Skólavarðan - 2021, Side 54

Skólavarðan - 2021, Side 54
54 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021 KENNARASAMBANDIÐ / Félagsstarf F élagsmenn KÍ eru orðnir þrælvanir að sækja fundi og viðburði á netinu. Þannig fóru leikar að mestu fram á síðasta ári og langt fram eftir þessu ári. Skólamálaþing KÍ, sem jafnan er vel sótt, var til dæmis netviðburður annað árið í röð. Á haustdögum rofaði loks ofurlítið til og samkomutakmörkunum var að miklu leyti aflétt. Mörg aðildarfélaga KÍ nýttu tækifærið og efndu til staðfunda. Á öllum þessum fundum var ítrustu varkárni gætt og sóttvarnareglum fylgt út í ystu æsar. Covid-próf fyrir fund, spritt á staðnum, grímur og sömu sæti út daginn eru nú eðlilegasti hlutur í heimi. Þegar þetta er skrifað um miðjan nóv- ember eru því miður blikur á lofti og harðari samkomutakmarkanir hafa tekið gildi. Hversu lengi það varir veit enginn en vonandi gefst aðildarfélögunum kostur á að hóa sínu fólki saman á nýju ári. Hér eru myndir frá nokkrum viðburðum á haustönn. Félagsstarf aðildarfélaganna Félagsmenn komu saman eftir hlé Fulltrúar FG á ársfundi félagsins 23. september. Fundað var í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík. Félag grunnskólakennara efndi til ársfundar á Grand Hótel Reykjavík 23. september. Á myndinni sjást meðal annars Jens Guðjón Einarsson, varaformað- ur FG, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, og Jón Ingi Gíslason, formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Ríflega þrjú hundruð félagar í Skólastjórafélagi Íslands komu saman á námstefnu á Akureyri í byrjun október. Dagskráin var þéttskipuð sem endranær, meðal annars var fjallað um ómeðvitaða hlutdrægni, meðvirkni í stjórnun og markþjálfun í skólasamfé- lagi. Framhaldsskólakennarar komu saman á full- trúafundi 6. nóvember. Fundað var í Stórholti, sal Kennarasambandsins við Borgartún. Fulltrúafundur er haldinn þau ár sem ekki er aðalfundur. Boðað verður til aðalfundar á næsta ári. Góð mæting var á Svæðisþing tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík 6. október. Meðal þess sem var til umræðu var „Tónlistarskóli sem lærdómssamfélag“, skipulag kennslu og starfsþróunarmöguleikar. Svæðisþing FT voru haldin í nítjánda sinn í þetta sinn en þau eru vettvangur faglegrar umræðu um málefni tónlistar- skólans og tónlistarnáms. Jafnréttisstefnu- mót aftur að ári Jafnréttisnefndir Kennarasam- bands Íslands og Menntavís- indasviðs HÍ efndu til þriggja jafnréttisstefnumóta í nóvember. Fyrsta stefnumótið bar yfirskriftina Jafnrétti í skóla- og frístundastarfi. Svandís Anna Sigurðardóttir, frá Mann- réttindastofu Reykjavíkur, fjallaði um Regnbogavottun og hinsegin málefni. Eva Halldóra Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Tjörninni, fjallaði um hvernig nálgast má samtöl um erfið mál- efni við ungt fólk og Sigrún Birna Björnsdóttir, sérfræðingur hjá KÍ, kynnti vef jafnréttisnefndar KÍ. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, forkona jafnréttisnefndar KÍ, stýrði fundinum. Skilningur ekki nægur Annað stefnumótið bar yfir- skriftina Jaðarsetning í skóla- menningu, hvað þarf að ræða? Ungmenni sögðu frá hugðarefn- um sem lúta að jaðarsetningu og hvernig nálgast má það málefni í skólasamfélaginu. Þar komu fram Antirasistarnir Kristín og Valgerður Reynisdætur, Anna María Kjeld, frá Q-félagi hinsegin stúdenta, Phoebe Jarina, frá Femínistafélagi Kvennaskólans, og Eiður Welding, framhalds- skólanemi og stjórnarmaður í Öryrkjabandalagi Íslands. Fram kom í máli þeirra að skilningur margra kennara á mál- efnum sem þessum er ekki nægur. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, stýrði fundinum. Ærið verk fyrir höndum Þriðja stefnumótið bar yfirskrift- ina Forréttindi, forréttindablinda og jafnrétti í skólastarfi. Þessu lokastefnumóti var ætlað að draga saman og kortleggja stöðu jafnréttismála í skóla- og frístundastarfi en einnig var lagt á ráðin um hvernig skapa má rými réttlætis og jöfnuðar í þeim stofnunum sem þátttakendur starfa í. Meðal annars kom í ljós að skilningi á stöðu ýmissa þjóðfélagshópa og einstaklinga er ábótavant þegar kemur að vali á námsefni, kennsluaðferðum og umræðum innan skólasamfé- lagsins og því ærið verk enn fyrir höndum.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.