Skólavarðan - 2021, Side 39
HAUST 2021 SKÓLAVARÐAN 39
Hanna Margrét Einarsdóttir / VIÐTAL
kennsluhættina; að nemendur séu
að vinna á ólíkan hátt úr kannski
sömu hugmyndinni. Mér finnst
það mjög spennandi ferli.“
Virðisaukning nemandans
Hanna Margrét kennir námskeiðið
„Leiðtogar í skapandi skólasamfé-
lagi“ hjá Menntafléttunni.
„Ég var beðin að taka þátt í
að kenna það námskeið og er að
kenna þar með frábæru fólki, þeim
Rósu Gunnarsdóttur og Ingimar
Waage Ólafssyni. Mér finnst það
hafa verið ótrúlega gefandi að taka
þátt í þessu. Við erum að reyna
að efla kennarann sem skapandi
leiðtoga í skólanum og að fá fólk
til að gera svolítið það sama og ég
er að fá nemendur Víkurskóla til
að gera; að skoða sig sem kennara
og skoða umhverfið sem viðkom-
andi starfar í. Hvar er skólinn
staðsettur? Hvernig eru möguleik-
arnir á því að vera skapandi? Hvað
er í umhverfi skólans? Við erum
til dæmis núna að vinna með
kennurum að því að skoða hvað
það er í umhverfi skólans sem þeir
geta notað til að efla verkefni sín,
svo sem hvort einhver fyrirtæki
eru í grenndinni sem geti dýpkað
eða stækkað verkefnin með þeim.
Það sem skiptir líka miklu
máli varðandi sköpunina er að
skólakerfið er mjög einkunna-
miðað og við hjá Menntafléttunni
ræddum nýlega um hvað það er
sem situr eftir þegar komið er úr
skólakerfinu. Ég sagði að þegar ég
var í frönsku í menntaskóla þá var
það sem sat eftir það að ég hafði
lært að elda franskan mat. Það
jók áhuga minn á Frakklandi og
dýpkaði áhuga minn á tungu-
málinu og franskri tónlist. Það er
þessi virðisaukning nemandans
sem verður í skapandi greinum og
skapandi námi; aukið sjálfstraust
og aukin víðsýni. Það hefur verið
ótrúlega skemmtilegt að fá tæki-
færi til að taka þátt í því og það er
svo mikilvægt að fólk geti komið
saman og átt faglegt samtal.
Það er gríðarlega mikilvægt og
verðmætt. Það styrkir mann að
öllu leyti.“
Listin er svo göfgandi
Vinnustofa Hönnu Margrétar er
töfraheimur þar sem allt getur
gerst. Fyrirtækið hennar heitir
MÓT (leitarorð mothonnun á
Facebook og Instagram). „Ég nota
mikið mót þegar ég er að gera
hlutina mína. Fyrirtækið heitir í
rauninni eftir börnunum mínum
en ég á þrjú börn: Margréti Birtu,
Ólaf og Teit. MÓT eru upphafs-
stafir þeirra, meira að segja í réttri
aldursröð.
Ég er að gera alls kyns hluti;
ég er mest að vinna diska, skálar,
glös, vasa og aðra nytjahluti.
Vinnustaðurinn minn er griða-
staður, staðurinn þar sem ég næ
að heila mig og orkan mín kemur
mikið þaðan. Vinnan mín þar
hefur mikil áhrif á kennsluna og
kennslan kannski á listaverkin.“
Fyrir utan leirlistaverkin,
nytjahlutina, hefur Hanna
Margrét meðal annars verið að
taka myndir og hefur hún haldið
ljósmyndasýningar. „Ég var
áhugaljósmyndari um tíma. Ég
held að list og sköpun sé ekki
eitthvað eitt heldur sé öll sköpun
af sama meiði. Það að hlusta á
tónlist eða elda mat vekur hugann
upp í að hugsa aðeins út fyrir
kassann og leyfa sér að prófa nýja
hluti. Þá er til dæmis gott að
hlusta á tónlist sem maður hefur
aldrei hlustað á áður. Fólk er oft
hrætt við orðið sköpun, að það
sé verið að ætlast til svo mikils af
því. En mín skoðun á því að vera
skapandi er að vera alltaf með
opinn huga, vera tilbúinn að prófa
að breyta smá í einu, hlusta á að-
eins öðruvísi tónlist, setja eitt nýtt
krydd í uppskriftina eða taka út
og þar fram eftir götunum. Ég hef
alltaf tónlist á þegar ég er að vinna
með krökkunum í Víkurskóla. Svo
er ég svo heppin að það er píanó í
kennnslustofunni af því að það er
stundum kennd tónlist þar inni og
ég er með nemendur sem eru að
læra á píanó og finnst svo gaman
þegar þau spila fyrir okkur. Listin
er svo göfgandi. Hún þroskar
okkur svo mikið. Þeir sem verða
góðir listamenn eru þeir sem eru
næmir fyrir umhverfi sínu og eru
endalaust að skoða umhverfi sitt,
horfa á fólk og landslag. Þannig að
ég held að slíkt uppeldi sé mikil-
vægt til að að verða þroskaður og
sterkur einstaklingur.“
Það sem ég
vil efla og ná
fram með minni
kennslu er að
láta þau trúa að
þau geti öll verið
skapandi.