Morgunblaðið - 14.07.2022, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.07.2022, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022 duka.is DÚKA Kringlunni DÚKA Smáralind 30 ÁRA Sigurbjörg fæddist í Reykjavík en ólst upp bæði á Egils- stöðum og Akureyri. Hún er með BS í sálfræði og MS í megindlegri sál- fræði og starfar við Heilbrigðisvís- indasvið Háskóla Íslands. Áhugamál hennar, auk sálfræði, eru teikning og málun, tungumál, kórsöngur og gæðastundir með fjölskyldu og vin- um. FJÖLSKYLDA Kærasti Sigur- bjargar er Christopher A. Brazell, 30.1. 1992, fótboltaþjálfari. Þau eru búsett á Seltjarnarnesi. Systkini Sig- urbjargar eru: Vigfús Björnsson, f. 13.8. 1979, skipulags- og byggingar- fulltrúi, og Kristinn Björnsson, f. 31.7. 1982, verkefnastjóri á Íslandsstofu. Foreldrar Sigurbjargar eru Björn Vigfússon, f. 28.5. 1955, kennari við Menntaskólann á Akureyri, og Guðrún María Kristinsdóttir, f. 15.1. 1956, verkefnastjóri skjalamála við Háskólann á Akureyri. Sigurbjörg Björnsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þér virðast engin takmörk sett ef þú aðeins gætir þess að fara rétt í hlutina. Það er gaman að sigla fyrir fullum seglum en vertu viðbúinn breytingum. 20. apríl - 20. maí + Naut Hæfileiki þinn til að breyta viðhorfum þínum getur skapað þér ný tækifæri. Þú færð tækifæri til að framkvæma það sem þig hefur lengi langað til. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú átt auðvelt í dag með að tjá til- finningar þínar opinskátt. Gættu þess bara að hafa báða fæturna á jörðunni þegar þú metur eigin frammistöðu. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú hefur verið að velta fyrir þér ákveðnum hlutum og nú er komið að því að láta til skarar skríða. Skeyttu því engu þótt aðrir telji það barnalegan hégóma. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Láttu ekki deigan síga, þótt menn séu að gera einhverjar athugasemdir við hug- myndir þínar. Gefðu þér tíma til þess að kanna mál ofan í kjölinn og þá muntu finna bestu lausnirnar. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú gætir fengið það á tilfinninguna í dag að einhver vantreysti þér. Stattu fast á þínu því enginn sinnir þínum málum betur en þú sjálfur. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú ímyndar þér að þú getur getur leyst öll heimsins vandamál með því að íhuga. Ekki reyna að þröngva foreldri eða ættingja til þess að vera sammála þér. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Kannski væri gott að byrja að safna fyrir einhverju sem þig langar til þess að kaupa. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það eru breytingar í nánd. Gakktu ekki alveg fram af þér og gefðu þér líka tíma til að rækta sjálfan þig. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú ert undir miklu álagi og kannt illa að verja þig. Forðastu fjölskyldudeilur og rökræður við foreldra þína og yfirmenn. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Notaðu tækifærið og gakktu frá samningum, biddu um launahækkun eða aukna ábyrgð í vinnunni í dag. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þótt ýmsar áhyggjur sæki að þér, skaltu ekki láta þær draga úr þér kjarkinn. Sýndu skoðunum þeirra þá virðingu sem þú vilt njóta. kils sem þróaði hugbúnað fyrir önnur fyrirtæki og var á þeim tíma stærsta óháða þjónustufyrirtækið í sínum geira. Að loknum störfum hjá Eskli réð Þorsteinn sig til Hugsmiðjunnar og starfaði þar að sölu- og markaðs- málum um tveggja ára skeið. Allt þar til hann réð sig til Icelandair þar sem hann fékk það hlutverk að leiða internetdeild fyrirtækisins. Árið 2005 réð Þorsteinn sig til starfa hjá Industria. Industria var þá um margt áhugavert íslenskt tæknifyrirtæki með dreifða starf- semi. „Á þeim tíma sem ég starfaði hjá Industria tók ég þátt í uppbygg- ingu þriggja sprotafyrirtækja fyrir hönd Industria auk þess sem ég stýrði verkefnum, bæði sem sneru að uppbyggingu fjarskiptakerfa á Englandi sem og á Íslandi. Ég var einnig um tíma yfirmaður vöruþró- unar með dreift teymi sem staðsett var á Íslandi, Englandi, Írlandi, Búlgaríu og Ítalíu.“ Árið 2011 hóf Þorsteinn störf sem Þ orsteinn Yngvi Guð- mundsson fæddist í Reykjavík 14. júlí 1972. Hann bjó um hríð á Grettisgötu en flutti ungur í Breiðholtið og bjó þar til 11 ára aldurs en flutti þá í Grafarvog- inn og hefur búið þar allar götur síð- an. Þorsteinn var nemandi í Hóla- brekkuskóla og Foldaskóla en lauk grunnskólanámi í Réttarholtsskóla. Að því loknu tók við átta ára tímabil þar sem Þorsteinn var, meira eða minna, skráður nemandi í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti en á því tímabili lauk hann einnig námi sem skrúðgarðyrkjufræðingur við Garð- yrkjuskólann að Reykjum. Að loknu stúdentsprófi hóf Þor- steinn nám við Háskólann í Reykja- vík og útskrifaðist þaðan með fyrsta árgangi viðskiptafræðinga árið 2001. Hann sneri svo aftur í HR árið 2007 og lauk þaðan MBA-námi. „Ég fór mjög ungur að verja öll- um sumrum í sveit vestur í Sól- heimum í Laxárdal hjá ömmu og afa og var þar sumur frá 5 til 17 ára ald- urs. Ég vann sem kúasmali en hlaut þar framgang sem kaupamaður skömmu síðar. Mikilvægasti lær- dómurinn þar var að bjarga sér með því sem til er.“ Þorsteinn hefur varið síðustu 25 árum að uppbyggingu tæknifyr- irtækja þar sem hann hefur sinnt ýmsum hlutverkum. Upphafið að því var þegar nokkrir af nemendum í tölvunarfræðideild HR fengu þá hugmynd að stofna hugbúnaðarfyrirtæki og buðu Þor- steini að taka þátt í stofnun fyrir- tækisins Hugsandi menn árið 1998. „Þetta var á þeim tíma þegar allt snerist um að taka þátt í að þróa int- ernetið áfram í átt að einhverju gagnlegu. Stofnendurnir störfuðu samhliða námi í um það bil ár þar til fyrirtækið var selt.“ Árin 1999-2001, eftir sölu Hugs- andi manna, starfaði Þorsteinn hjá OZ á tíma sem markaði skarpt ris og fall þess. Að loknu námi árið 2001 tók Þor- steinn svo við sem framkvæmda- stjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Es- rekstrarstjóri DataMarket sem þá var að undirbúa sókn á erlenda markaði. Þar tóku við nýjar áskor- anir og nýr hópur samstarfsfólks. DataMarket var selt árið 2014 til bandaríska fyrirtækisins QLIK, þar sem Þorsteinn starfaði við vöru- stjórnun og fleira fram eftir ári 2018. Það ár tók Þorsteinn, ásamt fjór- um öðrum, þátt í stofnun íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins GRID. Markmið GRID er að auðvelda fólki að vinna með tölur og gögn með út- gáfu eigin töflureiknis. Að fyrir- tækinu stendur, auk Þorsteins, hóp- ur af fólki með mikla reynslu af þróun og sölu hugbúnaðar. Hjá fyrirtækinu starfa í dag 37 ein- staklingar með ólíka menntun og reynslu. „GRID er óneitanlega á mjög spennandi stað sem fyrirtæki. Við höfum þróað hugbúnaðarlausn sem verðskuldar eftirtekt og byggt upp fyrirtækjamenningu sem er betri en nokkuð sem ég hef séð áður. Auk þess höfum við safnað saman ein- stökum hópi aðstandenda að GRID. Bæði starfsmannahópi sem ég er af- skaplega stoltur af, sem og stjórn- endum, ráðgjöfum og fjárfestum í heimsklassa. Að öðrum ólöstuðum þá held ég að samstarf okkar Hjálm- ars Gíslasonar, raðfrumkvöðuls og framkvæmdastjóra GRID, und- anfarin 10 ár hafi verið einstakt gæfuspor. Samskipti og traust spila þar saman til að gera viðfangsefnin okkar að skemmtilegum áskorunum. Samstarfið hefur leitt af sér þróun á einstökum hugbúnaðarlausnum og fyrirtækjum, auk þess að laða um- talsvert fjármagn til landsins sem notað hefur verið til atvinnusköp- unar fyrir tugi sérfræðinga á ýms- um sviðum.“ GRID ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur enda Microsoft, Google og Apple, þrjú af stærstu tæknifyrirtækjum í heiminum fyrir í fleti þeirra sem hafa útbúið töflureikna. „Það er kominn tími til að færa þennan hug- búnað og vinnu teyma við gögn og útreikninga inn í 21. öldina. Við vilj- um leiða þessa breytingu.“ Þorsteinn er einnig stjórnar- Þorsteinn Yngvi Guðmundsson, rekstrar- og fjármálastjóri GRID – 50 ára GRID Stjórnendateymi íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins GRID, frá vinstri: Eva Dögg Steingrímsdóttir, Þorsteinn Yngvi Guðmundsson, Hjálmar Gísla- son og Alexandra Diljá Bjargardóttir. Fyrirtækið hefur nú 37 starfsmenn. Vilja færa töflureikna inn á 21. öldina 30 ár saman Þorsteinn og eigin- kona hans, Herdís Rán Magnús- dóttir, fóru að skjóta sér saman ung að árum og fagna í ár 30 ára sam- vistum. Þau eiga saman þrjú börn. Til hamingju með daginn Karólína Líf Hjartardóttir og Þóra Lóa Gunn- arsdóttir, fæddar 2013, héldu tom- bólu í Suðurveri og söfnuðu þar 600 krónum sem þær gáfu Rauða krossinum. Hlutavelta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.