Morgunblaðið - 05.05.2022, Qupperneq 63
ÍÞRÓTTIR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022
Fótboltavertíðin fer að
mörgu leyti vel af stað. Nú er
ekki lengur hægt að tala um ís-
lenska fótboltasumarið því tíma-
bilið byrjar um miðjan apríl og
lýkur í lok október.
Ekkert nema gott um það að
segja. Það var tímabært að
lengja mótið í báða enda og sem
betur fer var apríl með nægilega
hagstætt veðurfar til að grasvell-
ir landsins væru nothæfir strax í
byrjun. Vonandi verður október
jafn hagstæður.
Óvænt úrslit hafa litið dags-
ins ljós, mörkin eru fleiri en oft
áður og jafnvel boðið upp á
hreinar sýningar eins og í níu
marka leik Víkings og Stjörn-
unnar.
Það hefur líka verið ánægju-
legt að sjá fólk koma fyrr á völl-
inn en áður. Það hefur lengi verið
landlægur ósiður á Íslandi að
mæta í stúkuna eftir að flautað
hefur verið til leiks.
Ég var á leik á sunnudags-
kvöldið þar sem fjölmargir voru
mættir klukkutíma fyrir leik og
stúkan var orðin hálffull 15 mín-
útum áður en leikurinn hófst. Fé-
lögin eru farin að standa sig bet-
ur í því að gera leikinn að stærri
viðburði en bara þeim 90 mín-
útum sem boltanum er sparkað
fram og til baka.
Eitt er samt jafn óskiljanlegt
og áður. Ekkert er gert í því að
leikskýrslur KSÍ séu uppfærðar á
meðan leikurinn stendur yfir,
þótt allt sé fyrir hendi til þess.
Aðrar íþróttagreinar bjóða upp
á þetta í dag. Körfubolti, hand-
bolti, blak, frjálsar, sund – allt er
þetta uppfært „í beinni“ á síðum
viðkomandi sambanda. Fótbolt-
inn er einfaldasta íþróttin af
þessu öllu, bara mörk, spjöld og
skiptingar sem þarf að uppfæra.
Halló! Árið er 2022.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
HANDKNATTLEIKUR
Undanúrslit karla, annar leikur:
Selfoss: Selfoss – Valur (0:1) ............... 19.30
Umspil karla, þriðji úrslitaleikur:
Austurberg: ÍR – Fjölnir (1:1) ............ 19.30
KNATTSPYRNA
1. deild karla, Lengjudeildin:
Árbær: Fylkir – KV.............................. 19.15
Kórinn: HK – Selfoss ........................... 19.15
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Víkin: Víkingur R. – Augnablik........... 19.15
Ásvellir: Haukar – FH ......................... 19.15
Í KVÖLD!
Olísdeild karla
Undanúrslit, annar leikur:
ÍBV – Haukar ....................................... 27:23
_ Staðan er 2:0 fyrir ÍBV.
Þýskaland
Sachsen Zwickau – Metzingen .......... 31:34
- Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði átta
mörk fyrir Zwickau.
B-deild:
Dormagen – Gummersbach ............... 30:36
- Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm
mörk fyrir Gummersbach en Hákon Daði
Styrmisson er frá vegna meiðsla. Guðjón
Valur Sigurðsson þjálfar liðið sem er með
ellefu stiga forystu á toppnum og á sex leiki
eftir.
Aue – Grosswallstadt.......................... 19:27
- Arnar Birkir Hálfdánsson komst ekki á
blað hjá Aue og Sveinbjörn Pétursson varði
eitt skot í marki liðsins sem er í neðsta sæti.
Danmörk
Fallkeppnin:
SönderjyskE – Kolding....................... 37:33
- Sveinn Jóhannsson lék ekki með Sönder-
jyskE vegna meiðsla. Ágúst Elí Björgvins-
son varði þrjú skot í marki Kolding sem er í
næstneðsta sæti.
E(;R&:=/D
ÍBV hefur fengið til liðs við sig
sænsku knattspyrnukonuna Jessiku
Pedersen. Hún kemur frá Kalmar í
heimalandi sínu og tók þátt í að
koma liðinu upp í sænsku úrvals-
deildina á síðasta tímabili en þá lék
hún 22 af 26 deildarleikjum liðsins.
Pedersen er 28 ára gömul og hefur
áður m.a. leikið með Mallbacken.
Hún fyllir óbeint skarð kant-
mannsins bandaríska Sydney Carr,
sem aðeins náði að spila í níu mín-
útur með Eyjaliðinu á þessu Ís-
landsmóti en hún reif krossband í
hné í byrjun leiks gegn Stjörnunni.
ÍBV fær sænsk-
an leikmann
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Eyjar ÍBV er með eitt stig eftir
fyrstu tvo leikina í deildinni.
Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði
þrjú marka Lilleström þegar liðið
vann afskaplega auðveldan 7:0-
sigur á Eidsvold í 64-liða úrslitum
norsku bikarkeppninnar í knatt-
spyrnu karla í gærkvöldi.
Öll mörk Hólmberts komu í síðari
hálfleik, það fyrsta á 51. mínútu,
annað markið á 66. mínútu og full-
komnaði hann svo þrennuna á 68.
mínútu.
Hólmbert hefur farið frábærlega
af stað á tímabilinu með Lilleström
enda kominn með fimm mörk í
fimm leikjum í deild og bikar.
Hólmbert Aron
skoraði þrennu
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Þrenna Hólmbert lét vel að sér
kveða í norska bikarnum í gær.
KÖRFUBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Ég held að það taki langan tíma að
ná sér niður eftir þetta,“ segir körfu-
knattleikskonan Kamilla Sól Vikt-
orsdóttir í samtali við Morgunblaðið.
Kamilla, sem er 22 ára, varð Íslands-
meistari með Njarðvík á sunnudag
eftir útisigur í oddaleik gegn Hauk-
um.
Njarðvík tapaði fyrir Grindavík í
úrslitaleik um sæti í efstu deild á síð-
ustu leiktíð en þar sem Snæfell sendi
ekki lið til keppni í úrvalsdeild fékk
Njarðvík sætið í deild þeirra bestu.
Nýliðarnir gerðu sér svo lítið fyrir
og urðu Íslandsmeistarar eftir sigur
á Haukum í oddaleik í Ólafssal á Ás-
völlum á sunnudag. Njarðvík var
með yfirburði í oddaleiknum og var
staðan eftir fyrsta leikhluta 16:5 og
hálfleikstölur 41:19. Njarðvík vann
að lokum 14 stiga sigur, 65:51.
„Við byrjuðum þetta rosalega
sterkt og vorum að fá framlag úr
mörgum áttum. Vörnin okkar var
svo frábær og alltaf þegar þær fóru í
skot var varnarmaður í þeim. Við
gáfum þeim aldrei auðveldar körfur.
Ég held við höfum komið þeim á
óvart með að vera svona rosalega
ákveðnar. Við komum óhræddar inn
í þennan leik,“ segir Kamilla um
oddaleikinn. Hún viðurkennir að ár-
angurinn hafi komið sér og liðinu á
óvart.
Ekki raunhæft markmið
„Þetta kom okkur á óvart því við
vorum nýliðar í deildinni og það var
ekki beint raunhæft markmið að
verða Íslandsmeistarar en svo gekk
þetta svona vel,“ segir Kamilla og
hélt áfram.
„Markmiðið okkar var að enda í
einu af fjórum efstu sætunum, sem
okkur fannst samt frekar hátt mark-
mið. Við vildum komast í úr-
slitakeppnina og fara í undanúrslit í
bikarnum og svo breyttust mark-
miðin þegar okkur gekk svona vel í
byrjun tímabils. Ég held samt að það
hafi ekki margir aðrir en við haft trú
á að við værum að fara alla leið,“ seg-
ir hún.
Gríðarleg stemning var í troð-
fullum Ólafssal á sunnudag og höfðu
fjölmargir grænklæddir Njarðvík-
ingar lagt leið sína í Hafnarfjörðinn.
„Þetta var ólýsanlegt. Við komum
inn í hvern leik og ætluðum að gera
okkar besta. Þótt við værum komnar
í oddaleik ætluðum við bara að hafa
gaman af þessu. Þetta var líka síð-
asti leikurinn okkar þar sem við er-
um allar saman því það eru tvær að
fara út í skóla og svo veit maður ekki
hvað mun gerast með erlendu leik-
mennina. Við ætluðum að hafa gam-
an og það gekk vel að vera alveg
pressulausar. Þetta var ógeðslega
gaman á sunnudag,“ segir Kamilla.
Hún segir sigurinn í fyrsta leik
gegn Haukum hafa gefið liðinu mikið
en Njarðvík vann einvígið 3:2 og
unnust allir leikirnir á útivelli. Þá
vann Njarðvík einnig tvo útisigra á
Haukum í deildinni í vetur. „Þegar
við unnum fyrsta leikinn á móti
Haukum fékk maður smá von en
samt reyndi maður einhvern veginn
að vera raunsær því Haukar eru með
ótrúlega gott lið. Við vissum samt á
sama tíma að við gætum unnið þær
og við höfum sýnt það allt tímabilið
því við unnum alla útileikina okkar á
móti þeim í vetur. Maður hélt í von-
ina en var á sama tíma að reyna að
draga sig niður á jörðina aftur. Það
var fínt að vera ekki að búast við
neinu og það hjálpaði okkur.“
Held enginn viti það
Kamilla segir varnarleik liðsins
eiga mestan heiðurinn af óvæntum
Íslandsmeistaratitli. „Við gengum
stundum í gegnum tímabil þar sem
ekkert gekk í sókninni en á meðan
við fengum stopp hinum megin
skipti það engu máli því hitt liðið var
heldur ekki að skora. Vörnin okkar
vann þetta,“ segir hún.
Eins og áður hefur komið fram
unnust allir leikir úrslitaeinvígisins
gegn Haukum á útivelli og Kamilla
átti erfitt með að skýra hvers vegna.
„Ég eiginlega veit það ekki og ég
held enginn viti það. Ætli það sé ekki
aðeins meiri pressa að vera á heima-
velli þegar liggur við að allir í bæjar-
félaginu séu mættir. Mér leið samt
ekkert öðruvísi að spila á heimavelli
eða útivelli, svo það er erfitt að
segja. Kannski var þetta eitthvað í
undirmeðvitundinni, því við vissum
að okkur var búið að ganga mjög vel
á þessum velli. Við vorum ekkert að
stressa okkur á þessu og það hjálp-
aði okkur að ná þessum árangri,“
segir hún.
Kamilla er uppalin hjá Keflavík og
varð Íslandsmeistari með liðinu árið
2017. Þá var hún 17 ára gömul og í
minna hlutverki en með Njarðvík í
ár. „Það er mjög mikill munur, þótt
það hafi verið geðveikt þá líka. Það
var líka mjög ungt lið og enginn sem
bjóst við að við yrðum meistarar þá.
Það er hins vegar öðruvísi þegar þú
ert búin að vinna þig upp úr neðri
deild og upp í efstu deild, ert í stærra
hlutverki og verður síðan meistari
með því liði á fyrsta tímabili. Það er í
rauninni með ólíkindum. Það bjóst
enginn við þessu en það hjálpar
manni stundum í þessu þegar enginn
býst við neinu frá þér.“
Flakkaði á milli erkifjendanna
Bakvörðurinn fór á venslasamn-
ingi til Njarðvíkur frá Keflavík árið
2018 og lék með meistaraflokki fé-
lagsins á sama tíma og hún lék með
unglingaliði Keflavíkur. Að lokum
skipti hún alfarið yfir til Njarðvíkur
og sér sannarlega ekki eftir því.
„Ég fór fyrst til Njarðvíkur á
venslasamningi árið 2018 og var í
Njarðvík í eitt ár en skipti svo aftur
yfir í Keflavík. Ég er uppalin hjá
Keflavík og ég fór aftur til Keflavík-
ur þar sem vinkonur mínar eru þar
en svo skipti ég aftur yfir í Njarðvík
til að fá að spila meira og vera í
stærra hlutverki. Ég hef lært mikið
af því að vera í stærra hlutverki og
þetta er ein besta ákvörðun sem ég
hef tekið. Við Rúnar [Ingi Erlings-
son þjálfari Njarðvíkur] ákváðum að
ég myndi koma vel inn í og hjálpa
þeim að komast upp. Fyrsta mark-
mið var að fara upp í efstu deild.
Mér leist vel á að geta verið í svona
ungu liði og með Rúnar sem þjálf-
ara. Það gekk svona vel.“
Njarðvíkurtreyjan flottari
núna
Keflavík mistókst að fara í úr-
slitakeppnina á leiktíðinni en Ka-
milla hefur litlar áhyggjur af upp-
eldisfélaginu. Hún bendir á að það
hafi reynst liðinu erfitt að missa lyk-
illeikmenn út í háskóla í Bandaríkj-
unum. „Þær voru nálægt því að
komast í úrslitakeppnina og hefðu
komist í hana ef þær hefðu ekki
gengið í gegnum erfitt tímabil þar
sem þær töpuðu nokkrum leikjum í
röð. Þær eru með geggjaða leik-
menn en það hefur verið aðeins erf-
itt hjá þeim að missa lykilleikmenn
út í skóla,“ útskýrði Kamilla, sem
ber enn þá tilfinningar til Keflavík-
ur.
„Mér finnst ótrúlega gaman í
Njarðvík þótt mér þyki vænt um
Keflavík. Jonni [Jón Halldór Eð-
valdsson] þjálfari og Hössi [Hörður
Axel Vilhjálmsson aðstoðarþjálfari]
eru mjög góðir vinir mínir og allar
stelpurnar í Keflavík góðar vinkon-
ur. Það er ekkert illt á milli okkar,“
sagði Kamilla.
Hún viðurkenndi í samtali við
mbl.is stuttu eftir félagaskipti sín til
Njarðvíkur að Keflavíkurtreyjan
væri flottari. Hún bjargar sér vel
þegar hún er spurð út í þau ummæli.
„Njarðvík skipti um treyju og hún er
orðin flottari núna,“ segir Íslands-
meistarinn hlæjandi.
Enginn bjóst við þessu
- Skipti úr Keflavík í Njarðvík og varð óvænt Íslandsmeistari með nýliðunum
- Lék fyrir bæði félög á sama tíma - Stressuðu sig lítið á oddaleik við Hauka
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Bestar Kamilla Sól Viktorsdóttir fremst í flokki í fögnuði Njarðvíkurkvenna þegar þær tóku við bikarnum.