Morgunblaðið - 02.07.2022, Síða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022
S IGN | FORNUBÚÐIR 1 2 , HAFNARF IRÐ I | S : 5 5 5 0800 | S IGN@S IGN . I S | S IGN . I S
G
rettir er sá fornkappi sem okkur er kærastur. Stórskáldin
hafa ort um hann ódauðleg ljóð og lagt út af sögu hans. Og
þessa stöku kvað Stephan G. Stephansson í tilefni af sundi
útlagans úr Drangey:
Mörg er sagt að sigling glæst,
sjást frá Drangey mundi –
þó ber Grettis höfðuð hæst
úr hafi á Reykjasundi.
Sjálfur fór Stephan G. til fundar við Gretti í Drangey í Íslands-
heimsókn sinni 1917. Og í maí sl. fór hópur á vegum Félags eldri borg-
ara í Reykjavík í þriggja daga ferð á slóðir Grettis. Við komum að
Bjargi í Miðfirði og spurðumst fyrir um höfuð kappans sem jarðsett
var forðum við kirkjuna þar. Við fórum líka á þingstaðinn í Hegranesi
og drukkum minni Grettis sem á Drangeyjarárunum kom þar í dul-
argervi og glímdi við tvo sterkustu bræður héraðsins, báða í einu.
Og á kvöldvöku á Sauðárkróki lásum við, gömlu pílagrímarnir, úr
ljóðum snillinganna, m.a. Illugadrápu Stephans G. Stephanssonar og Í
Grettisbúri Hannesar Péturssonar. Þá var einnig farið með kvæði Ein-
ars Benediktssonar, Grettisbæli, þar sem þessi eftirminnilega ljóðlína
stendur: „að sekur er sá einn sem tapar.“
En áhrifamesti stansinn var gerður í Forsæludal þar sem Grettir
tókst á við hinn ferlega draug sem hafði þá nálega eytt allri byggð í
grenndinni. Hér minntumst við Matthíasar Jochumssonar sem árið
1897 gerði sér lítið fyrir og orti ljóðabálkinn Grettisljóð þar sem hann
rakti helstu atriði Grettis sögu með sínu lagi. Farið var með nokkur er-
indi úr þessum mikla bálki. Gretti hafði tekist að hrinda Glámi „á bak
aftur“, út úr bæjardyrunum á Þórhallsstöðum í Forsæludal; en sjálfur
féll Grettir „á hann ofan“.
Nú rak ský frá tunglinu, „en
Glámur hvessti augun upp í
móti“. Við þetta missti hetj-
an máttinn og gat ekki
brugðið saxinu. Draugsa
gafst þá ráðrúm til að biðja
Gretti bölbæna sem með
orðum séra Matthíasar hljóða svona – og geri
aðrir guðsmenn betur!:
Rekast skaltu um reginfjöll,
reyna hvers kyns slysaföll;
flögð og árar elti þig,
ís og heljur svelti þig!
Þá skulu augun þessi mín
þegar sólar birtan dvín
feiknum öllum fylla þig,
fæla, kvelja og trylla þig!
Afturgöngur æri þig,
allt sem lifir særi þig,
allir bófar erti þig,
allir þjófar sverti þig!
Fögur sólin flýi þig,
ferleg nóttin vígi þig,
völu galdrar veiði þig,
vesöl kerling deyði þig!
Nú fyrst kom Grettir til sjálfs sín; brá saxinu „og hjó höfuð af Glámi
og setti það við þjó honum“. En ræða Gláms varð að áhrínisorðum.
Séra Matthías sagði á öðrum stað í Grettisljóðum:
Þessi vísa var rædd í hópnum okkar þarna í Forsæludal; og af henni
æxlaðist síðan önnur vísa þar sem álíka langt er gengið í túlkun og hjá
séra Matta:
Ég heyri rödd við hlustir mér
(heill og gæfa dvínar):
„Þú ert Grettir, en Glámur er:
gamlar syndir þínar.“
„Þú ert Grettir …“
Tungutak
Baldur Hafstað
hafstad.baldur@gmail.com
Flosi Ólafsson: Gamlar
syndir Þú ert Grettir … en
hvað er Glámur? (Svar neðst.)
R
íkisoddvitafundur NATO í Madrid í vikunni var
haldinn á stríðstíma í Evrópu, Rússar beita
herafla til landvinninga í nágrannaríki sínu. Á
fundinum réðst endanlega að Finnar og Svíar
hverfa frá stefnu sinni um stöðu utan hernaðarbandalaga.
Þá var samþykkt ný grunnstefna (e. strategic concept)
NATO í stað stefnu sem gilt hefur frá 2010.
Á toppfundi NATO í Brussel fyrir ári var Jens Stolten-
berg, framkvæmdastjóra NATO, falið að hafa forystu um
að semja nýja grunnstefnu NATO. Efnt var til fjölþjóð-
legs samráðs innan og utan NATO í því skyni að móta
stefnu bandalagsins til framtíðar. Verkefnið tók á sig
skarpari mynd vegna innrásar Rússa í Úkraínu 24. febr-
úar 2022.
Í stefnunni frá 2010 var litið á Rússa sem „strategískan
samstarfsaðila“ nú segir að Rússar hafi brotið gegn öllu
sem standi að baki stöðugleika og fyrirsjáanleika í evr-
ópskum öryggismálum. Ekki sé unnt að útiloka að Rússar
ráðist á fullveldi og landsvæði
einhvers NATO-ríkis. Bein ógn
frá Rússum steðji að öryggi
bandalagsþjóðanna og friði og
stöðugleika á Evró-Atlantshafs-
svæðinu. Rússar reyni að skapa
sér áhrifasvæði og beina stjórn
með nauðung, undirróðri, árás
og innlimun. Þeir beiti hefð-
bundnum, netvæddum og fjöl-
þátta aðferðum gegn NATO-
þjóðunum og samstarfsþjóðum
þeirra. Það sé strategísk áskor-
un fyrir NATO að takast á við
hernaðarlegan styrk Rússa sem beitt yrði til að hindra
liðsflutninga bandalagsþjóða til landsvæða á norður-
slóðum (e. High North) og frjálsar siglingar yfir Norður-
Atlantshaf.
Þá segir einnig í grunnstefnunni að öryggi á höfunum
sé lykill að friði og farsæld NATO-ríkjanna. Boðað er að
efldur verði herstyrkur og ástandsmat til fráfælandi að-
gerða og varna gegn ógnum á höfum úti, til að tryggja
frjálsar siglingar, skapa öryggi á siglingaleiðum og vernda
helstu fjarskiptaleiðir þjóðanna.
Þetta eru nýmæli í grunnstefnu NATO og þarna er vís-
að beint til þess sem snertir öryggisumhverfi Íslands. Í
orðunum er í raun áréttað hve mikil skammsýni felst í því
að halda að innrásin í Úkraínu hafi ekki áhrif hér á Norð-
ur-Atlantshafi eins og hvarvetna annars staðar þegar litið
er til öryggismála í Evrópu. Hún kallar á að ný viðmið séu
sett þegar litið er til þjóðaröryggis okkar Íslendinga.
Samkvæmt varnarmálalögunum frá árinu 2008 ber ut-
anríkisráðherra „ábyrgð á gerð hættumats á sviði varnar-
mála og mótun og framkvæmd öryggis- og varnarstefnu
Íslands á alþjóðavettvangi“. Grunnstefna NATO sem
samþykkt var í Madrid af íslensku ríkisstjórninni og stað-
fest með þátttöku forsætisráðherra og utanríkisráðherra í
ríkisoddvitafundinum leggur þá skyldu á herðar utanrík-
isráðherra að haga ofangreindu mati sínu á grundvelli
hennar og kynna það innan lands og utan.
Þetta er skýrasta opinbera endurmatið á stöðu Íslands í
öryggismálum sem ríkisstjórnin og NATO-ríkin hafa sam-
þykkt og birt frá því að varnarliðið hvarf úr landi árið 2006
og gert var áhættumat af íslenskum stjórnvöldum árið
2009.
Gildi rússneska Norðurflotans sem sækir út á Atlants-
haf frá Kólaskaganum fyrir austan Noreg eykst eftir því
sem styrkur landhers Rússa minnkar. Sýnir Pútin vald
sitt með þessum flota? Enginn getur svarað þeirri spurn-
ingu.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði oft í
aðdraganda Madrid-fundarins að þar yrðu þáttaskil,
„grundvallarbreyting á afstöðu“ til þess hvernig standa
ætti að hlutverki NATO sem varnarbandalags. Bandalag-
ið leggur nú að nýju höfuðáherslu
á fælingarmátt og varnir (e. de-
terrence – defence). Á sjöunda
áratugnum þegar utanríkis-
ráðherrar NATO-ríkjanna komu
saman til fundar hér á landi í
fyrsta sinn árið 1968 var ákveðið
að leggja deterrence – defence –
détente, það er fælingarmátt,
varnir og slökun á spennu, til
grundvallar í afstöðu NATO-
þjóðanna til Sovétmanna.
Þá eins og nú vilja bandalags-
þjóðirnar leysa mál á frið-
samlegan. Vonin um að unnt sé að eiga samskipti á þeim
grundvelli við Vladimir Pútin Rússlandsforseta brást og
óvissa setur svip sinn á öryggismál í stað stöðugleika.
Einmitt þess vegna sóttu Finnar og Svíar um aðild að
NATO. Allt það ferli tók ótrúlega skamman tíma. Það liðu
ekki heldur nema fáeinir dagar frá því að Pútin réðst inn í
Úkraínu þar til Olaf Scholz Þýskalandskanslari kynnti
vatnaskil í þýskum öryggismálum með stórauknum fjár-
veitingum til varnarmála sem samþykktar voru með
stjórnarskrárbreytingu. Þá hefur ESB með hraði sam-
þykkt Úkraínu og Moldovu sem umsóknarríki.
Söguleg umskipti hafa orðið á skömmum tíma. Pólitíska
umboðið sem Madrid-grunnstefnan veitir herstjórnum
NATO er mun róttækara en við blasti í ársbyrjun. Við það
bætist síðan ákvörðunin um að fjölga mönnum í herafla
NATO í viðbragðsstöðu úr 40.000 í 300.000. Auk þess ætl-
ar Bandaríkjastjórn að senda til Evrópu fleiri hermenn,
fleiri orrustuþotur og fjölga tundurspillum úr fjórum í sex.
Framvarðarsveitir verða efldar nærri landamærum Rúss-
lands og Pólverjar fá bandaríska herstjórn í landi sínu
eins og þeir hafa lengi viljað.
Hér á landi skortir aðila, fræðilegan og innan stjórn-
kerfisins, sem aflar upplýsinga og leggur mat á breytingar
sem snerta ytra öryggi ríkisins og gerir tillögur til stjórn-
valda um aðgerðir vegna þeirra. Einmitt þess vegna eru
ályktanir NATO-funda og grunnstefna bandalagsins mik-
ilvægari leiðarvísir en ella fyrir íslensk stjórnvöld. Þar fer
ekki á milli mála hvaða skuldbindingar NATO-ríkisstjórn-
irnar hafa axlað til að tryggja eigin borgurum öryggi.
Grunnstefna um öryggi Íslands
Í grunnstefnu NATO er áréttað
að innrásin í Úkraínu hefur
áhrif á öryggi okkar hér á Norð-
ur-Atlantshafi eins og hvar-
vetna annars staðar þegar litið
er til öryggismála í Evrópu.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Einveldinu danska lauk snögg-
lega vorið 1848, og boðaði kon-
ungur til stjórnlagaþings þá um
haustið í Kaupmannahöfn. Til þess
kvaddi hann fimm Íslendinga,
Brynjólf Pétursson skrifstofustjóra,
Jón Guðmundsson ritstjóra, Jón
Johnsen bæjarfógeta, Jón Sigurðs-
son sagnfræðing og Konráð Gísla-
son málfræðing. Þeir reyndu eins og
þeir gátu að halda Íslandi utan við
allar ákvarðanir, sem teknar yrðu á
þinginu um framtíð Danaveldis, en
það náði þá ekki aðeins yfir Dan-
mörku og eyjar í Norður-Atlants-
hafi og Karíbahafi, heldur líka her-
togadæmin Slésvík og Holtsetaland.
Íslendingarnir vissu, að danskir
áhrifamenn vildu innlima Slésvík,
sem var hálfdönsk, en sleppa hinu
alþýska Holtsetalandi. Heimastjórn
fyrir Ísland kom vart til greina, ef
innlima átti Slésvík. Raunar var
N.F.S. Grundtvig eini málsmetandi
Daninn, sem fylgdi skynsamlegri
stefnu í Slésvíkurmálinu. Hún var
að skipta Slésvík og innlima aðeins
hinn dönskumælandi hluta hennar
að fengnu samþykki íbúanna. Varð
sú raunin 1920.
Hitt skiptir þó meira máli í ljósi
sögunnar, að danska stjórnarskráin,
sem stjórnlagaþingið samþykkti og
konungur skrifaði undir 5. júní
1849, var mjög frjálsleg. Í krafti at-
vinnufrelsis urðu stórstígar fram-
farir í Danmörku næstu áratugina.
Ég sé í þingtíðindum, að þrír Ís-
lendinganna greiddu atkvæði með
stjórnarskránni, Brynjólfur, Jón rit-
stjóri og Jón bæjarfógeti, en þeir
Jón forseti og Konráð voru fjarver-
andi. Það var þó væntanlega ekki
vegna þess, að þeir væru ósam-
þykkir henni, heldur vildu þeir hafa
sem minnst afskipti af innanrík-
ismálum Dana. Íslenska stjórn-
arskráin frá 1874 var sniðin eftir
hinni dönsku og hefur eins og hún
reynst hið besta.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Afstaða Íslendinga 1848