Skólavarðan - 2021, Side 28

Skólavarðan - 2021, Side 28
28 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021 VIÐTAL / Pétur Þorsteinsson Pétur Þorsteinsson „Þegar spurt er hverjir séu helstu frumkvöðlar í skólamálum á Íslandi á undanförnum áratugum er ekki víst að öllum komi nafn Péturs Þorsteinssonar í hug! Svo ætti þó að vera! Pétur var skólastjóri á Kópaskeri frá 1979 og með hléum til 2005 og leiddi þar skólastarf þar sem einstaklingsmiðað nám var haft í hávegum löngu áður en þetta hugtak varð á annarra vörum. Og það sem meira var - einstaklings- miðunin náði inn í skólastofurnar til nemend- anna en var ekki bara fagurgali í skólanámskrá! Nemendur tóku raunverulega ábyrgð á námi sínu. Skólinn var auk þess menningarmiðstöð í þorpinu og tengdist samfélaginu með margvís- legum hætti. Í Grunnskólanum á Kópaskeri var tölvu- og upplýsingatækni nýtt í námi og starfi löngu á undan öðrum skólum. Og í þessum litla skóla var lagður grunnur að tölvusamskiptum milli skóla hér á landi. Þessa þróun leiddi Pétur Þorsteinsson. Hann er einhver sannasti og vitrasti hugsjónamaður sem ég hef kynnst!“ Ingvar Sigurgeirsson, fyrrverandi prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.