Morgunblaðið - 14.07.2022, Blaðsíða 26
er mikil búbót; þeir eru orðnir lang-
fjölmennastir í komum til Íslands og
stærstir í gjaldeyrisöflun okkar í
ferðaþjónustu,“ segir Jón Bjarki.
Það flæki málið að flest hrávöruvið-
skipti í heiminum séu gerð upp í
bandaríkjadal. Því sé mikilvægt að
fylgjast með gengi hans og hrávöru-
verði.
„Ef við tökum sem dæmi eldsneyt-
isverð, þá er það vissulega jákvætt
fyrir okkur að heimsmarkaðsverð
eldsneytis í bandaríkjadal hefur farið
talsvert lækkandi en það vegur þá á
móti að dollarinn hefur hækkað
gagnvart krónunni, eins og gagnvart
flestum öðrum myntum. Það verður
líka að hafa það í huga að íslensku
olíufélögin þurfa að reiða fram fleiri
krónur fyrir hvern dollar þótt þau
séu að kaupa eldsneyti á færri doll-
ara en fyrir þremur-fjórum vikum.“
Minni áhrif vestanhafs
Inntur eftir því hvað sé að valda
þessari styrkingu bandaríkjadals
svarar Jón Bjarki því að viðbrögð
seðlabanka Bandaríkjanna hafi spil-
að þar inn í. Hann hóf brattar vaxta-
hækkanir á fyrri hluta ársins en
seðlabanki Evrópu og seðlabanki
Bretlands hafa verið tregari við það
að hækka vexti. Einnig sé verðbólg-
an í Bandaríkjunum í meiri mæli
drifin af eftirspurn, ólíkt því sem sést
á evrusvæðinu þar sem verðbólgan
er aðallega drifin af framboðsskorti
og hækkun orkuverðs vegna innrás-
ar Rússa sem leikur svæðið grátt.
„Það er líka ein ástæðan fyrir að
bandaríski seðlabankinn er heldur
ásæknari í vaxtahækkun en hann
hefur ekki eins miklar áhyggjur af
komandi neyslusamdrætti í Banda-
ríkjunum þótt það sé hugsanlegt. Þá
er útlitið ekki eins dökkt varðandi
áhrif orkuverðsins og á sama tíma er
verðbólgan almennari og vaxta-
hækkanir bíta betur á eftirspurnar-
verðbólguna,“ segir Jón Bjarki.
Erlendar skuldir í evrum
Aðspurður segir Jón Bjarki ís-
lenska efnahagskerfið eiga fleira
sammerkt með bandarísku verðbólg-
unni en þeirri sem sést á evrusvæð-
inu. „Verðbólgan er vissulega að
töluverðu leyti innflutt en hluti af
henni endurspeglar líka batnandi
hagkerfi, vaxandi eftirspurn og líf-
legan íbúðamarkað. Þetta liggur svo-
lítið þarna á milli en hún er líklega
skyldari bandarísku verðbólgunni að
þessu leyti.“
Styrking krónunnar gagnvart
evru hefur einnig haft jákvæð áhrif á
erlendar skuldir ríkissjóðs í krónum
talið því þær eru alfarið í evrum, að
sögn Jóns Bjarka. Hann bætir því við
að ólíklegt sé að krónan styrkist að
ráði gagnvart bandaríkjadal þar til
að gjaldeyrisflæði í utanríkisvið-
skiptum verði jákvætt.
„Við erum enn með verulegan
vöruskiptahalla og þjónustujöfnuð-
urinn er að batna með auknum ferða-
mannastraumi en við erum ekki kom-
in með mikið hreint gjaldeyris-
innflæði frá utanríkisviðskiptum.
Við eigum von á því að gengið
styrkist eitthvað frekar á seinni hluta
ársins þegar við verðum væntanlega
komin með gjaldeyrisinnflæði frá ut-
anríkisviðskiptunum í heild,“ segir
Jón Bjarki.
Vendingar á gjaldeyrismarkaði
AFP
Peningar Gengi evrunnar og bandaríkjadals náði pari í vikunni. Þessi þróun hefur ýmis áhrif á Íslandi.
Gjaldeyrisviðskipti
» Evran hefur lækkað um 11%
gagnvart dollar á árinu.
» Dollarinn búinn að styrkjast
um 5% gagnvart krónu á árinu.
» Japanskt jen lækkað um
16% gagnvart dollar á árinu.
» Krónan búin að styrkjast um
tæp 7% gagnvart evru á árinu.
» Breska pundið lækkað um
tæp 12% gagnvart dollar
á árinu.
- Mismunandi viðbrögð seðlabanka spila inn í gengið - Sterkur dollar hefur áhrif á hrávöruverð
- Gengi evru og dollars á pari - Hefur áhrif á útflutningsfyrirtæki - Vaxtahækkanir ýta undir dollar
BAKSVIÐ
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Gengi evru og bandaríkjadals var í
vikunni, í fyrsta skipti í tuttugu ár, á
pari. Gengi evrunnar hefur lækkað í
vikunni í kjölfar þess að Rússar
skrúfuðu nýverið fyrir gasstreymi til
Þýskalands. Innrás Rússa í Úkraínu
og verðbólga valda fjárfestum einnig
áhyggjum. Aftur á móti hefur banda-
ríkjadalur styrkst gegn öllum helstu
gjaldmiðlum frá
áramótum.
Jón Bjarki
Bentsson, aðal-
hagfræðingur Ís-
landsbanka, segir
þessa þróun geta
haft áhrif á rekst-
ur fyrirtækja sem
notast við aðra
hvora myntina.
„Þetta hittir
einstök fyrirtæki misjafnlega fyrir,
eftir því hvernig samsetning þeirra
er í útflutningstekjum og innflutn-
ingskostnaði milli gjaldmiðla. Við
getum sagt að á heildina litið sé þetta
ekki að hafa stórkostleg áhrif ef við
horfum til þess að evrusvæðið er okk-
ar helsti mótaðili í utanríkisviðskipt-
um og evran stærsti viðskiptagjald-
miðillinn okkar,“ segir Jón Bjarki.
Bandaríkjamenn stórtækir
Önnur bein áhrif sem fylgi styrk-
ingu dollars séu að Bandaríkjamenn
streymi nú til landsins og eyði
fúlgum fjár í leiðinni.
„Kaupmáttur erlendra ferða-
manna frá Bandaríkjunum er vax-
andi, þrátt fyrir talsverða verðbólgu,
vegna þess hve dollarinn hefur verið
að styrkjast. Kortavelta frá Banda-
ríkjamönnum var 38% af allri korta-
veltu erlendra ferðamanna í júní. Það
Jón Bjarki
Bentsson
26 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022
LC02
Leður
Verð frá 329.000,-
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
HÆGINDASTÓLL
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
14. júlí 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 138.52
Sterlingspund 163.99
Kanadadalur 106.23
Dönsk króna 18.694
Norsk króna 13.537
Sænsk króna 13.087
Svissn. franki 140.75
Japanskt jen 1.013
SDR 181.59
Evra 139.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.5822
Fimmtungshlutur í 199 fermetra lóð
við Óðinsgötu í Reykjavík, sem nýtt
hefur verið undir fimm bílastæði,
seldist á 5,5 milljónir króna.
Kaupandi var félagið Þingholt en
það er í eigu Gríms Garðarssonar
fjárfestis og eins af eigendum Best-
seller á Íslandi.
Meðal hluthafa í umræddri lóð er
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
sem á 40% hlut, eða sem svarar
tveimur bílastæðum, en Dagur og
fjölskylda hans eiga þriggja hæða
timburhús austan við lóðina. Þar er
nú atvinnustarfsemi á jarðhæð.
Athygli vakti þegar umræddur
hlutur í lóð var auglýstur til sölu og
veitir salan vísbendingu um hvernig
markaðurinn verðmetur bílastæði
ofanjarðar í miðborginni.
Verktaki sem Morgunblaðið
ræddi við sagði að jafnaði kosta um 5
milljónir á íbúð að byggja bílastæði í
bílakjallara og um hálfa milljón á
íbúð að malbika stæði ofanjarðar.
Verðið væri þó misjafnt og færi
eftir aðstæðum á framkvæmdastað,
til dæmis hvort brjóta þyrfti klöpp.
Framboð bílastæða í miðborginni
hefur áhrif á verðmyndunina en
stefna borgaryfirvalda er að stæði
skuli vera víkjandi í götumyndinni.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eftirsótt Bílastæði við Óðinsgötu
8C seldist á 5,5 milljónir króna.
Bílastæði seldist
á 5,5 milljónir
- Bílastæði ofan-
jarðar seldist sem
hluti af eignarlóð