Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 28

Neytendablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 28
28 Neytendablaðið // Maí 2021 Gættu að réttindum þínum! Evrópska Neytendaaðstoðin Íslandi www.ecc.is Evrópusamtök neytenda (BEUC) sendu kvörtun til Evrópu- ráðsins fyrr á árinu vegna TikTok, sem er sérstaklega vinsæll samskiptamiðill hjá börnum og unglingum. Voru evrópskar persónuverndarstofnanir hvattar til að rannsaka háttsemi þessa samskiptamiðlarisa.  BEUC segir í erindi sínu til Evrópuráðsins að TikTok brjóti ýmis lög á sviði neytendaréttar. Þannig séu skilmálar ósann- gjarnir og óskýrir en TikTok áskilur sér rétt til að nota, dreifa og endurútgefa myndbönd án greiðslu. Þá tryggir TikTok ekki réttindi barna og unglinga þegar kemur að villandi og duldri markaðssetningu. Meðferð persónuverndarupp- lýsinga TikTok þykja vafasamar og upplýsingar til notenda miðast ekki við að aðalnotendahópurinn séu börn og unglingar. Þá eru vísbendingar um að TikTok láti hjá líða að tryggja vernd gegn skaðlegu efni á miðlinum. Í janúar sl. lést tíu ára gömul stúlka á Ítalíu eftir að hafa tekið þátt í yfirliðsáskor- un, „blackout challenge“, á TikTok. Í framhaldinu gripu ítölsk stjórnvöld til aðgerða gegn fyrirtækinu. Í febrúar sam- þykkti TikTok að loka fyrir alla notendur á Ítalíu yngri en 13 ára og opna einungis aftur fyrir þá sem gátu sannanlega sýnt fram á að vera eldri en 13 ára. Notendum var einnig auðveldað að tilkynna aðra notendur sem virðast ekki hafa náð 13 ára aldri. Neytendasamtök í aðgerðir gegn Tiktok

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.