Morgunblaðið - 14.07.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.07.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022 Sýningareldhús - Draghálsi 4 - 110 Reykjavík - Sími: 535 1300 - verslun@verslun.is Netverslun á www.verslun.is ...hillukerfi Vínkælar WFG 185 - St. (hxbxd) 1850x595 x596 mm (+2 - +10°C) WFG 155 - St. (hxbxd) 1550 x 595 x610 (+5 - +22°C) WFG 45 - Stærð (hxbxd) 820 x595 x573 (+5 - +10 /+10 - +18°C) T a k ti k 5 6 9 2 # Mikil eftirspurn er eftir gistingu á hótelum út um land þessa dagana, enda hásumar og margir á ferð. Leit á booking.com sýnir að sum hótel eru fullsetin og engin herbergi þar laus sé spurt um gistingu fyrir tvo um næstu helgi. Á Vestur- og Norðurlandi eru um 80% allra hót- elherbergja sem í boði eru bókuð um næstu helgi og á Austurlandi var þetta hlutfall síð- degis í gær komið í rúmlega 90%. Bekkurinn er sömuleiðis þétt setinn á Suður- landi. Nærri læt- ur að nú sé búið að selja í fjögur af hverjum fimm gisti- rúmum á hótelum þar. Sums staðar er þetta hlutfall hærra, svo sem við Laugarvatn, Flúðir og víðar í upp- sveitum Árnessýslu. Sömu sögu er að segja úr Rangárþingi og Vestmanna- eyjum. Erlendir ferðamenn skila sér Á landsvísu sést stundum á íburð- arlitlum hótelum að óseld eru 1-2 her- bergi. Algengt verð fyrir tvo á slíkum gististöðum eru 30 til 50 þús. kr. „Bókunarstaðan er mjög góð. Slíkt gildir um landið allt skilst mér,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Markaðsstofu Norður- lands. „Ofmælt er að Ísland sé upp- selt en greinilegt er að erlendir ferðamenn eru að skila sér aftur til landsins, nú að faraldri loknum. Við búumst við því að halda góðum bók- unartölum fram í október. Vegna þessa er erfitt fyrir fólk að fá gistingu á síðustu stundu og því hætt við að Ís- lendingar á ferðalögum geti lent í vanda. Samt veit ég að einhver hreyf- ing er á bókunum, til dæmis vegna co- vid, og þá geta lausar nætur dottið inn með skömmum fyrirvara.“ sbs@mbl.is Hótelin þétt setin - Ísland nánast uppselt - Nýting oft 90% - Mikið er bókað fram í október Arnheiður Jóhannsdóttir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Norðurland Sumarhótelið í heima- vist Menntaskólans á Akureyri. DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Mikill hljómgrunnur virðist fyrir því meðal margra sveitarstjórnar- manna að breyta aðferðafræðinni við ákvörðun fasteignagjalda frá því sem nú er. Þetta er mat Svanhildar Hólm Valsdóttur, framkvæmda- stjóra Viðskiptaráðs, og Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Fé- lags atvinnurekenda (FA). Þau eru gestir Dagmála í dag. Samtökin sem þau fara fyrir hafa kallað eftir því lengi að innheimt fasteignagjöld fylgi ekki óheft þeim miklu hækk- unum sem orðið hafa á álögðu fast- eignamati síðustu ár. Hefur FA meðal annars vakið at- hygli á að grófir útreikningar bendi til þess að fasteignagjöld á atvinnu- húsnæði muni hækka um 3 millj- arða króna vegna nýs fasteignamats sem gilda mun fyrir árið 2023. Ólaf- ur Stephensen segir að þarna sé um mjög íþyngjandi gjaldtöku að ræða sem auk þess ýti undir víxlverkun. Þannig þurfi t.d. fasteignafélög að hækka leigugjald vegna hækkandi fasteignagjalda, en nýtt fast- eignamat muni m.a. taka mið af hækkandi húsaleigu. Svanhildur Hólm bendir einnig á að fasteignagjöld hafi á síðustu ár- um tekið að vega þyngra í kostn- aðarhlutfalli margra leigufélaga. Það sé til marks um að þau séu ekki að veita hækkununum beint út í verðlagið, en það hljóti þó að gerast með einum eða öðrum hætti. Sveit- arfélög á borð við Kópavog, Mos- fellsbæ og Hafnarfjörð hafa lýst því yfir að þau hyggist taka álagning- arprósentu fasteignagjalda til skoð- unar til þess að draga úr því höggi sem eigendur fasteigna verði fyrir vegna hækkunar fasteignamatsins. Ólafur bendir á að það sé þó baga- legt að Reykjavíkurborg hyggist ekki endurskoða þessi mál fyrr en undir lok kjörtímabilsins. Um helm- ingur fasteignagjalda af atvinnu- húsnæði fellur í hlut höfuðborg- arinnar. Svanhildur og Ólafur segja löngu tímabært að endurskoða kerfið í kringum innheimtu fasteignagjalda og að þar megi m.a. líta til þess hvernig þessum málum er háttað annars staðar á Norðurlöndum. Gjöld Svanhildur og Ólafur segja bagalegt að fyrirtæki þurfi að taka á sig mikla hækkun fasteignagjalda, óháð því hvort betur eða verr ári í rekstri. Fasteignagjöldin eins og eilífðarvél - Álagningin ýtir undir verðbólgu Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Mikið hefur gengið á um helgar í Hafnarfirði í sumar en þar stendur yfir tónlistarhátíðin Hjarta Hafnar- fjarðar í Bæjarbíói, sem í ár er ellefu vikna löng. Bæði má finna tónleika inni í bíóinu sjálfu og á útisvæði sem opið er öllum frítt. „Við erum með dag- skrá fimmtudag, föstudag og laug- ardag,“ segir Páll Eyjólfsson – Palli, framkvæmdastjóri Bæjarbíós. „Júlladiskó var á fimmtudaginn, Stuðmenn voru á föstudaginn og svo var Poppvélin á laugardaginn,“ segir Palli hreykinn en þá skortir ekki bjórinn. „Við erum með 52 dælur og notum helminginn af þeim. Bjóðum upp á tíu tegundir af bjór.“ Þá tekur útisvæðið við 300 manns sitjandi. Í kvöld hefst síðan ný helgardag- skrá þar sem Bríet verður með tón- leika inni á meðan Siggi Hlö þeytir skífum úti. Á morgun, föstudag, heldur síðan Björn Jörundur lang- þráða tónleika. „Þetta eru fimm- tugsafmælistónleikarnir hans þótt hann sé orðinn fimmtíu og eins árs.“ Tónleikarnir heita 15 – 51 sem vísar til þess aldurs þegar hann byrjaði að semja. „Fram á nótt og Hjálpaðu mér upp. Það eru fyrstu lögin sem Björn Jörundur semur. Fimmtán ára kvikindi. Þetta eru svo þrosk- aðar lagasmíðar,“ segir Palli og hlær en annað kvöld spilar Á móti sól úti og á laugardag verður Papaball. Vanalega byrja tónleikarnir inni klukkan 20 og dagskráin úti um klukkutíma síðar. Gestirnir inni geta því vel tekið þátt úti ef þeir vilja í hléinu og eftir tónleikana. Hátíðin hófst 13. maí og í júní var kántrí- hátíð. Henni lýkur síðan í þarnæstu viku með upphitun fyrir versl- unarmannahelgina. Ellefu vikna hátíð í hjarta Hafnarfjarðar - Lýkur með upphitun fyrir Þjóðhátíð í Eyjum Morgunblaðið/Kristján Johannessen Sungið Jónas Sig tróð upp inni í bíóinu sjálfu um síðustu helgi en Bó setti tón- leikaveisluna líkt og síðustu ár. Tónleikagestir geta einnig skemmt sér úti. Fjör „Við erum með 52 dælur og notum helminginn af þeim. Bjóðum upp á tíu tegundir af bjór,“ segir Palli en útisvæðið tekur 300 manns sitjandi. Spjallað Opið er á útisvæðinu frá kl. 18 til 23 fimmtudag til laugardags. Hér glittir í tjaldið þar sem dagskráin fer fram en einnig er hægt að njóta úti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.