Morgunblaðið - 14.07.2022, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022
✝ Guðrún María
Vigfúsdóttir
fæddist 9. október
1935 í Hafnarfirði.
Hún lést í faðmi
fjölskyldunnar 29.
júní 2022 á hjúkr-
unarheimilinu Eir.
Foreldrar Guð-
rúnar voru Epi-
fania Ásbjörns-
dóttir, f. 1902, d
1956, heimavinn-
andi húsmóðir, og Vigfús Þór
Jónsson, f. 1899, d 1965, sjó-
maður og bræðslumaður.
Systkini Guðrúnar, eða
Gunnu eins og hún var gjarnan
kölluð, voru átta: Vigfús Sól-
berg, f. 1925, d. 2010, Hólm-
fríður (Fríða) Ása, f. 1926, d.
2007, Erna Björg, f. 1929, d.
2019, Sigurborg (Sibba), f.
1930, d. 2015, Óskar, f. 1931, d.
2006, Leifur Eggert, f. 1934, d.
2001, Guðmundur, f. 1936, Ás-
björn, f. 1939, d. 2018.
Guðrún María ólst upp í
Hafnarfirði og var alla tíð stolt-
ur Hafnfirðingur. Hún var ein-
ungis 21 árs gömul þegar hún
missti móður sína, sem lést eft-
ir að hafa verið sjúklingur til
fjölda ára, en þær mæðgur
voru voru nánar. Hún fór á
Húsmæðraskólann á Laug-
arvatni og eignaðist þar sínar
bestu vinkonur sem voru henni
samferða í gegnum lífið. Eftir
húsmæðraskólann fluttist hún
til Reykjavíkur. Til að byrja
með vann hún í verksmiðju sem
saumaði karlmannsskyrtur og
eftir það hin ýmsu versl-
unarstörf, m.a. í verslun Hjart-
ar Nilsen. Guðrún
giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum,
Hjalta Páli Þor-
varðarsyni, f. 25.8.
1935, 19. maí 1961.
Þau bjuggu fyrst á
Hringbrautinni í
Vesturbænum og
eignuðust synina
Þorvarð, f. 1962,
og Hjalta Vigfús, f.
1969. Lengst af
bjuggu þau á Nesbala 74 en
fluttu á efri árum í Breiðuvík í
Grafarvogi.
Barnabörnin eru orðin sjö.
Börn Þorvarðar og Guð-
rúnar eru Unnur María, f.
1983, gift Jóni Orra, f. 1983, og
eru þeirra börn Erna Guðrún,
12 ára, Þorri Kristján, 8 ára og
Óskar Dýri, 5 ára. Hjalti Páll, f.
1987, búsettur í Kaupmanna-
höfn, trúlofaður Elsu Fanney, f.
1987 og eru dætur þeirra Fríða
Rún 5 ára og Rósa Björk tæp-
lega 1 árs. Tómas Þorri, f.
1997, hans kærasta er Þórunn
Lúðviksdóttir.
Börn Hjalta og Bryndísar
Theodórsdóttur eru Hildur Sif,
f. 1994, Hinrik, f. 1998, Theó-
dóra, f. 1998, í sambúð með
Andra Snæ Sigurvinssyni og
Guðrún María, f. 2013, móðir
Laufey Rúnarsdóttir.
Árið 2017 var Guðrún orðin
mjög veik af alzheimersjúk-
dómnum og fór í kjölfarið á
Hjúkrunarheimilið Eir og bjó
þar til æviloka.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 14.
júlí 2022, klukkan 15.
Elsku vinkona og skólasyst-
ir.
Enn þá fækkar í hópnum
okkar. Gunna Viff eins og við
kölluðum hana lést 29. júní síð-
astliðinn. Saumaklúbburinn
okkar var stofnaður eftir að við
útskrifuðumst frá Húsmæðra-
skólanum á Laugarvatni 1959.
Þannig að þetta eru orðin 63
ár. Það er nokkuð langur tími
sem við höfum brallað saman.
Fyrst var farið í innanlands-
ferðir og svo fórum við að fara í
utanlandsreisur. Sigldum upp
Rín og Miðjarðarhafið og svo
stóra ferðin okkar um Karíba-
hafið, Asíuferð og fleira. Þetta
voru góðar ferðir og yndislegar
minningar. Gunna og Hjalti
fóru seinni árin alltaf til Kanarí
og nutu þess að vera í sólinni.
Einnig nutu þau þess að fara
um landið með hjólhýsið og
hitta vini sína. Þá var Hjalti
með nikkuna sína og allir að
syngja og hafa gaman. Nú er
þessum kafla lokið. Hjalti dvel-
ur á Ísafold með nikkuna sína
og saknar Gunnu sinnar.
Við vottum honum og fjöl-
skyldunni innilega samúð.
Blessuð sé minning hennar.
Fyrir hönd saumaklúbbsins,
Inga Dóra
Jóhannesdóttir.
Guðrún María
Vigfúsdóttir
jólahátíðina. Foreldrar mínir og
amma og afi héldu í þá hefð að
skiptast á að halda jólin og voru
kótilettur oftar en ekki á mat-
seðlinum þegar röðin kom að
ömmu og afa.
Vorin voru annasamur tími hjá
ömmu og afa þegar öll gróður-
húsin voru full af tómötum, gúrk-
um og kálplöntum. Hliðar áhuga-
mál ömmu var að sá
sumarblómum.
Amma var yndisleg mann-
eskja með gott hjartalag. Hún
var afar áhugasöm um okkur
systkinin og vildi að okkur farn-
aðist vel og var dugleg að hvetja
okkur áfram og hrósa. Í fáeinum
orðum mætti lýsa ömmu á þann
veg að hún var forvitin og vitur,
raunsæ og jarðbundin, hafði góða
nærveru og var mjög félagslynd.
Amma var langlíf og bjó alla
tíð við góða heilsu. Hún fór reglu-
lega á rúntinn fram á Flúðum,
niðri í gróðurhús eða heim að
Hverabakka 2.
Börnin mín, Ylfa Guðrún og
Bergþór Atli, voru mjög hænd að
langömmu sinni og komu reglu-
lega til hennar í heimsókn. Við
munum öll sakna ömmu Svövu og
munum ávallt minnast hennar
með hlýju. Blessuð sé minning
hennar.
Jóhannes og fjölskylda.
Elsku besta amma mín.
Erfitt er að trúa því að þú sért
farin frá okkur. Þótt þú værir
komin á tíræðisaldur varstu allt-
af með allt á hreinu og spurðir
mikið og vildir vita hvað væri um
að vera hjá þínum nánustu. Þú
varst svo stolt af öllum afkom-
endum þínum.
Ég var svo lánsöm að fá að
dvelja hjá þér og afa mörg sumur
á meðan ég vann við garð-
yrkjuna. Þú og afi höfðuð þann
einstaka hæfileika að láta öllum
líða betur með sjálfan sig og var
manni hrósað óspart. Mér hlýnar
við hjartarætur að hugsa til baka
þær yndislegu stundir sem ég
átti í sveitinni á Hverabakka.
Í seinni tíð eftir að börnin mín
komu í heiminn komum við reglu-
lega í heimsókn til þín. Alltaf
voru góðu pönnukökurnar þínar
á boðstólnum og ís í frystinum
fyrir barnabarnabörnin. Þegar
komið var að heimför voru börnin
leyst út með vettlingum og ull-
arsokkum sem þú hafðir prjónað.
Börnin mín minnast þess hve
langamma Svava var einstaklega
góð og hjartahlý.
Við erum svo þakklát fyrir að
þú hafir komið í ferminguna hans
Marinós Breka. Þú komst inn,
hrósaðir og dásamaðir alla eins
og þér einni var lagið, aðaldrottn-
ingin sjálf.
Mikið á ég eftir að sakna þín
og samverustundanna okkar. Þú
varst mér mikil fyrirmynd.
Guð blessi þig elsku amma.
Þín
Helga.
Ég var svo lánsamur að njóta
margra, eftirminnilegra og ljúfra
stunda með Svövu ömmu minni.
Ungur að árum var ég farinn að
eyða öllu sumrinu á Hverabakka
hjá ömmu og afa við leik og störf.
Fékk ég snemma að taka virkan
þátt í garðyrkjunni, þar sem afi
og amma unnu hlið við hlið. Það
var ætíð gestkvæmt hjá þeim
enda ávallt vel tekið á móti gest-
um og gert vel við þá í mat og
drykk. Það var því alltaf nóg að
gerast í sveitinni hjá ömmu og
afa. Við amma áttum margar
góðar stundir saman á þessum
tíma þegar við sátum tvö fyrir
framan sjónvarpið og horfðum á
nýjustu spennuseríurnar í línu-
legri dagskrá í Ríkissjónvarpinu
og þá var ekkert verið að tala
heldur bara horft. Við amma átt-
um ekki bara góðar stundir sam-
an í þögninni fyrir framan sjón-
varpið því að fáa þekki ég sem
fylgdust eins vel með þjóðmálun-
um og það allt fram á síðasta dag.
Það var oft sem við amma rædd-
um málin og hún spurði mig út í
stöðuna á efnahagsmálum eða
öðrum þjóðmálum sem voru í um-
ræðunni á hverjum tíma. Ég held
að fáir hafi hreinlega trúað því að
hún hafi verið orðin 95 ára gömul
og enn vel inn í ótrúlegustu mál-
um. Amma sýndi líka öðru fólki
og samferðamönnum sínum ein-
lægan áhuga og kærleika, þannig
að fólki leið vel í nærveru ömmu.
Hún fylgdist vel með sínu fólki og
gat spurt barnabarnabörnin út í
áhugamál sín og daglegt líf. Okk-
ur fjölskyldunni þótti alltaf vænt
um að koma til ömmu á Hvera-
bakka, kíkja í gróðurhúsið, fá
blómkálssúpu og ekki hvað síst
gott spjall. Síðasta heimsókn
okkar fjölskyldunnar til ömmu á
Hverabakka var vel lýsandi fyrir
hana þar sem við vorum rétt
komin inn úr dyrunum þegar hún
var farin að bera á borð brauð og
kökur og farin að baka pönnu-
kökur. Eins og alltaf sátum við í
góðu yfirlæti fjölskyldan og
spjölluðum um daginn og veginn
við ömmu.
Elsku amma ég kveð þig nú
með söknuði, en jafnframt þakk-
læti fyrir allar þær góðu stundir
sem við áttum saman.
Gunnar Smári
Tryggvason.
Nú er komið að kveðjustund
okkar elskulegu ömmu Svövu.
Það er skrítin tilhugsun að hún sé
farin frá okkur en hún hefur allt-
af verið hluti af okkar „heima“.
Amma og afi bjuggu á Hvera-
bakka eða betur þekktum sem
Gamla Bakka sem fór illa í jarð-
skjálftanum um aldamótin. Afi
var staðráðinn í því að byggja
nýtt hús skammt frá sem myndi
henta ömmu vel í ellinni. Að hafa
alist upp með ömmu Svövu í
næsta húsi voru mikil forréttindi.
Jafn ljúfa og hlýja manneskju
eins og elsku ömmu var vart
hægt að finna. Okkur þótti alltaf
jafn notalegt að kíkja yfir í kaffi
og spjall og iðulega var hún búin
að galdra fram nýbakaðar pönnu-
kökur eða annað góðgæti.
Amma var glæsileg kona og
lagði mikla áherslu á að vera
snyrtileg og vel til höfð, alveg
fram á síðasta dag. Hún velti því
oft fyrir sér með okkur hvaða
hálsmen passaði við hvaða blússu
eða hvort þessir eða hinir litir
pössuðu saman enda oft talin
vera aðal skvísan í sveitinni jafn-
vel þótt hún hafi jafnframt borið
titilinn aldursforseti hreppsins
undir það síðasta.
Sumarið minnir mann óneitan-
lega á ömmu þar sem hún var
mikið sumarbarn í hjarta. Frá
því við munum eftir henni þá
lagði hún mikla stund á sumar-
blómaræktun og hafði einstak-
lega græna fingur. Við munum
eftir því sem börn að hafa þvælst
í kringum hana meðan hún sáði
og kom upp sumarblómum í
plasthúsinu og stóluðu margir á
að geta keypt af henni sumar-
blóm ár eftir ár. Einnig var garð-
urinn hennar blómum prýddur
og þurfi grasið alltaf að vera ný-
slegið og snyrtilegt.
Þar sem við fluttum að heiman
ungar þá ferðuðumst við mikið á
milli höfuðborgarinnar og sveit-
arinnar og hafði amma oft miklar
áhyggjur af þessu flakki okkar
yfir heiðina. Hún bað fyrir okkur
og minnti okkur á að passa okkur
á asanum og traffíkinni í borg-
inni. Lokaorð hennar til okkar
beggja voru einmitt þau: „Pass-
aðu þig á traffíkinni.“
Þótt það sé skrítin tilhugsun
að amma sé farin þá getur maður
ekki annað en verið þakklátur
fyrir allar góðu stundirnar og
minningarnar sem munu búa í
hjarta okkar um ókomna tíð. Við
munum sakna þín elsku amma,
takk fyrir samfylgdina.
Hildur Guðrún og
Þórný Vaka.
Nú er komið að kveðjustund.
Þótt amma væri að verða 96 ára
var hún ung í anda og bjó fram á
þetta ár í húsi sínu á Hvera-
bakka. Garðyrkjan átti hug
ömmu og það var henni mikil
vítamínsprauta að fara niður í
gróðurhús til að fylgjast með
gangi mála. Fólk fékk að heyra
hve stolt ég var að eiga ömmu
sem ræktaði sumarblóm og
keyrði bílinn nánast fram á síð-
asta dag. Með miklum söknuði
rifja ég upp nýliðnar stundir þar
sem við dönsuðum um stofugólfið
og spjölluðum um lífið og til-
veruna. Ég heyri rödd ömmu og
hláturinn svo skýrt.
Amma færði orðinu gestrisni
nýja vídd. Í minningunni er gamli
bærinn á Hverabakka, heimili
hennar í nær hálfa öld, baðaður
sól þegar keyrt er í gegnum gróð-
ursæl trjágöng í átt að fagur-
brúnu húsi sem hefði eins getað
staðið í danskri sveit. Amma og
afi bjuggu sér einstakt heimili
með pálma í stofunni, sólstofu og
heitum potti. Þar var iðulega
gestkvæmt enda fólki tekið fagn-
andi – ekki síður í nýja húsinu
þar sem ömmu leið vel og ilm-
urinn af pönnukökum tók á móti
manni.
Ég er þakklát fyrir að hafa
sagt ömmu hve mikil fyrirmynd
hún var. Að eiga jafn sjálfstæða,
duglega og jákvæða ömmu hefur
veitt mér ómælda hvatningu í líf-
inu. Við vorum líka svo góðar vin-
konur og mér fannst hún skilja
mig svo vel. Ég minnist yndis-
legra stunda á pallinum á Hvera-
bakka eða í stofunni hjá mömmu.
Ég hringdi stundum í ömmu á
leið úr vinnunni í New York og
henni þótti alltaf jafn gaman hve
stutt var á milli heimsálfa. Amma
var söngelsk og mér er minnis-
stætt hvernig við sungum saman
í síðasta skiptið sem við hittumst.
Samband ömmu við móður
mína og móðursystur var ein-
staklega náið og stórfjölskyldan
og vinafólk sótti í samveru henn-
ar. Amma var nefnilega svo hlý
og henni umhugað um fólk. Hún
fylgdist vel með fréttum — bæði
af fjölskyldunni og þjóðmálum –
og sýndi fólki mikinn áhuga.
Afmælisdagur ömmu, 19. júlí,
var og verður ávallt hátíðisdagur.
Síðasta sumar var haldið upp á 95
ára afmæli hennar með garð-
veislu. Þar hélt amma stutta
ræðu og sagði það mikið gæfu-
spor í lífinu að hafa lent með svo
góðu fólki.
Elsku amma, ég kveð þig með
hjartað fullt af þakklæti og dýr-
mætum minningum sem munu
lifa um ókomin ár. Guð blessi þig.
Hallfríður Þóra
Tryggvadóttir.
Í dag fylgjum við Svövu móð-
ursystur minni til sinnar hinstu
hvílu. Hún fór í svefni, svo friðsæl
og falleg en svona var Svava.
Ég fór að koma á Hverabakka
á unga aldri, eftir að mamma dó.
Það var nóg pláss fyrir eina
stúlku í viðbót við Önnu, Þóru og
Sjöfn. Það var alltaf mikil spenna
á vorin þegar pabbi keyrði mig
austur, erum við ekki að vera
komin.
Það eru svo margar góðar
minningar. Vinnan niður frá í
garðyrkjunni og Landroverinn
X917 sem þjónaði stóru og mik-
ilvægu hlutverki fyrir heimilið.
Svava eldaði góðan mat og var á
undan sinni samtíð í salatgerð,
reif niður gulrætur og kál í hand-
snúna rifjárninu og bjó til dress-
ingu til að setja út á með dassi af
appelsínuþykkni. Brúnkakan
góða var í uppáhaldi og var alltaf
nóg til eða þar til Baddi mætti á
svæðið.
Svövu var margt til lista lagt,
hún saumaði jakkaföt á okkur
stelpurnar í öllum regnbogans
litum og fyrstu gallabuxurnar
mínar, útsniðnar úr denim.
Við fórum með Svövu til Kö-
ben og áttum pantað borð á fín-
um restaurant, við vorum svolítið
seinar fyrir og hlupum af stað til
að halda borðinu, þá heyrist í
elsku frænku; stelpur mínar, ég
er nú orðin áttræð.
Elsku Svava mín, það voru svo
mikil forréttindi að fá að alast
upp hjá þér Þú auðgaðir líf mitt
með öllum þínum kærleik og
gleði, fyrir það er ég ævinlega
þakklát.
Kærleiksknús,
Margrét (Magga).
Elsku Svava frænka, nú hefur
þú hvatt okkur, síðust tólf systk-
ina.
Það var sólríkt vor, árið 1956
og ég rétt orðinn tíu ára, þegar
þið Sigurður buðuð foreldrum
mínum að hafa drenginn hjá ykk-
ur sumarlangt að Hverabakka.
Þau urðu alls níu sumrin sem ég
átti mitt annað heimili hjá ykkur,
þessum yndislegu hjónum og frá-
bæru uppalendum.
Mér er það minnisstætt að
þegar við nálguðumst Hvera-
bakkann blasti við nýreist fjós og
hlaða og svo heimreið með birki-
trjám á báða vegu. Þegar komið
var í hlað rauk gufa upp úr lok-
aðri þró sem síðar kom í ljós að
var „hitaveita “ þess tíma með að-
stöðu til að baka brauð o.fl. Þið
Sigurður voruð úti að planta
fyrsu öspunum vestan við húsið,
en þær urðu mun fleiri þegar árin
liðu ásamt öllum blómunum í og
við húsið.
Fyrstu sumrin mín hjá ykkur
fóru að mestu í leik og aðlögun að
nýju umhverfi og þið hjónin
kennduð mér hvað bæri að var-
ast, einkum varðandi hveri og
sjóðandi heita gufuna. Þú treyst-
ir mér samt, þó ungur væri, til að
passa eldri dæturnar. Fyrst
Önnu, sem eitt sinn fór heim þeg-
ar ég gleymdi mér í leik með
krökkunum á Grafarbakka. Þú
með þína góðu lund bentir mér á
að nú ætti ég að bera ábyrgð á
því sem mér væri trúað fyrir.
Annað sumarið var ég oft með
Þóru, sem þá var komin í kerru.
Fórum við Þóra stundum suður
að Reykjabakka til frændfólks
hennar, þar sem ég átti góðan
vin.
Þegar á leið kenndir þú mér að
mjólka og þær urðu ófáar stund-
irnar sem við áttum saman í fjós-
inu, þótt kýrnar væru ekki marg-
ar en enginn var vélbúnaðurinn.
Að morgunmjöltum loknum var
farið heim í kaffi og síðan niður á
Eyri að sinna garðræktinni. Á
meðan tekin var hvíld eftir há-
degismatinn undirbjóst þú nestið
með síðdegiskaffinu.
Þótt kýrnar, heyskapurinn og
garðyrkjan krefðust mikillar
vinnu var samt alltaf gaman. Þið
hjónin voruð svo samrýmd og
glaðvær að vinnan varð að nokk-
urs konar leik og áskorun um að
gera betur.
En lífið fólst í fleiru en vinnu.
Alla sunnudaga sem messað var í
Hrunakirkju var farið í betri föt-
in og síðan til kirkju þar sem
bróðir þinn Sveinbjörn messaði
og þið Sigurður voruð í kirkju-
kórnum. En það var líka oft
sungið á Hverabakka, einkum
þegar vinahjón ykkar frá Garði
og Akurgerði komu í heimsókn,
eða presthjónin frá Hruna. Þá
kom Einar með gítarinn og Sig-
urður settist við gamla orgelið og
svo var sungið fram á rauða nótt.
Þegar árin liðu og ég kom í
heimsókn til ykkar að Hvera-
bakka var oftar en ekki farið nið-
ur á Eyri og sótt blómkál í hina
rómuðu blómkálssúpu, sem eng-
inn gerði betur en þú. Síðan var
farið yfir hvað á dagana hefði
drifið frá því við hittumst síðast
og hvað væri nýtt að frétta úr
hreppnum. Þú fylgdist vel með
öllu og varst hafsjór af fróðleik.
Elsku Svava ég get ekki kvatt
án þess að þakka þér fyrir öll árin
sem við áttum saman einkum eft-
ir að Guðbjörg móðir mín lést og
ég var aðeins þrettán ára gamall.
Þú varst mér sem önnur móðir.
Megið þið Sigurður, sem þú hef-
ur nú hitt aftur, njóta þess að
vera sameinuð á ný.
Bjarni Þór Jónsson.
- Fleiri minningargreinar
um Svövu Sveinbjarnar-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Áskær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ALDA SIGRÚN OTTÓSDÓTTIR,
Bollatanga 9,
Mosfellsbæ,
lést á Landakoti laugardaginn 25. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Halldór Bergmann Þorvaldsson
Jóhann B. Halldórsson Svanhvít V. Sigurðardóttir
Jenney Sigrún Halldórsdóttir Magnús Reynisson
Halldór B. Halldórsson
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SIGRÍÐAR FRIÐSEMDAR
SIGURÐARDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 2. hæðar E á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir einstaka umönnun og alúð.
Sigurbjörg Ágústsdóttir Vilberg Ágústsson
Sigþór Kristinn Ágústsson
Elín Ágústsdóttir Hrafn Ingimundarson
Steindór Rúnar Ágústsson
Halldór Jónas Ágústsson Ingunn Gísladóttir
barnabörn og barnabarnabörn