Morgunblaðið - 02.07.2022, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022
islenskt.is
Borðaðu hann í heilu lagi; skorinn í tvennt, í báta eða þunnar sneiðar
eða maukaðu hann í djúsí sósu með pastanu.
Tómatur
Í þínu besta formi.
Vatnsmælirinn: Tómatur 94% íslenskt vatn
Hálf öld var í gær liðin síðan einvígi
aldarinnar fór fram sumarið 1972.
Þá mættust Boris Spasskí og Bobby
Fischer í skákeinvígi hér á landi.
Guðmundur G. Þórarinsson, þáver-
andi forseti Skáksambands Íslands,
lýsti þessu einvígi sem „merkileg-
asta skákviðburði sem haldinn hef-
ur verið í veröldinni“ í samtali við
Morgunblaðið.
Kom vel saman við báða
Guðmundur setti einvígið 1. júlí
1972 í Þjóðleikhúsinu og rifjaði upp
setningarræðuna á afmælisathöfn í
gær í tilefni 50 ára afmælisins. „Ég
fór yfir andstæðurnar í veröldinni
þegar þetta fór fram,“ segir Guð-
mundur og harmar að nú sé aftur
komin á töluverð spenna á milli
Rússlands og Bandaríkjanna.
Að mati Guðmundar voru bæði
Spasskí og Fischer merkismenn og
segir hann að sér hafi líkað vel við
þá báða. „Okkur Bobby kom ágæt-
lega saman en hann var samt
óánægður með mig og spurði eft-
irminnilega hvort við hefðum ekki
neinn betri mann en þennan Þór-
arinsson til þess að stýra þessu,“
segir Guðmundur kíminn.
Magnus Carlsen á mótinu
Afmælishátíð verður haldin 25.-
30. október í Reykjavík. Þá verður
heimsmeistaramótið í Fischer-
slembiskák þar sem sex skákmenn
tefla um heimsmeistaratitilinn.
Hjörvar Steinn Grétarsson mun
keppa á mótinu og segist gífurlega
þakklátur fyrir tækifærið.
Þar mætir hann Magnúsi Carl-
sen, heimsmeistara í skák, og Wes-
ley So, núverandi heimsmeistara í
Fischer-slembiskák. Segist Hjörvar
meira spenntur en stressaður að
mæta þessum skákmeisturum í
haust. „Þetta er risastórt fyrir mig
og ef Ísland væri ekki að halda
þetta myndi ég örugglega ekki
komast inn á þetta mót, en gott að
komast inn bakdyramegin,“ segir
Hjörvar og þakkar Skáksamband-
inu fyrir að hafa valið sig. Segist
hann ætla að leggja allt í sölurnar
til að endurgjalda þetta traust.
Hjörvar
keppir með
þeim bestu
- Einvígi aldarinnar
hálfrar aldar gamalt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skák Hjörvar Steinn og Guðmundur
G. Þórarinsson takast í hendur.
Reikna má með að áfram næstu
daga verði raskanir í innlandsflugi
Icelandair. Þar er félagið að jafnaði
með fjórar vélar í notkun, það er
tvær Bombardier Q200 sem tekur
37 farþega og aðrar tvær Q400, 76
manna. Fram eftir viku voru tvær
vélar úr leik, hvor af sinni gerð. Nú
eru báðar Q200-vélarnar fleygar en
áfram beðið hinnar Q400-vélar-
innar, sem er erlendis í skoðun. Á
meðan gæti orðið hökt í flugi innan-
lands, þ.e. til Ísafjarðar, Akureyrar
og Egilsstaða. Á fimmtudag var Bo-
eing-757-þota notuð til að létta á
biðlistum en í gær var ekki svigrúm
til slíks. Hörð gagnrýni, meðal ann-
ars frá landsbyggðarfólki, hefur
komið fram á þessa röskun í fluginu
sem stólað er á sem lífæð í sam-
göngum.
Ásdís Ýr Pétursdóttir, talsmaður
Icelandair, segir þær umkvartanir
teknar alvarlega. Reynt sé að gera
hið besta úr stöðunni hverju sinni
og bætt upplýsingamiðlun til far-
þega sé forgangsmál í núverandi
ástandi. sbs@mbl.is
Seinkanir áfram í
innanlandsfluginu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reykjavík Boeing 757-þota Icelandair var notuð í innanlandsflugi í fyrradag en stóð ekki til boða í gær.