Skólavarðan - 2021, Page 40

Skólavarðan - 2021, Page 40
40 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021 RADDIR / Nýsköpun Evrópuverðlaunin fyrir nýsköpun í kennslu, The European Innovative Teaching Award, voru afhent í fyrsta sinn á Íslandi á dögunum við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Dalvíkurskóli og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hlutu verðlaunin að þessu sinni, en þau eru á vegum Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlunar ESB. Evrópu- samstarf gegnir veigamiklu hlutverki fyrir íslenska skóla og sveitarfélög sem vilja þróa og prófa nýjar leiðir í námi og kennslu í samvinnu við önnur lönd. T ilgangur verð- launanna er að koma á framfæri nýjum og framúrskarandi kennsluháttum, viðurkenna starf kennara og skóla sem tekið hafa þátt í evrópskum samstarfs- verkefnum á undanförnum árum og fagna afrekum þeirra einstaklinga sem hafa staðið sig einstaklega vel við að innleiða nýbreytni í kennslu. Þau eru einn þáttur í stærra markmiði Evrópusambandsins, sem kallast Evrópskt menntasvæði og er ætlað að efla menntun og þjálfun í löndum Evrópu, bæði með því að auka gæði og jafna tækifæri fólks til náms, óháð aðstæðunum sem það kemur úr. Dalvíkurskóli í alþjóðlegu samstarfi Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitti tveimur verkefnum verð- launin í ár. Annars vegar verkefni Dalvíkurskóla, EARLY: Education Advancements through Robotics Labs for Youth, en það leiddi saman skóla og fræðslustofnanir í fimm löndum; Íslandi, Eistlandi, Finnlandi, Ítalíu og Póllandi. Markmið verkefnisins var að bæta þekkingu kennara á notkun róbóta í kennslu og þá aðallega í kóðun, stærðfræði og öðrum vísindagreinum. Til að ná því markmiði leituðust þátttakendur við að rannsaka og greina þann tækjabúnað og kennsluefni sem var fyrir hendi, búa til kennslu- myndbönd og setja upp sviðsmyndir í kennslu og deila síðan þekkingu sinni og uppgötvunum á vefsíðu sem er opin almenningi. Að mati Landskrifstofu er verkefni Dalvíkurskóla vel heppnað dæmi um hvernig megi greina og miðla nýjum kennsluháttum út á við og gera þannig starf kennara og skóla enn sýnilegra, öðrum til hagsbóta. Nýjar leiðir í nálgun og kennslu raungreina Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur- borgar hlaut einnig verðlaunin fyrir verkefnið Student Voices: revitalising the school system. Það var Þjónustu- miðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða sem þróaði og stýrði verkefninu fyrir hönd Reykjavíkurborgar en í því komu saman grunn- og framhalds- skólar frá þremur löndum; Danmörku, Finnlandi og Íslandi. Fyrir hönd Íslands tóku Kvennaskólinn í Reykjavík og Landakotsskóli þátt í verkefninu, en það miðaði að því að finna nýjar leiðir í nálgun og kennslu raungreina með því að koma á opnu samtali milli kennara og nemenda og gefa nemendum þannig rödd í eigin námi. Er hér um að ræða ferska og nýstárlega nálgun í kennsluháttum með það að markmiði að þróa nýjar náms- og kennsluaðferðir sem henta nýrri kynslóð nemenda. Að mati Landskrifstofu Erasmus+ er verkefnið Rúna V. Guðmarsdóttir, forstöðukona Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi Jón Svanur Jóhannsson, verkefnisstjóri skólahluta Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi Aðsend grein Tvö íslensk verðlaunaverkefni Nemendur í Dalvíkurskóla vinna hér í einni af kennsluáætl- unum sem eru á síðu verkefnisins, edurobots.eu

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.