Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2021, Page 11

Neytendablaðið - 01.05.2021, Page 11
Neytendablaðið // Maí 2021 11 alfarið bönnuð.“ Jørgensen nefnir einnig þalöt til sögunnar, efni sem eru notuð sem mýkingarefni í plast og geta haft skaðleg áhrif á frjósemi. Árið 1999 setti Danmörk bann á notkun allra tegundir þalata í vörum sem ætlaðar eru börnum yngri en þriggja ára og er enn í dag með strangari lög en Evrópusambandið, sem hefur til þessa bannað sex tegundir þalata í þessum sömu vörum. Jørgensen segir það sjaldan hafa gerst að vísindamenn hafi varað við ákveðnu efni og síðar hafi komið í ljós að áhyggjurnar reyndust ekki á rökum reistar. Það væri því eðlilegt að neytendur nytu vafans í meira mæli og varúðarreglan væri ávallt höfð að leiðarljósi. A-, B- og C-merkingar á vörum Til að létta neytendum lífið hefur Tænk Kemi búið til merk- ingarkerfi með bókstöfunum A, B og C, sem segja til um hversu mikið af óæskilegum efnum er í snyrti- og húðvörum. Horft er til efna sem annað hvort er vitað með vissu – eða grunur leikur á – að séu hormónaraskandi, ofnæmisvaldandi, krabbameins- valdandi eða skaðleg umhverfinu. A merkir að varan innheldur engin óæskileg efni, B þýðir að varan er að mestu laus við óæskileg efni en inniheldur eitt eða fleiri ilmefni og C merkir að varan innheldur eitt eða fleiri efni sem rétt væri að forðast. Efnin skapa ekki endilega hættu ein og sér en samanlögð notkun þeirra yfir tíma getur haft neikvæð áhrif og er þá gjarnan talað um svokölluð kokteiláhrif. Ólík innihaldsefni eftir löndum Í samvinnu við neytendasamtök víða um heim ákvað Tænk Kemi að rannsaka hvort innihaldsefni í snyrtivörum – tilteknum þekktum vörumerkjum – væru þau sömu óháð því hvort varan væri keypt í Danmörku, Pakistan eða Brasilíu. Í samstarfi við 33 neytendasamtök víðsvegar um heiminn var innihaldslýsing á 39 húð- og snyrtivörum grannskoðuð og niðurstaðan var nokkuð óvænt. Í ljós kom að nákvæmlega sama vara getur innihaldið mismunandi efni allt eftir því hvar hún er seld. Jørgensen segir að markmiðið hafi ekki síst verið að vekja athygli á öllum þeim varasömu efnum sem finna má í húð- og snyrtivörum. Lang- flestar vörur sem voru skoðaðar fengu C í einkunn og alls fund- ust 65 óæskileg efni í 39 vörum. Ein vara, maskari sem seldur var í Svíþjóð og á Spáni, innihélt efni sem er bannað og hefði því ekki átt að vera í sölu. Jørgensen segist ekki hafa búist við að sjá svo mikinn mun á einstaka vörum milli landa en til dæmis hafi sjampó frá Head and Shoulders fundist í 13 mismunandi útgáfum. Ekki er alveg ljóst hvað skýrir þetta; hugsanlega er framleiðslan aðeins mismunandi eftir mörkuðum en einnig lítur út fyrir „uppskriftum“ sé breytt nokkuð ört.

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.