Morgunblaðið - 14.07.2022, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022
✝
Halldór Karl
Karlsson fædd-
ist á Borgarfirði
eystri 20. febrúar
1930. Hann lést 7.
júlí 2022.
Foreldrar hans
voru Þórhalla
Steinsdóttir, f. 10.
mars 1916, d. 14.
maí 1999, og Karl
Ásgrímur Ágústs-
son, f. 7. desember
1910, d. 7. júní 1991.
Systkini Halldórs eru: Steinn
Þór, f. 16. janúar 1939, Katrín
Helga, f. 27. desember 1939, d.
4. janúar 2020, Ágúst Birgir, f.
7. desember 1941, Þórhallur, f.
20. október 1943, d. 8. nóvem-
ber 1983, Anna Halldóra, f. 16.
nóvember 1944, Ásgrímur, f.
24. október 1947, Þórhildur, f.
21. ágúst 1949, og Guðmundur,
Örn og Höllu Soffíu. 4) Kristín
Guðbjörg, f. 22. mars 1967,
maki Magnus Rönnlund, f. 16.
september 1967. Þau eiga þrjú
börn, Alexander, Rebekku Lind
og Kristófer Gunnar. Langafa-
börn Halldórs eru 14.
Halldór flyst með foreldrum
sínum til Þórshafnar á Langa-
nesi þriggja ára gamall. Árið
1945 flyst fjölskylda hans til
Akureyrar þar sem hann bjó til
æviloka. Halldór lauk gagn-
fræðaprófi 1948. Hann var við
ýmis störf framan af á Akur-
eyri, þó lengst af sem flutn-
ingabílstjóri, fyrst hjá Pétri og
Valdimar hf., síðan hjá Stefni
og að lokum hjá Bifreiðadeild
KEA. Árið 1975 tók hann við
starfi deildarstjóra Bifreiða-
deildar KEA og sinnti því uns
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir árið 2000.
Útför Halldórs fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 14. júlí
2022, klukkan 13.
Streymt verður frá athöfn-
inni á facebook-síðunni Jarðar-
farir í Akureyrarkirkju – bein-
ar útsendingar.
f. 12. janúar 1955.
Eiginkona Hall-
dórs var Halla
Soffía Guðmunds-
dóttir, f. 21. apríl
1936, d. 12. nóvem-
ber 2020. Þau
gengu í hjónaband
19. maí 1956.
Börn þeirra eru:
1) Guðmundur
Karl, f. 27. nóvem-
ber 1955, maki
Þórdís Þórisdóttir, f. 25. sept-
ember 1958, sonur þeirra er
Guðmundur Ívar. 2) Karl Ás-
grímur, f. 16. maí 1957, maki
Þórunn Jónsdóttir, f. 13. júlí
1957. Þau eiga þrjár dætur,
Margréti Rún, Elvu Rán og
Andreu Ösp. 3) Þórhalla, f. 10.
mars 1960, maki Svavar Tul-
iníus, f. 4. júní 1960. Þau eiga
þrjú börn, Helga Má, Halldór
Í dag kveðjum við ástkæran
föður, tengdaföður og afa, Hall-
dór Karl Karlsson. Þar er geng-
inn maður af allra bestu gerð. Við
minnumst hans með miklum hlý-
hug og virðingu.
Pabbi var ekki maður margra
orða dagsdaglega en alltaf létt-
lyndur og jákvæður og hrókur
alls fagnaðar á góðum stundum.
Hann var mikill sögumaður og
hafði skemmtilegan húmor.
Hann kunni ógrynni af vísum og
var duglegur að kenna ungum af-
komendum skemmtilegar vísur
og var oft mikið hlegið og glatt á
hjalla.
Pabbi hafði gaman af því að
ferðast um landið og var einstak-
lega gaman að ferðast með hon-
um því hann þekkti landið vel.
Sérstaklega var gaman að fara
með honum austur á Langanes
og til Borgarfjarðar eystri því
þar þekkti hann hverja þúfu og
hvern stein og kunni skemmtileg-
ar sögur af svæðinu. Í þeim ferð-
um kom svo greinilega fram hvað
honum þótti vænt um uppruna
sinn og æskuslóðir.
Pabbi hafði lifað tímana
tvenna. Hann fylgdist með sam-
félaginu breytast úr einföldu
bændasamfélagi yfir í tæknivætt
nútímasamfélag. Hann reyndi af
fremsta megni að setja sig inn í
allar breytingar og halda sér
upplýstum og virkum í nútíma-
samfélaginu, sem var aðdáunar-
vert að fylgjast með. Engin tækni
var of flókin fyrir hann að læra
heldur bara áskorun. Þegar hann
var að alast upp voru bílar ekki
almenningseign heldur voru
hestar notaðir bæði til vinnu og
ferðalaga. Hann var ekki hár í
loftinu þegar hann fór að vinna
með hest og kerru í vegavinnu.
Einnig fór pabbi ungur ríðandi á
milli sveita sem fylgdarmaður og
lenti þá í ýmsum ævintýrum.
Hann var óþreytandi að segja
okkur sögur úr þessum ferðum
og alltaf var jafngaman að hlusta
á hann segja frá. Síðar á lífsleið-
inni varð bíllinn hans aðalat-
vinnutæki. Hann var bílstjóri í
mörg ár á flutningabílum sem
óku á milli Akureyrar og Reykja-
víkur og í þá daga gat ferðin tekið
nokkrar vikur ef veður voru
slæm á vetrum. Hann talaði oft
um ferðina sem stóð yfir í fimm
vikur frá því að hann lagði af stað
frá Akureyri og þar til hann kom
aftur til Akureyrar. Í svona
ferðalögum þurftu menn að hafa
áræði, þor og þolinmæði og allt
þetta hafði pabbi í miklum mæli.
Pabbi lagði alltaf mikið upp úr
því að eiga góða bíla og hugsaði
alla tíð einstaklega vel um þá.
Hugsaðu vel um það sem þú átt,
var eitt af hans lífsgildum. Hann
var stoltur af því að eitt af hans
ökutækjum er núna í eigu barna-
barns og er ennþá í fullri notkun
en sá bíll kom á götuna 1987.
Pabbi var alveg tilbúinn til að
kveðja þessa jarðvist og hefja
nýjan kafla á öðrum stað. Hann
beið eftir að hitta mömmu og
aðra ættingja sína sem eru fallnir
frá. Það er mikil huggun á sorg-
arstund.
Við minnumst pabba sem ást-
ríks föður, góðs tengdaföður og
afa. Fyrir okkur mun minningin
um pabba alltaf vera tengd gleði-
stundum, þar sem hann naut sín
með fólkinu sínu og fór með vísur
og sagði sögur.
Við þökkum þér samfylgdina,
elsku pabbi minn, tengdapabbi
og afi.
Takk fyrir allt þú gerðir fyrir
okkur.
Hvíl í friði.
Guðmundur Karl, Þórdís
og Guðmundur Ívar.
Það er erfitt að trúa því að
elsku afi okkar hafi lokið tíma
sínum með okkur en á sama tíma
hlýjar það okkur um hjartarætur
að vita af honum og ömmu saman
á ný í sumarlandinu því þannig
voru þau best, saman eins og full-
komin eining. Afi var einstakur
maður og þrátt fyrir að vera orð-
inn 92 ára og skrokkurinn ekki
upp á sitt besta var hann hress og
skýr í hugsun og fasi og minnti
hlátur hans helst á ungan mann í
blóma lífsins og fékk hláturinn
mann alltaf til að brosa og hlæja
með. Hann var einstaklega hlýr
og góður maður og naut þess að
segja sögur enda frábær sögu-
maður og nutum við barnabörnin
og okkar börn þess að hlusta á
sögur af barnæsku hans og tím-
anum þegar hann keyrði flutn-
ingabílinn á milli Akureyrar og
Reykjavíkur. Frásagnir hans
voru einstakar og svo ævintýra-
legar að við hlustuðum af mikilli
athygli og báðum sífellt um fleiri
sögur, meira að segja eftir að við
urðum fullorðin. Ferðirnar okkar
með afa og ömmu í sælureitinn
þeirra í Fnjóskadalnum voru
margar og nutum við þess að fara
með afa í morgungöngutúra upp
með ánni snemma á morgnana og
var afi oft þá þegar búinn að fara í
eina gönguferð áður en við vökn-
uðum því ávallt var hann vakn-
aður fyrir allar aldir sama hvort
það var frí eða ekki. Afi dundaði
sér líka með okkur í og við ána
fram eftir deginum, það var busl-
að í henni og gerðar stíflur og var
ekki alltaf alveg ljóst hver hefði
mest gaman af stíflugerðinni, við
börnin eða hann. Þá var safnað
fallegum steinum, farið í berjamó
og kíkt á hestana sem komu svo
oft þegar afi kallaði á þá. Þessar
minningar eru okkur afar dýr-
mætar og erum við þakklát fyrir
að hafa fengið að vera svona mik-
ið hjá ykkur og njóta samvist-
anna því alltaf varstu brosandi,
hress og glaður og til í að taka
þátt í leik og látum með okkur.
Takk elsku afi fyrir að vera
alltaf til staðar fyrir okkur og
vilja allt fyrir okkur gera. Takk
fyrir ristaða brauðið og kakóið á
morgnana eftir næturgistingu í
Byggðaveginum, snakkið í horn-
skápnum og diet coke-ið sem var
alls ekkert svo gott á bragðið en
nauðsynlegur partur af kósístund
yfir kvölddagskrá sjónvarpsins,
bíltúrana í Volvonum með Ríó
Tríó-kassettuna í tækinu, hlátur-
inn og blíðu brosin sem lýstu upp
heiminn í hvert skipti. Við sökn-
um þín mikið og munum gera
áfram en vitum jafnframt að
núna ertu þar sem þú vilt vera og
átt að vera, hjá elsku ömmu.
Knúsaðu hana frá okkur, við elsk-
um ykkur alltaf.
Helgi Már Tulinius,
Halldór Örn Tulinius,
Halla Soffía Tulinius.
Á kveðjustund streyma fram
minningar sem tengjast þeim frá-
bæra öðlingi sem Halldór K.
Karlsson var og er í minningunni.
Segja má að Halldór hafi kom-
ið inn í fjölskyldu mína sumarið
1953, en þá var hann flutningabíl-
stjóri sem tók að sér að flytja bú-
slóð okkar frá Akureyri til
Reykjavíkur. Fjölskyldan sem
þarna var á nokkrum tímamótum
fór þá akandi á fólksbíl suður, en
sæti vantaði fyrir einn og greip
Halla elsta systir mín til þess
ráðs að setjast við hlið hins unga
bílstjóra í flutningabílnum og má
segja að þaðan hafi hún ekki vikið
síðan. Því að skömmu síðar
gengu þau Halla og Halldór í
hjónabandi og fóru að búa á Ak-
ureyri.
Sem lítill drengur fékk ég
strax mikið dálæti á Halldóri og
allt sem hann gerði og eða sagði
varð mér sem stórt ævintýri og
mikill sannleikur, einkum það
sem sneri að akstri og ferðalög-
um við erfiðar aðstæður á leiðinni
á milli Akureyrar og Reykjavík-
ur.
Snemma í æsku minni fékk ég
oft tækifæri til þess að ferðast
með Halldóri þessa leið í flutn-
ingabílnum og má segja að hinn
gamli þjóðvegur og frásögur
Halldórs og hin ýmsu örnefni hafi
fest í huga mínum frá þessum
tíma og verið nánast eins og
meitluð í stein í barnshugann.
Marga sumardvöl átti ég hjá
þeim hjónum og segja má að börn
þeirra hafi nánast verið mér sem
systkini. Ógleymanleg eru ferða-
lögin með þeim Höllu og Halldóri
og börnum þeirra á Rússajeppa
inn í Herðubreiðarlindir, í
Hljóðakletta og Hólmatungur
auk fjölda bíltúra fram í Fjörð og
í Vaglaskóg svo að eitthvað sé
nefnt. Á sama hátt voru það mikl-
ar ánægjustundir þegar Halldór
kom inn á heimili okkar í Reykja-
vík þ.e. þegar hann var staddur
fyrir sunnan á flutningabílnum.
Það var alltaf eins og það væri
hátíð í bæ þegar hann kom og
sagði okkur sögur af fjölskyld-
unni á Akureyri og hvernig færð-
in hafi verið . Einkum hafði ég
gaman af þegar Halldór sagði
okkur frá ýmsum erfiðleikum
sem mættu flutningabílstjórum
um og upp úr miðri síðustu öld.
Halldór var glaðsinna maður
og hafði frábæran frásagnarhæfi-
leika og var einstaklega næmur á
kómískar hliða mannlífsins. Frá-
sagnir hans frá æskuárum og
fyrstu árunum við útgerð og
akstur flutningabíla sveipuðu líf-
ið með einhvers konar ævintýra-
ljóma, sem mun fylgja mér inn í
framtíðina.
Ég og fjölskylda mín færum
öllum ættingjum Halldórs, börn-
um þeirra Halldórs og Höllu og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Megi góður guð blessa minn-
ingu þeirra Halldórs og Höllu.
Sigurgeir Guðmundsson,
Hellu.
Halldór Karl
Karlsson
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Sálm. 86.5
biblian.is
Þú, Drottinn,
ert góður og fús
til að fyrirgefa,
gæskuríkur öllum
sem ákalla þig.
Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is
Stofnað 1990
Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ANNA BJÖRNSDÓTTIR
frá Neskaupstað,
andaðist laugardaginn 2. júlí á
hjúkrunardeild Fjórðungssjúkrahússins í
Neskaupstað. Útförin fer fram frá
Norðfjarðarkirkju mánudaginn 18. júlí klukkan 14. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á hollvinasamtök
Fjórðungssjúkrahússins.
Athöfninni verður streymt á fésbókarsíðu Norðfjarðarkirkju.
Hlekk á streymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat.
Björn Lúðvíksson Sólveig Baldursdóttir
Finnur Lúðvíksson Guðlaug Ólafsdóttir
og fjölskyldur þeirra
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GYÐA ÞÓRARINSDÓTTIR
frá Stórahrauni,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk
föstudaginn 1. júlí.
Útförin fer fram frá Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík,
mánudaginn 18. júlí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Samhjálp og útvarpsstöðina Lindina.
Jarðarförinni verður streymt á filadelfia.is/live
og Hvítasunnukirkjan Fíladelfía á Facebook.
Hlekk á streymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat.
Hafliði Guðjónsson
Guðjón Hafliðason Líney Kristinsdóttir
Ómar Hafliðason Frieda Roolf Michisdóttir
Arnbjörg Hafliðadóttir Sævar Jóhannesson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SVANHILDUR SIGURÐARDÓTTIR,
Kelduskógum 1-3,
Egilsstöðum,
lést föstudaginn 24. júní.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Bergljót Bergsdóttir
Halldór Bergsson
Anna Bergsdóttir
Elskulegur faðir okkar, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLL KRISTJÁNSSON
frá Grímsstöðum,
Hólsfjöllum,
lést á Landspítalanum Fossvogi 6. júlí.
Útför hans fer fram frá Grensáskirkju
þriðjudaginn 19. júlí klukkan 13.
Gunnar Pálsson Giti Chandra
Ágústa Jóna Pálsdóttir Ingólfur Stefánsson
Dýrleif Björk Pálsdóttir
Kristján Páll Pálsson Anita Ómarsdóttir
Daníel Ágúst Haraldsson
Sara Haraldsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
SIGURÐUR HÓLM GUÐMUNDSSON
frá Vopnafirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
Landspítalanum mánudaginn 4. júlí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 19. júlí klukkan 15.
Helga Rós Sigurðardóttir
Björn Guðgeir Sigurðsson
María Hlín Sigurðardóttir
Jenný Ýr Jóhannsdóttir Hrafn Davíðsson
Hanna María Jóhannsdóttir Elís Rafn Björnsson
Sigurður Már Atlason Agnes Orradóttir
Bjarki Steinar Björnsson
Garðar Snær Björnsson
langafabörn