Morgunblaðið - 05.05.2022, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 05.05.2022, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Snúningur nefnist sýning á verkum Hönnu Dísar Whitehead sem opnuð verður á neðri hæð Gerðarsafns í Kópavogi í dag, fimmtudag, kl. 16 og er hún hluti af hönnunar- hátíðinni HönnunarMars sem hófst í gær. Hanna tekur á sýningunni „annan snúning“ á verkum síðustu tíu ára, að því er fram kemur í til- kynningu, frá því að hún útskrif- aðist úr Hönnunarakademíunni í Eindhoven í Hollandi árið 2011. Í verkum sínum blandar hún saman óvæntum efnivið, litum, formum og sögu á nýjan hátt. Samtal listar og hönnunar Hanna segist brjóta upp rýmið á neðri hæðinni þar sem sýning á verkum Gerðar Helgadóttur var áður. Hanna hefur ekki sýnt í Gerð- arsafni áður og segir það bæði skemmtilegt og fallegt safn og alltaf áhugaverðar sýningar í því, til dæmis sú sem nú stendur yfir á efri hæðinni, Stöðufundur. Á henni mætast rithöfundar og mynd- listarmenn. „Mín sýning er kannski samtal milli myndlistar og hönn- unar og sýningin uppi samtal rit- listar og myndlistar,“ bendir Hanna Dís á. Hún er beðin að lýsa sýningu sinni fyrir lesendum Morgunblaðs- ins. „Þú sérð einhverja hreyfingu í henni, eitthvert ferli og sögu. Hún er mjög litrík og svolítið tilrauna- kennd. Ég er að gera tilraunir með að blanda saman ólíkum efnivið, lit- um og af því að þetta er ekki bara ein sería heldur framhald af fimm seríum er þetta líka svolítill hitt- ingur milli ólíkra verkefna sem ég hef í raun ekki gert áður. Ég hef vanalega verið að sýna eina seríu en núna eru ólík verk að hittast þannig að úr verður ákveðinn heimur,“ svarar Hanna. Ílátalína í tíu ár – Í tilkynningu segir að gerðar verði tilraunir til að búa til húsgögn úr því sem áður var ílát … „Já, einmitt, ég er í raun búin að vera með íláta-línu núna í tíu ár og það voru alltaf bara ílát en núna er ég búin að stafla þessu upp – þetta er úr keramiki – og blanda þessu saman við við og þannig búin að búa til húsgagn. Ég er í rauninni búin að skala það upp,“ svarar Hanna. Hanna er spurð út í BA-nám hennar í Eindhoven, á hvað lagði hún áherslu þar? „Það var hægt að velja sér leið innan skólans og ég valdi leið sem var tengd handverki og myndlist og svo „conceptual“ hönnun. Það útskýrir líka svolítið hvernig ég vinn, ég vinn svo mikið með efni og við vorum látin vinna með gifs, steypa í brons og vinna með alls konar efnivið, vorum mikið að mála og vinna beint frá huga yfir í hönd. Námið snerist um það,“ út- skýrir hún. Skemmtilegt og lærdómsríkt Hanna mun leiða listasmiðjur í safninu samhliða sýningunni, smiðju fyrir börn á laugardaginn kemur, kl. 13 til 15 og fyrir fullorðna á sunnudag, 8. maí, kl. 14. „Það verða svo fleiri listasmiðjur í sumar,“ seg- ir hún en sýningin mun standa yfir í allt sumar. Hanna segir að börn sem hafi heimsótt safnið und- anfarna daga hafi verið afar forvitin um það sem er að gerast á neðstu hæðinni. Einn lítill gutti hafi haft á orði við mömmu sína að þarna væri komið nýtt leiksvæði fyrir börn. „Þetta er mjög litríkt og það er ábyggilega gaman og líka stress- andi að koma með börn á sýninguna því það er svo margt brothætt en samt mjög skemmtilegt,“ segir Hanna glettin. Hún segist áður hafa stýrt lista- smiðjum og þá bæði fyrir börn og fullorðna. „Ég held að fullorðnir sem mæta í svona smiðju séu til í að prófa það sem verið er að vinna með og það er auðvitað alltaf gaman að vinna með börnum. Stundum halda þau sig innan einhvers verk- efnis og stundum fara þau að fabú- lera eitthvað alveg nýtt sjálf. Það er bæði ótrúlega skemmtilegt og lær- dómsríkt.“ Gætu verið úr Fóstbræðrum Hanna segist vinna á mörkum myndlistar og hönnunar og því rugli verkin hennar fólk stundum í rím- inu. „Fólk veit ekki alveg á hvað það er að horfa,“ segir hún kímin, „og ég leyfi því oft að vera opið í hvað er hægt að nota hlutina. Ég hanna ekki beinlínis út frá „fúnk- sjón“ og segi stundum að ég sé frekar ópraktískur vöruhönnuður. Þannig að ég er bara þarna á þess- um mörkum og þá á mörkum hand- verks líka. Handverks, listar og hönnunar.“ – Mér dettur í hug „spliff, donk og gengja“ úr einum sjónvarpsþátta Fóstbræðra þegar erfitt er að átta sig á hlutverki einhvers hannaðs hlutar … „Já, ég get alveg lofað þér því að það eru nokkrir svoleiðis hlutir hér sem gætu verið ættaðir úr Fóst- bræðra-sketsi,“ segir Hanna og það sé líka skemmtilegt. „Þetta er í raun það sem ég er að sækjast eftir; einhvers konar samtal. Að fólk staldri við, horfi á hlutinn og spái í hann. Mér finnst skemmtilegt hvað fólk ímyndar sér að þetta sé eða getur hugsað sér að nota hlutinn í. Það er oft frábært notagildi sem kemur þá upp.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í Gerðarsafni Hanna Dís Whitehead á sýningu sinni í Gerðarsafni í Kópavogi en þar sýnir hún nú í fyrsta sinn. Ópraktískur vöruhönnuður - Hanna Dís Whitehead opnar sýningu í Gerðarsafni sem er á dagskrá HönnunarMars - Verk á mörkum listar, hönnunar og handverks - „Fólk veit ekki alveg á hvað það er að horfa,“ segir Hanna Heimasíða Gerðarsafns: gerdarsafn.kopavogur.is Vefsíða Hönnu Dísar: hannawhitehead.com HönnunarMars 2022 Á HönnunarMars verða sýningar og viðburðir tengdir arkitektúr og var í gær opnuð sýning í Norræna húsinu helguð finnska arkitekt- inum Erik Bryggman (1891-1955) og virknihyggju (e. functionalism) á Norðurlöndunum. Segir á vef hátíðarinnar að Bryggman hafi verið með áhrifa- mestu arkitektum sinnar kynslóðar og ásamt Alvar Aalto hafi hann markað upphaf virknihyggju í Finnlandi. Bryggman-stofnunin í Eistlandi hefur sett saman sýningu um feril Bryggman og áhrif á bygg- ingarsögu Norðurlandanna. Sýning um Bryggman í Norræna húsinu Áhrifamikill Bryggman var einn áhrifa- mestu arkitekta sinnar kynslóðar. Fjöldi fatahönnunartengdra við- burða verður á HönnunarMars og boðið upp á tískusýningar, gjörn- inga, opnanir og tískupartý. Farm- ers Market frumsýnir nýjar flíkur úr íslenskum ullarfeldi, sem er þó ekki feldur, í opnunarhófi á föstu- dag kl. 16 í verslun sinni að Hólma- slóð 2 á Granda. Hinn svokallaði feldur er þróaður af ullarvinnslu- fyrirtækinu Ístex sem hefur verið samstarfsaðli Farmers Market til margra ára, segir á vef hátíð- arinnar en ullin í gervifeldinum er ólituð afgangsull sem ekki nýtist í prjónaband. Flíkur frumsýndar í Farmers Market Tíska Kynningarmynd frá Farmers Market sem frumsýnir á morgun nýjar flíkur. Nokkrir við- burðir verða á HönnunarMars sem beina sjón- um að sjálfbærni og endurnýtingu. Einn slíkur er sýning á „hinni svölu úlpu“ hönnuðanna Tobia Zambotti og Aleksis Saastamoinen sem er fyllt með ein- nota grímum sem safnað var af göt- um borgarinnar. Verður úlpan sýnd í S/K/E/K/K á Óðinsgötu 1. Úlpa fyllt grímum Úlpan svala með einum hönnuða. Fjórar sýningar verða opnaðar í Ásmundarsal í kvöld frá kl. 18 til 21 og eru þær hluti af Hönn- unarMars. Undirland – Uppstreymi nefnist sýning sem sögð er gluggi að hátækniheimi á örkvarða og stórskala sem hafi sagt skilið við gróðahámörkun og er því frjálst að rannsaka nýskapandi og framsæknar lausnir. Laura Pehkonen listakona frá Finnlandi hefur unnið lágmyndaskúlptúr sérstaklega fyrir Hönn- unarmars en í verkum sínum blandar Laura saman ólíkum aðferðum leirlistar og fjölbreytts handverks og skapar þannig einstök abstraktverk. Í garði Ásmundarsalar er sýningin Bíbí og blabla. „Studio allsber býður fugla og fólk velkomin í garð- inn þar sem fyrstu niðurstöður verkefnisins bíbí og blabla verða til sýnis. Í garðinum verða verk í formi fuglabaða og fleiri hluta sem hönnuðirnir hafa unn- ið að síðustu misseri fyrir fuglana sem deila þessari borg með okkur,“ segir í tilkynningu. Fatalína Sólar Hansdóttur, „Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum“, sem var frumsýnd á tískuvik- unni í London, verður sýnd í safninu en við vinnu á henni voru m.a. rannsakaðar aðstæður til fram- leiðslu hérlendis með áherslu á að hámarka nýtingu auðlinda í nærumhverfi. Nýtt vídeóverk verður einnig frumsýnt ásamt ljósmyndaseríu sem gerð var í samstarfi við ljós- myndarann Önnu Maggý en hún hefur nýtt sér ljós- myndun við gerð verka sinna. Einnig má þar sjá notkun ýmissa annarra miðla á borð við vídeóverk og innsetningar, eins og segir í tilkynningu. Skúlptúr Laura Pehkonen vann skúlptúr fyrir Hönnunarmars. Fjórar sýningar á HönnunarMars opnaðar í Ásmundarsal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.