Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 02.07.2022, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.07.2022, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022 SAMAN Í SÓL 07. - 18. JÚLÍ NEPTUNO HOTEL 4* TVÍBÝLI MEÐ MORGUNVERÐI VERÐ FRÁ99.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 110.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 11. - 21. JÚLÍ HOTEL PALMASOL 4* TVÍBÝLI VERÐ FRÁ115.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 153.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS VIN SÆ LT TILBOÐ TAKMARKAÐ FRAMBOÐ ALMERÍA COSTA DEL SOL Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri seg- ist vera sammála úrskurði fjöl- miðlanefndar um að Ríkisútvarpið ohf. hafi brotið gegn lögum um Ríkisútvarpið með kostun á þáttunum Tóna- flóði um landið, sem sýndir voru í sjónvarpinu sumrin 2020 og 2021. „Eftir að hafa farið yfir þetta erum við sammála því sem þar kemur fram,“ segir Stefán en brotið snýr að því að þættirnir gætu ekki talist íburðarmiklir dagskrárliðir í skilningi undantekningarákvæðis 2. mgr. 7. gr. laga um Ríkisútvarpið. Því hefðu þeir ekki heimild til þess að rjúfa dagskrá með auglýsingahléum. „Þetta gerist í miðju Covid þegar verið er að bregðast við með breyt- ingum á dagskrá í samræmi við sótt- varnatakmarkanir. Það var ekki gætt nægilega vel að þessu í mati á því hvernig væri hægt að haga þessu,“ segir Stefán. Taldi nefndin hæfilegt að stjórnvaldssekt vegna brotsins næmi 1.500.000 kr. urdur@mbl.is Sammála niðurstöðu um lögbrot Stefán Eiríksson - Rúv. braut lög um kostun Tónaflóðs Arnar Grant neitar því að hafa hót- að eða kúgað nokkurn mann og svarar á þann hátt kæru sem þeir Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson lögðu fram á hendur honum og Vítalíu Lazarevu, fyrir tilraun til fjárkúg- unar, hótanir og brot gegn frið- helgi einkalífsins. Í viðtali við Rúv. í gærkvöldi sagði Arnar að kæran hefði komið sér mjög á óvart. Þá sagði hann að það hefði verið að frumkvæði þremenninganna að ná sátt í málinu. Neitar að hafa hótað og kúgað mennina Eldur kom upp í gærkvöldi inni á milli hitaveitutankanna í Grafar- holti í Reykjavík. Svo virðist sem eldurinn hafi kviknað í tækjabún- aði, sem hefur líklega verið notaður við viðgerð á tönkunum. Þetta segir Kristján Sigfússon, varðstjóri stoðdeildar hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Töluverður svartur reykur steig upp af svæð- inu og voru því bílar frá öllum stöðvum slökkviliðsins sendir á staðinn. Slökkviliðsmenn voru fljótir að ráða niðurlögum eldsins, en upptök hans voru enn ókunn í gærkvöldi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grafarholt Slökkviliðið réð niðurlögum eldsins sem kom upp í gærkvöldi. Eldur við hita- veitutankana Líf og fjör er í blíðviðrinu á Gos- lokahátíð í Vestmannaeyjum sem hófst á fimmtudaginn. Hátíðin er haldin fyrstu helgina í júlí ár hvert en þá er því fagnað að eldgosinu árið 1973 lauk um sumarið það ár. Fjölbreytt dagskrá er um helgina og ættu allir að geta fundið sér ein- hverja afþreyingu við hæfi, ungir sem aldnir. Á boðstólum er fjölbreytt úrval tónleika, hönnunar- og listsýninga, leiksýninga og fyrirlestra en einnig verður hægt að fara í skipulagðar göngur og ýmislegt annað spenn- andi. Gunni og Felix skemmtu yngstu kynslóðinni í gær á barnaskemmt- un í boði Ísfélags Vestmannaeyja á Stakkagerðistúni, viðstöddum til mikillar gleði. Þá komu einnig fram á Stakkagerðistúninu Sumarsirkus Húlladúllunnar, Latibær og BMX brós. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Gunni og Felix stigu á svið Fjölbreytt dagskrá í Eyjum um helgina í tilefni þess að 49 ár eru síðan eldgosinu á Heimaey lauk árið 1973 „Mér vitanlega hefur engin niðurstaða komið sem gefur tilefni til að kalla eftir varan- legu herliði á Íslandi,“ segir Jón Gunnarsson dómsmála- ráðherra, en hann á sæti í þjóð- aröryggisráði ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráð- herra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utan- ríkisráðherra. Hann segir það mál alltaf vera til skoðunar í þjóðaröryggisráði, eins og fram hafi komið, en um það sé ekkert meira að segja á þessari stundu. „Þetta er auðvit- að alltaf bara mat sem fer fram í samvinnu við okkar bandalagsþjóðir en í dag liggur ekkert fyrir um það.“ Eftirlit við Ísland farið vaxandi Ísland mun vinna áfram í þéttu samráði við bandalagsþjóðir sínar að sögn Jóns. Ef forsendur breytast verði skoðað að grípa til ráðstafana í samræmi við það. Haft var eftir Baldri Þórhallssyni í Morgun- blaðinu í gær að hann teldi Ísland í verulegri hættu ef átök breiddust út. „Það er ekki að ástæðulausu að bandalagsþjóðir okkar hafa sett allan sinn viðbúnað á hærra stig út af þeirri stöðu sem nú er uppi,“ segir Jón, inntur eftir viðbrögðum við þessu. Hann bendir á að það sé ekkert launung- armál að eftirlit í námunda við Ísland hafi farið vax- andi, einkum með aukinni loftrýmisgæslu, og telur ekki ástæðu til að ætla að sú þróun breytist. Þessi aukni viðbúnaður eigi sér samt stað um alla Evr- ópu, en til að mynda séu ýmsar bandalagsþjóðir að senda herlið til landa í austanverðri Evrópu. „Við erum herlaus þjóð svo við verðum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar með öðrum hætti.“ Þá sé Ísland sem fyrr með varnarsamning við Banda- ríkjamenn. „Það er svo stöðumat hverju sinni hvaða viðbragð þarf að vera fyrir hendi svo örygg- inu sé fullnægt.“ Vaxandi eftirlit við Ísland - Ekki tilefni til að kalla eftir varanlegu herliði á þessu stigi - „Alltaf til skoðunar“ Jón Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.