Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 40

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 40
40 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021 RADDIR / Nýsköpun Evrópuverðlaunin fyrir nýsköpun í kennslu, The European Innovative Teaching Award, voru afhent í fyrsta sinn á Íslandi á dögunum við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Dalvíkurskóli og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hlutu verðlaunin að þessu sinni, en þau eru á vegum Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlunar ESB. Evrópu- samstarf gegnir veigamiklu hlutverki fyrir íslenska skóla og sveitarfélög sem vilja þróa og prófa nýjar leiðir í námi og kennslu í samvinnu við önnur lönd. T ilgangur verð- launanna er að koma á framfæri nýjum og framúrskarandi kennsluháttum, viðurkenna starf kennara og skóla sem tekið hafa þátt í evrópskum samstarfs- verkefnum á undanförnum árum og fagna afrekum þeirra einstaklinga sem hafa staðið sig einstaklega vel við að innleiða nýbreytni í kennslu. Þau eru einn þáttur í stærra markmiði Evrópusambandsins, sem kallast Evrópskt menntasvæði og er ætlað að efla menntun og þjálfun í löndum Evrópu, bæði með því að auka gæði og jafna tækifæri fólks til náms, óháð aðstæðunum sem það kemur úr. Dalvíkurskóli í alþjóðlegu samstarfi Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitti tveimur verkefnum verð- launin í ár. Annars vegar verkefni Dalvíkurskóla, EARLY: Education Advancements through Robotics Labs for Youth, en það leiddi saman skóla og fræðslustofnanir í fimm löndum; Íslandi, Eistlandi, Finnlandi, Ítalíu og Póllandi. Markmið verkefnisins var að bæta þekkingu kennara á notkun róbóta í kennslu og þá aðallega í kóðun, stærðfræði og öðrum vísindagreinum. Til að ná því markmiði leituðust þátttakendur við að rannsaka og greina þann tækjabúnað og kennsluefni sem var fyrir hendi, búa til kennslu- myndbönd og setja upp sviðsmyndir í kennslu og deila síðan þekkingu sinni og uppgötvunum á vefsíðu sem er opin almenningi. Að mati Landskrifstofu er verkefni Dalvíkurskóla vel heppnað dæmi um hvernig megi greina og miðla nýjum kennsluháttum út á við og gera þannig starf kennara og skóla enn sýnilegra, öðrum til hagsbóta. Nýjar leiðir í nálgun og kennslu raungreina Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur- borgar hlaut einnig verðlaunin fyrir verkefnið Student Voices: revitalising the school system. Það var Þjónustu- miðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða sem þróaði og stýrði verkefninu fyrir hönd Reykjavíkurborgar en í því komu saman grunn- og framhalds- skólar frá þremur löndum; Danmörku, Finnlandi og Íslandi. Fyrir hönd Íslands tóku Kvennaskólinn í Reykjavík og Landakotsskóli þátt í verkefninu, en það miðaði að því að finna nýjar leiðir í nálgun og kennslu raungreina með því að koma á opnu samtali milli kennara og nemenda og gefa nemendum þannig rödd í eigin námi. Er hér um að ræða ferska og nýstárlega nálgun í kennsluháttum með það að markmiði að þróa nýjar náms- og kennsluaðferðir sem henta nýrri kynslóð nemenda. Að mati Landskrifstofu Erasmus+ er verkefnið Rúna V. Guðmarsdóttir, forstöðukona Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi Jón Svanur Jóhannsson, verkefnisstjóri skólahluta Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi Aðsend grein Tvö íslensk verðlaunaverkefni Nemendur í Dalvíkurskóla vinna hér í einni af kennsluáætl- unum sem eru á síðu verkefnisins, edurobots.eu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.