Morgunblaðið - 14.07.2022, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.07.2022, Blaðsíða 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022 Meistaradeild karla 1. umferð, seinni leikir: KÍ Klaksvík – Bodö/Glimt...................... 3:1 - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. _ Bodö/Glimt áfram, 4:3 samanlagt. Dinamo Batumi – Slovan Bratislava ...... 1:2 _ Slovan áfram, 2:1 samanlagt. Shakhtyor Soligorsk – Maribor .............. 0:2 _ Maribor áfram, 2:0 samanlagt. Ferencváros – Tobol ................................ 5:1 _ Ferencváros áfram, 5:1 samanlagt. _ Leikir CFR Cluj – Pyunik Jerevan og Linfield – The New Saints fóru í framleng- ingu og var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Bandaríkin Austin – Houston Dynamo...................... 3:1 - Þorleifur Úlfarsson lék allan leikinn með Houston Dynamo. >;(//24)3;( EM U20 kvenna B-deild í Norður-Makedóníu D-riðill: Ísland – Slóvenía .................................. 49:76 Noregur – Slóvakía .............................. 51:52 _ Lokastaðan: Slóvenía 6, Noregur 2, Sló- vakía 2, Ísland 2. _ Ísland fer í keppni um sæti níu til átján á mótinu. >73G,&:=/D KNATTSPYRNA Sambandsdeild karla, seinni leikir: Meistaravellir: KR – Pogon................. 18.15 Kópav.: Breiðablik – UES Coloma ..... 19.15 1. deild karla, Lengjudeildin: Seltjarnarnes: Grótta – Selfoss........... 19.15 Árbær: Fylkir – Kórdrengir................ 19.15 Kórinn: HK – KV.................................. 19.15 Vogar: Þróttur V. – Grindavík ............ 19.15 Í KVÖLD! _ Enski knattspyrnumaðurinn Ra- heem Sterling var í gær formlega kynntur til leiks sem nýr leikmaður Chelsea en félagið keypti hann af Man- chester City fyrir 47,5 milljónir punda. Sterling hefur orðið enskur meistari fjórum sinnum með City á undan- förnum fimm árum en hann hefur leik- ið með liðinu í sjö ár. Sterling er 27 ára og á að baki 77 landsleiki fyrir England þar sem hann hefur skorað 19 mörk. Í úrvalsdeildinni hefur hann skorað 109 mörk í 320 leikjum með Manchester City og Liverpool. _ Körfuknattleikskonan Lára Ösp Ás- geirsdóttir mun halda vestur um haf til Bandaríkjanna fyrir komandi tíma- bil. Lára varð Íslandsmeistari með Njarðvík á síðasta tímabili og leikur með U20 ára landsliði Íslands. Hún mun ganga til liðs við Metropolitan State University í Denver, sem er í Colorado-ríki og leikur í 2. deild há- skólaboltans. Lára er þriðji leikmaður Njarðvíkur sem fer í háskólaboltann í Bandaríkjunum á komandi tímabili. Hinar eru þær Helena Rafnsdóttir og Vilborg Jónsdóttir. _ Enska knattspyrnufélagið Leeds United staðfesti í gær að samkomulag hefði náðst við Barcelona um kaup- verðið á brasilíska kantmanninum Raphinha. Hann verður seldur til Barcelona fyrir 55 milljónir punda og á nú aðeins eftir að gangast undir lækn- isskoðun hjá Katalóníufélaginu áður en hann verður formlega kynntur. Raphinha verður þriðji leikmaðurinn sem Barcelona fær í sumar en áður kom Franck Kessie frá AC Milan og Andreas Christensen frá Chelsea. Eitt ogannað EM ÍTALÍA Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þegar heimslisti FIFA er skoðaður sést að einungis þrjú sæti skilja að Ítalíu í fjórtánda sæti og Ísland í sautjánda sæti. Þegar úrslit í fyrri viðureignum Ítalíu og Íslands eru skoðuð blasa við tölurnar 0:0, 1:0, 2:1, 0:0, 2:1, 1:0 og 1:1. Fjórir ítalskir sigrar með einu marki og þrjú jafntefli. Þegar fyrsta umferðin á EM á Englandi er skoðuð sést að Ítalía tapaði 1:5 fyrir Frakklandi en Ísland gerði 1:1 jafntefli við Belgíu. Þegar þetta er allt tekið með í reikninginn ætti að vera óhætt að spá sannkölluðum hörkuleik á milli þjóðanna þegar flautað verður til leiks klukkan 16 í dag að íslenskum tíma á Manchester City Academy Stadium. Liðin kynntust hvort öðru ágæt- lega þegar þau mættust í tveimur vináttuleikjum í Flórens fyrir 15 mánuðum, í apríl 2021. Þá vann Ítalía fyrri leikinn 1:0 með marki frá Ariönnu Caruso en síðan skildu liðin jöfn, 1:1, þar sem Valentina Giacinti skoraði á fyrstu mínútu og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir jafnaði á 40. mínútu. Í seinni leiknum tefldi Ítalía fram mjög áþekku liði og tapaði 1:5 fyrir Frökkum í fyrstu umferðinni á Eng- landi síðasta sunnudag. Tólf af sex- tán leikmönnum sem töpuðu fyrir Frökkum léku gegn íslenska liðinu í fyrra og svipaða sögu er að segja af liði Íslands. Sterkir samherjar Söru Í aðalhlutverkum hjá Ítölum eru framherjinn Cristiana Girelli, sem hefur skorað 46 mörk í 80 lands- leikjum, miðvörðurinn Sara Gama sem er leikjahæst með 127 landsleiki og kantmaðurinn Barbara Bonansea sem hefur skorað 26 mörk í 71 lands- leik. Þær eru allar verðandi sam- herjar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Juventus, ásamt fjórum öðrum í ítalska liðinu. Varamaðurinn Martina Piemonte skoraði mark Ítala gegn Frökkum en hún er samherji Guðnýjar Árna- dóttur hjá AC Milan, eins og mark- vörðurinn Laura Giuliani og kant- mennirnir Valentina Bergamaschi og Valentina Giacinti. En hvað hefur ítalska liðið gert í sínum leikjum á undanförnum tveimur árum? Jafntefli gegn Spán- verjum, 1:1, í eina leiknum sem liðið spilaði fyrir EM í sumar. Jafntefli, 1:1, gegn Svíum, 2:1 sigur á Norð- mönnum og 1:0 sigur á Dönum í Alg- arve-bikarnum í febrúar. Sigur og tap gegn Sviss í undankeppni HM. Sigrar gegn Austurríki, 3:2, og Hol- landi, 1:0, í vináttuleikjum síðasta sumar. Skellurinn gegn Frökkum á sunnudaginn stendur upp úr sem verstu úrslit liðsins síðustu ár og án efa mæta ítölsku konurnar grimmar til leiks í dag til að svara fyrir þá út- reið. Og þær þurfa sigur í dag – ekk- ert annað kemur til greina ætli þær sér áfram úr riðlinum. Í fremstu röð til aldamóta Þegar litið er á sögu ítalska lands- liðsins má sjá að það var í fremstu röð í heiminum fram að aldamótum. Á sjö fyrstu Evrópumótunum frá 1984 til 1997 komst liðið sex sinnum í undanúrslit, fékk bronsverðlaun 1987 og tapaði úrslitaleikjunum 1993 og 1997. Frá þeim tíma hafa Ítalir þrisvar fallið út í riðlakeppni EM og tvisvar komist í átta liða úrslit, 2009 og 2013. Þá komust Ítalir í átta liða úr- slit á síðasta heimsmeistaramóti, ár- ið 2019, í fyrsta skipti frá því á fyrsta mótinu árið 1991. Mæta Íslandi með stoltið sært - Sjö hörkuleikir Íslands og Ítalíu AFP/Oli Scarff Ítalir Sara Gama, lengst til hægri, og samherjar hennar steini lostnar eftir að hafa fengið á sig fimmta markið í fyrri hálfleik gegn Frökkum. Óli Valur Ómarsson, sem hefur verið í lykilhlutverki hjá knatt- spyrnuliði Stjörnunnar í ár, er far- inn frá Garðabæjarfélaginu. Hann var í gær kynntur til leiks sem nýr leikmaður sænska úrvalsdeild- arfélagsins Sirius sem keypti hann af Stjörnunni og samdi við hann til fimm ára. Óli Valur er 19 ára gam- all en hefur átt frábært tímabil með Stjörnunni í stöðu hægri bakvarð- ar. Hann lék sína fyrstu leiki með 21 árs landsliðinu í síðasta mánuði og á 37 úrvalsdeildarleiki að baki með Stjörnunni. Óli Valur með Sirius til 2027 Ljósmynd/siriusfotboll.se Sirius Óli Valur Ómarsson skrifar undir samninginn í Uppsala. Norska knattspyrnufélagið Rosen- borg kynnti í gær Kristal Mána Ingason til leiks sem nýjan liðs- mann félagsins en Rosenborg kaup- ir hann af Víkingi. Samningur Kristals við félagið er til fjögurra og hálfs árs, eða til loka tímabilsins 2026. Hann er kominn aftur til Ís- lands og getur leikið næstu deild- arleiki Víkinga, gegn FH og Stjörn- unni, auk næstu tveggja Evrópuleikja, en hann fær leik- heimild með Rosenborg þegar fé- lagaskiptaglugginn verður opn- aður í Noregi 1. ágúst. Með Rosenborg frá 1. ágúst Ljósmynd/rbk.no Rosenborg Kristall Máni Ingason í búningi norska félagsins. Hollendingar og Svíar eru í væn- legri stöðu í C-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í gær eftir sigra á Portúgölum og Svisslendingum en bæði sigurstranglegri liðin þurftu að hafa mikið fyrir því að innbyrða þrjú stig. Ekkert lið er enn komið áfram úr riðlinum. Svíar voru í miklu basli með Svisslendinga en unnu 2:1 á Bra- mall Lane í Sheffield í fyrri leik C- riðilsins í gær. Fridolina Rolfö kom Svíum yfir á 53. mínútu en Ramona Bachmann jafnaði strax með glæsi- legu skoti. Varamaðurinn Hanna Bennison skoraði sigurmarkið á 79. mínútu með góðu skoti utan víta- teigs. Holland var komið í 2:0 eftir 16 mínútur gegn Portúgal með mörk- um frá Damaris Egurrola og Steph- anie van der Gragt. Í annað sinn á mótinu vann Portúgal upp slíkt for- skot því Carole Costa og Diana Silva jöfnuðu metin í 2:2. Danielle van de Donk skoraði hinsvegar sig- urmark Hollands með glæsilegu skoti á 62. mínútu, 3:2. AFP/Oli Scarff Mark Danielle van de Donk skorar sigurmark Hollands gegn Portúgal. Holland og Svíþjóð komin í góða stöðu Ef Breiðablik slær ekki UE Santa Coloma út á Kópavogsvellinum í kvöld yrði það meiriháttar áfall fyr- ir Kópavogsliðið. Ef KR-ingar myndu slá Pogon frá Póllandi út á Meistaravöllum í kvöld yrði það eitthvert mesta ævintýri í sögu Evrópuleikja íslenskra liða. Verkefni Breiðabliks og KR í fyrstu umferð Sambandsdeild- arinnar í fótbolta eru eins ólík og hugsast getur en þau leika bæði heimaleiki sína í kvöld. KR gegn Po- gon klukkan 18.15 og Breiðablik gegn UE Santa Coloma klukkan 19.15. Breiðablik vann Andorramennina 1:0 í hörkuleik á þjóðarleikvangi Andorra fyrir viku. Ísak Snær Þor- valdsson skoraði sigurmarkið strax á 14. mínútu og þar með standa Blikar mjög vel að vígi. Komist þeir áfram mæta þeir lík- lega Bucucnost Podgorica frá Svartfjallalandi sem er með 2:0 for- skot gegn Llapi frá Kósóvó fyrir seinni leik liðanna í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálf- ari Breiðabliks, sagði við mbl.is í gær að hann væri með allan sama mannskap og áður tilbúinn í leikinn. KR-ingar mættu hinsvegar of- jörlum sínum í Szczecin í Póllandi þar sem þeir töpuðu 4:1. Öflugir Pólverjarnir voru komnir í 4:0 snemma í seinni hálfleik en Aron Kristófer Lárusson minnkaði mun- inn fyrir KR-inga 20 mínútum fyrir leikslok. Sigurliðið í þessari viðureign mætir Bröndby frá Danmörku í annarri umferð. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði við mbl.is í gær að Kristinn Jónsson og Finnur Tómas Pálmason væru meiddir en aðrir væru tilbúnir í slaginn gegn Pogon. Áfall fyrir Blika en ævintýri hjá KR Morgunblaðið/Árni Sæberg Evrópa Heimaleikir Breiðabliks og KR fara fram í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.