Morgunblaðið - 14.07.2022, Qupperneq 46
46 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022
Meistaradeild karla
1. umferð, seinni leikir:
KÍ Klaksvík – Bodö/Glimt...................... 3:1
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
_ Bodö/Glimt áfram, 4:3 samanlagt.
Dinamo Batumi – Slovan Bratislava ...... 1:2
_ Slovan áfram, 2:1 samanlagt.
Shakhtyor Soligorsk – Maribor .............. 0:2
_ Maribor áfram, 2:0 samanlagt.
Ferencváros – Tobol ................................ 5:1
_ Ferencváros áfram, 5:1 samanlagt.
_ Leikir CFR Cluj – Pyunik Jerevan og
Linfield – The New Saints fóru í framleng-
ingu og var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun.
Bandaríkin
Austin – Houston Dynamo...................... 3:1
- Þorleifur Úlfarsson lék allan leikinn með
Houston Dynamo.
>;(//24)3;(
EM U20 kvenna
B-deild í Norður-Makedóníu
D-riðill:
Ísland – Slóvenía .................................. 49:76
Noregur – Slóvakía .............................. 51:52
_ Lokastaðan: Slóvenía 6, Noregur 2, Sló-
vakía 2, Ísland 2.
_ Ísland fer í keppni um sæti níu til átján á
mótinu.
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Sambandsdeild karla, seinni leikir:
Meistaravellir: KR – Pogon................. 18.15
Kópav.: Breiðablik – UES Coloma ..... 19.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Seltjarnarnes: Grótta – Selfoss........... 19.15
Árbær: Fylkir – Kórdrengir................ 19.15
Kórinn: HK – KV.................................. 19.15
Vogar: Þróttur V. – Grindavík ............ 19.15
Í KVÖLD!
_ Enski knattspyrnumaðurinn Ra-
heem Sterling var í gær formlega
kynntur til leiks sem nýr leikmaður
Chelsea en félagið keypti hann af Man-
chester City fyrir 47,5 milljónir punda.
Sterling hefur orðið enskur meistari
fjórum sinnum með City á undan-
förnum fimm árum en hann hefur leik-
ið með liðinu í sjö ár. Sterling er 27 ára
og á að baki 77 landsleiki fyrir England
þar sem hann hefur skorað 19 mörk. Í
úrvalsdeildinni hefur hann skorað 109
mörk í 320 leikjum með Manchester
City og Liverpool.
_ Körfuknattleikskonan Lára Ösp Ás-
geirsdóttir mun halda vestur um haf
til Bandaríkjanna fyrir komandi tíma-
bil. Lára varð Íslandsmeistari með
Njarðvík á síðasta tímabili og leikur
með U20 ára landsliði Íslands. Hún
mun ganga til liðs við Metropolitan
State University í Denver, sem er í
Colorado-ríki og leikur í 2. deild há-
skólaboltans. Lára er þriðji leikmaður
Njarðvíkur sem fer í háskólaboltann í
Bandaríkjunum á komandi tímabili.
Hinar eru þær Helena Rafnsdóttir og
Vilborg Jónsdóttir.
_ Enska knattspyrnufélagið Leeds
United staðfesti í gær að samkomulag
hefði náðst við Barcelona um kaup-
verðið á brasilíska kantmanninum
Raphinha. Hann verður seldur til
Barcelona fyrir 55 milljónir punda og á
nú aðeins eftir að gangast undir lækn-
isskoðun hjá Katalóníufélaginu áður
en hann verður formlega kynntur.
Raphinha verður þriðji leikmaðurinn
sem Barcelona fær í sumar en áður
kom Franck Kessie frá AC Milan og
Andreas Christensen frá Chelsea.
Eitt
ogannað
EM ÍTALÍA
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þegar heimslisti FIFA er skoðaður
sést að einungis þrjú sæti skilja að
Ítalíu í fjórtánda sæti og Ísland í
sautjánda sæti.
Þegar úrslit í fyrri viðureignum
Ítalíu og Íslands eru skoðuð blasa
við tölurnar 0:0, 1:0, 2:1, 0:0, 2:1, 1:0
og 1:1. Fjórir ítalskir sigrar með
einu marki og þrjú jafntefli.
Þegar fyrsta umferðin á EM á
Englandi er skoðuð sést að Ítalía
tapaði 1:5 fyrir Frakklandi en Ísland
gerði 1:1 jafntefli við Belgíu.
Þegar þetta er allt tekið með í
reikninginn ætti að vera óhætt að
spá sannkölluðum hörkuleik á milli
þjóðanna þegar flautað verður til
leiks klukkan 16 í dag að íslenskum
tíma á Manchester City Academy
Stadium.
Liðin kynntust hvort öðru ágæt-
lega þegar þau mættust í tveimur
vináttuleikjum í Flórens fyrir 15
mánuðum, í apríl 2021. Þá vann
Ítalía fyrri leikinn 1:0 með marki frá
Ariönnu Caruso en síðan skildu liðin
jöfn, 1:1, þar sem Valentina Giacinti
skoraði á fyrstu mínútu og Karólína
Lea Vilhjálmsdóttir jafnaði á 40.
mínútu.
Í seinni leiknum tefldi Ítalía fram
mjög áþekku liði og tapaði 1:5 fyrir
Frökkum í fyrstu umferðinni á Eng-
landi síðasta sunnudag. Tólf af sex-
tán leikmönnum sem töpuðu fyrir
Frökkum léku gegn íslenska liðinu í
fyrra og svipaða sögu er að segja af
liði Íslands.
Sterkir samherjar Söru
Í aðalhlutverkum hjá Ítölum eru
framherjinn Cristiana Girelli, sem
hefur skorað 46 mörk í 80 lands-
leikjum, miðvörðurinn Sara Gama
sem er leikjahæst með 127 landsleiki
og kantmaðurinn Barbara Bonansea
sem hefur skorað 26 mörk í 71 lands-
leik. Þær eru allar verðandi sam-
herjar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur
hjá Juventus, ásamt fjórum öðrum í
ítalska liðinu.
Varamaðurinn Martina Piemonte
skoraði mark Ítala gegn Frökkum
en hún er samherji Guðnýjar Árna-
dóttur hjá AC Milan, eins og mark-
vörðurinn Laura Giuliani og kant-
mennirnir Valentina Bergamaschi
og Valentina Giacinti.
En hvað hefur ítalska liðið gert í
sínum leikjum á undanförnum
tveimur árum? Jafntefli gegn Spán-
verjum, 1:1, í eina leiknum sem liðið
spilaði fyrir EM í sumar. Jafntefli,
1:1, gegn Svíum, 2:1 sigur á Norð-
mönnum og 1:0 sigur á Dönum í Alg-
arve-bikarnum í febrúar. Sigur og
tap gegn Sviss í undankeppni HM.
Sigrar gegn Austurríki, 3:2, og Hol-
landi, 1:0, í vináttuleikjum síðasta
sumar.
Skellurinn gegn Frökkum á
sunnudaginn stendur upp úr sem
verstu úrslit liðsins síðustu ár og án
efa mæta ítölsku konurnar grimmar
til leiks í dag til að svara fyrir þá út-
reið. Og þær þurfa sigur í dag – ekk-
ert annað kemur til greina ætli þær
sér áfram úr riðlinum.
Í fremstu röð til aldamóta
Þegar litið er á sögu ítalska lands-
liðsins má sjá að það var í fremstu
röð í heiminum fram að aldamótum.
Á sjö fyrstu Evrópumótunum frá
1984 til 1997 komst liðið sex sinnum í
undanúrslit, fékk bronsverðlaun
1987 og tapaði úrslitaleikjunum 1993
og 1997.
Frá þeim tíma hafa Ítalir þrisvar
fallið út í riðlakeppni EM og tvisvar
komist í átta liða úrslit, 2009 og
2013. Þá komust Ítalir í átta liða úr-
slit á síðasta heimsmeistaramóti, ár-
ið 2019, í fyrsta skipti frá því á fyrsta
mótinu árið 1991.
Mæta Íslandi
með stoltið sært
- Sjö hörkuleikir Íslands og Ítalíu
AFP/Oli Scarff
Ítalir Sara Gama, lengst til hægri, og samherjar hennar steini lostnar eftir
að hafa fengið á sig fimmta markið í fyrri hálfleik gegn Frökkum.
Óli Valur Ómarsson, sem hefur
verið í lykilhlutverki hjá knatt-
spyrnuliði Stjörnunnar í ár, er far-
inn frá Garðabæjarfélaginu. Hann
var í gær kynntur til leiks sem nýr
leikmaður sænska úrvalsdeild-
arfélagsins Sirius sem keypti hann
af Stjörnunni og samdi við hann til
fimm ára. Óli Valur er 19 ára gam-
all en hefur átt frábært tímabil með
Stjörnunni í stöðu hægri bakvarð-
ar. Hann lék sína fyrstu leiki með
21 árs landsliðinu í síðasta mánuði
og á 37 úrvalsdeildarleiki að baki
með Stjörnunni.
Óli Valur með
Sirius til 2027
Ljósmynd/siriusfotboll.se
Sirius Óli Valur Ómarsson skrifar
undir samninginn í Uppsala.
Norska knattspyrnufélagið Rosen-
borg kynnti í gær Kristal Mána
Ingason til leiks sem nýjan liðs-
mann félagsins en Rosenborg kaup-
ir hann af Víkingi. Samningur
Kristals við félagið er til fjögurra
og hálfs árs, eða til loka tímabilsins
2026. Hann er kominn aftur til Ís-
lands og getur leikið næstu deild-
arleiki Víkinga, gegn FH og Stjörn-
unni, auk næstu tveggja
Evrópuleikja, en hann fær leik-
heimild með Rosenborg þegar fé-
lagaskiptaglugginn verður opn-
aður í Noregi 1. ágúst.
Með Rosenborg
frá 1. ágúst
Ljósmynd/rbk.no
Rosenborg Kristall Máni Ingason í
búningi norska félagsins.
Hollendingar og Svíar eru í væn-
legri stöðu í C-riðli Evrópumóts
kvenna í fótbolta í gær eftir sigra á
Portúgölum og Svisslendingum en
bæði sigurstranglegri liðin þurftu
að hafa mikið fyrir því að innbyrða
þrjú stig. Ekkert lið er enn komið
áfram úr riðlinum.
Svíar voru í miklu basli með
Svisslendinga en unnu 2:1 á Bra-
mall Lane í Sheffield í fyrri leik C-
riðilsins í gær. Fridolina Rolfö kom
Svíum yfir á 53. mínútu en Ramona
Bachmann jafnaði strax með glæsi-
legu skoti. Varamaðurinn Hanna
Bennison skoraði sigurmarkið á 79.
mínútu með góðu skoti utan víta-
teigs.
Holland var komið í 2:0 eftir 16
mínútur gegn Portúgal með mörk-
um frá Damaris Egurrola og Steph-
anie van der Gragt. Í annað sinn á
mótinu vann Portúgal upp slíkt for-
skot því Carole Costa og Diana
Silva jöfnuðu metin í 2:2. Danielle
van de Donk skoraði hinsvegar sig-
urmark Hollands með glæsilegu
skoti á 62. mínútu, 3:2.
AFP/Oli Scarff
Mark Danielle van de Donk skorar sigurmark Hollands gegn Portúgal.
Holland og Svíþjóð
komin í góða stöðu
Ef Breiðablik slær ekki UE Santa
Coloma út á Kópavogsvellinum í
kvöld yrði það meiriháttar áfall fyr-
ir Kópavogsliðið.
Ef KR-ingar myndu slá Pogon frá
Póllandi út á Meistaravöllum í kvöld
yrði það eitthvert mesta ævintýri í
sögu Evrópuleikja íslenskra liða.
Verkefni Breiðabliks og KR í
fyrstu umferð Sambandsdeild-
arinnar í fótbolta eru eins ólík og
hugsast getur en þau leika bæði
heimaleiki sína í kvöld. KR gegn Po-
gon klukkan 18.15 og Breiðablik
gegn UE Santa Coloma klukkan
19.15.
Breiðablik vann Andorramennina
1:0 í hörkuleik á þjóðarleikvangi
Andorra fyrir viku. Ísak Snær Þor-
valdsson skoraði sigurmarkið strax
á 14. mínútu og þar með standa
Blikar mjög vel að vígi.
Komist þeir áfram mæta þeir lík-
lega Bucucnost Podgorica frá
Svartfjallalandi sem er með 2:0 for-
skot gegn Llapi frá Kósóvó fyrir
seinni leik liðanna í kvöld.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálf-
ari Breiðabliks, sagði við mbl.is í
gær að hann væri með allan sama
mannskap og áður tilbúinn í leikinn.
KR-ingar mættu hinsvegar of-
jörlum sínum í Szczecin í Póllandi
þar sem þeir töpuðu 4:1. Öflugir
Pólverjarnir voru komnir í 4:0
snemma í seinni hálfleik en Aron
Kristófer Lárusson minnkaði mun-
inn fyrir KR-inga 20 mínútum fyrir
leikslok.
Sigurliðið í þessari viðureign
mætir Bröndby frá Danmörku í
annarri umferð.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR,
sagði við mbl.is í gær að Kristinn
Jónsson og Finnur Tómas Pálmason
væru meiddir en aðrir væru tilbúnir
í slaginn gegn Pogon.
Áfall fyrir Blika en
ævintýri hjá KR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Evrópa Heimaleikir Breiðabliks og
KR fara fram í kvöld.