Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 02.07.2022, Síða 40

Morgunblaðið - 02.07.2022, Síða 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022 Besta deild karla KR – Víkingur R....................................... 0:3 Staðan: Breiðablik 11 10 0 1 35:12 30 Víkingur R. 11 7 1 3 25:16 22 Stjarnan 10 5 4 1 20:13 19 Valur 10 6 1 3 19:14 19 KA 10 5 2 3 15:12 17 KR 12 4 4 4 16:19 16 Keflavík 10 3 2 5 16:19 11 Fram 10 2 4 4 19:26 10 FH 10 2 3 5 15:18 9 ÍA 10 1 5 4 11:21 8 Leiknir R. 10 0 4 6 7:17 4 ÍBV 10 0 4 6 9:20 4 Markahæstir: Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki.........11 Guðmundur Magnússon, Fram ..................9 Emil Atlason, Stjörnunni ............................7 Jason Daði Svanþórsson, Breiðabliki.........7 Matthías Vilhjálmsson, FH.........................5 Nökkvi Þeyr Þórisson, KA..........................5 Lengjudeild karla Kórdrengir – Grótta................................. 1:0 Grindavík – Selfoss .................................. 2:2 Fylkir – Afturelding................................. 2:2 Vestri – KV ............................................... 2:4 Staðan: Selfoss 9 5 3 1 21:12 18 Grótta 9 5 1 3 19:11 16 Fylkir 9 4 3 2 23:12 15 HK 8 5 0 3 15:11 15 Fjölnir 9 4 2 3 19:15 14 Grindavík 9 3 5 1 14:10 14 Kórdrengir 9 3 4 2 13:12 13 Vestri 9 3 3 3 14:22 12 Afturelding 9 2 4 3 12:13 10 Þór 9 2 2 5 13:18 8 KV 9 2 1 6 12:22 7 Þróttur V. 8 0 2 6 2:19 2 3. deild karla Augnablik – KFS...................................... 3:2 ÍH – Víðir .................................................. 0:2 Staðan: Víðir 9 6 1 2 21:10 19 KFG 8 6 0 2 17:10 18 Dalvík/Reynir 8 5 0 3 18:12 15 Sindri 8 4 2 2 16:12 14 Augnablik 9 4 2 3 14:17 14 Elliði 8 4 1 3 13:10 13 Kári 9 4 1 4 14:14 13 Vængir Júpiters 9 3 1 5 14:17 10 ÍH 9 3 0 6 22:23 9 Kormákur/Hvöt 8 3 0 5 15:19 9 KFS 9 3 0 6 13:22 9 KH 8 2 0 6 8:19 6 2. deild kvenna KÁ – ÍR ..................................................... 0:8 Staðan: Fram 5 5 0 0 19:2 15 Grótta 6 4 2 0 27:4 14 ÍR 6 4 2 0 19:6 14 Sindri 6 3 0 3 11:18 9 Völsungur 4 2 2 0 9:3 8 KH 4 2 1 1 14:8 7 Álftanes 6 2 1 3 14:14 7 ÍA 3 2 0 1 10:4 6 ÍH 6 1 1 4 11:27 4 Einherji 4 1 0 3 4:10 3 Hamar 6 0 1 5 7:22 1 KÁ 6 0 0 6 4:31 0 Norðurlandamót U16 stúlkna Leikið í Strömmen, Noregi: Noregur – Ísland ..................................... 5:2 Emelía Óskarsdóttir og Krista Dís Krist- insdóttir skoruðu mörk Íslands. Danmörk – Færeyjar............................... 6:0 Finnland – Svíþjóð ................................... 1:3 Vináttulandsleikir kvenna Ítalía – Spánn............................................ 1:1 Frakkland – Víetnam............................... 7:0 4.$--3795.$ Undankeppni HM karla H-riðill: Ísland – Holland ................................... 67:66 Staðan: Ísland 4 3 1 340:343 6 Ítalía 3 2 1 275:267 4 Holland 3 0 3 216:221 0 Rússlandi var vísað úr keppni. _ Holland og Ítalía leika lokaleik riðilsins á mánudag. G-riðill: Úkraína – Georgía................................ 79:66 Spánn – N-Makedónía ......................... 80:44 Staðan: Spánn 4 4 0 351:244 8 Georgía 5 3 2 385:386 6 Úkraína 4 2 2 314:303 4 N-Makedónía 5 0 5 305:422 0 _ Spánn, Georgía og Úkraína fara í riðil með Ítalíu, Íslandi og Hollandi á lokastigi undankeppninnar. E-riðill: Ungverjaland – Portúgal..................... 69:68 Svartfjallaland – Frakkland................ 70:69 _ Frakkland 5/0, Svartfjallaland 3/2, Ung- verjaland 3/2, Portúgal 0/5. F-riðill: Búlgaría – Litháen ............................... 70:72 Tékkland – Bosnía................................ 93:81 _ Litháen 5/0, Tékkland 2/3, Bosnía 2/3, Búlgaría 1/4. 4"5'*2)0-# BESTA DEILDIN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Íslandsmeisturum Víkings úr Reykjavík hefur gengið frábærlega að undanförnu og hélt gott gengið áfram þegar liðið heimsótti KR á Meistaravelli í Bestu deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Liðið vann þá sannfærandi 3:0-sigur, sem er átt- undi sigur Víkings í röð í öllum keppnum og sá fjórði í deildinni eftir brösótta byrjun á tímabilinu. Í gærkvöldi tóku Víkingar foryst- una eftir hálftíma leik. Daninn Kennie Chopart braut þá á Viktori Örlygi Andrasyni innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Annar Dani, Niko- laj Hansen, steig á vítapunktinn og setti boltann á mitt markið, í grennd við Beiti Ólafsson í marki KR, sem skutlaði sér til vinstri en tókst ekki að ná til boltans. Staðan því 1:0 í leikhléi. Í síðari hálfleik tvöfölduðu gest- irnir forystuna. Þar var að verki Pablo Punyed, fyrrverandi leikmaður KR, á 64. mínútu. Skoraði hann beint úr aukaspyrnu utan af hægri kanti. Svo virtist sem skotið ætti að vera formsatriði fyrir Beiti að verja en honum tókst einungis að verja bolt- ann klaufalega í netið. Á 82. mínútu kom svo þriðja og síð- asta mark Víkings. Pablo tók þá hornspyrnu frá hægri á nærstöngina, Karl Friðleifur Gunnarsson náði að fleyta boltanum á fjærstöngina. Þar beið átekta Halldór Smári Sigurðs- son sem tók vel við boltanum og þrumaði honum hnitmiðað upp í fjær- hornið. Glæsilegt mark og sögulegt fyrir hinn 33 ára gamla Halldór Smára, en um var að ræða hans fyrsta mark í efstu deild á ferli sínum í 164. leikn- um í deildinni. Með sigrinum fór Víkingur upp í annað sæti deildarinnar og er nú átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Öruggt hjá Vík- ingi gegn KR - Átta sigrar Víkings í röð - Fyrsta mark Halldórs kom í 164. leiknum Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason Fyrsta markið Halldór Smári Sigurðsson í þann mund að skora sögulegt mark sitt í gærkvöldi, sitt fyrsta í efstu deild á ferlinum. Egyptinn Mohamed Salah, sókn- armaður enska knattspyrnufélags- ins Liverpool, hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir til sum- arsins 2025. Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær. Fyrri samningur Salah, sem gekk í raðir Liverpool sumarið 2017, átti að renna út sumarið 2023 og höfðu viðræður um nýjan samning staðið lengi yfir og nokkrum sinnum siglt í strand. Samkvæmt Sky Sports fær Salah um 350.000 pund í vikulaun, sem gerir hann að launahæsta leik- manni í sögu félagsins. Salah fram- lengdi til 2025 AFP/Anne-Christine Poujoulat Markahrókur Mohamed Salah verð- ur áfram í rauðu næstu þrjú árin. Enska knattspyrnufélagið New- castle United staðfesti í gær kaup á hollenska miðverðinum Sven Bot- man. Botman kemur frá franska fé- laginu Lille, þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár. Skrifaði hann undir fimm ára samning. BBC Sport greindi frá því í síð- ustu viku að kaupverðið fyrir hinn 22 ára gamla Botman væri 30 millj- ónir punda. Hann hóf að vekja at- hygli þegar hann lék frábærlega með Lille tímabilið 2020/2021, er liðið stóð óvænt uppi sem Frakk- landsmeistari. Newcastle fær sterkan miðvörð AFP/Denis Charlet Newcastle Hollendingurinn Sven Botman er stór og stæðilegur. Ekkert lið virðist ætla að stinga af í toppbaráttu 1. deildar karla í knatt- spyrnu, Lengjudeildarinnar. Í gær- kvöldi lauk 9. umferð deildarinnar og þar héldu liðin áfram að reyta stig hvert af öðru. Selfoss heldur toppsætinu þrátt fyrir að hafa gert 2:2-jafntefli við Grindavík þar í bæ. Valdimar Jó- hannsson og Gonzalo Zamorano komu Selfyssingum yfir í tvígang en Símon Logi Thasapong og Dagur Ingi Hammer Gunnarsson jöfnuðu metin fyrir heimamenn í bæði skipt- in. Fylkir fór þá illa að ráði sínu í 2:2- jafntefli gegn Aftureldingu í Ár- bænum. Fylkir komst í 2:0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Mathias Laursen og Orra Sveini Stefánssyni. Snemma í síðari hálfleik minnkaði Elmar Kári Enesson Cogic muninn og í uppbótartíma jafnaði Aron Elí Sævarsson metin með marki úr víta- spyrnu. Fylkir fór með jafnteflinu upp fyrir HK í þriðja sætið þar sem liðin eru jöfn að stigum, en HK á leik til góða. Í Safamýrinni unnu Kórdrengir þá góðan 1:0-sigur á Gróttu, sem er áfram í öðru sæti þrátt fyrir ósig- urinn. Óskar Atli Magnússon skor- aði sigurmarkið snemma leiks. Á Ísafirði var svo boðið upp á markaveislu þegar nýliðar KV gerðu sér lítið fyrir og unnu sterkan 4:2-sigur. Gestirnir úr Vestur- bænum komust raunar í 4:0 eftir rétt rúmlega klukkutíma leik. Björn Axel Guðjónsson skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og Grímur Ingi Jak- obsson gerði slíkt hið sama snemma í þeim síðari. Deniz Yaldir minnkaði muninn fyrir Vestra skömmu eftir fjórða mark KV og Pétur Bjarnason bætti svo við öðru marki stuttu seinna. gunnaregill@mbl.is Áfram allt í járnum í Lengjudeildinni Ljósmynd/Þórir Tryggvason 8 Gonzalo Zamorano er markahæst- ur í Lengjudeildinni með átta mörk. Norðurlandamótið í áhaldafim- leikum í flokkum fullorðinna og unglinga fer fram í Versölum, húsi Gerplu í Kópavogi, í dag og á morg- un. Keppni hefst kl. 9.30 í dag og lýkur um kl. 16 á morgun með verð- launaafhendingu. Á mótið mætir allt fremsta fim- leikafólk Norðurlanda og keppir um titla í liðakeppni, fjölþraut ein- staklinga og á einstökum áhöldum. Íslenska kvennaliðið skipa þær Agnes Suto, Dagný Björt Axels- dóttir, Hildur Maja Guðmunds- dóttir, Nanna Guðmundsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir úr Gerplu og þær Guðrún Edda Min Harðar- dóttir og Margrét Lea Kristins- dóttir úr Björk. Íslenska karlaliðið skipa þeir Arnór Daði Jónasson, Atli Snær Valgeirsson, Jónas Ingi Þórisson, Martin Bjarni Guðmundsson, Val- garð Reynisson og Valdimar Matt- híasson úr Gerplu og Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni. Ljósmynd/Auður Sigbergsdóttir Versalir Thelma Aðalsteinsdóttir, Íslandsmeistari kvenna í fjölþraut, er í íslenska landsliðinu sem keppir á Norðurlandamótinu um helgina. Norðurlandamótið í Versölum um helgina KR – VÍKINGUR R. 0:3 0:1 Nikolaj Hansen 31. 0:2 Pablo Punyed 64. 0:3 Halldór Smári Sigurðsson 82. M Aron Kristófer Lárusson (KR) Atli Sigurjónsson (KR) Pontus Lindgren (KR) Davíð Örn Atlason (Víkingi) Erlingur Agnarsson (Víkingi) Halldór Smári Sigurðsson (Víkingi) Júlíus Magnússon (Víkingi) Kristall Máni Ingason (Víkingi) Nikolaj Hansen (Víkingi) Pablo Punyed (Víkingi) Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 6. Áhorfendur: 570. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og grein um leikinn, – sjá mbl.is/ sport/fotbolti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.