Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 10
10 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021 KENNARASAMBANDIÐ / Fréttir Siðaráð segir...  X að nú sé endurskoðun siðareglna langt komin, en tillögur að nýjum siðareglum verða lagðar fyrir 8. þing KÍ í apríl á næsta ári. Siðaráð telur að endurskoða þurfi reglurnar reglulega vegna framfara og breytinga í tækni, hugsun og samskiptum.  X að vert sé að benda kennurum á núgildandi siðareglur.  X Siðaráð mælir með að kennarar skoði sérstaklega og ígrundi:  X 6. grein: Kennari vinnur gegn fordómum, einelti og öðru ranglæti sem nemendur verða fyrir.  X 9. grein: Kennari viðheldur starfshæfni sinni og eykur hana.  X 11. grein: Kennari sýnir öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu.  X 12. grein: Kennari gætir heiðurs og hagsmuna stéttar sinnar. Jafnréttis- nefnd segir...  X dagana 9.-12. nóvember var haldið Jafnréttis- stefnumót Menntavísinda- sviðs HÍ og Jafnréttisnefndar KÍ fyrir kennara og kennar- anema, bæði á netinu og í Stakkahlíð.  X Jafnréttisstefnumót er umræðuvettvangur kennar- anema, starfandi kennara og sérfræðinga á sviði kennslu og jafnréttis um þau jafn- réttismál sem eru í deiglunni hverju sinni.  X Í ár var rætt m.a. um forréttindi, hvítleika, jaðar- setningu í skólamenningu og ofbeldi.  X Ætlunin er að endurtaka stefnumótið reglulega og halda samtalinu þannig lifandi. Hanna Rún Eiríksdóttir kennari, Sigursteinn Traustason, Vilhjálmur Magnússon, forstöðumaður Vöru- húss, Nanna Kristín Christiansen, sem hlaut verðlaun fyrir Leiðsagnarnám. Frá Aðalþingi mættu dr. Guðrún Alda Harðardóttir, Sigurður Þór Salvarsson og Hörður Svavarsson leikskólastjóri. Gerður Kristný skáld, Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Viktor, nemi á Álftanesi, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins. Íslensku menntaverðlaunin 2021 Verðlaun veitt fyrir fram- úrskarandi störf í skólum Íslensku menntaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum 9. nóvember síðastliðinn. Upptaka af viðburðinum var sýnd á RÚV daginn eftir. Verðlaunin voru nú veitt í annað sinn eftir að þau voru endurreist í núverandi mynd. Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum. Framúrskarandi skólastarf Verðlaun fyrir framúrskarandi skólastarf eða mennta- umbætur komu í hlut Leikskólans Aðalþings í Kópavogi. Þar fer fram leikskólastarf sem vakið hefur athygli langt út fyrir landsteinana fyrir framsækni, sköpun og lýðræðisáherslur. Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki voru Frístundamiðstöðin Tjörnin og Tónlistarskóli Grindavíkur. Framúrskarandi kennari Hanna Rún Eiríksdóttir er framúrskarandi kennari árið 2021. Hún kennir við Klettaskóla í Reykjavík. Í störfum sínum hefur hún lagt sérstaka áherslu á möguleika fatlaðra barna til tjáningar og samskipta. Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki voru Anna Gréta Guðmundsdóttir, Garðar Geirfinnsson, Heiðrún Hámundar og Hilmar Friðjónsson. Framúrskarandi þróunarverkefni Verkefnið Leiðsagnarnám, sem hófst undir forystu Nönnu Kristínar Christiansen, á vegum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hlaut verðlaun sem framúrskarandi skólaþró- unarverkefni. Sérstaklega þykir hafa tekist vel til að virkja ólíka aðila skólasamfélagsins í þeim tilgangi að valdefla nemendur og auka ábyrgð þeirra á eigin námi. Eitt annað verkefni var tilnefnt í þessum flokki var Austur Vestur: Sköpunarsmiðjur. Að auki voru Hvatningarverðlaun Íslensku menntaverð- launanna veitt án tilnefningar. Að þessu sinni komu þau í hlut Vöruhúss, miðstöðvar skapandi greina, á Höfn í Hornafirði. Vöruhús er samfélagsmiðstöð sem þykir framúrskarandi í að brúa bilin á milli formlegrar menntunar og óformlegrar; lista og tækni. Þar geta ungir og aldnir komið saman og sinnt skapandi starfi við bestu aðstæður. Vilhjálmur Magnússon, forstöðumaður Vöruhússins, tók við verð- laununum. Íslensku menntaverðlaunin voru endur- vakin á síðasta ári. Þá höfðu þau ekki verið veitt síðan árið 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.