Morgunblaðið - 02.07.2022, Side 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022
H
jálmar Freysteinsson
(1943-2020) læknir á
Akureyri, ættaður úr
Mývatnssveit, var með
allra snjöllustu hagyrðingum á sinni
tíð og með köflum skáld því vissu-
lega orti hann kvæði sem staðfesta
það. En þekktastur er hann fyrir vís-
ur sínar, ferskeytlur og limrur, þar
sem hann fangar viðfangsefni líðandi
stundar með gamansemi, oft
græskulausri en býsna oft með
broddi til að stinga á kýlum, jafnvel
breiðsíðu af háði en hvergi illsku.
Ótal vísur birti hann á Fésbókinni að
gefnu tilefni. Vís-
unum er raðað í
allmarga bálka
eftir efni og undir
fyrirsögn, síðast
kvæðum hans allt
frá skólaárum í
MA og má þá
þegar sjá trausta-
tök hans á máli og
brag. En í hverju er snilld hans fólg-
in? Ragnar Ingi gerir grein fyrir því
í inngangsorðum. Hann gat „fært í
óvæntan búning hversdagslega
hluti“ (12) og hafði slík tök á máli að
nánast hvergi er knúsuð lína og orð-
færi eins og tíðkast í daglegu máli og
þó með góðum brag. Hann var
myndvís í betra lagi og kunni betur
en flestir að yrkja vísu sem er ein
heild, engin gjá milli fyrri og seinni
parts. Oft bregður hann á orðaleik.
Hér má taka dæmi: „Hallfríður litla
á Læk / er liðug, kröftug og spræk. /
Hoppaði í gær/yfir heysátur tvær /
og fékk meira en 500 læk“ (25). Víða
er vísað í annan kveðskap svo sem í
Drögum að jólasálmi: „Í dæld upp
við Dvergastein / rakst Dísa óvænt á
Svein. / Þeim var ekki rótt/vöktu þá
nótt. / Sú nótt var svo ágæt ein“ (27).
Þetta er algengt stílbragð í kveð-
skap Hjálmars. Oft setur hann orð í
óvænt samhengi sbr. síðustu línuna í
Samlegðaráhrifum: „Þegar Vilborg
eignaðist vin / var sem hið sterkara
kyn / gerð́ana svera. / Hún sagði það
vera/ samlegðaráhrifin“ (36). Fugl-
inn í fjörunni er sama sinnis: „Harla
sæt verður hefndin þá, / harðlega
barist, flogist á / þegar ég loks í fjöru
finn / fuglinn sem skeit á bílinn
minn“ (54). Þorrinn er úrvalsdæmi
fyrir frábæra hagmælsku Hjálmars,
einfaldleikinn grípandi og stemn-
ingin notaleg: „Sunnanþeyr og þurrt
á grasi / í þorraveðri undurhlýju. / Í
útvarpinu Ashkenazy / er að leika
prelúdíu“ (59). Önnur vísa jafn-
einföld að formi til er um Hákon
Aðalsteinsson látinn, skógarbónda
og kunnan hagyrðing: „Megi ljóð
þau lifa og vaka / er las hann sinni
þjóð. / Um hann verður engin staka /
alveg nógu góð“ (236). Þetta er ein-
staklega vel kveðið og sýnir að
Hjálmar átti fleiri strengi í sálu sinni
en gáska og kerskni. Í Glímulýsingu
er ort um átök í Framsóknar-
flokknum með tilvísun í Sigtrygg
Sigurðsson glímukappa: „Fast er
glímt á Framsóknarþingi, / falla á
sitjandann / Sigmundur Davíð og
Sigurður Ingi. / Sigtryggur vann!“
(80). Náttúruvernd II er um sýnd-
armennsku: „Þannig lögin þarf að
hafa / að þetta standi skýrt: / Nátt-
úran skal njóta vafa / nema það sé
dýrt“ (92). Nokkrar vísur eru tileink-
aðar aðsópsmiklum stjórnmála-
manni sem sagður var búa á eyði-
jörð. Þjóðmenning: „Aðventan færir
annir mörgum, /ekki er þjóðmenn-
ingin dauð. / Einn er heima á
Hrafnabjörgum, / hann er að gera
laufabrauð“ (98). Bók bókanna er um
þingmann sem komst í fréttir fyrir
mikinn akstur: „Frá því greint í
fréttum var, / fagnandi því við tók-
um / að akstursdagbók Ásmundar /
er með stærstu bókum“ (99). Hrafn
Gunnlaugsson var dagskrárstjóri
um skeið hjá RÚV þegar Heimir
Steinsson var útvarpsstjóri. Þeir
deildu stundum: „Ýmsum verður
ekki um sel, / er það helst að meini /
að á sér Krummi ýfir stél, / einnig
brýnir gogginn vel / og heggur hold
frá beini / á Heimi undan Steini“
(104). Það skellur í tönnum í Kjara-
málum I: „Þraut er að ala þurfta-
freka, / þess vegna er og var / ævin-
lega rétt að reka / ræstingakonurn-
ar“ (11).
Síðasta vísan í Hálfkveðnum (jóla)
vísum er á þessa leið: „Í janúar svo
Jón og Gerður / jóla-VISA-reikning
fá. / Ekki víst hvort alltaf verður / af-
skaplega gaman þá“ (131). Margar
vísna Hjálmars nærast eins og þessi
á vísun í annað samhengi eða útúr-
snúningi eins og í Rakaralimru: „Af-
bragðs rakari Ragnar var / og raup-
sögur hans voru magnaðar, /
margoft hann sagði, / mæddur í
bragði: / „Flasa er aldrei til fagn-
aðar““ (155). Þannig mætti lengi
telja. Loks skal nefna Kostnað við
dýrt kveðnar vísur: „Í vísum dýrum
vandi býr, / vitið flýr er rímið dafn-
ar / svo efnisrýr og ekki skýr / út́ í
mýri stakan hafnar“ (199). Þetta er
laukrétt.
Þetta er allstór bók enda mað-
urinn mikilvirkur og hnyttinn.Víst
hefði mátt grisja úrvalið meira en
breytir samt ekki því að bókin er í
heild sinni skemmtilestur. Margar
vísurnar eru aldursmerktar miðað
við birtingardag á Facebook en til-
efni eru ekki tilgreind og ekki vefst
fyrir fréttaþyrstum að finna kveikj-
una. Þó er það svo, eins og útgef-
endur vekja máls á, að þegar „fram
líða stundir má jafnvel hafa það sem
samkvæmisleik að reyna að komast
að því, með hjálp dagsetninganna og
netsins, hvert tilefnið var“ (8). Þetta
er ljómandi góð bók fyrir unnendur
vísnakveðskapar.
Hagyrðingur Hjálmar Freysteinsson (1943-2020), læknir á Akureyri, var
með allra snjöllustu hagyrðingum á sinni tíð, skrifar gagnrýnandi.
Að hitta naglann á höfuðið
Ljóð og lausavísur
Ekki var það illa meint bbbbn
Eftir Hjálmar Freysteinsson.
Úrval. Ritstjórar: Höskuldur Þráinsson
og Ragnar Ingi Aðalsteinsson.
Innbundin, 241 bls. og að auki nótur við
tvö lög og Tabula memoralis.
Bókaútgáfan Hólar, 2021
SÖLVI SVEINSSON
BÆKUR
Fimmtu tónleikar sumarsins í sum-
ardjasstónleikaröð Jómfrúarinnar
við Lækjargötu í Reykjavík fara
fram í dag, laugardaginn 2. júlí. Á
þeim kemur fram djasssöngkonan
Rebekka Blöndal með ásamt tríói.
Bjarni Már Ingólfsson spilar á gít-
ar, Birgir Steinn Theódórsson á
kontrabassa og Erik Qvick á
trommur. Á efnisskránni verða lög
sem Ella Fitzgerald og gítarleik-
arinn Joe Pass fluttu á sínum tíma.
Tónleikarnir fara að venju fram
utandyra á Jómfrúartorginu, hefj-
ast kl. 15 og standa til kl. 17.
Aðgangur er ókeypis.
Djasssöngkona Rebekka Blöndal.
Rebekka og tríó
á Jómfrúnni
Næstu tónleikar
tónlistarhátíð-
arinnar Engla
og manna í
Strandarkirkju
fara fram á
morgun, sunnu-
dag, kl. 14.
Kemur fram
ung vonar-
stjarna, eins og
því er lýst í til-
kynningu, Bryndís Guðjónsdóttir
sópran, og með henni leikur Ing-
unn Hildur Hauksdóttir á píanó
og orgel. Titill tónleikanna er
Með vængjaþyt og söng og á efn-
isskránni íslensk þjóðlög og söng-
lög eftir Þórarin Jónsson, Sig-
valda Kaldalóns, Pál Ísólfsson,
Þórarin Guðmundsson og Gunnar
Þórðarson, ásamt verkum eftir
Pergolesi, Orff, Salerno og Alya-
byev.
Tónlistarhátíðin er styrkt af
Samtökum sunnlenskra sveitar-
félaga og Tónlistarsjóði.
Með vængjaþyt og
söng í kirkjunni
Bryndís
Guðjónsdóttir
Tónlistarkonan Sjana Rut hefur nú
gefið út seinni hluta tvískiptrar
hljómplötu sinnar, Broken/
Unbreakable, en sú fyrri kom út í
janúar og sagði Sjana frá henni í
viðtali hér í Morgunblaðinu. Platan
fjallar um kynferðisofbeldi sem
hún varð fyrir sem barn.
Seinni platan kom út í gær, 1.
júlí, og hefur hún að geyma 17 lög,
líkt og sú fyrri. Segir Sjana Rut
plötuna einkennast af styrk og
sjálfstrausti og einnig töffaraskap
og húmor en þó sé hún berskjölduð
á köflum. Plötunni lýsir hún sem
konseptplötu þar sem ákveðin saga
sé í gangi frá byrjun til enda og
hlustandinn ferðist með henni frá
fortíð á Broken yfir til samtímans
á Unbreakable. Sjana hefur auk
þess málað málverk fyrir hvert lag
plötunnar og einnig umslag
hennar.
Seinni hluti tvískiptrar plötu gefinn út
Konseptplata Sjana Rut hefur gefið
út konseptplötu í tveimur hlutum og
hefur hvor að geyma 17 lög.
Tónlistarhátíðin Allt í blóma verður
haldin í Hveragerði nú um helgina
og boðið upp á tónlist af ýmsu tagi.
Er hátíðin sögð fyrir alla fjölskyld-
una og fer hún fram í Lystigarðinum
í bænum.
Í dag verður boðið upp á barnahá-
tíð kl. 13 og kl. 15 leikur hljómsveit
saxafónleikarans Kristins Svav-
arssonar og sérstakur gestur verður
kontrabassaleikarinn og söngkonan
Dagný Halla Bassadóttir.
Kl. 20 hefjast tónleikar þar sem
fram koma Jón Jónsson, Stefán Jak-
obsson, Jógvan Hansen, Unnur
Birna Björnsdóttir og Guðrún Árný
ásamt hljómsveit.
Í tjaldi á svæð-
inu verður dans-
leikur frá kl. 23 til
tvö um nóttina og
koma þar fram
Stefán Hilm-
arsson og Gunni
Óla, ásamt fleir-
um.
Á morgun treð-
ur hljómsveitin
Góss upp í Reykjadalsskálanum en
hana skipa Sigríður Thorlacius,
Guðmundur Óskar og Sigurður Guð-
mundsson.
Tónlistarhátíð fyrir alla fjölskylduna
Unnur Birna
Björnsdóttir
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is
www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380
Sofðu betur í
hreinum rúmfötum
STOFNAÐ 1953