Morgunblaðið - 14.07.2022, Page 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Sjómennskan hefur alltaf átt sterk
ítök í mér. Mér finnst líka gaman að
takast á við verkefni öðruvísi en ég
hef áður sinnt,“ segir Kristján Þór
Júlíusson, fv. ráðherra. Hann hefur
síðan í maí verið afleysingaskipstjóri
á hvalaskoðunarskipinu Hólmasól á
Akureyri. Fyrirtækið Akureyri
Whale Watching ehf. gerir skipið út í
Eyjafjarðarferðir og er lagt upp frá
Torfunesbryggju, sem er beint fram
af miðbænum á Akureyri. Skipstjór-
ann og útgerðarstjórann Arnar Sig-
urðsson frá Húsavík vantaði í vor
skipstjóra í stöku túra. Því kalli svar-
aði ráðherrann fyrrverandi og fór á
sjóinn.
Rifjaði upp skipstjórnarnámið
„Hér í Eyjafirði er annað slagið
mikið af hval og síðustu vikur hefur
tæpast komið sá túr að við sjáum
ekki skepnur,“ segir Kristján Þór.
„Hrefnur eru stundum hér frá Odd-
eyri við Akureyri og út eftir firði.
Hnúfubakurinn er svo um þessar
mundir nærri Hrísey og Grenivík og
þar utar. Veður hér hefur verið rysj-
ótt að undanförnu. Allt hefur þó
gengið vel í okkar ferðum, sem eru
gjarnan um þrír klukkutímar. Þá er
frábært starfsfólk við þetta og af-
skaplega gaman er að kynnast því.“
Liðlega tvítugur fór Dalvíking-
urinn Kristján Þór Júlíusson í Stýri-
mannaskólann í Reykjavík og náði
sér þar í skipstjórnarréttindi. Hann
er einnig menntaður í íslensku og
bókmenntum og sinnti kennslu sem
ungur maður. Var svo tæplega þrí-
tugur ráðinn bæjarstjóri á Dalvík og
næstu áratugi voru stjórnmál starfs-
vettvangur hans. Á sl. ári hætti
Kristján Þór í pólitík og um það leyti
sem hann yfirgaf sviðið þar endur-
nýjaði hann skipstjórnarréttindin.
„Allir hafa gott af uppherslu í því
sem þeir hafa áður numið. Ég tók
námskeið til að rifja fræðin upp og
þar var heilmargt nýtt að læra þótt
annað hafi verið kunnuglegt,“ segir
skipstjórinn.
Aflmikil tvíbytna
Hólmasól er 168 tonna skip úr
trefjaplasti; tvíbytna með tveimur
vélum. Alls tekur skipið 192 manns
og í áhöfn eru þrír til átta. Síðar-
nefnda talan ræðst af fjölda farþega
hverju sinni. Skipið er knúið tveimur
hverfihreyflum og ganghraði þess er
20 hnútar, þótt hraðar megi komast
með öllu afli. Á skipinu eru sérhann-
aðir útsýnispallar í mismunandi hæð,
sem kemur sér vel í hvalaskoðun.
„Hve margir farþegarnir eru í
hverri ferð rokkar auðvitað alltaf
svolítið til. Fer meðal annars eftir
því hvort skemmtiferðaskip eru í
höfn hér á Akureyri, en meðal far-
þega þeirra kemur hvalaskoðun allt-
af sterk inn. Í hvaða mæli við svo
sjáum til hvala er alltaf mjög mis-
jafnt og hefur breytilegan gang rétt
eins og annað í náttúrunni. Er eins
og veiðiskapur; stundum er heppnin
með manni og annan daginn ekki.
Við höfum í sumar samt verið mjög
heppin á Hólmasól. Séð til hvala nán-
ast í hverri einustu ferð,“ segir við-
mælandi – sem kveðst ekki hafa gert
nein framtíðarplön sem skipstjóri
eða við önnur verkefni.
Lífið kemur til manns
„Þegar ég hætti í stjórnmálunum
sagði ég í viðtali að lífið kæmi alltaf
til manns með ný og spennandi við-
fangefni, eins og nú hefur gerst.
Mestu skiptir fyrir fólk að búa bara
vel í haginn fyrir framtíðina og svo
koma auðvitað alltaf tækifæri og ný-
ir dagar,“ segir Kristján Þór
Júlíusson.
Fyrrverandi ráðherra er nú skipstjóri
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Kapteinn Kristján Þór við stjórnvölinn á Hólmasól. Hver túr er um þrír tímar þar sem hvalirnir eru leitaðir uppi.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sigling Hólmasól á stími úti á Eyjafirði og fjöldi farþega á þilfarinu. Mikið
hefur verið af hval í firðinum að undanförnu og margt að sjá.
- Kristján Þór í hvalaskoðun - Í
brúnni á Hólmasól - Hrefna og hnúfu-
bakur - Stundum með 200 farþega