Morgunblaðið - 02.07.2022, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022
✝
Ingvi Þór Guð-
jónsson fæddist
á Akureyri 28. nóv-
ember 1939. Ingvi
Þór lést á HSN
Blönduósi 9. júní
2022.
Ingvi var sonur
Kristjönu Jakobínu
Jakobsdóttur, f.
1917, d. 1997, og
Guðjóns Vigfús-
sonar, f. 1902, d.
1996.
Ingvi Þór átti átta systkini. Al-
bróðir Ingva er Birgir Guð-
jónsson, f. 1938. Systkini sam-
mæðra eru Inga Pratt, f. 1945,
Stefán Einarsson, f. 1951, d.
2019 og Jóna Kristín Ein-
arsdóttir, f. 1952. Systkini sam-
feðra eru Bergþóra, f. 1932, d.
2016, Guðný Svava, f. 1945,
Helga, f. 1947 og Sigurður Þór,
f. 1947.
Björnsson. Þröstur, f. 1971, maki
er Þorkatla Sigurðardóttir.
Þeirra börn eru Arnar Þór, Sig-
urður Þór og Hildur Ósk. Magn-
ús Valur, f. 1978, maki er Ragn-
heiður Blöndal. Þeirra börn eru
Benedikt Þór og Þröstur Már.
Fyrstu árin bjuggu Ingvi Þór
og Sigríður í Reykjavík. Þar
lærði hann málaraiðn. Árið 1973
fluttu þau á Blönduós, þar sem
þau bjuggu alla tíð síðan. Sigríð-
ur, eftirlifandi eiginkona hans,
býr þar enn. Þar byggðu þau hús
í Brekkubyggð 21 og fluttu svo á
„kærleiksheimilið“ á Flúða-
bakka fyrir fjórum árum. Hann
vann sem málarameistari á
Blönduósi fyrstu árin en gerðist
svo ráðsmaður á Héraðshæli A-
Húnvetninga og vann þar til
starfsloka, ásamt því að keyra
sjúkrabíl. Hann starfaði í björg-
unarsveitinni Blöndu, í Lions-
hreyfingunni á Blönduósi,
Rauðakrossdeild A-Húnvetninga
auk þess að stofna Skátafélagið
Bjarma og gegna þar stöðu
skátaforingja í tugi ára.
Útför Ingva Þórs fer fram frá
Blönduóskirkju í dag, 2. júlí
2022, kl. 14.
Ingvi Þór fluttist
ungur til Vest-
mannaeyja og tal-
aði alltaf um Vest-
mannaeyjar sem
heima, þrátt fyrir
að hann hafi verið
sendur í vist víða
um land og stund-
um vetrarlangt.
Hann fór ungur til
sjós, var í milli-
landasiglingum í
mörg ár og ferðaðist víða.
Ingvi Þór giftist í janúar 1967
Sigríði Berglindi Baldursdóttur,
f. 6. júní 1946. Þau eiga fjögur
börn. Þau eru: Harpa, f. 1967,
maki er Hermann Þór Bald-
ursson. Þeirra börn eru Þuríður,
Ingvi Þór og Sigríður Berglind.
Helga, f. 1969, maki er Margrét
Sigurðardóttir. Þeirra börn eru
Sunna, Tryggvi og Esjar Himri,
barnabarn er Björn Brynjar
Elsku afi. Takk fyrir að kenna
mér svona margt og segja mér
frá svona mörgu áhugaverðu og
merkilegu.
Þegar ég hugsa til þín hugsa
ég um harðduglegan, vinnusam-
an, fróðan, hjálpfúsan, stríðinn,
skemmtilegan, góðan og mynd-
arlegan mann sem vildi allt fyrir
alla gera en aldrei láta neitt hafa
fyrir sér. Ég lærði mikið af þér
og þessa kosti og fleiri hef ég
sem fyrirmynd og mun taka með
mér áfram inn í framtíðina.
Auðvitað minnist ég líka vasa-
klútanna, axlabandanna og leð-
urvestisins sem aldrei var langt
undan.
Það var magnað að sjá hversu
vel þú settir þig inn í það sem
barnabörnin þín voru að gera,
sama hvort það var skóli, vinna,
íþróttir eða önnur áhugamál.
Alltaf fylgdist þú vel og stoltur
með.
Alltaf var jafn gaman og gott
að koma á Blönduós og heim-
sækja ykkur ömmu. Fyrirmynd-
arhjón með fallegt og hlýtt heim-
ili þar sem allir voru velkomnir.
Ég minnist líka heimsókna ykkar
til mín með gleði og hlýju.
Allar góðu minningarnar um
þig lifa áfram með mér og fleir-
um og ég lofa að halda þeim og
þínum fróðleik uppi og deila
þeim áfram.
Ég er þakklát fyrir tímann
sem ég fékk með þér og stolt yfir
að hafa átt þig sem afa.
Sunna.
Í dag er kær bróðir kvaddur
hinstu kveðju. Eitt ár og tuttugu
dagar eru milli okkar. Hann var
nokkrum sentímetrum lægri og
því alltaf minn litli bróðir.
Ingvi átti erfiða bernsku eftir
skilnað foreldra okkar og faðir
okkar giftist aftur. Honum var
nánast úthýst úr nýju fjölskyld-
unni og a.m.k. tvisvar vistaður
vetrarlangt utan heimilis.
Hann fór snemma á sjóinn og
varð bátsmaður á fraktskipum
aðeins 19 ára gamall. Sigldi hann
um árabil um öll heimsins höf,
m.a. til Suður-Ameríku og Asíu.
Fjölskylda mín naut þess að fá
hann einu sinni í heimsókn til
okkar í Connecticut á námsárum
mínum þegar skip hans lestaði í
New York-borg.
Það var gæfa hans að hitta
Siggu sína á dansleik og varð úr
55 ára hamingjusamt hjónaband,
og eignuðust þau fjögur börn og
10 barnabörn og eitt barna-
barnabarn. Hef ég reynt að fyr-
irgefa honum að verða langafi á
undan mér.
Ingvi vildi ekki halda áfram
sjómennsku sem fjölskyldumað-
ur og fór í málaranám. Hann
hafði alltaf taugar til bernsku-
slóða okkar í Vestmannaeyjum
og hefði viljað setjast þar að en
þá kom gosið svo Blönduós var
fyrir valinu þar sem Sigríður eig-
inkona hans hafði tengsli. Heim-
ili þeirra varð þannig stoppistað-
ur þegar við hjónin og fjölskylda
héldum norður í athvarf okkar í
Bárðardal.
Afkomendur okkar höfðu
gaman af hvað við glettumst
hvor við annan á fjölskyldufund-
um, t.d. að hæna að okkur barna-
börn hvor annars í leik og fjöri.
Eina lotuna vann ég, þökk sé
magni af súkkulaðirúsínum.
Meltingarörvunin hélt afanum og
ömmu önnum köfnum við bleyju-
skipti um nóttina og mér litlar
þakkir færðar.
Ingvi sinnti ýmsum störfum á
Blönduósi, var m.a. í björgunar-
sveit og annaðist t.d. skátastarf
fyrir unglinga. Hann varð síðar
einnig ráðsmaður sjúkrahússins
og ökumaður sjúkrabílsins.
Margoft hef ég sagt söguna þeg-
ar Ingvi hringdi og við áttum ró-
legheitasamtal. Spurði hann um
heilsu allrar fjölskyldunnar og
varð ég að gera slíkt hið sama
um hans. Skynjaði ég að hann
væri undir stýri, en örugglega
handfrjálst! Að lokum sagði hann
á þá leið: ég er á 100 plús, akandi
niður Bakkaselsbrekkuna, það er
hálka og beygjur fram undan og
sjúklingur aftur í!
Sem sjúkrabílstjóri kom hann
að margfalt fleiri umferðarslys-
um og veitti fleirum fyrstu hjálp
en bróðir hans læknirinn. Öku-
snilld hans á sjúkrabílnum kom
mörgum særðum sem fyrst undir
læknishendur.
Þegar augljóst var hvert
stefndi að lífslokum gaf hann af-
komendum fyrirmæli um að fara
í sín löngu skipulögðu og greiddu
frí og kvaddi þennan heim þegar
sumir voru að stíga upp í flugvél.
Hann kaus brennslu og honum
yrði síðan hent í sjóinn í Vest-
mannaeyjum.
Birgir Guðjónsson.
Í dag kveðjum við vin okkar
Ingva Þór hinstu kveðju. Minn-
ingarnar eru margar um dugleg-
an mann sem alla tíð hafði mörg-
um störfum að sinna auk
fjölmargra áhugamála. Ingvi Þór
var menntaður málarameistari
og vann alla tíð við iðngrein sína.
Hann starfaði einnig áratugi sem
ráðsmaður Heilbrigðisstofnunar-
innar á Blönduósi og var yfir
þrjátíu ár samtímis því starfi
sjúkraflutningamaður fyrir
Rauðakrossdeild Austur-Hún-
vetninga. Þá var hann skátafor-
ingi Blönduósinga og hélt uppi
skátastarfi meðal barna og ung-
menna. Ingvi Þór rak einnig
ferðaskrifstofu og var lengi um-
boðsmaður Icelandair. Hann var
einnig mikill fjölskyldumaður og
hélt vel utan um sitt fólk. En auk
þessa alls var Ingvi Þór í fé-
lagsskap með okkur, sem við
köllum Norðansaumó. Þessi fé-
lagsskapur byrjaði sem hefð-
bundinn saumaklúbbur. Í upp-
hafi voru það skólasystur Siggu
eiginkonu Ingva Þórs úr
Kvennaskólanum á Blönduósi
sem stofnuðu klúbbinn fyrir
mörgum áratugum. Síðan með
árunum og dreifingu meðlima
víða um landið breyttist starf-
semin í matar- og ferðaklúbb og
makar urðu þátttakendur. Við
höfum farið í mörg ferðalög sam-
an bæði innanlands og utan.
Tvær utanlandsferðir sem Ingvi
Þór skipulagði eru mjög minn-
isstæðar. Það eru ferðirnar til
Torquay á Englandi og til perlu
Ingva Þórs og Siggu, Tossa de
Mar á Costa Brava-strönd Spán-
ar. Þá var Ingvi Þór á heimavelli
og í broddi fylkingar.
Saumaklúbbsfélagar minnast
Ingva Þórs með þakklæti fyrir
liðnar samverustundir. Við vott-
um Siggu og fjölskyldu hennar
okkar dýpstu samúð.
Margrét og Sigurður,
Ásrún og Gunnar,
Margrét og Guðmundur,
Hólmfríður og Sveinn,
Ragnhildur,
Kristín og Sigvaldi,
Böðvar og Gestný.
Elsku kallinn, loksins ertu bú-
inn að fá hvíldina eftir langa og
stranga baráttu og þú tilbúinn,
vissir að allt var í lagi með hana
Siggu þína.
Við vorum búin að vera vinnu-
félagar til margra ára á Heil-
brigðisstofnuninni á Blönduósi,
þú sem ráðsmaður og sjúkrabíl-
stjóri og ég í þvottahúsinu á
vinnustað þar sem skiptast á
skin og skúrir en þannig er það
nú bara á svona vinnustað. Þrátt
fyrir það var alltaf reynt að halda
í húmorinn og margir hrekkir í
gangi og þar varst þú nú í essinu
þínu.
Einn af svo mörgum er mér
samt sérstaklega minnisstæður,
en þá var stór gámur á planinu
hjá okkur, í honum hafði komið
lyfta sem var verið að setja upp
og einu sinni sem oftar þegar ég
fór út að skoða veðrið tók ég eftir
því að bíllinn minn var horfinn og
allt kjallarastarfsfólkið komið út
á eftir mér og nokkuð ljóst að
ekkert þeirra hefði farið á hon-
um. Ég var nokkuð fljót að átta
mig á hvar bíllinn væri og skoð-
aði í gáminn og auðvitað var
hann þar. En mikið hafðir þú
lagt á þig til að komast út úr bíln-
um og inn í hann aftur, því þetta
var mjög þröngt, en hvað leggur
maður ekki á sig fyrir góðan
hrekk!
En árin liðu og leiðir okkar
lágu saman aftur þegar ég flutti
á kærleiksheimilið Flúðabakka 3
en þið Sigga voruð flutt nokkru
áður. Þú sagðir að þetta væri æf-
ing áður en við færum á elliheim-
ilið.
Eitt var það sem við vorum al-
veg sammála um og það var að
vera alltaf ósammála og okkur
tókst það bara nokkuð vel.
Þótt þú værir orðinn mikið
veikur síðustu vikurnar varstu
alltaf tilbúinn í smá stuð með
stórfjölskyldunni þinni hérna á
kærleiksheimilinu og þín verður
sárt saknað. Takk fyrir góða og
trausta vináttu. Elsku Sigga mín
og fjölskylda. Þið eruð búin að
vera svo miklar hetjur. Innilegar
samúðarkveðjur til ykkar allra
og megi allt það góða vaka yfir
ykkur.
Ingvi minn. Það væri allt í lagi
að þú værir búinn að hella á
könnuna þegar ég mæti og tilbú-
inn með Fréttablaðið.
Góða ferð.
Bóthildur Halldórsdóttir.
Ingvi Þór
Guðjónsson
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
vináttu og einstaka hlýju við andlát og
útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
INGIBJARGAR ÁRNADÓTTUR
frá Hóli í Sæmundarhlíð,
Jöklatúni 14, Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahjúkrunar og
starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra, deild 5, á Heilbrigðis-
stofnuninni á Sauðárkróki fyrir einstaka umönnun, vináttu,
velvild og hlýju.
Petrea Grétarsdóttir
Margrét Grétarsdóttir Páll Sighvatsson
Jóhanna Grétarsdóttir
Jón Grétarsson Hrefna Hafsteinsdóttir
og barnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð
og hlýhug við andlát
ÓLAFS ÓLAFSSONAR,
fv. landlæknis.
Aðstandendur senda starfsfólki Grundar
þakkir fyrir umönnun síðasta æviár Ólafs.
Ólafur Ólafsson Magnfríður S. Sigurðardóttir
Ásta Sólveig Ólafsdóttir Ágúst Kárason
Ingibjörg Ólafsdóttir
Bjarni Ólafur Ólafsson Margrét Sigmundsdóttir
Páll Ólafsson Sigríður Dóra Gísladóttir
Gunnar Alexander Ólafsson Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir
Grímur Ólafur Eiríksson Bryndís U. Sveinbjörnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
MARKÚS LJUBODRAG MARKOVIC,
Markó,
bátasmiður,
lést á Grensásdeild Landspítalans
aðfaranótt laugardags 25. júní í faðmi
barna sinna. Útförin fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi
miðvikudaginn 6. júlí klukkan 11.
Svetlana Markovic
María Markovic
Dusan Loki Markovic
Sanja Líf Markovic
Ívar Örn Sigurðsson
og afabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR,
Hlíf 2,
verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 9. júlí klukkan 14.00.
Bjarni Jóhannsson Guðrún Guðmannsdóttir
Sigrún María Bjarnadóttir Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir
Jóhann T. Guðmundsson Tryggvi Snær Guðmundsson
og langömmubörn
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi
og bróðir,
HREINN HJARTARSON,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 15. júní.
Kveðjustundin fer fram í Grafarvogskirkju
þriðjudaginn 5. júlí klukkan 13.
Ásta Huld Hreinsdóttir
Hjördís Gígja Hreinsdóttir Arnór Ingi Brynjarsson
Hreinn Orri Hreinsson
Vigdís Hjartardóttir Þórður Grétar Árnason
og barnabörn
Elskulegur faðir minn og tengdafaðir,
BALDVIN ÁRSÆLSSON,
fyrrverandi prentari,
Fálkagötu 21,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund
22. júní, verður jarðsunginn frá Landa-
kotskirkju mánudaginn 4. júlí klukkan 15.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Minningarkort Grundarheimilanna.
Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna og barnabarna,
Ása Baldvinsdóttir og Albert Jónsson
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru
eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SIGRÍÐAR HJÖRDÍSAR
INDRIÐADÓTTUR.
Þórir Hallgrímsson
Indriði Þórisson Anna Jóna Geirsdóttir
Elísabet Þórey Þórisdóttir Flóki Halldórsson
ömmubörn og langömmubörn