Skólavarðan - 2021, Side 14

Skólavarðan - 2021, Side 14
14 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021 VIÐTAL / Guðjón Hreinn Hauksson Umhugað um öflugan framhalds- skóla Það hefur lengi blasað við að draga þarf úr vinnuálagi kennara en í ljósi þess að margar aðrar starfsstéttir í samfélaginu hafa nú stytt vinnuvikuna niður í 36 klukku- stundir verður þessi mismunur enn ósanngjarnari. G uðjón Hreinn Hauksson hefur gegnt for- mennsku í Félagi framhaldsskóla- kennara síðan 2019. Hann hlaut afar góða kosningu í september það ár en hafði áður verið starfandi formaður félagsins um tveggja mánaða skeið, eftir að Guðríður Arnar- dóttir sagði af sér formennsku og tók við starfi skólameistara í MK. Ritstjórar Skólavörðunnar settust niður með Guðjóni og spurðu út í for- mannsstarfið, stöðu framhaldsskólans og hvað væri efst á baugi í starfsemi Félags framhaldsskólakennara (FF). „Ég kann vel við starf formanns, verkefnin eru áhugaverð og skemmti- leg frá degi til dags en um leið afar krefjandi. Það eru alltaf mörg verkefni í gangi, margir fundir í hverri viku og í mörg horn að líta. Skipulagning og forgangsröðun verkefna er því snar þáttur í vinnunni,“ segir Guðjón Hreinn. Hann segist vera að komast æ betur inn í starfið en það taki tíma að kynnast öllum þáttum þess. Hækka þarf launin svo um munar Spurður hvað beri hæst á borði formanns þessa daga segir Guðjón það vera nokkur veigamikil mál. „Það sem ég legg mesta áherslu á nú er að fylgja eftir síðustu kjarasamningum við ríkið og einkaskól- ana. Á samningstímanum þarf að vinna mörg verkefni og eins gott að halda vel á spilunum þótt samningur verði ekki laus fyrr en í lok mars 2023. Mikilvægt er í þessari vinnu að hugsa til framtíðar og tryggja gæði framhaldsskólastigsins. Eitt áhyggjuefni þar eru kennararnir sjálfir, eða öllu heldur samsetning hópsins,“ segir Guðjón Hreinn. „Við höfum séð hæga og stöðuga þróun í kynjasamsetningu félagsmanna frá aldamótum en þá var jafnvægi á milli kvenna og karla í stéttinni. Nú er svo komið að karlarnir eru um 38 prósent framhaldsskólakennara. Annað ekki síður alvarlegt er að aldur stéttarinnar fer hækkandi; framhaldsskólakennarar eldast hratt. Rétt tæpur þriðjungur karla sem vinna við kennslu í ríkisskólunum er kominn yfir sextugt. Ég hef sterkan grun um að þarna séu í meirihluta karlar sem sinna kennslu í iðngreinum og ef ekki verður mikil í nýliðun innan stéttarinnar þá horfum við fram á að missa stóran hluta hennar á eftirlaun.“ Kennaranemum hefur fjölgað síðustu misseri og segir Guðjón Hreinn það jákvætt. „Við fögnum því auðvitað að fleiri sæki í kennaranám, enda þarf að fjölga kennurum svo um munar á öllum skólastigum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að vandi er yfirvofandi M yn d: A nt on B ri nk

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.