Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 47

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 47
HAUST 2021 SKÓLAVARÐAN 47 Útinám / LEIKSKÓLINN Skógarstígarnir liggja víða. Drykkjarvatn er sótt í ána á hverjum degi. Lummurnar voru hreint út sagt ljúf- fengar. B örnin dvelja löngum stundum í skóginum og þar er sannkölluð ævintýraveröld, endalaust hægt að finna eitthvað skemmtilegt til að fást við. Skólavarðan slóst í för með Krumma- kotskrökkum einn fallegan dag síðasta sumar. Leikskólastjórinn, Erna Káradóttir, tók á móti blaðamanni í skólahúsinu en þar var ekki staldrað við lengi heldur gengið áleiðis upp í Aldísarlund. Að jafnaði eru börnin í Krummakoti á bilinu 60 til 70, á aldrinum eins árs til fimm ára. „Leikur er okkar nám,“ eru einkunnarorð Krummakots og þess sér sannarlega merki þegar fylgst með börnunum í skóginum. Erna segir útivist mikilvægan þátt í upp- eldisstarfi leikskólans. „Það er hollt og gott fyrir krakka að njóta útiveru og þar gerum við frjálsum leik hátt undir höfði,“ segir Erna. Helstu áherslur í starfi Krummakots fyrir utan útinámið eru jákvæður agi, söguaðferðin, markviss málörvun, tónlist og tjáning og hreyfing. Miðað er við tvo fulla útidaga í mánuði fyrir elstu árgangana en Erna segir dagana í skóginum miklu fleiri. „Við förum miklu oftar upp eftir og í öllum veðrum. Það er nefnilega svo veðursælt í lundinum að þar er ekkert mál að vera þótt vindar blási.“ Frelsið ríkir í lundinum Erna segir börnin hafa frjálsar hendur í skóginum. „Þau mega fara nánast hvert sem þau vilja og gera það sem þau langar. Við ræðum hlutina við þau en við viljum geta treyst þeim. Þetta er ekki stórt svæði en það er svo margt að finna innan þess. Hér eru klettar og við heyrum í fossinum. Krakkarnir vita að þau mega ekki fara án fylgdar að fossinum en við förum gjarna að ánni til að sækja drykkjarvatn,“ segir Erna. Ilmur af lummum mætir okkur þegar við stígum inn í lundinn. Erna segir krakkana matast í skóginum í hádeginu en morgunmatinn borða þau niðri í skóla; oft er hitaður upp matur á borð við gúllas eða eitthvað gott sett á grillið. „Við erum hæstánægð með eldstæðið en það voru foreldrar barnanna sem gáfu okkur það. Svo erum við komin með skýli þannig að það er auðveldara að geyma dót hérna upp frá.“ Lummurnar bragðast afskaplega vel og eru að sjálfsögðu bornar fram með sultu og rjóma. Krakkarnir kunna greinilega vel að meta þessar veitingar. Inga Vala Gísladóttir náttúrufræðingur starfar í leikskólanum. Hún kennir krökk- unum að þekkja náttúruna, blómin, trén og skordýrin. „Það ríkir svo mikið frelsi hérna í skóginum og frábært að sjá hvað krakkarnir eru fljótir að finna sér eitthvað að dunda við. Það er oft svo mikið að gera hjá þeim í leik og öðru að það gefst ekki tími til að sinna öðrum verkefnum,“ segir Inga Vala. Hitt og þetta Teiknaðu þinn eigin tölvuleik! Draw Your Game er forrit fyrir snjalltæki sem virkar þannig að notandinn teiknar sinn eigin tölvuleik. Svartar línur tákna gólf, loft og veggi. Grænir hlutir eru fjaðrandi. Bláa hluti er hægt að færa til. Rauðir hlutir eru hættulegir. Með einföldum hætti geta börn og fullorðnir teiknað furðu flókna leiki á ótrúlega stuttum tíma. Um leikinn sagði Birna Friðgeirsdóttir (@birfri91) kennari og kennsluráðgjafi: „Vá hvað @DrawYourgame er mikil snilld! Fór ekki á vinnustofuna á #utis2021 en kynntist leiknum hér á twitter! Virkilega einfalt í notkun og vakti mikla lukku! #menntaspjall“ Eldurinn Hjalti Halldórsson kennari og rithöf- undur hefur gefið út nokkrar bækur sem sækja efnivið í Íslendinga- sögurnar. Í ár varð sjálf drottningin fyrir valinu, Njála. Bók Hjalta heitir Eldurinn og fjallar um unglinga sem brjótast inn í skólann sinn. Eins og áður hefur Hjalti birt kennsluefni sem hægt er að nota til stuðnings lestrinum. Hægt er að nálgast það hér:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.