Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 8
8 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021 KENNARASAMBANDIÐ / Fréttir Skólamálaþing Kennarasam- bands Íslands var að þessu sinni með óhefðbundnu sniði. Í stað þess að efna til staðfundar var haldið fjölsótt, rafrænt málþing á Alþjóðadegi kennara, fimmta október. Ræðumenn voru Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og María Ellingsen leikkona. Yfirskrift þingsins var Alltaf til staðar en það er yfirskriftin sem valin var af Alþjóðasamtökum kennara (Education International) í tilefni dagsins. Árangur barna lífsspursmál Erindin voru einkar fróðleg. Í erindi sínu beindi Kári spjótum sínum að tilvonandi ríkisstjórn sem hann kvað verða að taka skólamál mun fastari tökum. Skólakerfið væri öflugasta jöfnunartækið sem völ væri á og að skólakerfið, sérstaklega leik- og grunnskólar, fengist við mikilvægustu verkefni sam félagsins. Árangur barna í skólum væri lífsspursmál. Í lokin beindi Kári máli sínu að kennurunum: „Framtíð þjóðarinnar er að miklu leyti undir skólakerfinu komin. Framtíð fjölskyldna okkar allra er háð því hvernig skólakerfið hjálpar okkur við að koma börn- um okkar til manns. Hvernig þið, kennarar, hjálpið okkur að koma þeim til manns. Og ég hvet ykkur sem nú eruð á besta aldri að muna að líkurnar á því að þið getið notið kvöldsólarinnar og rauðs bjarma hennar á himni og hafi eru háðar því hvernig skólakerfið, sem er kennarar, hefur hlúð að börnunum. Þess vegna eru hjörtu okkar full af þakklæti til kennarastéttarinnar á þessum alþjóðlega degi kennara.“ Skólamálaþing á Alþjóðadegi kennara: Hjörtu okkar full af þakk- læti til kennarastéttarinnar Efri mynd: Ragnar Þór Pétursson, María Ellingsen, Anna María Gunnarsdóttir og Gerður Kristný. Kári Stefánsson er á neðri myndinni. Félag náms- og starfsráðgjafa hélt nýverið upp á 40 ára afmæli félagsins. Megin- markmið náms- og starfsráðgjafar er að efla vitund einstaklinga um hæfileika sína, viðhorf og áhuga þannig að þeir geti notið sín í námi og starfi. Ráðgjöfinni er ætlað að auðvelda fólki, á hvaða aldri sem er og við hvaða aðstæður sem er, að átta sig á styrkleikum sínum, færni og áhuga til að eiga hægara með að ákveða stefnu í námi og starfi. Náms- og starfsráðgjöf er lögbund- in þjónusta og mikilvægt að tryggja aðgengi að henni, hvar sem maður er staddur á sínum náms- og starfsferli. Fréttablaðið gerði félaginu vel skil á degi náms- og starfsráðgjafar og þar var rætt við Ásthildi G. Guðlaugsdóttur, náms- og starfs- ráðgjafa í Kársnesskóla. „Í mínu starfi sem grunnskólaráðgjafi, veiti ég nemendum meðal annars ráðgjöf og stuðning vegna líðan þeirra, ég aðstoða og ráðlegg nemendum varðandi námstækni, veiti náms- og starfsfræðslu, og aðstoða nemendur við að efla náms- og félagslegan þroska sinn. Verkefnin hafa í raun ekki breyst mikið frá því ég hóf störf en auðvitað eru sífellt að bætast við ýmis tæki og tól sem við getum nýtt í starfinu,“ segir Ásthildur. Nýr vefur í loftið Markmið vefsíðu Sérfræðingateymis í samfélagi sem lærir (SÍSL) er að valdefla foreldra og nemendur og styðja við starfsþróun kennara svo fátt eitt sé nefnt. Í gegnum vefinn er hægt að nálgast ókeypis rafræn námskeið í gagnreyndu kennsluaðferðunum PALS og 6+1 vídd ritunar ásamt öllum námsgögnum. Þannig er hægt að taka námskeiðin nánast hvar og hvenær sem er á eigin hraða. Rafrænu námskeiðin veita kennur- um sem hafa setið námskeið í PALS möguleika á að rifja upp það sem þeir lærðu á námskeiðunum og þegar nýir kennarar hefja störf við skóla þar sem PALS er notað er hægt að þjálfa þá strax í aðferðinni í gegnum SÍSL-vefinn. Með vefnum fá foreldrar einnig einstakt hjálpartæki upp í hendurnar til að þjálfa börn sín í læsi, ritun og stærðfræði. Þess má geta að K-PALS hefur verið notað til þess að kenna fullorðnum sem eru ólæsir á sínu móðurmáli að lesa á íslensku. Náms- og starfsráðgjöf 40 ára www.sislvefur.is Ertu með hugmynd? Ritstjórn Skólavörðunnar er alltaf á höttunum eftir góðu umfjöllunarefni sem tengist skóla- og menntamálum. Endilega sendið okkur línu ef þið lumið á hugmynd að áhugaverðu efni sem við getum gert skil í blaðinu. Netfangið er utgafa@ki.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.