Morgunblaðið - 14.07.2022, Blaðsíða 47
Í CREWE
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Það er allt undir hjá íslenska
kvennalandsliðinu í knattspyrnu
þegar það mætir Ítalíu í öðrum leik
sínum í D-riðli Evrópumótsins á
akademíuvelli Manchester City í
Manchester klukkan 16 að íslensk-
um tíma í dag.
Ísland gerði 1:1-jafntefli gegn
Belgíu í fyrstu umferð riðlakeppn-
innar þar sem liðið var óheppið að
fara ekki með sigur af hólmi eins og
áður hefur komið fram.
Jafnteflið gerði það hins vegar að
verkum að Ísland þarf á þremur
stigum að halda gegn Ítalíu til þess
að auka möguleika sína á sæti í átta
liða úrslitum Evrópumótsins.
Íslenska liðið er með eitt stig í
þriðja sæti riðilsins, líkt og Belgía,
Frakkland er með 3 stig í efsta sæt-
inu og Ítalía er án stiga í neðsta
sætinu.
Ítalía tapaði illa fyrir Frakklandi í
Rotherham í fyrstu umferðinni, 1:5,
en Frakkar leiddu 5:0 í hálfleik þar
sem ítalska liðið var afar ólíkt sjálfu
sér.
Ítalska liðið þarf því einnig á sigri
að halda, ætli það sér upp úr riðl-
inum, og því mikið undir hjá báðum
liðum í Manchester í dag.
Skipulagðar og agaðar
„Ítalska liðið er mjög skipulagt og
agað varnarlega,“ sagði Þorsteinn
Halldórsson, þjálfari íslenska liðs-
ins, á blaðamannafundi á akademíu-
vellinum í Manchester í gær.
„Leikur þeirra gegn Frökkum
var mjög út úr karakter ef svo má
segja. Ég held að það sé rétt hjá
mér að í einhverjum tíu leikjum hef-
ur liðið fengið á sig átta mörk, þar
af fimm gegn Frökkunum á sunnu-
daginn.
Þetta er lið sem fær því lítið af
mörkum á sig, undir eðlilegum
kringumstæðum, en á sama tíma
skora þær heldur ekki mikið af
mörkum. Þær eru því mjög agaðar
og gefa mótherjum sínum mjög lítið
pláss á milli línanna til þess að vinna
með.
Við þurfum því að vera hug-
myndarík sóknarlega og reyna að
finna einhverjar leiðir til þess að
opna þær. Þær eru líka góðar í
skyndisóknum og við þurfum því að
vera á tánum allan tímann,“ sagði
Þorsteinn.
Slys gegn Frökkum
Eftir tapið gegn Frökkum á
landsliðsþjálfarinn von á því að leik-
menn ítalska liðsins mæti brjálaðir
til leiks.
„Tapið gegn Frakklandi hlýtur
bara að hafa verið erfitt fyrir þær.
Særð dýr bíta alltaf frá sér og ég
geri fastlega ráð fyrir því að þær
muni gera það gegn okkur á morg-
un.
Í þeirra augum var Frakkaleik-
urinn slys og það er lítið sem ekkert
sem þær geta tekið með sér úr fyrri
hálfleiknum þar en síðari hálfleik-
urinn hjá þeim er eitthvað sem þær
líta jákvæðari augum á.
Við þurfum því að vera tilbúnar
að mæta þeim af mikilli hörku í
leiknum. Þetta verður bardagi og
læti gegn þeim og við þurfum að
vera tilbúnar að fórna okkur í allar
tæklingar,“ bætti Þorsteinn við.
Klárar frá byrjun
Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður
West Ham og miðjumaður íslenska
liðsins, sat einnig fundinn með
landsliðsþjálfaranum.
„Það er ekki svona mikill munur á
þessum tveimur liðum,“ sagði
Dagný þegar hún ræddi leik Frakk-
lands og Ítalíu á sunnudaginn.
„Steini og Ólafur Ingi Skúlason
eru búnir að fara mjög vel yfir
ítalska liðið og þessi úrslit voru al-
gjörlega úr karakter eins og Steini
er búinn að koma inn á. Þetta er al-
gjörlega nýr leikur hjá báðum liðum
en við erum meira en tilbúnar í
slaginn.
Endurheimtin eftir leikinn gegn
Belgíu gekk mjög vel og æfingarnar
hjá okkur hafa gengið vel líka. Við
hlökkum allar mikið til að spila aft-
ur í Manchester og það er mikil til-
hlökkun innan hópsins að takast á
við ítalska liðið.
Mesti skrekkurinn er líka farinn
úr liðinu eftir að hafa spilað fyrsta
leikinn á mótinu og við verðum klár-
ar strax frá fyrstu mínútu gegn
ítalska liðinu,“ bætti Dagný við.
Lítið um breytingar
Leikurinn gegn Ítalíu er einn sá
mikilvægasti sem íslenska liðið hef-
ur spilað í langan tíma.
Einhverjir hafa kallað eftir því að
landsliðsþjálfarinn stilli upp sóknar-
sinnaðra liði en hann gerði gegn
Belgíu.
Það bendir hins vegar allt til þess
að Þorsteinn muni treysta á sína
reynslumestu leikmenn gegn Ítalíu,
líkt og hann gerði gegn Belgíu, og
því er ólíklegt að þjálfarinn ráðist í
stórtækar breytingar á byrjunarliði
sínu.
Þorsteinn beið lengi með skipt-
ingarnar gegn Belgíu en Svava Rós
Guðmundsdóttir kom inn á fyrir
Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur á
74. mínútu áður en þjálfarinn gerði
taktískar breytingar á 87. mínútu
þegar Agla María Albertsdóttir
kom inn á fyrir landsliðsfyrirliðann
Söru Björk Gunnarsdóttur.
Ef leikurinn gegn Ítalíu spilast
ekki eins og hann á að gera fyrir ís-
lenska liðið er hins vegar mjög lík-
legt að þjálfarinn muni bregðast
mun fyrr við í dag en hann gerði
gegn Belgum.
Margir möguleikar á bekknum
Það eru mjög margir leikmenn á
íslenska bekknum sem geta hrist
vel upp í hlutunum, sérstaklega
sóknarlega. Agla María Alberts-
dóttir, Alexandra Jóhannsdóttir,
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, El-
ín Metta Jensen og Svava Rós Guð-
mundsdóttir eru allar leikmenn sem
er gott að hafa á bekknum þegar
liðið þarf á marki að halda.
Landsliðsþjálfarinn hefur því úr
mörgum kostum að velja ef allt fer á
versta veg en hann mun að öllum
líkindum halda sig við sama byrj-
unarlið í leiknum og byrjaði gegn
Belgíu.
Einn mikilvægasti leikur
landsliðsins í lengri tíma
- Ísland mætir Ítalíu í sínum öðrum leik á Evrópumótinu í Manchester í dag
Morgunblaðið/Eggert
Upphitun Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir voru báðar í byrjunarliði íslenska liðsins
gegn Belgíu á sunnudaginn. Það bendir allt til þess að landsliðsþjálfarinn stilli upp sama liði í dag gegn Ítalíu.
ÍÞRÓTTIR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022
Enn er sigurinn sæti gegn Hol-
lendingum á Evrópumótinu í Sví-
þjóð árið 2013 eini sigur Íslands í
ellefu leikjum í lokakeppni Evr-
ópumóts kvenna.
Níu ár eru liðin frá þeim leik en
þær sem sáu um sigurmarkið
snyrtilega á þeim eftirminnilega
degi eru enn í lykilhlutverkum í
íslenska landsliðinu.
Hallbera Guðný Gísladóttir
átti eina af sínum mögnuðu fyrir-
gjöfum frá vinstri kantinum og
Dagný Brynjarsdóttir var einu
sinni sem oftar á réttum stað í
vítateignum og skoraði með
óverjandi skalla.
Formúlan var svipuð þegar
Ísland komst yfir gegn Belgíu í
fyrsta leiknum á EM á Englandi á
sunnudaginn. Fyrirgjöf Karólínu
Leu Vilhjálmsdóttur og skalla-
mark frá Berglindi Björgu Þor-
valdsdóttur.
Minnstu munaði að það
yrði endurtekið í uppbótartím-
anum þegar Alexandra Jóhanns-
dóttir skallaði naumlega framhjá
markinu eftir fyrirgjöf Öglu Mar-
íu Albertsdóttur.
Fyrsta mark Íslands á EM var
meira að segja skorað á sama
hátt. Hólmfríður Magnúsdóttir
stangaði boltann í markið á 6.
mínútu gegn Frökkum í Finnlandi
árið 2009 eftir fyrirgjöf Mar-
grétar Láru Viðarsdóttur.
Í dag eru Ítalir mótherjar ís-
lenska liðsins og stóra hindrunin
í vegi þess í baráttunni um sæti í
átta liða úrslitum.
Þetta er leikurinn sem
ræður nánast öllu um fram-
haldið. Sigur, og Ísland er í góð-
um málum. Jafntefli, og staðan
verður mjög erfið. Tap, og ís-
lenski hópurinn getur byrjað að
pakka niður í töskurnar. Eitthvað
segir mér að í Manchester á
morgun ráðist úrslitin í uppbót-
artímanum. Kannski á skalla-
marki eftir fyrirgjöf frá vinstri?
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
EM U20 karla
Leikið í Portúgal:
Sæti 9-16, riðill 1:
Ísland – Króatía.................................... 33:20
Ítalía – Svartfjallaland......................... 31:26
_ Lokastaðan: Ítalía 5, Ísland 4, Króatía 3,
Svartfjallaland 0.
Sæti 9-16, riðill 2:
Færeyjar – Pólland .............................. 38:32
Slóvenía – Noregur .............................. 42:34
_ Lokastaðan: Slóvenía 6, Færeyjar 4, Pól-
land 2, Noregur 0.
_ Ísland mætir Slóveníu á morgun í keppni
um níunda til tólfta sæti.
8-liða úrslit, riðill 1:
Danmörk – Spánn................................. 34:40
Ungverjaland – Portúgal..................... 33:30
_ Lokastaðan: Portúgal 4, Spánn 4, Dan-
mörk 2, Ungverjaland 2.
8-liða úrslit, riðill 2:
Serbía – Frakkland .............................. 28:38
Þýskaland – Svíþjóð ............................. 25:29
_ Lokastaðan: Serbía 4, Svíþjóð 4, Þýska-
land 2, Frakkland 2.
.$0-!)49,
C-RIÐILL:
Svíþjóð – Sviss .......................................... 2:1
Holland – Portúgal ................................... 3:2
Staðan:
Holland 2 1 1 0 4:3 4
Svíþjóð 2 1 1 0 3:2 4
Portúgal 2 0 1 1 4:5 1
Sviss 2 0 1 1 3:4 1
_ Svíþjóð og Portúgal mætast, sem og Hol-
land og Sviss, í lokaumferðinni.
Leikir í dag:
D: Ítalía – Ísland........................................ 16
D: Frakkland – Belgía .............................. 19
EM KVENNA 2022
Ísland tryggði sér sæti í keppninni
um níunda til tólfta sæti Evrópu-
móts karla U20 ára í handbolta í
Portúgal í gær með stórsigri á Kró-
ötum, 33:20. Þetta var annar þrett-
án marka sigur strákanna í röð á
mótinu. Ísland mætir Slóveníu á
morgun en sigur þar myndi tryggja
liðinu sæti á næsta heimsmeistara-
móti. Andri Már Rúnarsson skoraði
sex mörk fyrir Ísland sem komst í
30:15 í leiknum. Báðir markverðir
Íslands voru með 54 prósent mark-
vörslu og Adam Thorstensen varði
14 skot.
Unnu Króata
með 13 mörkum
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
54% Adam Thorstensen varði
frábærlega í marki Íslands.
Telma Ívarsdóttir, einn markvarða
íslenska kvennalandsliðsins í knatt-
spyrnu, meiddist á æfingu í Man-
chester í gær og óvíst er með þátt-
töku hennar í leiknum gegn Ítölum
í dag. Ekki lá fyrir hve alvarleg
meiðslin væru og þegar blaðið fór í
prentun hafði ekkert verið gefið út
um hvort nýr markvörður yrði kall-
aður í hópinn. Cecilía Rán Rúnars-
dóttir þurfti að draga sig út úr
hópnum þegar hún fingurbrotnaði
á æfingu fyrir fyrsta leikinn og því
gæti mögulega þurft að kalla til
fimmta markvörðinn.
Telma meiddist
á æfingu í gær
Ljósmynd/Eggert
Meiðsli Telma Ívarsdóttir meiddist
á æfingu landsliðsins í gær.
Frakkland 1 1 0 0 5:1 3
Belgía 1 0 1 0 1:1 1
Ísland 1 0 1 0 1:1 1
Ítalía 1 0 0 1 1:5 0
_ Í dag leika Ísland og Ítalía klukk-
an 16 en Frakkland og Belgía kl. 19.
_ Í lokaumferðinni á mánudag leikur
Ísland við Frakkland og Belgía við
Ítalíu, báðir leikir kl. 19.
Staðan í D-riðli