Skólavarðan - 2021, Qupperneq 10

Skólavarðan - 2021, Qupperneq 10
10 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021 KENNARASAMBANDIÐ / Fréttir Siðaráð segir...  X að nú sé endurskoðun siðareglna langt komin, en tillögur að nýjum siðareglum verða lagðar fyrir 8. þing KÍ í apríl á næsta ári. Siðaráð telur að endurskoða þurfi reglurnar reglulega vegna framfara og breytinga í tækni, hugsun og samskiptum.  X að vert sé að benda kennurum á núgildandi siðareglur.  X Siðaráð mælir með að kennarar skoði sérstaklega og ígrundi:  X 6. grein: Kennari vinnur gegn fordómum, einelti og öðru ranglæti sem nemendur verða fyrir.  X 9. grein: Kennari viðheldur starfshæfni sinni og eykur hana.  X 11. grein: Kennari sýnir öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu.  X 12. grein: Kennari gætir heiðurs og hagsmuna stéttar sinnar. Jafnréttis- nefnd segir...  X dagana 9.-12. nóvember var haldið Jafnréttis- stefnumót Menntavísinda- sviðs HÍ og Jafnréttisnefndar KÍ fyrir kennara og kennar- anema, bæði á netinu og í Stakkahlíð.  X Jafnréttisstefnumót er umræðuvettvangur kennar- anema, starfandi kennara og sérfræðinga á sviði kennslu og jafnréttis um þau jafn- réttismál sem eru í deiglunni hverju sinni.  X Í ár var rætt m.a. um forréttindi, hvítleika, jaðar- setningu í skólamenningu og ofbeldi.  X Ætlunin er að endurtaka stefnumótið reglulega og halda samtalinu þannig lifandi. Hanna Rún Eiríksdóttir kennari, Sigursteinn Traustason, Vilhjálmur Magnússon, forstöðumaður Vöru- húss, Nanna Kristín Christiansen, sem hlaut verðlaun fyrir Leiðsagnarnám. Frá Aðalþingi mættu dr. Guðrún Alda Harðardóttir, Sigurður Þór Salvarsson og Hörður Svavarsson leikskólastjóri. Gerður Kristný skáld, Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Viktor, nemi á Álftanesi, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins. Íslensku menntaverðlaunin 2021 Verðlaun veitt fyrir fram- úrskarandi störf í skólum Íslensku menntaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum 9. nóvember síðastliðinn. Upptaka af viðburðinum var sýnd á RÚV daginn eftir. Verðlaunin voru nú veitt í annað sinn eftir að þau voru endurreist í núverandi mynd. Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum. Framúrskarandi skólastarf Verðlaun fyrir framúrskarandi skólastarf eða mennta- umbætur komu í hlut Leikskólans Aðalþings í Kópavogi. Þar fer fram leikskólastarf sem vakið hefur athygli langt út fyrir landsteinana fyrir framsækni, sköpun og lýðræðisáherslur. Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki voru Frístundamiðstöðin Tjörnin og Tónlistarskóli Grindavíkur. Framúrskarandi kennari Hanna Rún Eiríksdóttir er framúrskarandi kennari árið 2021. Hún kennir við Klettaskóla í Reykjavík. Í störfum sínum hefur hún lagt sérstaka áherslu á möguleika fatlaðra barna til tjáningar og samskipta. Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki voru Anna Gréta Guðmundsdóttir, Garðar Geirfinnsson, Heiðrún Hámundar og Hilmar Friðjónsson. Framúrskarandi þróunarverkefni Verkefnið Leiðsagnarnám, sem hófst undir forystu Nönnu Kristínar Christiansen, á vegum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hlaut verðlaun sem framúrskarandi skólaþró- unarverkefni. Sérstaklega þykir hafa tekist vel til að virkja ólíka aðila skólasamfélagsins í þeim tilgangi að valdefla nemendur og auka ábyrgð þeirra á eigin námi. Eitt annað verkefni var tilnefnt í þessum flokki var Austur Vestur: Sköpunarsmiðjur. Að auki voru Hvatningarverðlaun Íslensku menntaverð- launanna veitt án tilnefningar. Að þessu sinni komu þau í hlut Vöruhúss, miðstöðvar skapandi greina, á Höfn í Hornafirði. Vöruhús er samfélagsmiðstöð sem þykir framúrskarandi í að brúa bilin á milli formlegrar menntunar og óformlegrar; lista og tækni. Þar geta ungir og aldnir komið saman og sinnt skapandi starfi við bestu aðstæður. Vilhjálmur Magnússon, forstöðumaður Vöruhússins, tók við verð- laununum. Íslensku menntaverðlaunin voru endur- vakin á síðasta ári. Þá höfðu þau ekki verið veitt síðan árið 2005.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.