Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 41

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 41
HAUST 2021 SKÓLAVARÐAN 41 Nýsköpun / RADDIR Tölvulæsi og gagn- rýnin hugsun eru tveir samhangandi þættir sem skipta sköpum í samfé- laginu okkar og þess vegna leggur Evrópusamstarf mik- ið upp úr stuðningi svo hægt sé að nýta tæknina til fullnustu í skólastarfi. vel heppnað dæmi um hvernig kennarar geta tileinkað sér nýjar aðferðir og nemendur tekið virkari þátt í námi sínu og þannig tekið enn meiri ábyrgð á því. Þemað er stafræn væðing í námi og kennslu Evrópuverkefni eru mikilvæg leið fyrir skóla og aðrar fræðslustofnanir í landinu til að skiptast á reynslu við erlenda samstarfsaðila og innleiða nýj- ungar í sínum náms- og kennsluháttum, eins og þessi dæmi sýna glögglega. Þetta á ekki síst við þema ársins hjá Evrópu- verðlaununum, sem er stafræn væðing í námi og kennslu með megináherslu á fjarnám og blandað nám. Öllum er ljóst þvílíkt þrekvirki var unnið í skólum landsins þegar heimsfaraldurinn reið yfir og kennarar þurftu fyrirvaralaust að taka upp nýja kennsluhætti. Í kjölfar faraldursins er um að gera að byggja á þeim lærdómi sem hlaust á síðustu árum en taka um leið skrefið í átt að auknum gæðum í notkun tölvu- og upplýsingatækni, sem getur gert námið meira hvetjandi og inngildandi fyrir fjölbreyttan hóp nemenda. Tölvulæsi og gagnrýnin hugsun eru tveir samhangandi þættir sem skipta sköpum í samfélaginu okkar og þess vegna leggur Evrópusamstarf mikið upp úr stuðningi svo hægt sé að nýta tæknina til fullnustu í skólastarfi. Þjálfun og menntun kennara í brennidepli Í hverju felst þessi stuðn- ingur? Í fyrsta lagi hafa Erasmus+, eTwinning og School Education Gateway, sem er vefgátt fyrir skóla- og fræðslustofnanir, öll sannað gildi sitt þegar kemur að því að læra hvert af öðru, meðal annars við að tileinka sér notkun stafrænna miðla. Í öðru lagi má nefna Kennara- akademíur Erasmus+ sem eru nýjar af nálinni. Hér er þjálfun og menntun kennara í brennidepli, bæði þeirra sem starfa nú þegar á sviði kennslu og líka kennara- nema. Akademíunum er ætlað að ýta undir menningarlega fjölbreytni og þróa kennaramenntun í takt við nýja tíma – með áherslu á stafrænt nám, sjálfbærni, jafnrétti og inngildingu. Í þriðja lagi má nefna sérstakt evrópskt vefsvæði – European Digital Education Hub – sem stendur til að opna til að gera samræmingu, rannsóknir og deilingu niðurstaðna úr góðum verkefnum á þessu sviði auðveldari. Markmiðið með vefnum verður að auka samstarf milli ólíkra sviða, búa til samstarfsnet um staf- ræna menntun innan hvers lands og skiptast á góðum reynslusögum. Um leið og við óskum handhöfum Evrópuverðlauna fyrir nýsköpun í kennslu hjartanlega til hamingju með árangurinn hvetjum við alla kennara og starfsfólk skóla, stjórnendur þeirra og sveitar- félög á Íslandi eindregið til að kynna sér þann hafsjó af tækifærum sem felast í Evrópusamstarfi. Besta leiðin í átt að menntun til framtíðar er að vinna í sameiningu að nýbreytni og lausnum. Tækifærin hefjast hér www.erasmusplus.is Opnar hugann, auðgar líf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.