Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 45

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 45
HAUST 2021 SKÓLAVARÐAN 45 Starfsþróun / KENNARINN M enntafléttan er samstarfs verk- efni Mennta- vísindasviðs Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Kennarasambands Íslands. Mennta- og menningarmálaráðu- neytið styrkir Menntafléttuna um þróun og kennslu um 40 námskeiða sem eru kennurum og starfs- fólki í menntakerfinu að kostnaðarlausu. Viðfangsefni námskeiða snerta fjölbreytt svið náms, kennslu, sjálfbærr- ar þróunar, vellíðunar, frístundastarfs og forystu. Menntafléttan er fyrir kennara, starfsfólk og stjórn- endur í leik-, grunn- og framhalds- skólum, listaskólum og frístundastarfi. Rauður þráður Menntafléttunnar er að stuðla að þróun námssamfélaga. Námskeiðin fléttast saman við daglegt starf, innan þess svigrúms sem þátttak- endur hafa til starfsþróunar. Skólavarðan tók Oddnýju Sturludóttur tali en hún er verkefnastjóri Menntaflétt- unnar. Hvernig fer Menntaflétt- an af stað og hvernig hafa viðtökur verið? Viðtökur hafa farið fram úr okkar björtustu vonum, en hátt í 1000 kennarar, stjórnendur, stuðningsfulltrú- ar, fagfólk skólabókasafna og starfsfólk úr frístundastarfi hafa skráð sig til leiks. Við erum auðvitað himinlifandi en að sama skapi meðvituð um mikilvægi þess að standa undir þessu trausti sem okkur er sýnt. Það eiga rúmlega 60% grunnskóla og rúmlega 40% leikskóla á landinu fulltrúa í Menntafléttunni og umgjörð hennar byggir fyrst og fremst á því að styðja við samtal um starfshætti og vinnubrögð í námssamfélagi jafningja í öllum þessum skólum. Hvernig gekk að sameina allar þessar upplýsingar og alla aðila undir þessum hatti? Samráð og samstarf milli aðila í mennta- kerfinu hefur stóraukist hin síðari ár, en ekki bara samstarf heldur samstaða um að taka höndum saman um mikilvægar umbætur. Í stýrihópi Menntafléttu sitja varaformaður KÍ, Anna María Gunnarsdóttir, og Gunnar Gíslason frá Háskólanum á Akureyri auk Kolbrúnar Pálsdóttur, forseta Menntavís- indasviðs, og Önnu Kristínar Sigurðardóttur Hlutverk Menntafléttunnar  X Efla námssamfélög í skóla- og frístundastarfi um land allt  X Styðja við samstarf á öllum sviðum menntunar  X Þróa námskeið sem fléttast saman við daglegt starf   X Vinna með leiðtogum af vettvangi við þróun og kennslu námskeiða  X Styðja við menntastefnu 2030 og Heims markmið Sam- einuðu þjóðanna Það eiga rúmlega 60% grunnskóla og rúmlega 40% leik- skóla á landinu full- trúa í Menntaflétt- unni og umgjörð hennar byggir fyrst og fremst á því að styðja við samtal um starfshætti og vinnu- brögð í námssamfé- lagi jafningja í öllum þessum skólum. prófessors. Verkefnastjórateymið er staðsett í Reykjavík og á Akureyri og í kynningarfasanum hélt þessi hópur rúmlega 70 kynningarfundi um allt land, stóra og smáa. Alls staðar var okkur tekið opnum örmum og fólk var bæði forvitið en líka gagnrýnið sem hafði mikið að segja um það hvernig verkefnið þróaðist. Í fagteymum Menntafléttunnar sitja um 80 manns, fólk af vettvangi, stjórnendur, kennarar og fólk af skólaskrifstofum auk háskólafólks. Við höfum lagt mikla áherslu á að með Menntafléttunni séum við ekki bara að styðja við námssamfélög í skólum og stofnunum um land allt, heldur líka innan verkefnisins sjálfs. Það hefur haft heilmikið að segja um hvernig gengið hefur að sameina þennan stóra hóp fólks undir hatti Menntafléttu. Ekkert af þessu hefði þó komið til nema vegna þess að stjórnvöld styrktu verkefnið myndarlega. Er heitið Menntaflétta og verk- efnið sjálft að síast inn hjá kennurum? Við í verkefnastjórateym- inu erum kannski ekki dóm- bær á það á þessari stundu, framtíðin mun leiða það í ljós – og við vorum heillengi á báðum áttum með þetta nafn! En það hefur komið okkur skemmtilega á óvart hvað mörgum er orðið tamt að tala um Menntafléttunámskeið. Nafnið er glettilega lýsandi því að námskeiðin hafa það skýra markmið að eiga að geta fléttast saman við dagleg störf kennara og starfsfólks í menntakerfinu. Leiðtoganám af þessum toga er auðvitað ekki nýtt af nálinni, en í mörg ár hafa kennarar sótt leiðtoganámskeið til dæmis á vegum Byrjendalæsis. Þetta form starfsþróunar er því ekki uppfinning okkar í Menntafléttunni, þó segja megi að Menntafléttan sé stærsta starfsþróunarverkefni stjórnvalda og háskóla síðari ára. Hver er þín tilfinning fyrir framhaldinu, mun eftirspurnin halda áfram að aukast? Ég vona það enda byggir umgjörð Menntafléttu á því sem rannsóknir frá síðustu aldamótum hafa ítrekað leitt fram að sé árangursríkast og farsælast fyrir starfsþróun kennara og starfsfólks. Við höldum vonandi áfram að fá góðar hugmyndir að námskeiðum í samtali við vettvang og svo vonum við auðvitað að stjórnvöld haldi áfram að veðja á Menntafléttuna. Oddný Sturludóttir, verkefnastjóri Menntafléttunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.