Skólavarðan - 2021, Page 41

Skólavarðan - 2021, Page 41
HAUST 2021 SKÓLAVARÐAN 41 Nýsköpun / RADDIR Tölvulæsi og gagn- rýnin hugsun eru tveir samhangandi þættir sem skipta sköpum í samfé- laginu okkar og þess vegna leggur Evrópusamstarf mik- ið upp úr stuðningi svo hægt sé að nýta tæknina til fullnustu í skólastarfi. vel heppnað dæmi um hvernig kennarar geta tileinkað sér nýjar aðferðir og nemendur tekið virkari þátt í námi sínu og þannig tekið enn meiri ábyrgð á því. Þemað er stafræn væðing í námi og kennslu Evrópuverkefni eru mikilvæg leið fyrir skóla og aðrar fræðslustofnanir í landinu til að skiptast á reynslu við erlenda samstarfsaðila og innleiða nýj- ungar í sínum náms- og kennsluháttum, eins og þessi dæmi sýna glögglega. Þetta á ekki síst við þema ársins hjá Evrópu- verðlaununum, sem er stafræn væðing í námi og kennslu með megináherslu á fjarnám og blandað nám. Öllum er ljóst þvílíkt þrekvirki var unnið í skólum landsins þegar heimsfaraldurinn reið yfir og kennarar þurftu fyrirvaralaust að taka upp nýja kennsluhætti. Í kjölfar faraldursins er um að gera að byggja á þeim lærdómi sem hlaust á síðustu árum en taka um leið skrefið í átt að auknum gæðum í notkun tölvu- og upplýsingatækni, sem getur gert námið meira hvetjandi og inngildandi fyrir fjölbreyttan hóp nemenda. Tölvulæsi og gagnrýnin hugsun eru tveir samhangandi þættir sem skipta sköpum í samfélaginu okkar og þess vegna leggur Evrópusamstarf mikið upp úr stuðningi svo hægt sé að nýta tæknina til fullnustu í skólastarfi. Þjálfun og menntun kennara í brennidepli Í hverju felst þessi stuðn- ingur? Í fyrsta lagi hafa Erasmus+, eTwinning og School Education Gateway, sem er vefgátt fyrir skóla- og fræðslustofnanir, öll sannað gildi sitt þegar kemur að því að læra hvert af öðru, meðal annars við að tileinka sér notkun stafrænna miðla. Í öðru lagi má nefna Kennara- akademíur Erasmus+ sem eru nýjar af nálinni. Hér er þjálfun og menntun kennara í brennidepli, bæði þeirra sem starfa nú þegar á sviði kennslu og líka kennara- nema. Akademíunum er ætlað að ýta undir menningarlega fjölbreytni og þróa kennaramenntun í takt við nýja tíma – með áherslu á stafrænt nám, sjálfbærni, jafnrétti og inngildingu. Í þriðja lagi má nefna sérstakt evrópskt vefsvæði – European Digital Education Hub – sem stendur til að opna til að gera samræmingu, rannsóknir og deilingu niðurstaðna úr góðum verkefnum á þessu sviði auðveldari. Markmiðið með vefnum verður að auka samstarf milli ólíkra sviða, búa til samstarfsnet um staf- ræna menntun innan hvers lands og skiptast á góðum reynslusögum. Um leið og við óskum handhöfum Evrópuverðlauna fyrir nýsköpun í kennslu hjartanlega til hamingju með árangurinn hvetjum við alla kennara og starfsfólk skóla, stjórnendur þeirra og sveitar- félög á Íslandi eindregið til að kynna sér þann hafsjó af tækifærum sem felast í Evrópusamstarfi. Besta leiðin í átt að menntun til framtíðar er að vinna í sameiningu að nýbreytni og lausnum. Tækifærin hefjast hér www.erasmusplus.is Opnar hugann, auðgar líf

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.