Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 02.07.2022, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 02.07.2022, Qupperneq 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022 Jóna Gréta Hilmarsdóttir jonagreta@mbl.is „Hugmyndin fór af stað sem tilfærsla á Húnaflóanum í rauntímanum yfir í hugleið- ingar um raunveruleika flóttafólks,“ segir Finnbogi Pétursson myndlistarmaður um sýningu sína sem opnuð verður á morgun í Hillebrandshúsinu í gamla bænum á Blöndu- ósi. Þar sýnir Finnbogi eitt verk sem hefur fengið nafni Flói. Finnbogi er þessa dagana staddur hjá gömlu fjárhúsunum á Kleifum við Blönduós sem Áslaug Thorlacius og Finnur Arnar Arnarson reka. „Sýningin er eitt verk sem samanstendur af mannlausum fleka og gömlu fiskhúsi. Um borð í flekanum er nemi sem nemur undir- ölduna í flóanum og sendir þær upplýsingar upp á land. Inn í húsinu er svo búnaður sem hermir eftir undiröldunni. Um er að ræða 360 gráðu grænan laser sem hreyfist í takt við flekann. Flekinn er fyrir utan Blönduós, skammt frá landi, í sjónfæri. Ef þú stendur á þessum fleka úti á sjó þá ertu á fleygiferð eins og tappi ofan á öldunum en inni í húsinu snýst þetta við, sjóndeildarhringurinn er á fleygiferð á með- an þú ert kyrr. Verkið er tilfærsla á þessu fljótandi lands- lagi og sjóndeildarhringnum úti á flóanum. Það sem er raunverulega að vagga þér er hjartsláttur jarðarinnar sem er slær og býr til öldurnar,“ segir Finnbogi um verkið. Finnbogi segir Flóa líka tengjast því sem hann hefur verið að gera undanfarin ár, þ.e.a.s. vatnsverk þar sem hann reynir að stjórna því hvernig vatnið hagar sér og búa til hljóðmynstur í vatninu. Hann segir verkið vera einfalt en að út- færslan á því sé flókin. „Við vorum áðan að koma í land, eftir að hafa fleytt út tveimur 400 kg steinklumpum sem eiga að halda flekanum á sínum stað. Við erum auðvitað berjast við náttúruöflin, aldan getur verið há þarna. Ég er með Halldór Eldjárn, mjög færan tæknimann með mér og við erum að ganga frá tækjabúnaðinum inni í vatnshelda tunnu sem verður á flekanum en svo þarf auðvitað rafmagn til þess að keyra þetta. Búnaðurinn þarf að vera í tvo mánuði úti á flekanum.“ Listaverk í rauntíma Spurður um hugmyndin á bak við við verkið svarar Finnbogi: „Hugmyndirnar að verkum mínum í gegnum tíðina koma úr mismunandi áttum. Ég sæki oft innblástur í fyrri verk, bæti svo einhverju nýju við en svo þróast það alltaf. Í þessu tilfelli gerði ég áður verk sem að heitir „Horizon“ og er rauður laser. Ég sýndi það verk á Eskifirði hérna um árið. Á þeirri sýningu bjó ég til teikningar af veiðibönkum og sjávarlands- laginu. Þar setti ég svo upp hjól sem lyftu geislanum upp og niður. Í verkinu Flói er ég með mótor sem er tengdur við tölvu sem les allar upplýsingar sem koma frá flekanum og hreyfa lasergeisl- ann á sama hátt og flekinn. Þú sérð þennan 360 gráðu græna laser fara í allar áttir alveg eins og er að gerast úti á flekanum. Þannig þróaðist hugmyndin úr því að vera skáldað- ur tilbúningur yfir í að fylgja rauntíma. Þetta er að gerast á þeirri stund sem þú horfir á þetta gerast inni í húsinu. Ákvörð- unin um að útbúa fleka undir búnaðinn staf- aði af því að mig langaði að vísa í það sem er að gerast í heiminum, þegar fólk leitar allra leiða til að flýja heimkynni sín. Á sýningunni getur fólk reynt að setja sig í spor flótta- fólks, sem er statt á fleka.“ Engin túlkun rétt eða röng Finnbogi segist sjaldan gefa upp hvað það er sem að hann leitast við að ná til að halda öllu möguleikum opnum fyrir þann sem að kemur og upplifir verkið: „Það er alltaf hættulegt, að segja alla söguna af því þá getur maður komið í veg fyrir áhorfandinn leyfi sér að fara í hugarferðalög. Tengingin við flóttafólkið er í raun bara ein hugleiðing en hún er framarlega í mínum huga út af allri umfjölluninni núna og auðvitað graf- alvarlegt mál.“ Að sögn Finnboga opnar hann aðra sýn- ingu 15. júlí. Sýningin verður í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í Kompunni hjá henni Aðalheiði S. Eysteinsdóttur. Þar verður hann með tvö verk þar á meðal fyrrnefnda verkið Horizon. Finnbogi er fæddur árið 1959. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands í Reykjavík og Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi. Verk eftir hann má finna í opinberum söfnum og einkasöfnum víða um heim og hefur haldið fjölda sýninga heima og erlendis. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2001. Sýningin verður opin daglega frá kl. 13 til 18 alla daga vikunnar og stendur til 14. ágúst.Náttúruöflin Finnbogi segist hafa þurft að berjast við náttúruöflin við gerð verksins Flóa. Hjartsláttur jarðar áþreifanlegur - Finnbogi Pétursson myndlistarmaður opnar sýningu í Hillebrandshúsinu í gamla bænum á Blönduósi á morgun. - Finnbogi sýnir nýtt verk sem heitir FLÓI og er mannlaus fleki og fiskhús Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir opnar í dag, laugardag, kl. 17 sýninguna Andrá línunnar/Breathing lines í Gallery Porti við Laugaveg. Á henni má sjá málverk sem Anna vann á þessu ári og samanstanda af þrívídd- arseríu sem hún hefur verið að vinna með síðastliðin tvö ár og nýjum af- brigðum seríunnar. Málverkin eru unnin í þrívíð form, með akríl á striga annars vegar og skornum striga hins vegar þar sem lögð er áhersla á að einstök smáatriði fái að njóta sín í gegnum upplifun áhorfandans, segir í tilkynningu. „Í síendurteknu ferðalagi línanna á taflborði strigans myndast streymi, síbreytilegt flæði. Að vera hér og nú, horfa, njóta og upplifa þrívíddar augnablik hins breytilega og óskil- greinda heims endurtekningarinnar. Eins og strangflata foss lita forma og vídda, horfa á andrá ferilsins breytast eins og gárur í hálffrosnu vatni. Á milli línanna er svo birtingarmynd hins geometríska landslags kunn- ugleikans í hvaða formi sem hún svo birtist og hvert hún á endanum leiðir þig. Njóttu ferðarinnar,“ skrifar Anna í tilkynningu. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listahá- skóla Íslands árið 2009 og MA-gráðu í listkennslu frá sama skóla árið 2020. Hin síðustu ár hefur Anna verið að vinna með óhlutbundin þrívíð form málverksins í anda strangflatarlistar sem hún nálgast á ljóðrænan hátt, að því er fram kemur í tilkynningu. Þrívíð form Eitt af verkum Önnu Álfheiðar á sýningunni. Smáatriði fái að njóta sín Kringlan ... alltaf næg bílastæði Borðabókanir á www.finnssonbistro.is eða info@finnssonbistro.is Frábær kostur í hádeginu Djúsí andasamloka Þín upplifun skiptir okkur máli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.