim“.
Við fórum oft saman á sunnu-
dögum niður á smurstöð til að
þrífa og taka til. Á leiðinni heim
fórum við ósjaldan og keyptum ís
fyrir alla sem voru heima. „Einn
lítinn ís með súkkulaðidýfu
takk!“ Þú varst líka svo mikill
matgæðingur og undir þér vel í
eldhúsinu, hvort sem það var að
skera niður hangikjötið, baka
skonsur eða að steikja fisk.
Mér á alltaf eftir að þykja
vænt um þær stundir sem við
sátum við eldhúsborðið, þú sagð-
ir mér sögur úr æsku og við töl-
uðum saman um heima og geima.
Ég hlakkaði alltaf mest til að
segja þér frá áföngum í lífinu
mínu, þegar ég fékk einkunnir úr
prófum og þegar ég komst inn í
hjúkrunarfræðina af því að þú
varst alltaf svo innilega stoltur af
öllum árangri sem við barna-
börnin þín náðum í lífinu. Elsku
afi, ég er svo þakklát fyrir að
hafa fengið að alast upp hjá þér
og fyrir allar hugljúfu minning-
arnar sem þú skilur eftir þig. Ég
sakna þín alla daga en ég veit að
þú vakir yfir okkur.
Þín
Berglind.
„Hæ hæ … og hó hó“ sönglaði
afi oft þegar hann kom heim úr
vinnunni en hann var það seigur
að vinna fram á tíræðisaldurinn.
Hann afi minn var sko ekkert
blávatn, hann gat allt. Hann var
án efa þrjóskasti og duglegasti
maður sem ég hef kynnst og hef
ég alla tíð sagt stolt frá því að
Gunnar Björgvin sé afi minn, fyr-
irmyndin mín í lífinu. Ég var það
heppin að fá að búa hjá afa í rúmt
21 ár og á hann stóran þátt í því
hver ég er í dag. Það var svo
gaman að segja honum frá afrek-
um, alveg sama hversu stór eða
smá þau voru, því að viðbrögðin
sem maður fékk voru svo innileg
og afi var svo stoltur af stóra
barnabarnahópnum sínum. Það
var alltaf hægt að treysta á að afi
væri hreinskilinn við mann. Þeg-
ar maður var á leiðinni út á lífið
fékk maður oft álit á fatavali hjá
afa og hann sparaði ekki hrein-
skilnina. Þá ósjaldan sem hann
sat fyrir framan sjónvarpið og
var að horfa á einhverja ræmu þá
settist maður stundum hjá hon-
um og spurði hann um hvað
myndin væri. Afi kom þá með
svaka söguþráð sem kom svo í
ljós að var ekkert til í en hann
túlkaði myndina á sinn hátt því
hann var ekki mjög sleipur í
enskunni. Ég heyri enn dillandi
hláturinn hans þegar hann var
að horfa á Mr. Bean og maður
gat ekki annað en hlegið með.
Afi var mikill matgæðingur og
átti það til að setja saman ólík-
legustu hráefni. Einu sinni var
ég búin að elda dýrindis lasagne
sem ég var mjög stolt af en afa
fannst vanta eitthvað upp á og
náði sér í kavíar og jarðarber og
borðaði með bestu lyst. Svo
hvatti hann mann til þess að
smakka. Afi gerði einnig heims-
ins besta fisk í raspi sem ég hef
fengið, nóg af kryddi, lauk og
eplum. Þegar ég var unglingur
fékk ég oft far hjá afa upp
brekkuna að Réttó á Nissan-
pallbílnum hans og þurfti maður
að stökkva út úr bílnum á horn-
inu og það lá við að bíllinn væri
ennþá á ferð því að afi var alltaf
á hraðferð í vinnuna. Áramótin
voru alltaf best með afa því
hann var mjög sprengjuglaður
en á sama tíma krossaði maður
fingur um að hann myndi ekki
sprengja sig í loft upp. Hann
átti það til að halda á tertunum
þegar hann kveikti í þeim og
leggja þær svo varlega frá sér. Í
eitt skiptið kveikti hann á flug-
eldi og var ennþá með andlitið
ofan í honum þegar hann skaust
upp. Þegar hann sneri sér svo
við sáum við að það var svört
rák meðfram nefinu eftir flug-
eldinn.
Báðir strákarnir mínir áttu
svo fallegt samband við langafa
sinn og voru Magnús Óðinn og
afi bestu vinir. Það var svo fal-
leg stund þegar ég tilkynnti afa
nafnið á Björgvini Frey, hvað
hann var þakklátur og stoltur
en það er dýrmæt minning sem
ég mun alltaf varðveita.
Ég gæti skrifað endalaust um
minningar um elsku afa en læt
þetta nægja.
Takk fyrir allt elsku besti afi
minn. Það sem ég á eftir að
sakna þín. Bið að heilsa ömmu.
Ég segi það sama og þú sagð-
ir alltaf við strákana mína: Guð
geymi þig.
Eyrún Ósk.
Þakklæti er það sem kemur
fyrst í hugann þegar mér verður
hugsað til afa. Þakklæti fyrir að
hafa fengið hann sem fyrirmynd
þar sem góðsemi og vinnusemi
virtist engan endi taka. Betri
manneskju hef ég ekki hitt á
minni lífsleið. Söknuðurinn er
mikill, sakna þess að finna ekki
nærveru hans og heyra ekki
röddina og einstakan hlátur
hans. Því skrifa ég þessi orð
með sting í hjarta hugsandi til
þess að hann sé farinn frá okk-
ur. Eftir sitja minningar um
heimsins besta afa.
Róbert Rúnar Jack.
Elsku hjartans afi minn, mik-
ið ofboðslega er það sárt að
þurfa að kveðja þig. Þú sem átt-
ir að vera eilífur, en nú eruð þið
amma sameinuð á ný. Tóma-
rúmið er stórt en eftir sitja
minningarnar sem nú eru dýr-
mætari en nokkru sinni. Minn-
ingar um hörkuduglegan mann
sem var samt svo mjúkur inn við
beinið og mátti ekkert aumt sjá.
Sagði við mömmu þegar hún var
að skamma mig og ég fór að
gráta: „Æiii Laufey, ekki vera
að skamma litla greyið.“ Mann
sem vann myrkrana á milli til
þess að fjölskylduna skorti ekki
neitt. Alltaf boðinn og búinn að
gera allt fyrir alla. Svo núna eru
það litlu hlutirnir sem standa
upp úr og mér þykir svo vænt
um. Eins og þegar ég var að
bjóða þér góða nótt sem barn og
þú svaraðir „góða nótt og guð
geymi þig“ og öll skiptin sem þú
hlóst þínum dillandi hlátri.
Þetta eru minningar sem munu
lifa með mér það sem eftir er.
Þau tuttugu og þrjú ár sem
við bjuggum hjá þér kenndir þú
mér svo ótrúlega margt og varst
alltaf minn helsti stuðningsmað-
ur. Sama hvort það var söngur-
inn eða námið, þá stóðstu alltaf
þétt við bakið á mér og varst allt-
af jafn stoltur af því sem ég var
að gera. Ég man að þegar ég var
í stjórnmálafræðinni klipptirðu
alltaf út þær greinar sem þér
fannst að ég ætti að lesa og lagð-
ir þær á borðið fyrir mig. Mér
finnst þetta svo lýsandi fyrir þig,
alltaf að hugsa um aðra.
Sorgin er mikil en þakklæti er
mér efst í huga þessa dagana.
Þakklæti fyrir öll árin okkar
saman og fyrir það að þú hafir
tekið þátt í að móta mig í þá
manneskju sem ég er í dag. Nú
er komið að leiðarlokum hjá þér
afi minn og við sem eftir sitjum
getum verið viss um að þú hafir
lifað góðu og innihaldsríku lífi,
umkringdur fólki sem elskaði
þig. En nú ertu kominn á betri
stað.
Ég veit að ef það er líf eftir
þetta líf hittumst við aftur þar.
En þangað til passa ég gleraug-
un, bið vel að heilsa öllum og bið
þér góðrar ferðar.
Takk fyrir allt elsku afi minn
og guð geymi þig.
Til himins upp hann afi fór
en ekkert þar hann sér.
Því gleraugunum gleymdi hann
í glugganum hjá mér.
Hann sér ei neitt á bréf né bók
né blöðin sem hann fær.
Hann fer í öfug fötin sín
svo fólkið uppi hlær.
Ó, flýt þér, mamma, og færðu mig
í fína kjólinn minn.
Svo verð ég eins og engilbarn,
fer upp í himininn.
Og reistu stóra stigann upp
og styð við himininn.
Svo geng ég upp með gleraugun,
sem gleymdi afi minn.
(Sig. Júl. Jóhannesson)
Katrín Eir (Kata).
Góður maður er genginn eftir
langa og farsæla ævi.
Ég kynntist Gunnari og Láru,
eiginkonu hans, fyrir um 50 ár-
um, en þau voru foreldrar Önnu
Guðrúnar vinkonu minnar.
Ég var heimagangur á heimili
þeirra sem unglingur. Það var
fjölmennt í Haðalandi 14 þegar
börnin voru að alast upp. Síðan
bættust vinir barnanna við her-
skarann á heimilinu. Allir voru
velkomnir og alltaf var nóg að
borða þótt vinir bættust við fyr-
irvaralítið. Mér er sérstaklega
minnisstætt hvað Lára eldaði
góðan mat, lifrarbuffin voru í
sérstöku uppáhaldi.
Þau hjón voru hjartahlý og
gestrisin. Alltaf var tekið á móti
okkur unglingunum af góð-
mennsku og hlýju og vináttu-
böndin sterk og traust alla tíð.
Gunnar rak smurstöðina
Klöpp í áratugi. Það sem ein-
kenndi hann var mikill dugnaður
og samviskusemi. Hann gekk í
verkin af krafti og unni sér sjald-
an hvíldar fyrr en hann var bú-
inn að skila af sér því sem hann
ætlaði sér. Hann vann alla tíð
mikið enda hafði hann fyrir
stórri fjölskyldu að sjá.
Hann var bóngóður og já-
kvæður og til staðar fyrir þá sem
þurftu á honum að halda en vildi
lítið láta hafa fyrir sér. Hann var
ósérhlífinn og stóð með sínu
fólki.
Eitt af aðaláhugamálum
Gunnars var fótbolti og einkum
þá enski boltinn. Þar átti hann
sér sitt uppáhaldsfélag, Man-
chester United, og hélt með því
hvernig sem gekk.
Að síðustu vil ég þakka Gunn-
ari fyrir alla þá aðstoð og góð-
mennsku sem hann sýndi mér og
mínum öll árin. Ég kveð Gunnar
með djúpri virðingu og hjartans
þökk.
Júlíana Sigurveig
Guðjónsdóttir.
Gunnar B. Gíslason
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Sálm. 86.11
biblian.is
Vísa mér veg þinn,
Drottinn, að ég
gangi í sannleika
þínum, gef mér
heilt hjarta, að ég
tigni nafn þitt.