Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022 0,75% Meginvextir Seðlabankans Frá 2. maí 2019 til 1. júlí 2022 5% 4% 3% 2% 1% 0% 2019 2020 2021 2022 4,5% Heimild: SI 4,75% Baldur Arnarson baldura@mbl.is Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu, segir hækkandi greiðslubyrði íbúðalána munu koma fram í minni einkaneyslu með haustinu. Það geti haft mikil áhrif á neyslumynstrið. „Það hlýtur að vera áhyggjuefni að kaupmáttur skuli hafa farið minnkandi, eftir að hafa verið í hæstu hæðum í upphafi ársins, og muni að óbreyttu fara minnkandi,“ segir Andrés sem telur aðspurður að áhrifin af hærri greiðslubyrði íbúða- lána séu ekki að fullu komin fram í mælingum á kaupmætti. En Seðlabankinn hefur hækkað vexti jafnt og þétt í ár (sjá graf). „Ef þetta ástand varir lengi, sem allt bendir því miður til, þá mun það ekki auðvelda kjarasamningsgerðina sem hefst eftir sumarið,“ segir Andr- és og bendir á að síðasta vaxtahækk- un, 22. júní sl., sé ekki að fullu komin fram í greiðslubyrðinni. Mun beina neyslunni annað Minni ráðstöfunartekjur muni hafa áhrif á neyslumynstrið. „Fólk mun áfram þurfa að kaupa nauðsynjar en aðrar tegundir versl- unar en þær sem uppfylla grunn- þarfir munu væntanlega finna fyrir þessu. Þegar greiðslubyrði íbúða- lána hækkar jafn mikið og útlit er fyrir mun það hafa áhrif á það hvert fólk beinir neyslu sinni.“ Andrés sat aðalfund Evrópusam- taka verslunarinnar (EuroComm- erce) í Brussel í júní og segir fulltrúa verslunar í nágrannalöndum hafa viðrað sömu áhyggjur. Þar með talið í Danmörku og Svíþjóð en þar hafi vextir jafnvel verið neikvæðir áður en þeir fóru að hækka með neikvæð- um áhrifum fyrir kaupmátt. „Verslun og þjónusta í þessum ná- grannalöndum mun finna hratt fyrir þessum breytingum og ég tala nú ekki um verslunina sunnar í Evrópu, ekki síst í Þýskalandi. Við það bæt- ast áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur á hagkerfin í Evrópu ef orku- kostnaður rýkur upp úr öllu valdi í haust, líkt og margir óttast. Þá er ég að tala um gas og olíu, og þá fyrst og fremst gas, en við búum við aðrar að- stæður hvað varðar orkukostnað.“ Óviss áhrif á ferðavilja Spurður hvort hækkandi orku- kostnaður í Evrópu muni birtast í verslun erlendra ferðamanna með haustinu segir Andrés ekki gott að segja hvaða áhrif þetta hafi yfirhöfuð á ferðavilja Evrópubúa í haust. Hann bendir á að Þjóðverjar fái um 40% af sínu jarðgasi frá Rúss- landi og ef það hækki mikið í haust geti það dregið úr ferðavilja. Draga mun úr neyslu heimilanna - Framkvæmdastjóri SVÞ segir hærri greiðslubyrði íbúðalána hafa mikil áhrif Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Íslenski sálmurinn Heyr himna smið- ur eftir tónskáldið Þorkel Sigur- björnsson er leikinn undir atriði í lokaþætti þriðju seríu af þáttaröðinni 911 Lone star. Um er að ræða þætti sem framleiddir eru í Bandaríkjunum af sjónvarpsstöðinni 20th Century Fox og hafa notið vaxandi vinsælda að undanförnu, en leikarinn Rob Lowe fer með aðalhlutverkið. Guðrún Björk Bjarnadóttir, fram- kvæmdastjóri STEF, segir það ekki koma á óvart að sálmurinn rati inn í þætti eða kvikmyndir. Árið 2013 birti hljómsveitin Árstíð- ir myndband á Youtube af því þegar meðlimir hennar sungu Heyr, himna smiður, án undirspils, á neðanjarð- arlestarstöð við aðdáun viðstaddra. Í dag hafa tæplega átta milljónir manna séð myndbandið. „Lagið varð í kjölfarið vinsælt í alls konar verk- efni, sem leiddi til þess að erfingjar Þorkels sömdu við erlendan tónlistar- forleggjara til að hjálpa til við leyfis- veitinguna,“ segir Guðrún. Dóttir Þorkels, Mist Barbara, var rétthafinn að laginu þar til hún samdi við breska forleggjarann Faber mus- ic, og var því ekki með í ráðum þegar veitt var leyfi fyrir notkun á laginu í umræddum þáttum. Hún segir það þó skemmtilegt að heyra hvernig lag- ið hefur öðlast nýtt líf. Gersemar í skúffum Guðrún segir íslenska tónhöfunda hafa verið að hasla sér völl á stóra sviði kvikmyndatónlistar undanfarin ár. „Innviðir hér á landi hafa verið að styrkjast og þekking að aukast og svo höfum við staðið fyrir vinnustofum í samstarfi við ÚTÓN á hverju ári.“ Þær vinnustofur ganga út á að kynna íslenska tónlist fyrir erlendum for- leggjurum og ráðgjöfum. „Við eigum þvílíkar gersemar sem liggja allt of mikið ofan í skúffum, það þarf að gera meira til að opna þessar skúffur og sýna heiminum það sem er til.“ Heyr, himna smiður í Hollywood - Íslenskur sálmur í þætti með Rob Lowe - Árstíðir komu laginu á kortið - Forleggjarinn Faber music rétthafinn í dag - Íslenskir tónhöfundar að hasla sér völl á stóra sviði kvikmyndatónlistar Skjáskot/Youtube Tónar Árstíðir flytja Heyr, himna smiður í neðanjarðarlestarstöð. Þorkell Sigurbjörnsson Rob Lowe Biskup úr turninum Í skoðun er að starfsemi Biskups- stofu verði á næstunni flutt í annað húsnæði. Skrifstofurými í Grensás- kirkju þykir þar koma vel til greina, betur en annað sem skoðað hefur verið. Frá haustinu 2019 hafa skrifstofur þjóðkirkjunnar verið í turninum á Höfðatorgi í Reykjavík, skv. leigu- samningi til sjö ára. Nú þegar stíf aðhaldskrafa gildir í öllu starfi þjóð- kirkjunnar er öllum steinum velt við og leiða til sparnaðar leitað. Hluti af þeirri viðleitni er að fara í ódýrara og jafnframt hentugra húsnæði. „Leiðarljósið er að starfsfólk Biskupsstofu, þar með talið rekstr- arskrifstofu, geti á nýjum stað verið í góðum tengslum við grasrótina og kirkjustarf úti í samfélaginu. Þess vegna höfum við horft á húsnæði Grensáskirkju, þar sem ýmis starf- semi þjóðkirkjunnar hefur verið fyr- ir,“ segir Pétur Markan biskups- ritari. sbs@mbl.is Grensáskirkja Til skoðunar er að Biskupsstofa flytjist hér inn. - Skoða flutninga í Grensáskirkju Morgunblaðið/Sigurður Bogi Framkvæmdir við nýtt flugskýli Landhelg- isgæslunnar (LHG) á Reykjavíkurflugvelli hafa gengið mjög vel. Húsið kemur frá verk- smiðju Límtrés vírnets og verktakar hafa reist húsið á mettíma, að sögn Landhelgisgæsl- unnar. Fyrsta sperran var reist 9. júní . Þremur vikum síðar er húsið farið að taka á sig mynd og klæðning þess komin vel á veg. Gert er ráð fyrir að þyrlur LHG geti farið í nýja flugskýlið þegar í ágúst. Núverandi flugskýli LHG var byggt 1942 og er með öllu ófullnægjandi. Það uppfyllir t.d. ekki lágmarkskröfur um brunavarnir. Ráðist verður í gagngerar endurbætur á því. Áhersla er lögð á að ljúka þeim verkþætti fyrir haust- ið. Brýnt er að framkvæmdirnar gangi sem hraðast enda ekki boðlegt að björgunartæki þjóðarinnar séu saman í rými sem uppfyllir ekki kröfur um eldvarnir. Verðmæti tækjanna er um 20 milljarðar króna. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýja flugskýlið bókstaflega flýgur upp Framkvæmdir Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli ganga vel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.