Morgunblaðið - 14.07.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.07.2022, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022 AÐVENTUFERÐIR2022 S. 552 2018 info@tasport.is tasport.is Upplifðu aðventuna í borg lista og menningar og skoðaðu allt það besta sem þessi spænska perla hefur uppá að bjóða! Flogið er beint til Madridmeð Play á föstudegi og aftur heim á mánudegi. Njóttu þess að versla jólagjaf- irnar og komdu þér í jólaskap í leiðinni á þýskum jólamörkuðum í Berlín yfir aðventuna! Flogið er beint til Berlínarmeð Play áfimmtudegi og aftur heim á sunnudegi. Madrid Berlín2.-5. desember 1.-4. desember Innifalið: Flug, innritaður farangur báðar leiðir og 4* hótelgistingmeð morgunmat. Hótelið er vel staðsett í Madrid og stutt er í allt það besta semborgin hefur uppá að bjóða. Innifalið: Flug, innritaður farangur báðar leiðir og 4* eða 5* hótelgisting meðmorgunmat. Bæði hótelin eru staðsett á góðum stað í Berlín stutt frá öllum helstu verslunumog veitingastöðum. Verð frá98.800 kr. á mann m.v. 2 fullorðna saman Verð frá98.800 kr. á mann m.v. 2 fullorðna saman „Hornstandir eru engu lík- ar,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir jarðeðl- isfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Nú í júlí var ég þar með góðu fólki þar sem við nutum okkur vel. Gist- um í nokkrar nætur í Horn- bjargsvita sem er við Látravík, en þangað eru siglingar samkvæmt áætlun úr Norðurfirði í Árneshreppi. Þá daga sem við vorum á Horn- ströndum var frábært veður alla dagana, sem er sennilega fátítt. Blíðviðrið var bónus.“ Salómet Jórunn segist vel geta hugsað sér að dveljast við tækifæri nokkra daga í Norð- urfirði. „Náttúran á Ströndum stórbrotin en alveg óendanleg falleg svo minnt gæti á lista- safn. Reykjaneshyrna setur sterkan svip á Norðurfjörð og þar í nágrenninu er Kross- neslaug, sem stendur niður í flæðarmáli. Sund- laug á óvenjulegum stað, þar sem við Horn- strandafararnir náðum að koma við á leiðinni heim. Starfsins vegna finnst mér líka áhuga- vert að koma á staði eins og á Ströndum, það- an sem við fáum send veðurskeyti frá bænum Litlu-Ávík. Að þekkja til staðhátta og að- stæðna út um land kemur sér vel.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Árneshreppur Sérstæðir berggangar í flæðarmáli og í baksýn formfögur Reykjaneshyrna. Góðar stundir á Ströndum „Ég er Reykvíkingur í húð og hár og lifi og hrærist í borgarpólitíkinni. Samt líð- ur mér hvergi betur en úti á landi og sæki þangað mikið, sérstaklega nú yfir sum- artímann. Þar er Þjórs- árdalur alveg í sérflokki frá mínum bæjardyrum séð,“ segir Geir Finnsson menntaskólakennari við Keili. „Ég á rætur að rekja að bænum Ásum í Gnúpverjahreppi. Þar í sveit er Þjórsárdalur þar sem byggð lagðist af í Heklugosi árið 1104. Fjöldi bæja fór í eyði, en þegar komið var fram á 20. öldina voru nokkrir grafnir upp. Af því eru til ýmsar skemmtilegar sögur eins og að víða í dalnum megi finna forminjar; sverð, spjót og fleira merkilegt. Yfir þessu öllu er í talsverður æv- intýrablær. Náttúra þarna í dalnum er líka mjög falleg, til dæmis Gjáin þar sem rennandi vatn vellur fram úr lindum í grónu gili. Innst í dalnum er Háifoss, sem þar fellur fram af há- lendisbrúninni og er 122 metra hár. Framar í dalnum Hjálparfoss; tvískiptur og sérstakur að sjá. Dagsferð í Þjórsárdalinn getur aldrei mistekist og ég stefni á að skreppa austur inn- an tíðar.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þjórsárdalur Hjálparfoss í Sandá vekur athygli sakir svips síns með smekklega skipt í miðju. Fornminjar í ævintýradalnum „Umhverfi og náttúru á Vestfjörðum fylgja sterk áhrif á sálina. Tíminn er í öðrum takti en maður á að venjast og við slíkar að- stæður kemur núvitund nánast af sjálfu sér,“ segir Halla Karen Kristjánsdóttir, íþróttafræðingur og bæjar- fulltrúi í Mosfellsbæ. „Fjölskyldan er nýkomin að vestan þar sem við meðal annars gerðum út í nokkra daga frá Tálknafirði. Fórum þá til dæmis á Rauðasand; þar sem náttúran er stórbrotin og alltumlykj- andi. Að ganga eftir fjörunum og í mjúkum sandinum, heyra í fuglum, hlusta á nið öld- unnar og horfa á tignarlegt Látrabjarg. Hér fer margt saman svo útkoman er alveg stór- kostlegur staður. Sömuleiðis hafði sterk áhrif á mig að koma út að Látrabjargi, þangað sem er langur akstur um grýttan veg og brattar brekkur. Í Vestfjarðaferðum í tímans rás og raunar víðar á landinu hef ég annars stundum verið á reiðhjóli og í gönguferðum. Þar finnst mér eftirtektarvert hvað maður nýtur náttúru og umhverfis alltaf betur þannig en akandi. Að gefa sér tíma til að njóta er jafnan stóri gald- urinn í lífinu.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Rauðisandur Löng og víðáttumikil fjara og svo Látrabjarg sem girðir sveitina af í vestri. Áhrifin sterk á Vestfjörðum „Suðurhálendið er minn heimavöllur. Einstakt svæði þar sem ég hef verið á ferð síðan ég var barn,“ segir Narfi Hrafn Þorbergs- son, fjallabílstjóri á Hellu. „Torfajökulssvæðið stendur upp úr, en þar eru í meng- inu Landmannalaugar, Jökulgil, Hrafntinnusker og fleiri staðir. Á heimsvísu á þetta svæði sér sennilega engar hliðstæður. Víða er kraum- andi jarðhiti og svipbrigði og línur í landslagi óvenjulegar. Jarðfræðin er líka einstök, því þarna er líparítið áberandi og kolsvört hrafn- tinna. Ég hef oft farið um þessar slóðir með er- lenda ferðamenn sem eru í raun alveg gagn- teknir af fegurðinni. Fleiri staðir á suður- öræfum landsins eru áhugaverðir og þar er nærtækt að nefna til dæmis Langasjó.“ Narfi Hrafn kveðst ungur hafa lært að meta landið okkar góða, og alla töfra þess. Hesta- ferðir með foreldrum sínum upp um fjöll og firnindi lifi í minnningum. „Sjálfum finnst mér afar notalegt að skreppa upp á fjöll með veiði- stöngina. Í Löðmundarvatni á Landmanna- afrétti er allt krökkt af fiski og þangað er för heitið fljótlega.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Landmannalaugar Fallegt að Fjallabaki, jafnvel þótt þar rigni svo göngufólk verður gegndrepa. Hálendið einstakt á heimsvísu Stemning á Ströndum er gjarnan sagt. Að komast úr þyt þéttbýlis þykir eftirsóknarvert; vera í takmörkuðu sambandi við umheiminn. Aðeins njóta þess sem náttúran býður. Svipað segir fólk sem flækist um firði og annes. Svo koma öræfin alltaf sterk inn, enda er hálendið heillandi heimur. Landmannalaugar og Torfajökulssvæðið freista margra og Þjórsárdalur er sem heill heimur út af fyrir sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.