Morgunblaðið - 14.07.2022, Side 6

Morgunblaðið - 14.07.2022, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022 Sýningareldhús - Draghálsi 4 - 110 Reykjavík - Sími: 535 1300 - verslun@verslun.is Netverslun á www.verslun.is ...hillukerfi Vínkælar WFG 185 - St. (hxbxd) 1850x595 x596 mm (+2 - +10°C) WFG 155 - St. (hxbxd) 1550 x 595 x610 (+5 - +22°C) WFG 45 - Stærð (hxbxd) 820 x595 x573 (+5 - +10 /+10 - +18°C) T a k ti k 5 6 9 2 # Mikil eftirspurn er eftir gistingu á hótelum út um land þessa dagana, enda hásumar og margir á ferð. Leit á booking.com sýnir að sum hótel eru fullsetin og engin herbergi þar laus sé spurt um gistingu fyrir tvo um næstu helgi. Á Vestur- og Norðurlandi eru um 80% allra hót- elherbergja sem í boði eru bókuð um næstu helgi og á Austurlandi var þetta hlutfall síð- degis í gær komið í rúmlega 90%. Bekkurinn er sömuleiðis þétt setinn á Suður- landi. Nærri læt- ur að nú sé búið að selja í fjögur af hverjum fimm gisti- rúmum á hótelum þar. Sums staðar er þetta hlutfall hærra, svo sem við Laugarvatn, Flúðir og víðar í upp- sveitum Árnessýslu. Sömu sögu er að segja úr Rangárþingi og Vestmanna- eyjum. Erlendir ferðamenn skila sér Á landsvísu sést stundum á íburð- arlitlum hótelum að óseld eru 1-2 her- bergi. Algengt verð fyrir tvo á slíkum gististöðum eru 30 til 50 þús. kr. „Bókunarstaðan er mjög góð. Slíkt gildir um landið allt skilst mér,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Markaðsstofu Norður- lands. „Ofmælt er að Ísland sé upp- selt en greinilegt er að erlendir ferðamenn eru að skila sér aftur til landsins, nú að faraldri loknum. Við búumst við því að halda góðum bók- unartölum fram í október. Vegna þessa er erfitt fyrir fólk að fá gistingu á síðustu stundu og því hætt við að Ís- lendingar á ferðalögum geti lent í vanda. Samt veit ég að einhver hreyf- ing er á bókunum, til dæmis vegna co- vid, og þá geta lausar nætur dottið inn með skömmum fyrirvara.“ sbs@mbl.is Hótelin þétt setin - Ísland nánast uppselt - Nýting oft 90% - Mikið er bókað fram í október Arnheiður Jóhannsdóttir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Norðurland Sumarhótelið í heima- vist Menntaskólans á Akureyri. DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Mikill hljómgrunnur virðist fyrir því meðal margra sveitarstjórnar- manna að breyta aðferðafræðinni við ákvörðun fasteignagjalda frá því sem nú er. Þetta er mat Svanhildar Hólm Valsdóttur, framkvæmda- stjóra Viðskiptaráðs, og Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Fé- lags atvinnurekenda (FA). Þau eru gestir Dagmála í dag. Samtökin sem þau fara fyrir hafa kallað eftir því lengi að innheimt fasteignagjöld fylgi ekki óheft þeim miklu hækk- unum sem orðið hafa á álögðu fast- eignamati síðustu ár. Hefur FA meðal annars vakið at- hygli á að grófir útreikningar bendi til þess að fasteignagjöld á atvinnu- húsnæði muni hækka um 3 millj- arða króna vegna nýs fasteignamats sem gilda mun fyrir árið 2023. Ólaf- ur Stephensen segir að þarna sé um mjög íþyngjandi gjaldtöku að ræða sem auk þess ýti undir víxlverkun. Þannig þurfi t.d. fasteignafélög að hækka leigugjald vegna hækkandi fasteignagjalda, en nýtt fast- eignamat muni m.a. taka mið af hækkandi húsaleigu. Svanhildur Hólm bendir einnig á að fasteignagjöld hafi á síðustu ár- um tekið að vega þyngra í kostn- aðarhlutfalli margra leigufélaga. Það sé til marks um að þau séu ekki að veita hækkununum beint út í verðlagið, en það hljóti þó að gerast með einum eða öðrum hætti. Sveit- arfélög á borð við Kópavog, Mos- fellsbæ og Hafnarfjörð hafa lýst því yfir að þau hyggist taka álagning- arprósentu fasteignagjalda til skoð- unar til þess að draga úr því höggi sem eigendur fasteigna verði fyrir vegna hækkunar fasteignamatsins. Ólafur bendir á að það sé þó baga- legt að Reykjavíkurborg hyggist ekki endurskoða þessi mál fyrr en undir lok kjörtímabilsins. Um helm- ingur fasteignagjalda af atvinnu- húsnæði fellur í hlut höfuðborg- arinnar. Svanhildur og Ólafur segja löngu tímabært að endurskoða kerfið í kringum innheimtu fasteignagjalda og að þar megi m.a. líta til þess hvernig þessum málum er háttað annars staðar á Norðurlöndum. Gjöld Svanhildur og Ólafur segja bagalegt að fyrirtæki þurfi að taka á sig mikla hækkun fasteignagjalda, óháð því hvort betur eða verr ári í rekstri. Fasteignagjöldin eins og eilífðarvél - Álagningin ýtir undir verðbólgu Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Mikið hefur gengið á um helgar í Hafnarfirði í sumar en þar stendur yfir tónlistarhátíðin Hjarta Hafnar- fjarðar í Bæjarbíói, sem í ár er ellefu vikna löng. Bæði má finna tónleika inni í bíóinu sjálfu og á útisvæði sem opið er öllum frítt. „Við erum með dag- skrá fimmtudag, föstudag og laug- ardag,“ segir Páll Eyjólfsson – Palli, framkvæmdastjóri Bæjarbíós. „Júlladiskó var á fimmtudaginn, Stuðmenn voru á föstudaginn og svo var Poppvélin á laugardaginn,“ segir Palli hreykinn en þá skortir ekki bjórinn. „Við erum með 52 dælur og notum helminginn af þeim. Bjóðum upp á tíu tegundir af bjór.“ Þá tekur útisvæðið við 300 manns sitjandi. Í kvöld hefst síðan ný helgardag- skrá þar sem Bríet verður með tón- leika inni á meðan Siggi Hlö þeytir skífum úti. Á morgun, föstudag, heldur síðan Björn Jörundur lang- þráða tónleika. „Þetta eru fimm- tugsafmælistónleikarnir hans þótt hann sé orðinn fimmtíu og eins árs.“ Tónleikarnir heita 15 – 51 sem vísar til þess aldurs þegar hann byrjaði að semja. „Fram á nótt og Hjálpaðu mér upp. Það eru fyrstu lögin sem Björn Jörundur semur. Fimmtán ára kvikindi. Þetta eru svo þrosk- aðar lagasmíðar,“ segir Palli og hlær en annað kvöld spilar Á móti sól úti og á laugardag verður Papaball. Vanalega byrja tónleikarnir inni klukkan 20 og dagskráin úti um klukkutíma síðar. Gestirnir inni geta því vel tekið þátt úti ef þeir vilja í hléinu og eftir tónleikana. Hátíðin hófst 13. maí og í júní var kántrí- hátíð. Henni lýkur síðan í þarnæstu viku með upphitun fyrir versl- unarmannahelgina. Ellefu vikna hátíð í hjarta Hafnarfjarðar - Lýkur með upphitun fyrir Þjóðhátíð í Eyjum Morgunblaðið/Kristján Johannessen Sungið Jónas Sig tróð upp inni í bíóinu sjálfu um síðustu helgi en Bó setti tón- leikaveisluna líkt og síðustu ár. Tónleikagestir geta einnig skemmt sér úti. Fjör „Við erum með 52 dælur og notum helminginn af þeim. Bjóðum upp á tíu tegundir af bjór,“ segir Palli en útisvæðið tekur 300 manns sitjandi. Spjallað Opið er á útisvæðinu frá kl. 18 til 23 fimmtudag til laugardags. Hér glittir í tjaldið þar sem dagskráin fer fram en einnig er hægt að njóta úti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.