Morgunblaðið - 14.07.2022, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022
Ásthildur Hannesdóttir
asthildur@mbl.is
Uppáhaldsstefnumótaþættir áhafn-
arinnar eru úr bresku raunveru-
leikaseríunni Love Island sem menn
fylgjast með í gegnum sjónvarp
Símans. Aðrar þáttaraðir af sama
meiði fá þó líka áhorf um borð enda
er það ástin sem er áhöfninni hug-
leikin.
„Við erum miklir ástarpungar og
elskum ástina og þess vegna horfum
við á alla svona þætti. Við söknum
maka okkar alla daga á meðan við
veltumst um höf og Love Island
lætur okkur hlakka enn meira til að
komast heim í faðm maka og fjöl-
skyldu,“ segja peyjarnir á Bergi en
það var Friðrik Þór Sigmarsson,
annar stýrimaður um borð, sem
smitaði strákana af Love Island-
bakteríunni í upphafi.
Mjúkir menn
Segja má að áhöfnin eyði gömlum
og úreltum hugmyndum um að sjó-
mennskan sé táknmynd karl-
mennskunnar. Staðalímynd sjó-
manna hefur í háa herrans tíð verið
lituð af eitraðri karlmennsku
en peyjarnir á Bergi gefa
lítið út á að vera álitnir
mýkri menn vegna brenn-
andi áhuga þeirra á ástinni.
„Við hvetjum aðra sjó-
menn til að prófa að horfa á
einn þátt og vera opnir fyrir
ástinni, fjölbreytileik-
anum og nýjum hlutum.
Ekki taka lífinu svona
alvarlega. Þá fyrst
verður lífið skemmti-
legt,“ segja þeir.
Hvað er það skemmti-
legasta við Love Island?
„Samverustundirnar hjá
okkur peyjunum og spennan
þegar það kemur einhver nýr
inn í þáttinn og hristir upp í liðinu,“
segja peyjarnir sem eiga allir sam-
eiginlegt að hrífast mest af Davide
Sanclimenti, sem er einn þátttak-
enda í Love Island.
„Þú finnur ekki fallegri mann,“
sammælast þeir um. „Svo væri ekk-
ert varið í þessa þáttaröð ef Ekin-
Su væri ekki með. Hún býr til
mesta dramað.“
Það eru skiptar skoðanir á meðal
áhafnarinnar um það hvaða pör hún
vonast eftir að endi saman. Til þess
er leikurinn einmitt gerður en
sumir eiga sér uppáhaldspar
sem þeir hyggjast halda
með allt til enda.
„Þetta er svo fljótt að
breytast og eiginlega ómögu-
legt að segja til um það hvaða
pör verða til. Sumir segja að
Paige Thorne og Jacques O’Neill
endi sem par, aðrir veðja á
Gemmu Owen og Bish. Við sjáum
bara hvað gerist.“
Hvaða ráð getið þið gefið
þeim sem eru í leit að ást-
inni?
„Verið þið sjálf og ekki
vera fávitar,“ segja sjóar-
arnir síkátu að lokum.
Sjómennirnir sjúk-
ir í Ástareyjuna
Áhöfnin á ísfisktogaranum Bergi VE 44 hefur mikla
ástríðu fyrir samskiptum kynjanna. Segist hún
gjarnan verja frítíma sínum í að horfa á stefnu-
mótaþætti saman þegar það er stund milli stríða
um borð eða lítið fiskerí.
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Síldarvinnslan/Arnar
Hjartahlýjir Peyjarnir á Bergi eru mjúkir sem smjör.
Skjáskot/Facebook
Heillandi Strákarnir eru hrifnastir
af sjarminum Davide Sanclimenti.
Aðdáendur Ástarpungarnir um
borð í Bergi VE 44 eru miklir
aðdáendur Love Island.
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking.
VARANLEG
Laser háreyðing
•Öflug og áhrifarík háreyðing
• Fjarlægir óæskilegan hárvöxt
Kostir okkar háreyðingalaser
umframönnur lasertæki:
. Auðveldara er að losna við ljósari og fíngerðari hár.
. Hægt er að losna við hár ámilli augabrúna og í kringumaugabrúnir.
. Hægt er að losna við hár inni í eyrumog nefi
Fjallakofinn-Ævintýraferðir | Hallarmúla 2 | 108 Reykjavík
ferdir.fjallakofinn.is | ferdir@fjallakofinn.is | Sími 510 9500
Um dali vestur...
29. ágúst – 7. september
Rafhjólaferð um fallegar
slóðir í dölum Austur- og
Suður Tíról, umluktum
tignarlegum fjöllum
Alpanna
Góðir stígar – mjög
fjölbreyttar dagleiðir
Mikið innifalið í
verði ferðarinnar
hreyfing
upplifun
samvera
Leikarinn og leikstjórinn Bradley
Cooper og stjórnmálaráðgjafinn
Huma Abedin eru að hittast. Anna
Wintour ritstjóri Vouge er sögð
hafa kynnt parið fyrir hvort öðru.
Abedin var varaformaður kosn-
ingabaráttu Hillary Clinton 2016
þegar hún bauð sig fram til emb-
ættis forseta Bandaríkjanna.
Hún starfaði áður sem staðgeng-
ill starfsmannastjóra Clinton þegar
hún var utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna.
Cooper á eitt barn með fyrrver-
andi kærustu sinni, fyrirsætunni
Irinu Shayk, dótturina Leu de
Seine.
Abedin var áður gift fyrrverandi
öldungadeildarþingmanninum Ant-
hony Weiner frá 2010 til 2017. Þau
eiga saman einn tíu ára gamlan son
sem heitir Jordan Zain Weiner.
Bradley Cooper genginn út
Á föstu Bradley Cooper er kominn
með nýja kærustu.