Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 22
22 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021 KENNARINN / Kjaramál Á vef Kennarasambands Íslands má finna reiknivélar á nýju formi sem auðvelda fólki að kynna sér ýmislegt sem snýr að skóla- og kjaramálum. Reiknivélarnar eru afar aðgengilegar og betri en fyrri reiknivélar að því leyti að auðvelt er að nota þær í síma eða spjaldtölvu. Auk hinna hefðbundnu launareiknivéla má finna nokkrar nýjar reiknivélar. Meðal þeirra má nefna Laun fullvinnandi á íslenskum vinnumarkaði frá árinu 2014. Þar má finna mjög áhugaverðar upplýsingar um laun á þessu tímabili og verða hér nokkrar staðreyndir settar fram myndrænt. Allt um laun og launaþróun Hvað eru regluleg laun og heildarlaun Í reiknivélunum er hægt að velja regluleg laun og heildarlaun. Skilgreiningar á þessum tveimur tegundum eru: Regluleg laun eru greidd mánaðarlaun fyrir umsaminn vinnutíma, hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Í þessum launum eru hvers konar álags- og bónusgreiðslur sem tilheyra launaliðum sem eru gerðir upp á hverju útborgunartímabili hjá launagreiðanda. Dæmi um slíkar greiðslur geta verið föst yfirvinna, fastar álags- greiðslur, bónusar í framleiðslu, sölubónusar, vaktaálag og eftirvinna. Regluleg laun hlutastarfsfólks eru umreiknuð í laun fyrir fullt starf. Við samanburð á reglulegum launum milli starfa eða starfsstétta er gott að hafa í huga að í þeim störfum þar sem fastlaunasamningar eru algengir, eða föst yfirvinna, þá er ekki haldið sérstaklega utan um yfirvinnugreiðslur í launakerfi og eru þær greiðslur því hluti af reglulegum launum. Heildarlaun eru öll laun einstaklingsins, þ.e. regluleg heildarlaun auk ýmissa óreglulegra greiðslna s.s. orlofs- og desemberuppbótar, eingreiðslna, ákvæðisgreiðslna og uppgjörs vegna uppmælinga. Við útreikninga er hvorki tekið tillit til hlunninda né akstursgreiðslna. 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% -5% -10% -15% -20% 33% 33% 23% 20% 11% 7% 4% -4% -17% 2% 0% Fj ár m ál a- og v át ry gg in ga st ar fs em i R af m ag ns -, ga s- o g hi ta ve itu r B yg gi ng as ta rf se m i o g m an nv ir kj ag er ð H ei lb ri gð is - og fé la gs þj ón us ta Fr am le ið sl a (C ) H ei ld - og s m ás öl uv er sl un Fl ut ni ng ar o g ge ym sl a O pi nb er s tjó rn sý sl a og v ar na rm ál A lls U pp lý si ng ar o g fja rs ki pt i Fr æ ðs lu st ar fs em i Sérfræðingar – frávik frá meðaltali 2020 Mynd 1: Myndin sýnir hvernig heildarlaun sérfræðinga víkja frá meðaltali eftir atvinnugreinum. Þar má sjá að atvinnugreinin fræðslustarfsemi sker sig töluvert úr – þar eru heildarlaun sautján prósentum lægri en meðaltalið og myndin nokkuð sláandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.